Dagur - 21.08.1987, Blaðsíða 5
21. ágúst 1987 - DAGUR - 5
Þarna er verið að tyrfa leiksviðið, vissulega óvenjulegt, en hæfir vel tiiefninu.
Akureyri 125 ára:
Leikfélagið treður upp
á grasi grónu sviði
- Afmælisveisla handa Eyrarrós verður sýnd 29. og 30. ágúst
Afmælisveisla handa Eyrarrós,
nefnist dagskrá Leikfélags
Akureyrar sem flutt verður í
tilefni af 125 ára afmæli Akur-
eyrarkaupstaðar. Frumsýning
verður í íþróttaskemmunni á
afmælisdaginn 29. ágúst kl.
20.30 en daginn eftir verða
tvær sýningar.
Við fylgdumst með fram-
kvæmdum í íþróttaskemmunni á
dögunum og þá var verið að tyrfa
leiksviðið. Já, leiksviðið verður
grasi gróið og prýtt trjám, enda
viðeigandi umgjörð um afmæli
Akureyrarkaupstaðar. Nákvæmt
líkan af sviðinu er haft til hlið-
sjónar og á því má sjá að sviðið
verður á tveimur, mismunandi
háum pöllum. Sannarlega ólíkt
því sem menn eiga að venjast.
Afmælisveisla handa Eyrarrós
er, eins og segir í tilkynningu frá
L.A., leikin dagskrá, samsett úr
sönglögum, hljóðfæraslætti,
leiknum myndum, sögum, vís-
um, kvæðum, bröndurum,
prakkaraskap, lýðhvetjandi hug-
vekjum, bulli og spakmælum.
Dálaglegur samtíningur þetta og
fróðlegt verður að sjá útkomuna.
Höfundar eru þeir Óttar Ein-
arsson og Eyvindur Erlendsson,
ásamt Jóni Hlöðveri Áskelssyni
sem valdi tónlistina, o.fl. Leik-
stjóri er Eyvindur Erlendsson,
hljómsveitarstjóri Jón Hlöðver,
leikmynd er í höndum Hall-
mundar Kristinssonar, búninga
gerir Freygerður Magnúsdóttir,
lýsingu annast Ingvar Björnsson
og Gunnar Sigurbjörnsson fram-
kallar leikhljóð.
Leikhópurinn er fróðleg
blanda af eldri sem yngri leikur-
um, þrautreyndum og lítt reynd-
um: Marinó Þorsteinsson, Þráinn
Karlsson, Theodór Júlíusson,
Skúli Gautason, Erla Ruth Harð-
ardóttir, Björg Baldvinsdóttir,
Jón Kristinsson, Kristjana Jóns-
dóttir, Jón Hlöðver Áskelsson,
Jón Stefán Kristjánsson, Pétur
Einarsson, Örn Birgisson, Þuríð-
ur Baldursdóttir, Eyvindur
Erlendsson, Erlingur Sigurðar-
son, kór sýningarinnar, hljóm-
sveit sýningarinnar, Blásarasveit
Tónlistarskólans, lúðrasveit,
karlakór o.fl. Þetta verða Akur-
eyringar að sjá og heyra. SS
Flugskóli Akureyrar
Sími 27900 eða 22000.
Flugið er heillandi tómstundagaman
fyrir fólk á öllum aldri
Fyrirhugað er bóklegt einkaflugmannsnámskeið í haust,
nánar auglýst síðar.
Upplýsingar gefa:
Jóhann Skírnisson, flugkennari, sími 26409.
Ármann Sigurðsson, flugkennari, sími 26149.
Gylfi Magnússon, flugkennari, sími 22531.
Ragnar Olafsson, flugkennari, sími 27465.
Súlnaberg
opið frá kl. 8.00-22.00.
Heitur matur allan daginn.
Höfðaberg
veitingasalur annarri hæð.
Opið frá kl. 7.30-23.30.
Ath. kvöldverður afgreiddur
frá kl. 18.00-22.00.
★
A matseðli helgarinnar
bjóðum við uppá meðal annars:
Hvítvínssoðinn hörpufisk með blaðlauk
Ofnsteikt léttlamb með túnfíflasósu
Bláberjafrauðís á skyrgrunni
Kristján Guðmundsson
leikur fyrir matargesti
föstudags- og laugardagskvöld
Dansleikur
laugardagskvöld
Hljómsveitin
Heiena fagra
heldur uppi stanslausu fjöri til kl. 03.00.
Borðapantanir fyrir matargesti
hjá veitingastjóra í síma 22200.