Dagur - 21.08.1987, Page 6
V - FIUÐAG - \-ser fei'jgé .rs
6 - DAGUR - 21. ágúst 1987
Golf er íþrótt sem upprunnin er frá Skotlandi, þótt
heimildir bendi til að Kínverjar hafi leikið golf
allt að 200 árum fyrir Krist.
íþróttin breiddist út á milli landa og náði fljótt miklum
vinsældum. Til íslands barst golfið í upphafi 20. aldar og
árið 1934 var fyrsti golfklúbburinn stofnaður,
ári síðar var svo G.A. stofnaður.
G.A. fer ört stækkandi og sífellt fleiri smitast af
golfbakteríunni og þeir sem smitast verða svo ákafir
unnendur golfsins að þeir hugsa um það öllum stundum
og er það margsönnuð staðreynd að það sem byrjendur
eiga erfiðast með að læra, er, AÐ TALA EKKI UM ÞAÐ.
Björn Axelsson.
Björn Axelsson
Á veturna má sjá ungan pilt með
langt og mjótt prik dinglandi upp
úr skólatöskunni sinni. Þeir sem
vita hver pilturinn er þekkja að
þar hefur aðaláhugamálið hans
fengið að fljóta með í skólann, en
öðrum er þetta prik óþrjótandi
umhugsunarefni.
Björn hefur líklega verið
lengst akureyrskra unglinga í
golfinu, en hvenær skyldi hann
hafa byrjað.
„Ja, ég var 7 eða 8 ára þegar ég
byrjaði og hefði líklega ekki byrj-
að nema af því að ég átti ættingja
í þessu, það er mjög algengt að
krakkarnir sem byrja í golfi eigi
foreldra eða ættingja í golfi eða
var, því núna er mikið um það að
krakkar séu að byrja í þessu eftir
að kennarinn, David, kom hingað
í klúbbinn.“
- Heldurðu að hin glæsilega
aðstaða að Jaðri dragi að?
„Já, og ábyggilega mjög mikið,
því það eru margir unglingar sem
hafa byrjað í þessu síðustu 2-3 ár,
og þeim er alltaf að fjölga.“
- Er einhver unglingaklúbbur
innan G.A.?
„Það eru kennslutímar þrisvar
í viku og svo eru nýliðatímar einu
sinni í viku, svo er starfandi sér-
stök unglinganefnd innan G.A.
sem sér um að koma unglingun-
um á mót og nú í sumar hafa ver-
ið 4-5 mót.“
- Er ekki dýrt að koma sér
upp setti?
„Það fer allt eftir því hvar þú
byrjar, það er hægt að fá svona
hálft sett á kannski 15.000 kr. en
ef maður ætlar að vera með
eitthvað toppsett þá kostar það
allt að 70-80 þúsundum.“
- Á nýloknu landsmóti var þér
vikið úr keppni, var það ekki
sárt?
„Jú það var svolítið sárt, ég var
búinn að æfa fyrir landsmótið, að
vísu hafði það ekki gengið mjög
vel en það var samt sárt að missa
svona af þessu.“
- Gerist það oft eins og gerðist
hjá þér að menn skrifi undir
skorkort sem er vitlaust?
„Nei, sem betur fer gerist það
sárasjaldan, þetta er eina tilfellið
í sumar sem ég veit um.“
- Nú ert þú í meistaraflokki,
hvað er það sem ræður því í
hvaða flokki maður er?
„Flokkarnir fara eftir því hvað
maður er með í forgjöf, en for-
gjöf er svona hálfgerður afsláttur
sem maður fær. t.d. ef þú mundir
byrja þá værir þú líklega með í
kringum 36 í forgjöf, svo ef þú
lékir einn hring og kæmir hring-
inn inn á 100 höggum þá er skor-
ið komið niður í 64 högg, ég er
núna með 5 í forgjöf þannig að ég
þyrfti að spila hringinn á 69 högg-
um til að jafna þig.“
- Er til unglingalandslið í
golfi?
„Já, já það er til og ég er búinn
að vera í því síðan í fyrrahaust,
er að vísu sennilega á góðri leið
með að spila mig út úr því aftur,
ég er búinn að spila hálfilla í
sumar, þangað til núna að ég er
að fara í gang.“
-- Nú er starfandi mini-golf á
sundlaugarlóðinni, hefur þú
reynt það?
„Nei ekki hérna en ég hef próf-
að svona fyrir sunnan."
- Og hvernig fannst þér það í
samanburði við það golf sem þú
stundar?
„Æi, það er nú ekkert varið í
mini-golfið í samanburði við
þetta. Og maður æfist nú ekki
mikið í „alvöru-golfi“ á að vera
þarna.“
- Þarf maður ekki að vera
mjög þolinmóður til að ná langt í
golfi?
„Jú til að ná sem bestum
árangri þarf maður að vera það,
en nákvæmni og heppni spila
svo töluvert inn í.“
- Að lokum Björn, þig dreym-
ir kannski um atvinnumennsku?
„Það væri náttúrlega gaman að
geta prófað það en samkeppnin
er bara svo hörð að það er næst-
um vonlaust að gera sér vonir.“
Magnús Halldór
Karlsson
Magnús er viðloðandi fleiri
íþróttir en eina, hann stundar
meðal annars skíði á veturna en á
sumrin, hvað annað en golf. Þrátt
fyrir ungan aldur í golfinu er
hann með 8 í forgjöf og á hann
því aðeins tvö högg eftir í meist-
araflokkinn. En hvað dró Magnús
í golfið?
„Ég fór með vini mínum sem
býr hérna við hliðina, upp á völl
Árný Lilja Árnadóttir.
og ég fékk bakteríuna svotil
strax.“
- Fórstu strax útí að kaupa
græjur?
„Nei ekki alveg en svo keypti
ég sett sem kostar um 60.000
krónur.“ (Og er að sögn alveg
rosalega flott.)
- Nú ert þú í fleiri íþróttum, af
hverju golf?
„Ja, ég æfi skíði á veturna og
mér finnst golf og skíði eiga vel
saman, svo þetta gengur vel
upp.“
- Nú finnst manni að golf sé
íþrótt sem taki ansi mikið á
taugarnar, hvað fær krakka til að
koma og æfa golf?
„Kannski er það aðstaðan, hún
hefur skánað heilmikið á síðustu
árum og þá fara krakkarnir að
koma.“
- Eru það jafnt stelpur og
strákar sem sækja í golfið?
„Nei, strákar eru í miklum,
MJÖG, miklum meirihluta, ég
veit ekki af hverju, hef ekkert
pælt í því.“
- Áttu þér einhver markmið í
golfinu, svo sem að komast í
landsliðið?
„Nei, ég hef engin sérstök
markmið sem ég stefni á, bara
það að vera með.“
Árný Lilja Árnadóttir
Magnús talaði um að strákar
væru miklu fleiri en stelpur í
G.A. og það eru svo sannarlega
orð að sönnu, því í golfklúbbn-
um eru aðeins tvær stelpur, þær
eru Andrea sem er 12 ára og svo
hún Árný sem var tilbúin að
koma í smá viðtal.
Ég spurði hana fyrst, hvers
vegna hún hefði byrjað í golfinu.
„Ég var að vinna á Jaðri, þegar
ég var 14 ára, þar voru allir úti á
velli að spila og maður vildi prófa
það sem hinir voru að gera, svo
er ég að segja má í golf-fjöl-
skyldu."
- Þú hefur þá notast við golf-
sett foreldra þinna til að byrja
með?
„Já fyrst var ég bara með græj- :
urnar hans pabba og græjurnar
hennar mömmu, en keypti mér
að lokum eigin græjur. Það segja
allir að ég hafi verið snobbuð :
þegar ég keypti mér þær, en þeg- .
ar maður kaupir sér sett er maður
að kaupa hlut sem maður ætlar
að nota, alltaf, og þá er ekki
verra að það sé almennilegt, því
það er ekki hægt að vera með
kylfu sem svo kannski dettur í
sundur."
- Byrjaðir þú strax að keppa?
„Nei, nei, ég fór bara út einn
og einn dag fyrsta árið, svo sein-
asta ár keppti ég tvisvar og núna
er ég að byrja á fullu.“
- En þú hefur samt sem áður
unnið einhverja titla?
„Já ég hef unnið stelpnaflokk á
Akureyrarmótinu, svo hef ég
tvisvar lent í öðru sæti á unglinga-
meistaramótinu, á nýliðnu lands-
móti vann ég svo annan flokk
kvenna.“
- Nú hækkaðir þú úr öðrum í
fyrsta flokk eftir landsmótið,
hvernig hækkar maður?
„Ja, þú ert með forgjöf sem
segir hvað þú er góð og þegar þú