Dagur - 21.08.1987, Síða 11
10 - DAGUR - 21. ágúst 1987
21. ágúst 1987 - DAGUR - 11
loka hann inni á morgnana og þar
var hann einn allan daginn með-
an hún vann fyrir þeim. Daginn
sem við komum til Guatemala
hafði verið komið með barn í
nærbol og engu öðru og bolurinn
var svo skítugur að við hefðum
ekki einu sinni skúrað gólfin hjá
okkur með honum. Neyðin þarna
leyndi sér ekki.
Það var ekki nein hugsjón hjá
okkur að ættleiða barn, það var
fyrst og fremst vegna þess að við
gátum ekki átt barn. Maður hafði
heyrt sögur af því hvernig ástand-
ið er í þessum löndum, en trúir
því ekki fyrr en maður sér það.
Fólkið býr í ótrúlegum kofa-
hreysum.“
Alfreð segir að það hafi verið
mjög spennandi eftir að Almar
var kominn í heiminn. Þau fóru
út í desember að sækja hann og
komu heim 19. desember. „Við
gátum ekki beðið fram yfir jól
með að sækja hann.“
Sagði Alfreð að þau hefðu
aldrei fundið annað en vinsemd í
garð Almars og sagðist halda að
Islendingar taki þessum börnum
almennt vel. „Það eru margar
skoplegar sögur í kringum þetta.
Stuttu eftir að við komum heim
spurði kona okkur hvaða mál
hann myndi svo tala þegar hann
færi að tala. Þetta er dagsönn
saga. Auðvitað segir fólk þetta í
hugsunarleysi. En hann fór nú
bara að tala íslensku þegar hann
byrjaði og trúi því hver sem vill,“
segir Alfreð og hlær.
Það hefur verið gaman að tala
við Alfreð en hér setjum við
amen á eftir efninu. HJS
ingu, hvers vegna hann fluttist
norður. „Þannig var að eftir að
ég útskrifaðist úr Samvinnu-
skólanum árið 1975 bjó ég í
Borgarnesi í 1 ár. Bekkjarfélagi
minn var að vinna hjá Gefjun og
hann benti á mig. Ég var á laustí
og sló til. Ég fór þá að vinna hjá
Heklu. Þá voru tvær deildir hjá
Heklu, prjónadeild og vinnufata-
deild. Ég var í vinnufatadeild-
inni, og upplifði skemmtilegt
tímabil hjá Heklu, það var
Duffys tímabilið. Ég tel okkur
Sigurð Arnórsson höfuðpaurana
í því ævintýri.“
Er mikil félagsvera
Alfreð var hjá Heklu í 5 ár, en
fór þá út í sjálfstæðan verslunar-
rekstur. Nánar tiltekið átti hann
tískuverslunina Chaplin. „Ég átti
Chaplin í 3 ár. Ég kunni ágætlega
við að reka þá búð, en ég velti
þessu mikið fyrir mér eftir að ég
hætti. Það er auðvitað ágætt að
vera eigin herra, frjálsræðið og
allt það, en ég er svo mikil félags-
vera að mér leiddist. Þetta var
lengi vel þannig að við vorum
tvö, ég og starfskraftur hálfan
daginn. Ég áttaði mig ekki á því
þegar ég hætti á Heklu að þar
drakk maður kaffi með 40-50
Tónlistin ermitt áhugamál
- Alfreð Almarsson, vöruhússtjóri KEA í helgarviðtali
„Já, já, alveg heilmikið," segir
Alfreð þegar ég spyr hann hvort
hann muni eftir sér á Dalvík.
„Þetta var á síldarárunum og ég
þvældist mikið á bryggjunum og
síldarplönunum. Ég átti tvo góða
vini á Dalvík og við vorum mikið
saman. Annar er nú orðinn spari-
sjóðsstjóri þar, Friðrik og hinn er
Kári Gestsson, kallaður Dalli. Ég
held að hann sé nú fluttur frá
Dalvík.
Það er nú svolítið gaman að
rifja þetta upp. Á þessum árum
var maður að nafni Dalai Lama
mikið í fréttum. Hann var land-
flótta munkur. Við vorum mikið
á síldarplönunum, eins og ég
sagði og skírðum okkur upp á
nýtt. Dalli hét Dalli Lama plan
plan og ég hét Alli Lama plan
plan. Það snérist allt um síldina
og planið og bryggjan var stóra
málið. Nei, nei, ég datt aldrei í
sjóinn, það gerðist ekki fyrr en
seinna á Iífsleiðinni."
AUtaf rigning
Haustið 1959 flutti fjölskyldan
frá Dalvík og settist að á Hellis-
sandi þar sem Alfreð bjó til full-
orðinsára. „Þetta er mér mjög
minnisstætt. Við fluttum úr veður-
sældinni í Eyjafirði í rigning-
una á Hellissandi. Ég held að það
hafi rignt á hverjum degi fyrstu
mánuðina eftir að við fluttum.
Við bróðir minn, sem er einu og
hálfu ári yngri en ég, hjóluðum
mikið og vorum oft við það að
gefast upp vegna rigningarinnar.
Við hugleiddum mikið að það
væri nú bara best að flytja norður
aftur. En það stytti upp á endan-
um.“ sagði Alfreð.
Á unglingsárum byrjar Alfreð
að gutla á gítar, en segist fyrst
hafa verið í fótbolta. „Þótt ég
segi sjálfur frá þá þótti ég efnileg-
ur. En ég var einn af þessum sem
þykja efnilegir en síðan ekkert
meira. Þegar ég var 17 ára fer ég,
ásamt vini mínum, sem spiiar á
píanó í þetta hljómsveitagutl. Þá
var enginn tími til að vera í fót-
bolta lengur. Maður verður að
velja og hafna.
Komum aldrei nálægt
bflskúrum
Á þessum árum eru Bítlarnir á
toppnum. Þetta var mikið
gróskutímabil og það hafði mikil
áhrif á okkur. Það voru margir að
glamra á gítar. Ég hef aldrei lært
neitt í tónlist. Jú, jú, ég var í
nokkrum svokölluðum bílskúrs-
hljómsveitum. En þær voru
reyndar ekki kallaðar bílskúrs-
hljómsveitir því við komum aldr-
ei nálægt neinum bílskúr. Við
þekktum húsvörðinn í félags-
heimilinu Röst og fengum að æfa
þar.“
Alfreð segir að þegar mynd
hafi verið komin á hljómsveitirn-
ar hafi þeir félagarnir farið að
spila fyrir fólk. „Fyrst var þetta
auðvitað mest fyrir okkur sjálfa.
Ég man ekki lengur hvað þessar
hljómsveitir hétu, jú, ein hét
Diamonds, önnur Intermezzo og
Júnísvítan svo nokkur nöfn séu
nefnd."
Alfreð fór fyrst í Húsafell um
verslunarmannahelgina þegar
hann var 15 ára og það var í
fyrsta skipti sem hátíð var haidin
þar um þessa merku helgi sem
kennd er við verslunarmenn. „Þá
voru Hljómar frá Keflavík að
spila fyrir dansi og þeir voru tví-
mælalaust bítlar Islands. Ég fór
síðan í Húsafell 7 ár í röð. Þetta
var svipað og í Vaglaskógi á sín-
um tíma, það eru margir sem
fóru þangað mörg ár í röð. Þar
voru hljómsveitir eins og Dátar
og Tempó. Þá voru strákar eins
og Þorgeir Ástvaldsson popp-
stjörnur, eða öllu heldur
unglingastjörnur. Þeir voru ekki
nema 16-17 ára.
- Lituð þið ekki upp til popp-
stjarnanna?
„Jú, jú, eins og ég sagði voru
Hljómar hátt skrifaðir, nokkurs
konar bítlar íslands og við litum
mikið upp til þessara manna.
Nei, ég tók ekki neinn sérstakan
mér til fyrirmyndar. Það gengu
miklar sögur um að krakkar væru
að brjóta í sér tennur til að líkjast
Björgvin Halldórssyni, en ég
held að það sé ekki satt. Ég hef
þá skýringu að múgæsingin og
stjörnudýrkunin sem er svo mik-
ið erlendis nái aldrei til íslands.
Menn fá að vera í friði hérna. Ef
það er t.d. auglýst eiginhandar-
áritun á plötu hér þá koma ekkert
voðalega margir. Ef þetta er gert
erlendis myndast alltaf örtröð.
Þar eru auðvitað stærri stjörnur
en geta nokkurn tíma orðið hér.“
Frekar söngvari
en gítarleikari
Alfreð er ennþá í hljómsveita-
bransanum. Hann segist þó ekki
hafa verið samfleytt í tónlistinni
frá unglingsárum. „Ég hætti um
tíma, fór í skóla og fleira. í fyrstu
leit ég á mig sem gítarleikara,
söng jú eitt og eitt lag. Ég fór í
Samvinnuskólann og þar eru allt-
af skólahljómsveitir. í skólanum
voru um 80 manns, helmingur
stelpur og helmingur strákar. Það
segir sig sjálft að í ekki stærri hóp
eru ekki margir gítarleikarar,
trommuleikarar og svo framveg-
is. Það varð því að notast við það
sem til var. Það kom í ljós að það
var enginn söngvari. Þeir sem
voru líklegastir voru prófaðir og
ég kom út sem einn skásti söng-
varinn og í dag tel ég mig frekar
vera söngvara en gítarleikara. Ég
gutla þó á gítarinn með.“
Sumarið 1977 spilaði Alfreð
með Örvari Kristjánssyni og
hætti síðan að spila í hljómsveit-
um þar til 1981. Það ár byrjaði
hann að spila í hljómsveit Finns
Eydal og hefur verið með henni
síðan. Hann hefur því upplifað
miklar breytingar í íslensku
poppi. Allt frá grósku og upp í
það að enginn mætti á sveitaböll
og diskóið var allsráðandi. „Árin
1971-73 var spilaði ég í hljóm-
sveit sem hét Lúkas og var gerð
út frá Ólafsvík því flestir úr
hljómsveitinni voru þaðan. Þá
gekk maður f hermannajakka,
með hárið niður á herðar og spil-
aði það sem f dag er kallað „hard
rock“, Deep Purple og slíkt,
ásamt öðru auðvitað. Þegar verið
er að spila fyrir dansi þýðir ekk-
ert annað en að hafa fjölbreytt
lagaval.“
Jukkmúsíkin
gengur alltaf
Þótt ótrúlegt megi virðast
finnst Alfreð lítill munur að spila
núna og þegar hann byrjaði að
spila fyrir dansi. „Það er viss
tónlist sem alltaf gengur. Það er
stuðmúsík sem fólkið kann. Ég
kalla þetta jukkmúsík, það eru
bara gömlu góðu slagararnir.
Meira að segja hljómsveit eins og
Skriðjöklarnir taka gömul jukk-
lög og spila á böllum.“
- Er ekki tímafrekt að vera í
hljómsveit?
„Ég var einu sinni spurður
hvernig ég nennti þessu ár eftir
ár, að vera að spila um hverja
helgi, þeytast út um hvippinn og
hvappinn og æfa þess á milli.
Maðurinn sem spurði mig að
þessu á snjósleða. Hann þvælist
upp um fjöll og firnindi á sleðan-
um. Ég sagði við hann að spila-
mennskan væri mitt áhugamál,
eins og fjallaferðirnar hjá
honum. Ég lít ekki á spila-
mennskuna sem atvinnu heldur
tómstundagaman, þetta er það
illa borgað. Þessi snjósleðaeig-
andi fer helgi eftir helgi upp á
fjöll, gistir þar og lendir í allskyns
hrakningum og kemur síðan í
bæinn endurnærður. Þannig er
þetta líka hjá mér.“
En vendum okkar kvæði í
kross. Alfreð flutti til Akureyrar
1976. Hann fær þá sígildu spurn-
manns og hafði því mikinn
félagsskap. í þessu tilviki er
óhætt að segja að enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Mér bauðst síðan að vinna
hjá KEA og sló til, seldi búðina.
Ég held að félagsskapurinn hafi
skipt þar miklu. Nei, nei, ég sé
ekkert eftir að hafa hætt með
verslunina og líkar vel hjá
KEA.“
Alfreð er vöruhússtjóri hjá
KEA og segir það vera mikið
starf. „Ég sé meðal annars um
innkaup ásamt deildarstjórum,
allt starfsmannahald í vöruhús-
inu, auglýsingar o.fl. o.fl. sem
viðkemur rekstrinum. Við erum
að fara til Kölnar, Hamborgar og
Kaupmannahafnar, á sýningar í
Kaupmannahöfn og Köln og síð-
an förunt við í fyrirtæki í Ham-
borg til að panta inn. í þessari
ferð verslum við bara fatnað. Ég
fer alltaf tvisvar á ári í svona
ferðir og tvisvar til að panta skó.
Reyndar fer ég í þessari ferð
einnig til Jótlands að versla jóla-
gjafavöru. Fatnaðurinn sem við
verslum núna eru fyrir næsta vor
og sumar.“
í framhaldi af rabbi okkar um
verslun förum við að tala um
opnunartíma verslana. „Ég er
með þá hugmynd að hafa búðir
og þjónustufyrirtæki opin fyrsta
laugardag í hverjum mánuði. Það
er mín skoðun að það sé varla
hægt að hafa opið á hverjum
laugardegi. Það er búið að berj-
ast fyrir því í mörg ár að hafa lok-
að á laugardögum og svo koma
bara einhverjir kallar úti í bæ og
vilja hafa opið. Víða erlendis er
opið fyrsta laugardag eða sunnu-
dag í hverjum mánuði. Ef svo
yrði hérna þá yrðu að vera sam-
tök um þetta. Bankar yrðu að
hafa opið, áfengisverslunin,
bæjarskrifstofur og bæjarfógeti
og svo auðvitað verslanir, það
þyrfti að hafa opið fyrir aðra
„Ég er með þá hugmynd að hafa búðir opnar fyrsta laugardag í hverjum mánuði.“
þjónustu en bara verslanir. Veit-
ingastaðir gætu síðan verið með
uppákomur þessa daga, hlaðborð
eða eitthvað slíkt.“
Þurftu aö senda
út tvö nöfn
Alfreð og Helga Haraldsdóttir
kona hans ættleiddu dreng frá
Guatemala fyrir 7 árum, og heitir
hann Almar. Ég fer varlega í að
spyrja hann út í ættleiðinguna því
eflaust kæra ekki allir sig um að
ræða mál af þessu tagi á opinber-
um vettvangi. En Alfreð er strax
tilbúinn til að tala um Almar.
„Uppruni barnsins leynir sér ekki
og þetta hefur heldur aldrei verið
neitt feimnismál hjá okkur,“ seg-
ir Alfreð. „Ég fór í lengsta ferða-
lag á ævinni þegar við sóttum
Almar. Guatemala er í Mið-
Ameríku. Við fengum hann í
höfuðborginni, Guatemala City.
Það var heilmikið ævintýri að
greiddum sjúkrahúsvistina fyrir
móður hans og urðum að senda
út tvö nöfn því við vissum ekki
hvort það yrði strákur eða stelpa.
Börnin eru skírð strax við fæð-
ingu.
Ekki verið að kaupa
þessi börn
Það halda kannski einhverjir
að það sé verið að kaupa þessi
börn frá mæðrum sínum, en það
er ekki rétt. Við borguðum að-
eins kostnaðinn við fæðingu hans
og uppihald til tveggja mánaða
aldurs. Við gátum ekki sótt hann
fyrr því það var verið að ganga
frá öllum pappírum. Fólk á erfitt
með að trúa því hvernig ástandið
er þarna. Ef ógift kona í Guate-
mala verður ófrísk og segir við
föðurinn að hann eigi barnið, þá
getur hann bara sagt nei og þar
með er málið búið. Hún getur
ekkert gert.
„Ég er fæddur í Reykjavík árið 1951. Foreldrar mínir kynntust þar
og ég er elstur af mínum systkinum. Faðir minn er frá Dalvík og
móðir mín frá Hellissandi á Snæfellsnesi. En ég bjó ekki lengi í
Reykjavík því við fluttum til Dalvíkur þegar ég var nýfæddur og þar
bjuggum við þar til ég var 8 ára gamall.“ Það er Alfreð Almarsson,
vöruhússtjóri hjá KEA og tónlistarmaður með meiru sem svo segir
frá fyrstu árum ævinnar. Alfreð er hér kominn í helgarviðtal og við
tölum um tónlistina, verslun, ættleiðingu barna og fleira.
Alfreð á skrifstofu sinni hjá Vöruhúsi KEA.
Alfreð með son sinn og Helgu, Almar.
fara þarna út.
Við fengum Alniar ekki í gegn-
um íslenska ættleiðingu, heldur
höfðu Benedikt Ólafsson, lög-
fræðingur og kona hans, María
komist í samband við konu í
Guatemala sem rak heimili fyrir
börn sem átti að gefa. Hún var af
aðalsættum en giftist niður fyrir
sig. Hún tók að sér börn sem
voru á götunni eða ákveðið hafði
verið að gefa. Þannig fengum við
Almar.
Um svipað leyti og við fengum
Almar voru hjón ein, Bob og
Katy, að taka við þessu heimili.
Við vorum búin að eignast Almar
áður en hann fæddist. Við
Konan sem gaf okkur Almar
var sjálf einbirni og mamma
hennar hafði átt hana utan hjóna-
bands og hún gat ekki hugsað sér
að hennar börn lifðu sama lífi og
hún hafði lifað. Það búa mörg
börn þarna við mjög lélegar
aðstæður. Við sáum t.d. tveggja
ára gamlan strák þarna á heimil-
inu. Hann hafði verið hjá móður
sinni fram að því og hún var ein-
stæð. Þegar hann fékk rnatinn
sinn hljóp hann með hann út í
horn og borðaði þar. Hann kunni
ekkert að tala. Það eina sem
hann gat sagt var aqua, eða vatn.
Mér skilst að mamma hans hafi
ekkert getað gert annað en að