Dagur - 21.08.1987, Page 20

Dagur - 21.08.1987, Page 20
Akureyri, föstudagur 21. ágúst 1987 Opnimaitnní á Bauta í sumar er frá kl- 9.00-23.30. Akureyrarbær: uppseld Verðbréfín sem Akureyrarbær gaf út til að fjármagna fram- kvæmdir við grunnskóla, aðal- lega Síðuskóla, eru uppseld. Heildarfjárhæðin var 57,8 milljónir en að sögn Sigfúsar Jónssonar bæjarstjóra seldust bréfín með afföllum fyrir rúm- lega 40 milljónir. Verður Gestur fréttamaður Stöðvar 2? - Þórir Jökull hættir hjá útvarpinu Nokkrar hræringar eru í akur- eyrskum fjölmiðlahcimi þessa dagana. Stöð 2 leitar að frétta- manni á Akureyri og sagði Páll Magnússon fréttastjóri að búið væri að prófa þrjá menn og nokkrir væru inni í myndinni. „Ég get staðfest að Gestur Einar er inni í þeirri mynd,“ sagði Páll í samtali við Dag og átti þá að sjálfsögðu við Gest Einar Jónas- son útvarpsstjóra Hljóðbylgjunn- ar. Gengið verður frá ráðningu fréttamanns um næstu mánaða- mót, hver svo sem hnossið hlýtur. Pá hefur Pórir Jökull Por- steinsson fréttamaður útvarps á Akureyri lagt fram uppsagnar- bréf, en hann hyggur á háskóla- nám í Reykjavík. Arnar Björns- son líka fréttamaður útvarps á Akureyri er einnig orðaður við suðurför í haust, og þá til þess að sjá um íþróttir á móti Samúel Érni Erlingssyni í stað Ingólfs Hannessonar, sem hefur sagt upp störfum hjá útvarpinu. Ekki náð- ist í Arnar Björnsson, þar sem hann er nú í sumarfríi erlendis. mþþ/JHB Sigfús var beðinn að rekja for- sögu málsins og sagði hann þá meðal annars: „Ríkið skuldar okkur tæpar 58 milljónir vegna framkvæmda við Síðuskóla. Rík- ið gerði síðan samning við okkur um það að borga okkur þessa upphæð á 6 árum með jöfnum greiðslum og við gáfum út skuldabréf sem við seldum á frjálsum markaði út á þennan samning við ríkissjóð." Aðeins tók um 3 vikur að selja bréfin en þau voru seld í gegnum Landsbankann. „Ríkið borgar okkur okkur á næstu 6 árum verðtryggðar 57,8 milljónir og við greiðum, í gegnum Lands- bankann, þeim sem keyptu af okkur bréfin nákvæmlega þá tölu sem ríkið greiðir okkur. En við þurftum að seija þau með afföll- um og verðbótum fram í tímann þannig að við fengum rúmlega 40 milljónir fyrir okkar snúð," sagði Sigfús að lokum, en í viðtali sem birtast mun í Akureyrarblaði Dags segir Sigfús m.a. nánar frá fjárhagsstöðu bæjarins. SS Þeir voru að vængstýfa gæsir við Andapollinn, en það er gert svo þær verði ekki eins auðveld bráð veiðirnanna. Kjörland hf.: Breytingar á eignarhaldi og sölufyrirkomulagi - ekki hefur verið samið um greiðslur fyrir kartöfluverksmiðjuna Eins og fram hefur komið fréttum keypti Kjörland hf. kartöfluverksmiðju Kaupfé- lags Svalbarðseyrar á nauð- ungaruppoboði í síðustu viku. Kaupverðið var tæplega 19 milljónir en ekki hefur verið samið um greiðslufyrirkomu- lag við Iðnlánasjóð og Iðnað- arbankann sem voru stærstu kröfuhafar. Þá á eftir að semja við Samvinnubankann eða hugsanlegan kaupanda ann- arra eigna um afnot af frysti- húsi og annarri aðstöðu á Sval- barðseyri. „Við erum að sjá það að með þessari aðstoð sem við höfum Stórlega dregið úr kjúklingaframleiðslu - vegna offramleiðslu að undanförnu - of lágt verð á eggjum vegna „frjálshyggjustríðs“ framleiðenda Mjög hefur dregið úr kjúk- lingaframleiðslu og víða liggur hún algerlega niðri. Að sögn Jónasar Halldórssonar, for- manns Félags kjúklingabænda, var vitað að um offramleiðslu hafði verið að ræða og því hef- ur verið stefnt að því að draga úr framleiðslunni á seinni hluta þessa árs. „Auðvitað kemur þetta sér illa en við erum búnir að offramleiða og því er ekkert við þessu að gera. Við verðum að losa okkur við birgðirnar og koma fram- leiðslunni í það horf að hún hæfi innlenda markaðnum. Pað þurfa allar greinar að gera sem ekki geta byggt á útflutningi,“ sagði Jónas. Sagðist hann eiga von á að framleiðslan færi aftur í fullan gang í kringum áramót þó svo að hún yrði eflaust eitthvað minni en áður. Lágt verð er nú á eggjum en þar hafa engar hækkanir komið inn þrátt fyrir nýja fóðurskattinn. Eggjabændur fá nú um 100-120 kr. fyrir kílóið en að sögn Jónas- ar þyrftu þeir að fá um 50 kr. til viðbótar. „Þetta er auðvitað eggjafram- leiðendum sjálfum að kenna að nokkru leyti, það er eitthvað frjálshyggjustríð í gangi. Þeir vilja miklu frekar berjast inn- byrðis en reyna að bæta ástand- ið,“ sagði Jónas Halldórsson. JHB fengið frá ríkinu er grundvöllur fyrir þessum rekstri. Við byrjuð- um á núlli og menn höfðu litla trú á fyrirtækinu. Við vorum ekki í neinum vinsældaleik með þær aðgerðir sem við þurftum til að halda þessu á floti en okkur finnst þær vera að skila árangri,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirs- son stjórnarformaður Kjörlands í samtali við Dag. Hlutur hf., sem er hlutafélag í eigu bænda og á 20% í Kjörlandi hefur lýst yfir áhuga sínum að eignast stærri hlut í fyrirtækinu og á stjórnarfundi nýlega var gerð bókun um að dreifingarfyr- irtækið Ágæti, sem á 20%, selji sinn hlut. Ekkert hefur þó verið ákveðið hvernig hann dreifist. Þá eru fyrirliggjandi breytingar á sölufyrirkomulagi en samning- ur þar um við Ágæti rennur út 1. september og verður að sögn Jóhannesar ekki endurnýjaður í óbreyttri mynd. Birgðir hjá fyrirtækinu eru nú um 130 tonn af unnum kartöflum og sagðist Jóhannes reikna með að þær myndu klárast áður en verksmiðjan tæki til starfa að nýju enda hefði sala aukist mjög að undanförnu. Ekki hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri í stað Þórðar Stefánssonar en Jóhannes sagði að hringurinn væri mjög farinn að þrengjast. ET Skuldabréfin Nýr preslur til Skagastrandar Næstkomandi sunnudag verð- ur nýr prestur settur í embætti á Skagaströnd. Enginn prestur hefur verið á Skagaströnd síð- an í júní í fyrra en séra Arni Sigurðsson, sóknarprestur á Blönduósi hefur þjónað presta- kallinu þann tíma. Nýi presturinn heitir Ægir Sig- urgeirsson og kemur hann frá Hafnarfirði. Hann útskrifaðist úr guðfræðideild Háskóla íslands síðastliðið vor og er þetta því hans fyrsta prestakall. Séra Odd- ur Einarsson var áður sóknar- prestur á Skagaströnd en í fyrra fluttist hann til Njarðvíkur þar sem hann tók við starfi bæjar- stjóra. JÓH Siglufjörður: Miklu landað af rækju í síðustu viku var landað úr 21 rækjubát á Siglufírði um 180 tonnum af rækju. Eitthvað hafði slæðst með af öðrum físki en uppistaðan var rækja og er þetta með því mesta sem landað hefur verið af rækju á einni viku á Siglufírði. í sömu viku kom Sveinborgin til Siglufjarðar með rúm 50 tonn af þorski og sl. sunnudag kom Stálvíkin með 125 tonn, einnig af þorski. Það hefur einnig verið líflegt í löndunum í þessari viku á Siglu- firði. Á miðvikudag höfðu 5 bát- ar landað um 50-60 tonnum af rækju og þá var verið að landa 22 tonnum úr Sæljóninu frá Eski- firði. í gær var svo Stapavíkin væntanleg með rúm 100 tonn af ísuðum þorski. Það er því líflegt í fiskvinnsl- unni á Siglufirði um þessar mundir og það eina sem vantar er fleira fólk í vinnu. JHB Veðrið: Það besta um þessa helgi í mörg ár „Þetta verður stórfínt veður, og hefur sjálfsagt ekki verið betra um þessa helgi í mörg ár,“ sagði Gunnar Hvammdal Sigurðsson veðurfræðingur en hann varð fyrir svörum á Veðurstofu íslands þegar kannað var hvernig helgar- veðrið á Norðurlandi yrði. Gunnar sagði að spáð væri hægri norðaustan átt; sólfars- vindum og andvara. Skýjað verð- ur um mest allt Norðausturland, víða verða þokubakkar og þoku- súld á annesjum, annars þurrt. Um miðjan sunnudag mun fara að rofa til inn til landsins eða „í mannabyggðum eins og Akur- eyri, Sauðárkróki og sveitunum í kring,“ eins og Gunnar orðaði það. Hiti verður á bilinu 10-14 stig. VG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.