Dagur - 26.08.1987, Síða 2
2 - DAGUR - 26. ágúst 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Jeiðari._______________________________
Kennaraskortur
enn eina ferðina
Grunnskólarnir taka senn til starfa og nú sem fyrr
er kennaraskorturinn geigvænlegur. Um 200
kennarastöður eru enn lausar og ekkert útlit er fyr-
ir það að skólayfirvöldum takist að manna allar
stöður í tæka tíð.
Um síðustu áramót var starfsheitið kennari lög-
verndað og nú getur enginn kallað sig kennara
nema hafa lokið tilskildu námi. Þeir sem áður voru
nefndir réttindalausir kennarar kallast nú leiðbein-
endur. Fræðsluyfirvöld víða um land hafa þegar
gefið það upp á bátinn að fá kennara til starfa og
hafa þess í stað auglýst eftir leiðbeinendum. Þær
auglýsingar hafa ekki borið þann árangur sem
vonast var eftir.
Kennaraskorturinn er mismikill eftir lands-
hlutum. Þannig er ástandið á höfuðborgarsvæðinu
gott og í stærstu kaupstöðunum svo sem Akureyri
hefur tekist að manna flestar kennarastöður. Á
Austurlandi og Vestfjörðum ríkir hins hálfgert
neyðarástand og útlit er fyrir að einstaka skólar í
þessum landshlutum geti ekki hafið starfsemi ef
ekki rætist úr von bráðar. Ástandið er sýnu verst á
Fáskrúðsfirði. Þar var auglýst eftir 9 kennurum í
vor en einungis hefur tekist að fá tvo til starfa.
Skólayfirvöld á Fáskrúðsfirði hafa þegar gripið til
þess ráðs að fella niður 9. bekk og senda nemend-
ur í annað byggðarlag til náms. Það er hreint neyð-
arúrræði.
Hinn árvissi kennaraskortur leiðir hugann að því
með hvaða ráðum hægt er að tryggja börnum og
unglingum þann rétt sem löggjafinn hefur sett,
þ.e. að í hverju byggðarlagi sé grunnskóli skipaður
sérmenntuðu fólki. Ljóst er að núverandi laun
kennara eru ekki leiðin til þess. Þótt laun kennara
hafi lagast lítillega á síðustu misserum, eru þau
langt frá því að teljast viðunandi miðað við það
nám sem að baki liggur og þá ábyrgð sem starfið
felur í sér. 43 þúsund krónur á mánuði er lítilsvirð-
ing við það fólk sem hefur 17 ára nám að baki, þ.e.
grunnskólanám, menntaskólanám og þriggja ára
háskólanám. Það fær meiri umbun erfiðisins á hin-
um almenna vinnumarkaði. Þess vegna er kennara-
skorturinn vandamál á hverju einasta hausti og
mun halda áfram að verða vandamál um ókomin
ár, þangað til launakjör kennara verða leiðrétt og
það verulega.
Þar til sá dagur rennur upp, halda börn og ung-
lingar áfram að líða fyrir skammsýni stjórnvalda.
Þau fá mörg hver nýjan kennara ár eftir ár, jafnvel
upp allan grunnskólann, með því óöryggi og óhag-
ræði sem því fylgir. Sum fá jafnvel engan í sínu
byggðarlagi og verða að leita annað til náms.
Er ekki tími til kominn að breyta þessu alís-
lenska „náttúrulögmáli"? BB.
Heldur óhuggulegt á
nýju fínu girðingunni minni
- segir Ásdís Árnadóttir
um skápa sem settir voru á girðinguna hennar
og stöðvuðu frekari „afmælisfegrunaraðgerðir“
„Ég er heldur óhress með
þessa skápa,“ sagði Ásdís
Árnadóttir sem býr í húsi núm-
er 29 við Langholt. Fyrr í sum-
ar var tveimur skápum, öðrum
frá Rafveitu Akureyrar og hin-
um frá Pósti og síma, komið
fyrir á girðingu fyrir utan hús
hennar. Upp úr skápunum
standa langar stangir. „Ég er
búin að standa í miklu stappi
við þessa aðila og biðja þá að
færa kassana, en það gengur
ekki. Mér finnst heldur
óhuggulegt að hafa þessa kassa
á nýju fínu girðingunni
minni.“
Ásdís sagði að girðingin væri
steyptur steinveggur sem hún
væri búin að kosta til tugum þús-
- Til bóta fyrir
allan almenning,
sparartíma og óþægindi,
segir rafveitustjóri
unda. Búið er að hrauna vegginn
og sagði Ásdís að hún hefði ætlað
að mála hann hvítan eins og
húsið, en við það yrðu kassarnir
meira áberandi.
„Ég var aldrei spurð hvort ég
kærði mig um þessa kassa á mína
girðingu.“ Ásdís sagði þetta
hvimleitt þar sem fólk væri hvatt
til að hafa snyrtilegt í kringum sig
í tilefni að afmæli bæjarins, en
þessir kassar væru ákaflega
skrautlegt innlegg. „Þessir kassar
stöðva frekari fegrunarað|erðir
að minni hálfu,“ sagði Ásdís.
Svanbjörn Sigurðsson rafveitu-
stjóri sagði að um væri að ræða
breytingu sem orðið hefði á lág-
spennukerfi, en áður fyrr voru
tengingar neðanjarðar og oft erf-
itt að komast að þeim. Það hefði
kostað heilmikið jarðrask, en á
undanförnum árum hefði verið
unnið að því að fá tengingar í
skápa sem komið er fyrir við
gangstéttar. í hverjum skáp eru
tengingar fyrir 4-6 hús, þannig að
þeir væru víða um bæinn. Svan-
björn sagði að með þessum
aðgerðum sparaðist mikið fé auk
þess sem óþægindi vegna bilana
væru mun minni en áður. „Þessir
skápar verða einhvers staðar að
vera. í einstaka tilfellum hafa
þeir valdið óánægju, en það er
ekki alltaf svo þægilegt að finna
rétta staðinn,“ sagði Svanbjörn.
„En þessir skápar eru almennt til
bóta fyrir allan almenning.“ Fyrir
þá sem áhuga hafa þá ætlar Raf-
veitan að sýna umrædda skápa á
Iðnsýningu Norðurlands sem
hefst í Iþróttahöllinni um helg-
ina.
Ársæll Magnússon umdæmis-
stjóri Pósts og síma á Akureyri
sagði að lagnir væru endur-
skoðaðar þegar gengið væri frá
malbiki gangstétta. Kerfið er
aukið svo ekki þurfi að grafa í
gangstéttir fljótlega aftur. Síma-
kerfið er tekið upp í tengiskápa
og sagði Ársæll að reynt væri að
koma þessum skápum við hlið
rafveituskápa. „Auðvitað getur
það alltaf gerst að þetta lendi á
óheppilegum stöðum,“ sagði
Ársæll. „Við reynum að vinna
þetta án þess að valda íbúum
leiðindum og við höfum fullan
hug á að koma til móts við óskir
fólks.“
Hvað stengurnar upp úr skáp-
unum varðar, sagði Ársæll að
þær væru settar á vegna snjóa á
veturna. Ef mikill snjór er væri
sú hætta fyrir hendi að snjó-
moksturstæki gætu skemmt skáp-
inn og einnig sé erfitt að finna þá
ef mikill er snjórinn. mþþ
# Hvaða
afmæli?
„Jæja, nú er ég búinn að
mála húsið, slá og snyrta og
á bara eftir að láta klippa mig
fyrir afmælið,“ sagði maður
við mann í göngugötunni.
„Hvaða afmæli?“ hváði við-
mælandinn, „Þú áttir afmæli í
vor og varla ertu að fara að
halda upp á brúðkaupsaf-
mæli, har, har, har.“ „Sauður
geturðu verið,“ fnæsti mað-
urinn. „Auðvitað afmæli
Akureyrarkaupstaðar. Lestu
ekki blöðin, eða hvernig í
ósköpunum getur þetta hafa
farið fram hjá þér?“ Viðmæl-
andinn varð hálf hvumsa, fór
sennilega að hugsa um ómál-
aða húsið sitt og sagði um
leið og hann strauk úfið hárið
frá nefinu: „Nú, það afmæli.
Ég hélt að það hefði verið í
fyrra.“
# Aldrei
of seint
Ritari S&S vonar að bæjar-
búar séu meira meðvitaðir
um 125 ára afmæli Akureyrar-
kaupstaðar en ofangreind tjá-
skipti bera með sér. Ekki er
öll nótt úti enn og aldrei er of
seint að gera eitthvað fallegt
fyrir afmælið. En úr því
minnst er á afmæli man S&S
eftir því að þegar Reykjavík-
urborg var að undirbúa 200
ára afmæli sitt var rekinn
harður áróður fyrir hvers lags
fegrun. Það er auðvitað híð
besta mál, en menn mega
ekki vera of dómharðir. Mað-
ur einn sem á húskofa, bak-
hús við Laugaveginn, var
undir stöðugum þrýstingi og
var hreinlega neyddur til að
endurbæta húsið, enda sást
það vel frá sjónarhorni
skrúðgöngunnar. Maðurinn
hafði hins vegar ekki efni á
neinum endurbótum, fátækt
skinn og kominn af léttasta
skeiði, en hann skammaðist
sín svo mikið að hann seldi
húsið fyrir spottprís og fór i
rándýra leiguíbúð. Hann gat
ekki staðið undir þessum
kröfum. Þessi saga er
kannski ekki alveg sönn en
hún minnir okkur þó á það að
dæma ekki náungann fyrir-
fram fyrir leti og ómennsku
þótt ekki hafi hann málað
húsið sitt fyrir afmælið. Þeir
sem hafa tök á þvf ættu hins
vegar að sjá sóma sinn í þvi
að gera hreint fyrir sínum
dyrum áðuren hátíðin skellur
á.