Dagur


Dagur - 28.08.1987, Qupperneq 4

Dagur - 28.08.1987, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 28. ágúst 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aku rey rarkau pstaðu r á 125 ára afmæli leiðarí__________________ Á morgun er hátíðardag- ur. Akureyrarkaupstaður á afmæli og allir bæjarbúar hlakka til að taka þátt í há- tíðarhöldunum. Þeir sem rísa snemma úr rekkju geta byrjað daginn með því að taka á móti Vigdísi Finn- bogadóttur forseta vorum og heiðursgesti hátíðarinn- ar. Hátíðin stendur síðan all- an daginn og fram yfir miðnætti. Á dagskránni má sjá að reynt verður að gera öllum til hæfis, ungum sem öldnum, sjúkum og heil- brigðum. Það er vonandi að bæjarbúar sjái sér fært að taka virkan þátt í skemmti- dagskránni og mæti með jákvæðu hugarfari á sem flesta dagskrárliði. Það er umdeilanlegt hvort ástæða sé til að halda upp á afmæli sem þetta. Fólk talar um bruðl, snobb og þar fram eftir götunum og segir að nóg sé að halda upp á afmæli kaupstaðar þegar það ber upp á öld. Ég er ósammála þessu. Margir voru ekki fæddir á 100 ára afmælinu og þeir sem fædd- ust skömmu eftir það koma varla til með að upplifa 200 ára afmælið. En ástæðan fyrir viðhorfi mínu er ekki bara eigingirni. Mér finnst full ástæða til að staldra við á 25 ára fresti, líta til baka, safna niðurstöðunum saman og horfa fram á veginn með reynsluna í bakhöndinni. Á tímamótum sem þessum gefst fólki kostur á að finna til samkenndar með bæn- um sínum og samgleðjast öðru fólki. Maður er manns gaman. Okkur veitir ekki af örlítilli hvatningu, að fá smá spark úr sjónvarps- stólnum og skunda á gleð- innar fund. Nú gefst tækifæri til að kynna sér sögu Akureyrar. Vegur okkar til veifarnaðar hefur ekki verið greiðfarinn, en eftir að Akureyri fékk kaupstaðarréttindi með konunglegri reglugerð 29. ágúst 1862, má segja að byrjað hafi verið að ryðja brautina. Fram að aldamót- um stíga margir fyrstu skrefin í framfaraátt, skref sem við búum enn að. Verslun, sjávarútvegur og iðnaður voru að losna úr viðjum og við getum þakk- að stórhuga mönnum síð- ustu aldar fyrir það hve vel þessar greinar standa á Akureyri í dag. Akureyri er fallegur bær, vel staðsettur. Þar er veður- sæld og stutt á fengsæl mið. Þar er blómlegt atvinnu- og mannlíf. Akur- eyri hefur alla burði til að eflast enn og dafna. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér heldur fyrir tilstuðlan kröftugs bæjarfélags, dug- legra einstaklinga og öflugra félagasamtaka. Dagur óskar Akureyrar- kaupstað til hamingju með 125 ára afmælið og við von- um að hátíðarhöldin fari vel fram og veðrið leiki við bæjarbúa. En hvað sem veðri og vindum líður skul- um við gleðjast saman á góðum degi og megi gæfa fylgja bænum og íbúurn hans. SS .úr hugskotinu. Afmæli á höfuðdegi Þann 29. ágúst er þess minnst um gjörvalla kristni, þegar hún Salóme heillaði gamla saurlífis- segginn hann Heródes upp úr skónum, svo hann bauðst til að uppfylla hverja þá ósk sem hún setti fram. en flónið glopraði þessu gullna tækifæri svo eftir- minnilega með því að heimta aðeins höfuð vesæls samvisku- fanga, að ráði mömmu að vísu, en tæpast getur maður nú sagt að hún hafi þarna haft vit fyrir dótturinni. Allt um það. Sá dag- ur er við minnumst þessarar flónsku mæðgnanna þarna aust- ur í Gyðingalandi, fellur nú saman við þann dag sem Akur- eyrarbær heldur upp á fimm aldarfjórðunga afmæli sam- felldra kaupstaðarréttinda. Dönsk áhrif Akureyri, líkt og allir aðrir eldri þéttbýlisstaðir á landi hér, á rót sína að rekja til Dana, danskra selstöðukaupmanna og embætt- ismanna, sem söfnuðu í kring um sig hópum svokallaðs heldra fólks meðal íslendinga, sem mikið þótti koma til alls þess sem frá útlandinu var. Það að apa allt hrátt og óbreytt eftir útlendingum er sem sagt ekkert nýtt meðal íslensks yfirstéttar- fólks. En hvað Danina annars áhrærir, þá reyndu þeir vita- skuld líkt og siður er flestra útflytjenda, að líkja sem mest eftir því sem í eigin heimalandi tíðkast, og er óhætt að segja, að óvíða hefur þessi eftirlíking tek- ist betur en einmitt hér á Akur- eyri. Enn þann dag í dag þykir mörgum íslendingum allt and- rúmsloft á Akureyri framandi. og dálítið útlent, og það segja margir útlendingar að Akureyri minni miklu frekar á evrópskan smábæ, en íslenskan. Þetta ættu ferðamálayfirvöld að nýta sér í miklu meira mæli en nú er og varast ber að ganga svo frá skipulagi, að það þurrki burt þessi sérkenni. Það hversu vel hefur tekist hér að útfæra útlönd, er vafalítið því að þakka, að þetta var framkvæmt af útlendingum sjálfum, og eins víst að það hefði mistekist ef íslendingar hefðu þarna sjálfir að verki staðið. En þó að dönsk áhrif hafi hér orðið til hinna mestu heilla, er ekki þar með sagt að við eigum endilega að fara að apa allt eftir Dönum, til að mynda danska popptónlist, sem Ríkisútvarpið er nú orðið mjög áhugasamt um, einfald- lega vegna þess, að popptónlist er ekki sérgrein Dana. Úrvinnsluiðnaður í gegnum tíðina hefur Akureyri þróast úr því að vera verslunar- staður fyrst og fremst, upp í það að verða einhver helsta miðstöð hvers konar úrvinnsluiðnaðar í þessu landi, ekki hvað síst hefur hér verið unnið úr afurðum landbúnaðarins, en sjávarút- vegur og starfsemi tengd honum hefur mikið vaxið á síðustu árum, og þá ekki hvað síst ýmiss konar framleiðsla á vör- um til sjávarútvegs, þar á meðal hátæknivarningi. Það ætti því engan að undra, þó að kjarni þeirra hátíðarhalda sem verða í tilefni afmælisins, skuli vera iðnsýning, sem ætti að geta sýnt Akureyringum, að það er þrátt fyrir allt sitthvað brallað í þess- um bæ, og jafnframt vakið athygli forsvarsmanna atvinnu- veganna á mikilvægi þess sem hér fer fram, en það verður að segja, að þeir virðast upp til hópa hafa sýnt þessum bæ harla lítinn áhuga, og engum atvinnu- vegasamtökum hefur hingað til látið sér til hugar koma, að setja hér upp höfuðstöðvar sínar, þótt slíkt ætti að vera að ýmsu leyti hagkvæmt, vegna legu bæjarins nánast í landinu miðju. Sambandsþáttur samvinnufélaga Síðustu daga hefur þjóðfélagið nötrað og skolfið vegna átaka um banka einn sem fyrir bara nokk-um mánuðum enginn vildi sjá, en allir vilja nú allt í einu eignast, hvað sem það kostar. Þetta mál kemur einmitt okkur Akureyringum meira við en mörgum öðrum, þó svo að slíkt hafi nú ekki farið hátt f hinum sunnanstýrðu fjölmiðl- um. Það vill nefnilega þannig til, að samvinnumenn hafa nú þegar nánast keypt banka þennan, það er að segja ef öll- um ítrustu regluni um við- skiptasiðferði er fylgt, og Akur- eyri er, að minnsta kosti í skála- ræðum oft kölluð mesti sam- vinnubær í heimi, og sjálfur „Maður vikunnar" hjá svæðis- útvarpinu mikið í sviðsljósinu vegna þessa máls. En þó svo að Akureyri sé nú mesti samvinnu- bær í gjörvöllum heiminum, þá minnist maður þess ekki að hafa heyrt um það hugmyndir, að hér á Akureyri yrðu reistar höfuðstöðvar hins nýja banka, og hann þar með gerður að fyrsta landshlutabankanum. Þannig mætti og fá inn í hann umtalsvert fjármagn frá ein- staklingum og jafnvel sveitar- félögum á svæðinu. Yrði þetta gert, væru þessi kaup vel rétt- lætanleg, en annars tæpast. Að minnsta kosti hefur maður það Reynir Antonsson skrifar á tilfinningunni að peningunum væri betur varið í það að hækka laun verksmiðjufólksins hjá Iðnaðardeild SÍS, sem verða að teljast fremur í lægri kantinum, ekki síst þegar tillit er tekið til þess að bæjargjöld eru hér með hærra móti. Raunar er vandi þessa fólks þó aðeins í hnot- skurn vandi þess fólks sem við framleiðsluatvinnuvegina starfar, og nauðugt viljugt verð- ur að sjá um undirleikinn á Kringluballinu. Landshluta- banki gæti án efa stuðlað mjög að útvegun þess fjármagns sem atvinnuvegir landsbyggðarinnar hafa svo sárlega þörf fyrir til að bæta kjörin, og eflaust yrði einnig mikið hægt að draga úr álögum á bæjarbúa, ef nú Sam- bandið gripi tækifærið og flytti höfuðstöðvar sínar hingað heim í heiðardalinn. Vangaveltur af þessu tagi kunna ef til vill að vera loftkastalar settir fram í afmælisvímu, en vita mega menn það, að vefararnir í Rochdale og þingeysku félags- málafrömuðirnir voru líka loft- kastalasmiðir síns tíma. Á þess- um höfuödegi á Akureyri sitt gullna tækifæri, og því má hún ekki glopra niöur líkt og Salóme forðum. Menn verða að hrista af sér slenið og hella sér í baráttuna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.