Dagur - 28.08.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 28.08.1987, Blaðsíða 13
28. ágúst 1987 - DAGUR - 13 eftir 1950 voru orðnar alit aðrar en í gamla daga þegar fátæktin sumstaðar var svo mikil að Ijós- mæðurnar þurftu að taka með sér sín föt til að vefja utan um barnið. Fólk var yfirleitt farið að búa nokkuð vel og aðstæður alveg sæmilega góðar. Eftir því sem kröfurnar aukast, er erfiðara fyrir ljósmæður að starfa einar, því ef eitthvað fer úrskeiðis verð- ur meira uppistand í dag en þegar þekkingin var minni. Samgöngurnar voru auðvitað erfiðari en nú, og tók lengri tíma að komast á milli. Það var oft háð tilviljunum og e.t.v. örlögum hvernig fór. Eitt sinn þegar ég var í Hrísey tók kona sótt úti á Ystabæ, sem er eins og nafnið gefur til kynna ysti bærinn í Hrís- ey. Barnið fæddist og það gekk allt vel, en fylgjan vildi ekki koma. Ég fór auðvitað eftir því sem mér var kennt í skólanum og beið þann tíma sem mér fannst óhætt og reiknaði með, hvað það tæki langan tfma að fá lækni frá Dalvík. Það var gott veður svo ég reiknaði ekki með mjög löngum tíma fyrir hann að komast. Einu reiknaði ég þó ekki með, en það var að ekki var almennilegur veg- ur að Ystabæ og erfitt að komast. Báturinn kom að bryggjunni sem er nú, og svo þurfti að ganga það sem eftir var. Þetta var um vor og blautt og erfitt yfirferðar. Það liðu því sex tímar frá því að bam- ið fæddist og þar til læknirinn kom. Fylgjan var þá inniklemmd, en það blæddi ekki svo ég var alveg róleg. Læknirinn þurfti svo ekki annað en að svæfa kon- una og kreista fylgjuna út því hún var ekki gróin. Stundum lentu þær í ýmsu svona löguðu ljósmæðurnar, en það var ótrúlega oft sem allt bjargaðist vel.“ Bjó á sjúkrahúsinu í átta ár Það var 15. desember 1953 að flutt er í nýja sjúkrahúsið og hóf Ingibjörg störf þar um áramótin 1954 og 1955. „Fæðingardeildin tók til starfa eftir áramótin ’54. í fyrstu voru þar átta rúm og þótti sumum allt of mikið, því enn var svo mikið um heimafæðingar. En það var fljótt að breytast og jókst jafnt og þétt að fæðingar kæmu inn á sjúkrahúsið. Ljósmóðirin sem þá var hafði allt of mikið að gera, þurfti að vaka nætur og daga og gafst hún upp um sumarið ’54, þetta var allt of erfitt fyrir hana, bæði vegna skipulagsleysis og fólksfæðar. Við hliðina á barnadeildinni var lítil íbúð með snyrtingu og þegar ég tók við deildinni flutti ég þar inn og bjó allt til 1963. Það að þurfti svona mikið tilstand. Það gat jafnvel verið dálítið erfitt að fá konur til að koma í skoðun, því þær voru ekki innstilltar á þetta. Fóstureitranir voru eitthvað það versta sem maður stóð frammi fyrir, ef þær komust á hátt stig. Alltaf komu upp dæmi um slæma fóstureitrun fyrstu árin, en það bjargaðist alltaf. Með góðu eftirliti er þetta úr sög- unni í dag. Þú getur bara hugsað þér þá breytingu sem hefur orðið, að nú er þetta orðin skylda á þjóðfélaginu að virkilega vernda þetta á allan þann hátt sem hægt er, og er það vel. Svo var það súrefnið fyrir lítil börn sem fæðast fyrir tímann. Á þessum árum var byrjað að gefa súrefni. Þetta þótti stórkostlegt að geta gert þetta og voru börnin látin vera í súrefni, en þá kom bakslagið, því ekki mátti gefa of mikið og lengi því þetta skaðaði sjónina. Nú eru komin nákvæm tæki sem mæla þetta magn. Árið 1960 átti deildin einn súrefniskassa, eða fóstru eins og það er kallað. Þá um sumarið fæddust hjá okkur þríburar, tveim mánuðum fyrir tímann. Þau lentu í afskaplega miklum erfiðleikum því það þurfti að draga þau fram, á sem styst- um tíma því það þurfti að svæfa móðurina. Þetta voru tveir strák- ar og ein stelpa. Strákarnir voru heldur lélegir og voru þeir báðir settir í þennan eina kassa. Að okkur fannst, voru þeir bókstaf- lega alltaf að deyja í höndunum á okkur og gættum við þess vel að gefa þeim ekki of mikið súrefni því við vissum þá um hættuna við það. Á þessurn tíma var enginn barnalæknir og engin barnadeild, svo við þurftum að bjarga okkur sjálf, með hjálp læknanna að sjálfsögðu. Fæddist 36 sentimetra iangur og 1200 grömm Rétt eftir að þríburarnir fæddust, fæddist pínulítill angi, sem móð- irin hafði aðeins gengið með í tuttugu og átta vikur. Hann var afar lítill, aðeins 36 sentimetrar og 1200 grömm. Nú var það, að þessi eina fóstra okkar var upp- tekin fyrir þríburana svo við bjuggum um hann í litlum tré- kassa sem við einangruðum með hitapoka og höfðum í horninu á barnastofunni í fjóra mánuði. Þetta var eins og hver önnur heppni að honum skyldi ekki hlekkjast neitt á og það var aðeins tvívegis að við þurftum aðeins að bregða súrefni á nefið á honum. Fyrir mestu er, að þessi böm verði ekki fyrir neinum áföllum eins og kvefi því forðinn frá móð- urinni endist ekki lengi. Það er því engin lygi að í gamla daga voru fyrirburðir hafðir á milli brjóstanna til þess að halda á þeim jöfnum hita, og var það ekki vitlaust. Brjóstvitið hefur haft sitt gildi. En þessi börn, þríbur- arnir og litli fyrirburðurinn eru öll orðin fulltíða fólk í dag. Alls hafa verið á sjúkrahúsinu fjórar þríburafæðingar. Sú næsta var á sjúkrahúsinu 1963. Það var urn haustið og konan var úr sveit. Hún var með stórt heimili, fimm börn, og var vitað að hún gengi með tvíbura en ekki að þar væri einnig þriðja barnið. Þetta var stór kona og orðin afskaplega fyrirferðamikil. Við litum vel eft- ir henni, en hún lá ekki í rúminu einn einasta dag. Þríburar, alls 35 merkur Síðan kemur hún inn um nótt til að fæða og það var eins og örlítill uggur í henni. Hún spyr stúlkuna sem var á vakt um mig, en ég átti að koma á vakt um morguninn. Það var úr, að kallað var á mig sem var auðvitað allt í lagi. Kon- an fæddi ekki fyrr en um miðjan dag í heimsóknartímanum. Þá var Guðmundur Karl Pétursson heit- inn yfirlæknir á sjúkrahúsinu, og var hann með stofu niðri í kjall- ara. Ég lét kalla á hann, því ævin- lega var læknir við, sérstaklega ef það voru tvíburafæðingar. Þetta gekk ósköp rólega fyrir sig og vorum við aðeins þrjú með kon- una ég, Guðmundur og stúlka sem var mér til aðstoðar. Loks fæðast tvær stúlkur með stuttu millibili, og gekk það rólega og vel fyrir sig. Börnin voru merkt, en það var alltaf áríðandi að merkja vel hvaða barn kemur fyrst. Og þegar stúlkurnar eru komnar segir Guðmundur Karl: „Ja, þetta er svo mikil fyrirferð; þetta er miklu meira en bara fylgjan, það hlýtur að vera eitt barn eftir enn!“ Stelpurnar voru 11 merkur hvor, og svo fæddist afskaplega fallegur drengur 13 merkur, svo til sam- ans voru þau 35 merkur. Ef við hefðum vitað að þetta væru þrjú börn hefði nú eflaust verið meira tilstand, en þetta gekk svo eðli- lega og rólega fyrir sig. Síðan þetta var hafa fæðst þrí- burar ’77 og ’86. Það var vitað fyrir í báðum tilfellum, mikill viðbúnaður og mjög vel að öllu staðið. Sérfræðingar voru við- staddir, bæði í barna- og fæðinga- fræðum og fleiri. Miðað við fæðingafjölda, þykir það mikið að það skuli hafa fæðst hér fernir þríburar á ekki lengri tíma. - Hvað um aðrar breytingar eins og fjölda fæðinga? „Já, náttúran sér nú um sig, en það er bara orðið svo margt sem truflar hana nú. Það vill enginn hafa ábyrgð í dag. í gamla daga var oft hægt að rekja fæðinga- öldur til jóla- og áramótagleða eða vertíðaloka svo einhver dæmi séu tekin. Núna ákveður fólk nákvæmlega hvenær það vill að börnin fæðist. Svo með til- komu pillunnar fækkaði fæðing- um mikið, en þetta var um og eft- ir 1965. Þetta er nú það helsta.“ Ingibjörg hætti störfum 1983, og hafði þá unnið við sjúkrahúsið í 30 ár. Hún vinnur þó enn við afleysingar á Heilsugæslustöðinni í mæðravernd. Við hefðum getað haldið áfram lengi enn, og ekki leiðst, því Ingibjörg segir skemmtilega frá og hefur frá mörgu að segja. En tíminn var floginn frá okkur, og ég kvaddi og þakkaði fyrir mig. VG Ingibjörg með algengustu tækin sem notuð eru við mæðravernd. Fyrir utan Heilsugæslustöð Akureyrar, en Ingibjörg starfar þar enn við afleysingar. var auðvitað auðveldara að kalla mann út þegar á þurfti að halda og ófá skiptin sem það var gert. Þá var bara ein stúlka á vakt og þurfti auðvitað að hafa mikla gát á börnunum, svo hún þurfti oft að kalla á mig, stundum oft á nóttu. Samt fannst mér ég alltaf fá nógan svefn, því ég sofnaði alltaf vel á milli. - Nú hafa orðið miklar fram- farir á þessum tíma Ingibjörg, hverjar telur þú þær helstu? „Jú, mikil ósköp. Blóðskipti í börnum vegna rhesus-vanda- málsins er fyrst að koma upp þeg- ar við erum í skólanum. Þá var nýlega farið að gera sér grein fyr- ir því, að hægt er að bjarga þess- um börnum og sú tækni ný að skipta um blóð í bömunum. Þegar kona er rhesus negatív, faðirinn er pósitívur og barnið sem konan gengur með er Rh+ eins og faðir- inn, eru meiri líkur á að hún myndi móteitur gegn því. Fari svo, kemur móteitrið til með að aukast með hverri meðgöngu. Ef barnið er rhesus negatívt af móð- urinni, gerist ekkert. Það er ekki fyrr en um 1970 sem hægt er að fara að hindra það að konan fari að framleiða þessi mótefni. Þótti pjatt og óþarfí Mæðraverndin var mikil bylting, en hún byrjar hér 1956. Það vor- um ég og Bjarni Rafnar sem byrj- uðum með þetta, en fram að þessu fóru aðeins sumar konur til læknis í eftirlit, og sáu ljósmóður e.t.v. einu sinni eða tvisvar á meðgöngu. Ég man það, að eldra fólki þótti þetta pjatt og óþarfi, konur hefðu hingað til gengið með sín börn hjálparlaust án þess

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.