Dagur - 31.08.1987, Qupperneq 12

Dagur - 31.08.1987, Qupperneq 12
 Hafíð þið reynt okkar þjónustu? ^Pediomyndir^ Akureyri, mánudagur 31. ágúst 1987 Kartöflukílóið á 24 krónur: Verðið má ekki vera lægra segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Filman þín á skilið það besta. Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. „Á haustmánuðum og fram undir áramót á að bjóða kart- öflur á lægsta verði. Og þá í trausti þess að mönnum takist að ná upp aukinni neyslu og auka þannig söluna. En það hefur enginn gróða af því að bjóða verðið niður úr öllu valdi,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson kartöflubóndi á Öngulsstöðum og stjórnarfor- maður í Kjörlandi. Dæmi eru um að kartöflubændur á Suð- urlandi selji afurðir sínar á 20 krónur kílóið og talað hefur verið um að verðstríð sé í upp- siglingu. „Auðvitað vonar maður að lægra verð þýði meiri sölu, en ég er ekki farinn að sjá það.“ Framleiðendum á Eyjafjarðar- svæðinu eru borgaðar 24 krónur fyrir kílóið af kartöflum og sagði Jóhannes Geir að það verð mætti ekki vera lægra. „Ef menn fara að bjóða kartöflur niður úr öllu valdi, jafnvel niður í 20 krónur til kaupmanna, þá er alveg búið að eyðileggja að hægt sé að byggja upp einhverja markaðssetningu á þessari vöru," sagði Jóhannes Geir. Hann sagði að einstakir fram- leiðendur gætu haft tímabundinn hag af að selja kartöflur á svo lágu verði. en þegar til lengri tíma væri litið myndu allir hljóta skaða af. „Menn verða að ganga í gegnum þetta í vetur og sjá til hvort lært verður af reynslunni." Kartöflurækt hefur heldur auk- ist á undanförnum árum og þegar við bætist toppspretta, „þá erum við komnir með magn sem er langt umfram það sem markaður- inn tekur við. í sjálfu sér er ekk- ert við því að gera þótt það gerist í einstaka árum," sagði Jóhannes Geir. „En hins vegar ef svo fvlgir að það sem menn geta selt selji þeir á spottprís og hendi afgangn- um, þá er útlitið ekki vænlegt." Bændur hafa gripið til þess að henda töluverðu magni af kart- öflum, en taldi Jóhannes Geir að það væri ekki stórt hlutfall af heildarframleiðslu síðasta hausts. mþþ' Lögreglan: Hátíöarhöldin á Akureyri fóru vel fram Ekki er hagstætt að vinna hey eingöngu í svona poka því tjónið yrði stórfellt ef loft kæmist í þá. Mynd: tlv Hey í plastpokum: Verður líkast nýslegnu grasi Um miðjan dag á laugardag, var það óhugnanlega slys þeg- ar skátar og björgunarsveitir sýndu bjargsigskúnstir á húsi við Ráðhústorg, að lína eins mannanna slitnaði með þeim afleiðingum að hann féll niður um 4-5 metra. Að sögn rann- sóknarlögreglunnar á Akur- eyri, skarst línan sundur á þak- brúninni en þessi maður mun ekki hafa haft teppi undir lín- unni eins og hinir. Manninum líður eftir atvikum vel, og mun betur horfa með meiðsl hans en reikna hefði mátt með. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var þetta að öðru leyti góð helgi. Hátíðarhöldin fóru vel og friðsamlega fram og ölvun ekki meiri en búast mátti við. Frá föstudagskvöldi urðu átta árekstrar á Akureyri en engin meiðsl urðu á fólki. Á Siglufirði var rólegra en búist var við á föstudagskvöld eftir leik Leifturs frá Ólafsfirði og KS á Siglufirði. Ólafsfirðingar fóru beint heim eftir leik og fóru dansleikir friðsamlega fram. Á öðrum stöðum sem samband var haft við, hafði helgin verið með rólegasta móti, og engin alvarleg óhöpp átt sér stað. VG í»að hefur vakið athygli vegfar- enda t.d. um Svalbarðsströnd, að þar liggja á túnum hvítir plastpokar sem í er hey. Dagur hafði samband við Guðmund Steindórsson búnaðarráðunaut og fékk hann til þess að segja frá þessari geymsluaðferð. „Heyið er þurrkað örlítið, bundið í bagga og smeygt í pok- ana sem helst þarf að lofttæma. Heyið geymist vel í pokunum, og verður það nokkurn veginn eins og það var þegar pokarnir eru seinna opnaðir til gjafa. Heyið verður líkara votheyi en þurrk- uðu, jafnvel líkast grasinu eins og það kemur af jörðu. Það má að vísu alls ekki komast í þá loft á geymslutímanum, og er það helsta vandamálið t.d. í Noregi þar sem þessi aðferð er talsvert notuð, því þar hafa mýs átt til að naga göt á pokana. Vegna þessa er ekki hægt að nota þessa aðferð eingöngu því um stórfellt tjón yrði að ræða ef mýs kæmust í pokana.“ Guðmundur sagði að þetta væru sérstakir pokar sem notaðir eru, bæði innfluttir og einnig hélt hann að eitthvað væri farið að framleiða þá innanlands. Hann sagði að einnig væri töluvert verkað í þá grænfóður. Tilraunir með þessa aðferð hófust hér á landi fyrir um þrem árum. „Hey þetta er mjög gott að nota t.d. fyrst á haustin þegar skepnurnar, sérstaklega kýrnar eru að koma inn, á meðan verið er að venja þær við fóðurbreyt- ingarnar." VG Hátíðarfundur bæjarstjórnar: Samþykkt bæjarins og Á hátíðarfundi bæjarstjórnar á laugardaginn var afgreidd til- laga að samþykkt um stjórn Akureyrarbæjar og fundar- sköp bæjarstjórnar og einnig tillaga að samþykkt um skjald- armerki Akureyrar. Báðar tillögurnar voru samþykktar með ellefu atkvæðum. Fyrri tillagan var tekin til síðari Jón Ólafur Sigfússon um L.H. og landsmót hestamanna 1990: Formaður L.H. kominn í rökþrot - „Fjárhagsafkoman öruggari á Vindheimamelum“ - segir Leifur Jóhannesson „Landsmót hefur aldrei verið haldið á Melgerðismelum og enginn veit hversu fjölmennt slíkt mót gæti orðið,“ sagði Jón Olafur Sigfússon, formað- ur Léttis, en í nýjasta tölublaði Eiðfaxa kemur fram I viðtali við formann Landssambands hestamanna að fleiri áhorf- endur komi á landsmót á Vind- heimamelum en Melgerðis- melum. _ í greininni í Eiðfaxa segir Leif- ur Jóhannesson, formaður LH, að stjórnin hafi framkvæmt könnun meðal hestamannafélág- anna á Norðurlandi varðandi næsta landsmótsstað. Meirihlut- inn mælti með Vindheimamel- um. Ákvörðun var tekin 6. júlí um að mótið skyldi haldið þar. Leifur bendir einnig á að tvö fyrri landsmót á Vindheimamel- um hafi þótt takast mjög vel. Miklu máli skipti að fjárhagsleg afkoma mótsins sé sem best, og það kunni að hafa ráðið afstöðu meirihluta félaganna á Norður- landi að rekstur mótsins yrði öruggari á Vindheimamelum, þeir séu líka meira miðsvæðis og fleiri áhorfendur komi þangað. Stjórn LH sé ekki bundin við að fara eftir samþykktum sem séu „gerðar einhvers staðar úti í bæ eða uppi í sveit,“ og er þar átt við Varmahlíðarsamþykktina. Hvað varðar þá hugmynd eyfirskra hestamanna að segja sig úr LH þá veki það undrun sína ef Ey- firðingar hafi ekki þann félags- þroska til að bera að sætta sig við lýðræðislega niðurstöðu. Jón Ólafur Sigfússon sagði um þetta: „Að segja að aðrir hafi ekki nægan félagsþroska er göm- ul lumma sem menn nota gjarnan þegar þeir eru komnir í rökþrot. Stjórn LH hefur ekki meiri fé- lagsþroska en það að þeir eru ekki búnir að tilkynna félögunum ákvörðun sína um næsta lands- mótsstað þótt langt sé liðið síðan sú ákvörðun var tekin. Óvissa ríkir um hvort stjórnarmenn sjái sér fært að koma norður og ræða við okkur í kvöld á Hótel KEA, þar sem við fundum um áfram- haldandi vcru okkar í LH. Það að Vindheimamelar séu meira miðsvæðis er út í hött, sömuleiðis að Varmahlíðarsamþykktin sé ekki bindandi. Könnun stjórnar LH var að mínu mati hálmstrá sem þeir gripu til að skýla sér á bak við því þeir hafa slæma sam- visku og eru að reyna að verða sér úti um hlífiskjöld.“ EHB um stjórn fundarsköp umræðu á fundinum og tók Sig- fús Jónsson einn til máls. Hann sagði m.a.: „Gamla samþykktin um stjórn Akureyrarbæjar var gerð á 100 ára afmæli bæjarins 29. ágúst 1962. Hún var gerð á grundvelli sveitarstjórnarlaga sem höfðu verið sett árið áður, eða 1961. Eins og kunnugt er setti alþingi á síðastliðnu ári ný sveit- arstjórnarlög og bæjarstjórn Akureyrar, ásamt embættis- mönnum, hefur undanfarna mán- uði unnið að því að gera nýja samþykkt um stjórn bæjarins og fundarsköp á grundvelli nýju lag- anna. Fyrri umræða um tillögu að samþykktunum fór fram í bæjar- stjórn 11. ágúst síðastliðinn. Á þtfím fundi var tillögunni vísað til seinni umræðu og einnig til bæjarráðs. Bæjarráð hefur fjallað um samþykktina nú á milli bæjar- stjórnarfunda og bæjarráð hefur gert tillögu um 5 breytingar á samþykktinni frá síðasta bæjar- stjórnarfundi." Sigfús gerði grein fyrir breyt- ingunum sem bæjarráð lagði til og var tillagan síðan borin undir bæjarstjórn og samþykkt sam- hljóða. Síðan bar Sigfús upp til- lögu að samþykkt um skjaldar- merki Akureyrar og var hún einn- ig samþykkt samhljóða. í sam- þykktinni eru ákvæði um liti merkisins og reglur um notkun. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.