Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, mánudagur 7. september 1987 168. tölublað Filman þin á skiliö þaö besta! H-Lúx gæðaframköilun w Hrað- framköllun Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 ■ Sími 27422 ■ Pósthólf 196 Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Háskólinn á Akureyri settur: „Mjor er mikils visir“ sagði menntamálaráðherra m.a. í ávarpi sínu Við setningu Háskólans á Akureyri, flutti mennta- málaráðherra m.a. ávarp og hóf það á þessa leið: „Ofurlítið ævintýri gerist hér í salnum í dag. “ Mynd: KÞ „Fullvíst er að háskóli á Akur- eyri á fyrir sér að þroskast og dafna og þá mikils um vert, að þar verði á tiltölulega þröngu sviði stefnt að hinum æðri háskólagráðum áður en langt um Iíður.“ Þetta sagði Harald- ur Bessason forstöðumaður Háskólans á Akureyri m.a. í ávarpi er hann hélt, er skólinn var settur við hátíðlega athöfn í Akureyrarkirkju á laugardag- inn. Mikið fjölmenni var við setninguna og samanstóð hátíð- ardagskráin af ávörpum og tónlistarflutningi. Haraldur minntist skólasögu Norðlendingafjórðungs en leitað- ist síðan við að rýna í framtíðina og sagði að hann hefði í álitsgerð vikið að nauðsyn þess að sníða framtíðarnám og rannsóknir að talsverðu leyti til samræmis við höfuðatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveginn. Haraldur sagði: „Haffræði - eða sjávarútvegs- stofnun hér á Akureyri yrði eitt mesta þjóðþrifamál sem stefnt hefur verið til í sögu íslenska lýð- veldisins og jafnframt eitt glæsi- legasta átak Akureyringa og íslensku þjóðarinnar til eflingar efnahag, menningu og vísind- um.“ Eldsvoði á Fjöllum: Um 30 tonn af heyi brunnu Á föstudaginn var slökkvi- liðið í Mývatnssveit kallað út vegna elds að Hólsscli á Fjölium. Þetta er töluvert löng leið fyrir slökkviliðið að fara og þegar þeir komu á staðinn voru hlaða, fjárhús og viðbygging brunnin til kaldra koia. Um töluvert tjón var að ræða, því það voru um 30 tonn af hcyi í hlöðunni. Að sögn lögrcglunnar á Húsavík, voru cldsupptök af völdum hita í heyinu í hlöðunni. VG Menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson hóf ræðu sína með sömu orðum og Sigurð- ur Guðmundsson skólameistari M.A. gerði árið 1928 þegar hann brautskráði fyrstu stúdentana frá skólanum: „Ofurlítið ævintýri gerist hér í salnum í dag.“ Birgir sagði einnig: „Hér er farið af stað með tvær námsbrautir, hjúkrun- arfræði og iðnrekstrarfræði, en nefndir vinna að því að kanna grundvöll fyrir kennslu í mat- vælafræði og viðskipta- og mark- aðsfræði. Það eru uppi hugmynd- ir um kennslu í sjávar- útvegsfræðum. Mjór er mikils vfsir. Það er ekki langt síðan mönnum þótti sjálf hugmyndin um háskólakennslu á Akureyri eða hvar sem er utan Reykjavfk- ur fráleit. Ég er sannfærður um að innan skamms mun Háskóli á Akureyri festast í sessi með sama hætti og menntaskólinn hér.“ Þá fluttu ávörp þau Sverrir Hermannsson og Ingvar Gísla- son, báðir fyrrverandi mennta- málaráðherrar, Halldór Blöndal formaður Háskólanefndar á Akureyri, Gunnar Ragnars for- seti bæjarstjórnar, Stefán G. Jónsson námsbrautarstjóri í iðn- rekstrarfræðum og Margrét Tóm- asdóttir námsbrautarstjóri í h j úkrunarfræðum. Alls eru 48 nemendur skráðir í skólann á þeim tveim brautum sem í boði eru. VG Ofremdarástand við Eyjafjarðará -skotveiðimenn valda mönnum og skepnum hættu með veiðum í myrkri - siðareglur skotveiðimanna þverbrotnar „Skotveiðimenn á bökkum! Eyjafjarðarár þverbrjóta margir siðareglur skotveiði- manna þegar þeir eru að skjóta á gæsir í myrkri eða slæmu skyggni og eiga á hættu að særa bráðina, týna henni eða skaða menn og búfénað,“ sagði Konráð Jóhannsson á Akureyri. Vinnuaflsskortur: Utlendingar til starfa hjá K. Jónsson og Co á Akureyri? „Astandið er slæmt, ég gæti bætt við 15 manns án þess að hugsa mig um,“ sagði Ólafur Helgi Marteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Niðursuðu K. Jónsson & Co. hf. á Akur- eyri, en fyrirtækið hefur undanfarið auglýst mikið eftir starfsfólki. Að sögn Ölafs er verið að leita I að fólki til framtíðarstarfa við fyrirtækið en þar vinna nú 115: manns, ýmist allan eða hálfan daginn. Þegar Ólafur var spurður að því hvaða afleiðingar þessi fólksekla hefði fyrir fyrirtækið og hvað væri helst til ráða sagði hann: „Þetta þýðir einfaldlega að„ við getum ekki sinnt þeim pöntunum sem við fáum og það er alvarlegt mál. Komið hefur til tals að ráða erlent vinnuafl en ekkert verið aðhafst í því máli enn sem komið er. En þetta er alvarlega til athugunar innan fyrirtækisins.“ EHB Konráð sagði að ástandið væri víða slæmt en þó sérstaklega á bökkum Eyjafjarðarár. Að aust- anverðu væri um að ræða svæðið frá Þverá að Leiruvegi en að vest- an frá Gili niður undir Brunná. Á þessu svæði sé skotið fram í rauðamyrkur, menn misreikni færið og nái sjaldnast bráðinni. Beinir hann þeirri áskorun til landeigenda að þeir leyfi ekki meðferð skotvopna í rökkri eða myrkri og að veiðimenn séu farn- ir af svæðinu a.m.k. hálftíma áður en dimma tekur. „Menn skjóta flestir með sterkustu gerð skota sem þeir geta fengið. Sé haglabyssu miðað í 35 gráðu horn geta höglin borist þrjú hundruð til þrjú hundruð og fimmtíu metra og enginn veit hvar þau lenda, í bílum, fólki eða skepnum. Grunur leikur á að sumir þessara manna séu innan vébanda hagsmunasamtaka skot- veiðimanna og þeim mun furðu- legra er að þeir skuli hafa að engu siðareglur skotveiðinnar. Skotveiðiíþróttin mun aldrei njóta þeirrar virðingar sem henni ber meðan slíkt fer fram við bæjardyr Akureyringa," sagði Konráð Jóhannsson að lokum. „Já, þetta hefur því miður loð- að við suma skotveiðimenn og landeigendur hafa orðið varir við að skotið væri úr haglabyssum í kolniðamyrkri. Ennþá hafa ekki borist kærur af þessu tilefni en þær koma á hverju hausti. Sjálf- sagt er að kæra menn sem skjóta í myrkri því það er ólöglegt og hættusvið kringum haglabyssu er 500 metra radíus,“ sagði Erlingur Pálmason, yfirlögregluþjónn. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.