Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 7. september 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SfMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR..EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
JeiðarL_____________________________
Dýrasta bygging
íslandssögunnar
Fyrir skömmu var það upplýst, að kostnaðurinn
við hönnun og byggingu nýju flugstöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli hefði farið gersamlega úr
böndum. Reyndar greinir menn á um hversu
mikill aukakostnaðurinn er, en talan þúsund
miljónir, einn miljarður króna hefur verið nefnd í
því sambandi. Það er vægast sagt hrikaleg tala
og engar viðhlítandi skýringar hafa verið gefnar
á ósköpunum.
Þegar ákveðið var að reisa nýja flugstöð á
Keflavíkurflugvelli, var það m.a. gert á þeirri
forsendu að Bandaríkjastjórn myndi greiða um
helming byggingarkostnaðarins, enda fengju
þeir gömlu flugstöðina til eigin nota þegar þar
að kæmi. Hins vegar fylgdi ekki sögunni, að
framlag Bandaríkjamanna til flugstöðvarinnar
var föst upphæð sem tók engum breytingum á
byggingartímanum. Á meðan hækkaði bygging-
arvísitalan gegndarlaust og dollarinn féll í verði.
Það fylgdi sem sagt ekki sögunni að það kæmi
eingöngu í hlut íslendinga að borga mismuninn
af upphaflegri kostnaðaráætlun og raunveruleg-
um útgjöldum. Það var ekki upplýst fyrr en nú á
dögunum að um einn miljarð vantaði til að endar
næðu saman.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á þann vafasama
heiður, að vera dýrasta bygging sem reist hefur
verið hér á landi. Stöðin er sögð kosta 2850
miljónir króna og rúmmetrinn í stöðinni kostar
því hvorki meira né minna en 30.300 krónur. Til
samanburðar má geta þess, að rúmmetrinn í
Kringlunni er talinn kosta um 11.000 krónur og
rúmmetrinn í nýja Útvarpshúsinu um 15.900
krónur. Flest bendir til þess að hönnun flug-
stöðvarinnar hafi frá upphafi stuðlað að háum
byggingarkostnaði og einnig er ljóst að sífelldar
hönnunarbreytingar á byggingartímanum höfðu
enn frekari kostnaðarhækkanir í för með sér.
Þrátt fyrir allt þetta er enn mörgu ólokið
innanhúss. Þannig á t.d. eftir að koma upp veit-
ingabúð fyrir farþega sem hafa innritað sig sýó.
og endanlegri fríhöfn fyrir komufarþega. Þær
framkvæmdir kosta örugglega skildinginn ef þær
verða í samræmi við það sem á undan er gengið.
Niðurstaðan er sem sagt sú að almenningur á
að taka að sér að greiða a.m.k. einn miljarð króna
aukalega vegna þess að fyrirhyggjuleysi og
óráðsía réð ferðinni við byggingu nýju flugstöðv-
arinnar. Slíku tekur enginn þegjandi og hljóða-
laust. Þess vegna spyr almenningur nú spurn-
inga og krefst skýringa. Þeirra skýringa er nú
beðið með eftirvæntingu. BB
viðtal dagsins.
Gísli Pálsson.
„Það lifir enginn
á spádómum"
—spjallað við Gísla Pálsson, bónda á Hofi i Vatnsdal
Riðuveikisjúkdómurinn hefur
herjað á sauðfé hér á landi svo
áratugum skiptir. Sjúkdómur
sá hefur reynst mönnum hin
mesta ráðgáta og engin lyf hafa
enn fundist sem komið geta í
veg fyrir að sauðfé veikist af
þessum sjúkdómi. Menn hafa
því brugðið á það ráð að skera
niður fé á sýktum svæðum og
fá síðan nýja stofna aftur að
vissum tíma Iiðnum. Nú í haust
verður skorið niður fé á stað-
festum riðuveikibæjum í
Húnavatnssýslum og einn af
þessum bæjum er Hof í
Vatnsdal. Það var því ekki úr
vegi að líta inn á Hofi í
spjalla við Gísla bónda Pálsson
um ástandið í sauðfjárbú-
skapnum og að hverju bændur
ætluðu að snúa sér að í staðinn
fyrir sauðféð.
„Hér í Árhreppi verður allt
sauðfé skorið niður á 6 bæjum í
rhaust. Þetta eru bæir sem komið
hefur upp riðuveiki á síðustu 5
árum þó að vísu hafi á sumum
bæjum lítið drepist úr riðuveiki á
þessum tíma. Ég er sammála
stjórnvöldum um þessar aðgerðir
vegna þess að þetta er veiki sem
þarf að útrýma og það er tækifæri
til þess nú í offramleiðslunni.
Aðgerðir sem þessar eru auð-
vitað mikið átak fyrir sveitarfé-
lögin t.d. hér í Áshreppi því hér
er skorið niður á tveimur fjár-
flestu heimilunum í hreppnum.
Hitt er annað sem kemur á móti
að heiðlönd hér hafa verið ofbeitt
á síðustu árum og maður verður
því að vona að þeir sem eftir
verða geti notið góðs af þessum
niðurskurði."
- Eru allir hér á svæðinu sam-
mála um þessar aðgerðir?
„Það voru allir sem samþykktu
þessar aðgerðir og enginn gerði
það nauðugur. Menn telja þetta
skynsamlega leið þó svo að þetta
komi illa niður á okkur, bæði
fjárhagslega og atvinnulega séð.“
- Verða miklar breytingar við
þennan niðurskurð?
„Já, þetta eru verulegar breyt-
ingar á högum fólks. Hér á Hofi
vorum við, ég og sonur minn Jón,
komnir af stað í loðdýrarækt og
snúum okkur því alfarið að
henni, erum reyndar að byggja
loðdýrahús núna þessa dagana.
Ég held líka að þótt menn snúi
sér ekki að öðrum búskap þá séu
þessar bætur sem greiddar eru
vegna niðurskurðarins viðunandi
# Köttur á
Njálsgötunni
Svo var það hún Sigga sem
hringdi í okkur núna rétt í
þessu. Grábröndótti köttur-
inn hennar hann Brandur er
týndur einhvers staðar á
Njálsgötunni og þeir sem
hafa séð til hans eru beðnir
að hringja í sima.
Tilkynningu sem þessa meg-
um við útvarpshlustendur
heyra æ ofan i sí. Kettir af
ýmsum stærðum, gerðum og
litum ganga lausir híngað og
þangað um höfuðborgina og
eigendurnir grípa símtólið,
hringja í næstu útvarpsstöð
og málið er leyst.
Rétt um daginn tilkynnti dag-
skrárgerðarmaðurinn um
kött einn sem reikaði villtur
m íí
ruLI . »— r VwaJ
um borgina. Eftir að hafa gef-
ið upp lit og fleiri nauðsyn-
legar staðreyndir kom að
stærðinni. Vandaðist þá
málið, en eftir nokkra
umhugsun sagði maðurinn í
útvarpinu: Ja, hann er ein-
hvers staðar á milli þess að
vera-köttur og kettlingur!
# Mittá milli...
í framhaldi af þessu veltum
við vinnufélagarnir fyrir okk-
ur hverslags skepna gengi
laus á Njálsgötunni. Eitthváð
sem var á milli þess að vera
köttur og kettlingur? Við rifj-
uðum upp nokkrar blaðsíður
úr dýrafræðinni en hvergi
kom þar neitt fram sem leyst
gæti þetta mikla vandamál.
Eingöngu var þar fjallað um
ketti og þess getið að
afkvæmin kölluðust kettling-
ar. Ekki var getíð um neins
konar millistig. En það var
fyrir mörgum árum sem S&S
var í barnaskóla og margt
breyst síðan þá. Þróunin hef-
ur orðið ör og tækninýjung-
arnar ófáar komið fram. Ails
ekki er loku fyrir það skotið
að tegundin köttur hafi geng-
ið í gegn um stökkbreytingu
og komið sé fram þetta milli-
stig sem dagskrárgerðar-
maðurinn hefur svo ekki vit-
að hvers nafn var. Frekar en
skrifari. En eins og ég segi
það hefur svo margt breyst
frá því maður var í barna-
skóla. Og bara svona í lokin:
Einhver hefur haldið því fram
að maðurinn hafi í upphafi
verið rotta.