Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 5
7. september 1987 - OAGUR - 5 að lífga hann við,“ sagði Les. „Þetta var hræðileg sjón, ég var gjörsamlega lamaður. Þetta var voðalegt. Sú hugsun ásækir mig að dóttir mín hafi ef til vill vakn- að og reynt að berja á hurðina eftir hjálp. En slökkviliðsmenn- irnir halda að þau hafi dáið í svefni af völdum reyksins.“ „Við grétum alla leið á sjúkra- húsið. Hinn hræðilegi eldur hafði tekið frá okkur börnin og við vor- um skilin eftir með enga von um að geta átt fleiri. Strax á þessari stundu fór ég að sjá eftir að hafa farið í ófrjósemisaðgerðina, en þá hélt ég að ekki væri aftur snúið.“ Starfslið sjúkrahússins sagði þeim aftur á móti aðra sögu. Þau sögðu að hægt væri að setja hann aftur í samband, en að líkur á frjósemi væru litlar, aðeins einn á móti fimmtíu. GiII gefur barninu sem hún hélt að hún myndi ekki eignast. „Þetta var sársaukafull aðgerð en allir voru mjög hjálpsamir og Gill var farin að hressast við til- hugsunina um annað barn.“ Innan fárra mánaða var Les til- búinn til þess að reyna aftur og mánuði seinna færði Gill honum dásamlegustu fréttir sem hann hafði heyrt. „Ég er ófrísk", Sagði hún. „Ég var viðstaddur fæðinguna og það var unaðslegt að horfa á son minn koma í heiminn. Allt í einu var allt farið að ganga vel aftur. Eftir alla sorgina sem við höfðum gengið í gegnum, var Martyn eins og draumur sem verður að veruleika." Veður í ágúst: Úrkoma langt undir meðallagi „Þið fenguð afskaplega ntildan og góðan ágúst,“ sagði Adda Bára Sigfúsdóttir veður- fræðingur á Veðurstofu ís- lands þegar hún var beðin um yfirlit yfir veðrið í ágúst á Norðurlandi. Adda Bára sagði að meðalhiti mánaðarins hafi verið 10,1 gráða sem er hálfu stigi yfir meðallagi. í meðalári er úrkoma á Akureyri 32 millimetrar en í ágúst var hún aðeins 12 millimetrar og því langt undir meðallagi. Þetta sagði Adda Bára að gilti um allt land, ágúst hefði verið þurr mánuður. Sólskinsstundirnar hjá okkur voru 145 éða 14 stundum meira en í meðalári. „Þið hafið fengið þó nokkra verulega góða sólar- daga, en þeir hafa verið dreifðir." Ríkjandi vindátt var norðlæg, en annars var mánuðurinn mjög hægviðrasamur og komst vind- hraðinn aldrei yfir 4 vindstig. VG Búnaðardeild SÍS: 40% aukning í sölu dráttarvéla „Sala á dráttarvélum á okkar vegum hefur aukist um 40% frá fyrra ári. Að mínu áliti byggist þetta á aukinni hlut- deild okkar í dráttarvélamark- aðinum en ekki því að bændur kaupi fleiri dráttarvélar en áður,“ sagði Gunnar Gunnars- son, forstöðumaður í Búnaðar- deildar SÍS í Reykjavík. Að sögn Gunnars er þó ekki um aukningu að ræða í sölu ann- arra tækja en dráttarvéla. „Á síð- asta ári var sala á mjaltakerfum og öðrum búnaði í fjós í hámarki og segja má að viss mettun hafi orðið á þeim markaði í bili því sala á þessum búnaði hefur verið dræm á þessu ári. En við erum búnir að selja hátt í hundrað nýj- ar Massey Ferguson dráttarvélar á þessu ári en seldum alls 62 allt síðasta ár. Af heybindivélum og heyhleðsluvögnum seldum við heldur minna magn en í fyrra en annars er jöfn og góð sala í öllum algengustu heyvinnuvélum. Nýju gerðunum af dráttarvél- unum, Massey Ferguson 300 og 3000, hefur verið mjög vel tekið af bændum. Þetta þýðir þó ekki að bændur endurnýji dráttarvéla- kost sinn hraðar en áður, þvert á móti bendir allt til að bændur haldi tækjakaupum í lágmarki og nýti tæki sín til hins ýtrasta þann- ig að úreldingartími þeirra er langur,“ sagði Gunnar Gunnars- son. EHB Strandflutningar Sambandsins: Hafa gengið ágætlega - segir Ómar Jóhannsson „Að vísu erum við ennþá á til- raunatímanum, en eins og til var stofnað hefur þetta gengið ágætlega,“ sagði Ómar Jóhannsson framkvæmda- stjóri Skipadeildar Sambands- ins þegar hann var spurður hvernig strandflutningarnir sem þeir hófu í vor hafa gengið. „Þetta er byggt nær eingöngu á söfnun freðfisks af ströndinni í tengingu við gámaskipin til Evrópu og Jökulfellið til Ameríku. Það var viljandi gert að byrja á þessu þegar rólegast var í fiskút- flutningi, eða yfir sumarfrítím- ann þegar fiskvinnsla er í lág- marki. Eg get ekki sagt annað en að þetta hafi skilað sér fyllilega miðað við væntingar. Nú fer að koma meiri pressa varðandi fiskinn og kemur þá í ljós þegar vinnsla fisks verður aftur komin á eðlilegt stig, hvernig þetta kemur til með að ganga. Akvörðun um framhald verður því ekki tekin fyrr en þetta kemur í ljós, en flest bendir til að svo verði. Með þessum skipum hefur líka verið tekin gámavara bæði að sunnan og norður og öfugt. Það hefur einnig skilað sér vel, þrátt fyrir að það sé Ríkisskip sem er að verulegu leyti með þessa flutn- inga. Nýtingin hefur þó verið ágæt hjá okkur.“ Ómar var einnig spurður hvort þeir kæmu til með að þurfa að fjölga skipum til þessara flutn- inga, og sagðist hann ekki reikna með að þess þyrfti vegna fisk- flutninganna, en varðandi flutn- ing á annarri vöru þarf að skoða það dæmi nánar í framhaldi af því hver árangur verður í lok til- raunatímabilsins. VG útgerðarmenn: sjómenn: ALLT TIL FISKVEIÐA HJÁ ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ SJÁVARÚTVEGSINS. Asiaco hf. hefur þjónaö sjávarútveginum í meira en aldarfjórðung. Viö bjóðum úrval veiðarfæra, búnaðar og rekstrarvara til fisk- veiða og fiskiðnaðar. Einnig seljum við fyrir ykkur aflann. Reynið viðskiptin. Hröð afgreiðsla af lager eða beint frá framleiðendum. dfe asiaco hf Vesturgötu 2, Pósthólf 826, 121 Reykjavík, Sími: 91-26733

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.