Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 12
H - DAGUR - r. léöptélilbéí' 1987 Nauðungaruppboð á fasteigninni Skíðabraut 5, Dalvík, talinn eigandi Þórir M. Hauksson, ferfram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, föstud. 11. september ’87, kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Veð- deild Landsbanka Islands. Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Hafnarstræti 94, A-hluta, við- bygging að norðan, Akureyri, þingl. eigandi Flosi Jónsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akur- eyri, föstud. 11. september ’87, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Iðnlána- sjóður. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Sæból, Dalvík, þingl. eigandi Haukur Tryggvason, fer fram í dómsal embættisins Hafnar- stræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 11. september '87, kl. 16.45. Uppboðsbeiðandi er Ásgeir Thoroddsen hdl. Bæjarfógetinn á Dalvik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Bjarmastígur 15, 2. hæð, Akureyri, þingl. eig- andi Þorvaldur Aðalsteinsson o.fl., fer fram í dómsal em- bættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, föstud. 11. sept- ember ’87, kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Skúli Pálsson hrl. og Benedikt Ólafsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Áshlíð 7, Akureyri, þingl. eig- andi Friðrik Friðriksson, fer fram í dómsal embættisins Hafn- arstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 11. september '87, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Ingólfsson hdl., Gunnar Sólnes hrl. og Landsbanki íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Sandskeið, verkstæðishús, Dalvík, þingl. eig- andi Steypustöð Dalvíkur hf., fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, föstud. 11. september '87, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Litlahlíð 2c, Akureyri, þingl. eigandi Haukur Guðmundsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 11. september '87, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Innheimtustofnun sveitarfélaga. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Hafnarstræti 84, n.h. Akureyri, þingl. eigandi Þórir V. Lárusson, fer fram í dómsal embættis- ins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 11. september ’87, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins, Bæjar- sjóður Akureyrar, innheimtumaður ríkissjóðs og Gunnar Sól- nes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. f STAÐARNEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren y«gw»R að stöðvunarlínu er komið. Sauma- og prjónastofan Drífa á Hvammstanga gerir framleiöslubreytingar: „Skelfilegt að þurfa að segja upp starfsfólki" - segir Björn Valdimarsson framkvæmdastjóri en búið er að segja rúmum helmingi starfsmanna upp Björn Valdiinarsson, framkvæmdastjóri saumastofunnar Drífu á Hvamms- tanga. Mönnum hefur orðið tíðrætt að undanförnu um þann vanda sem ullariðnaðurinn á Isiandi á við að etja. Saumastofur eru margar hverjar illa settar bæði hvað varðar verkefni og afkomu. Oft heyrast þær sögur að prjónastofur, oft á tíðum gróin og gömul fyrirtæki, verði að segja upp hluta af starfs- fólki sínu þar sem reksturinn gangi ekki nógu vel. Eitt þess- ara fyrirtækja er Saumastofan Drífa á Hvammstanga. A dögunum var sagt upp stórum hluta starfsfólks fyrirtækisins vegna þess að verið er að breyta framleiðslunni hjá því. A leið okkar um Hvamms- tanga á dögunum litum við inn hjá Drífu og hittum að máli; Björn Valdimarsson fram- kvæmdastjóra og lögðum fyrir; hann þá spurningu hvort fram- undan væri svartnætti í sauma-i iðnaðinum. „Bæði og. Það er ekki hægt að segja annað þegar flest fyrirtæki í þessum iðnaði eru rekin með 10- 20% halla. Þegar svo er komið er ekki nema um tvennt að ræða annars vegar að breyta fram- leiðslunni eða hins vegar að loka fyrirtækinu. Við völdum þá leið að segja upp fólki, fækkuðum á saumastofunni um rúmlega helming, úr 25 í 11 manns en á sama tíma rúmlega þreföldum við framleiðsluna í prjónastof- unni.“ Gengisstefnunni þarf að breyta Á saumastofunni Drífu hafa verið saumaðir ullarjakkar en saumastofan er undirverktaki hjá stærri fyrirtækjum t.d. Álafossi hf. Jakkarnir eru saumaðir fyrir erlendan markað mest fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað. Þetta eru flóknir og dýrir jakkar sem smátt og smátt hefur verið dýrara að framleiða. En þrátt fyrir þennan aukna kostnað hefur ekki verið unnt að fá hærra verð fyrir framleiðsluna, sem veldur því að reksturinn verður óhagkvæmur. En hafa markaðirnir brugðist? „Nei, ég er ekki viss um að þeir hafi í raun og veru brugðist. Það sem er að er þessi fastgengis- stefna sem stjórnvöld reka hér á landi. Hér hefur verið fast gengi síðastliðin tvö ár sem hefur í för með sér að við getum ekki velt þeirri verðbólgu sem er hér innanlands út í útflutningsverðið og erum því að selja vöruna á sama verði ár eftir ár,“ segir Björn. Aukin framleiösla á peysum Til þess að breyta framleiðsl- unni var sett upp prjónastofa hjá fyrirtækinu fyrir um tveimur árum. Farið var út í prjónaskap á peysum, fyrst fyrir innlendan markað en síðan þróaðist fram- leiðslan út í að verða útflutnings- vara. Nú verða nánast eingöngu framleiddar peysur hjá fyrirtæk- inu, bæði peysur sem framleiddar eru fyrir stærri fyrirtæki og einnig peysur sem eru að öllu leyti hannaðar í fyrirtækinu. Helstu markaðir fyrir peysurnar eru Bretland, Svíþjóð, Þýskaland og Bandaríkin. _ Minning: T Díana Mjöll Stefánsdóttir Fædd 17. júlí 1974 - Dáin 25. ágúst 1987 Miðvikudaginn 2. september var Díana Mjöll jarðsungin frá Gler- árkirkju. Kynni okkar Díönu hófust fyr- ir fjórum árum, þegar hún flutti með móður sinni og stjúpföður í nábýli við mig. Fljótlega myndaðist góður vin- skapur með henni og elstu dóttur minni, sem leiddi til samgangs milli fjölskyldnanna. Ég tók snemma eftir því hversu sérstök hún var að allri gerð og virtist fullorðinslegri en jafnaldrar hennar. Hún var velviljuð, kurteis og prúð í framkomu. Mér er minnisstætt atvik frá aðfangadegi jóla, tveimur mán- uðum eftir að Díana veiktist. Þá fékk hún að koma heim af Land- spítalanum yfir jólin. Sjúkdóm- urinn hafði þá sett mark sitt á hana, en hún lagði það á sig, rétt áður en hátíðin gekk í garð, að koma færandi hendi með jóla- gjafir handa mér og fjölskyld- unni. Þá varð mér ljóst að stund- um eru þeir veikustu sterkastir. Hún hafði yndi af að gleðja aðra. Þeim eiginleikum, sem hún var gædd, hélt hún til hinstu stundar. Gerða móðir hennar, hefur sýnt fádæma þrek á þessum þungbæru stundum. Það duldist engum að samband þeirra mæðgna var gott og innilegt. Bar- áttan var þeirra beggja. Guð- mundur, stjúpfaðir Díönu studdi þær eftir megni. Við Jaime og dæturnar sendum Gerðu, Gumma og öðrum að- standendum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Vertu sæl, vor litla Ijúfan blíða lof sé Guði, búin ertu’ að stríða. Upp til sælu sala saklaust barn án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. - M. Joch. Margrét Jónsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.