Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 3
raot- jofiwutflo-. v _ cmnAn _ o 7. september 1987 - DAGUR - 3 Amtsbókasafnið: A / Fækkun utlana Hjáiparsveit skáta á Akureyri: Línan sem slitnaði togþolsþrófuð og menn geti framfleytt sér þokkalega af þeim.“ - Hvernig er þetta svæði hér fallið til loðdýraræktar? „Pað er óhætt að segja að svæðið sé vel fallið til loðdýra- ræktar. Við búum hér við góðar samgöngur og hér er snjólétt þannig að sjaldan verða vandræði með að koma fóðrinu til okkar en því er ekið til okkar frá Sauðár- króki. Hitt er meira vandamál að fóðurverð er of hátt sem kemur til af mikilli fjárfestingu en með auknum loðdýrabúskap vonum við að fóðurverðið lækki.“ - Er fýsilegt að leggja út í loð- dýrabúskapinn í dag? „Því miður er ekki nema ein- staka maður sem vill taka þá áhættu að leggja út í loðdýrabú- skap. íslenskir bændur eru búnir að búa við það kerfi í 40 ár að ekki hafi þurft að hafa áhyggjur af offramleiðslu vegna þess að ríkið hefur tekið ábyrgð á fram- leiðslunni. Petta eru )dví miklar breytingar fyrir bændur að þeir taka nú sjálfir áhætiu á heims- markaði með sína vöru og ég er ekki hissa þótt menn séu hikandi að setja sig í þessa stöðu. Á hinn bóginn liggur það alveg ljóst fyrir að um útflutning á kindakjöti verður ekki að ræða í náinni framtíð og því verður að reyna að finna einhverja aðra útflutningsvöru." - Hvernig er aðstoð við bænd- ur sem vilja hefja loðdýrabúskap háttað? „Þetta er mikil fjárfesting fyrir bændur en þar kemur á móti að fyrirgreiðslan frá hinu opinbera er mikil. Hún er að mínu mati orðin viðunandi núna. í fyrsta lagi eru frekar ríflegar lánveiting- ar, í öðru lagi styrkveitingar út frá jarðræktarlögunum, í þriðja lagi endurgreiðsla á söluskatti af byggingarefni refaskálanna og í síðasta lagi hefur framleiðnisjóð- ur veitt mönnum styrk sem not- aður er til lífdýrakaupa án þess að menn fari út í aðrar búhátta- breytingar. Það eru nokkuð margir sem fara út í loðdýrabú- skap sem hliðargrein, bæta loð- dýrunum við búskap sem fyrir er á jörðunum og þeir fá yfirleitt styrk til lífdýrakaupa. Þegar allt kemur til alls þá er til þess að gera auðvelt að fara út í loðdýrabúskapinn en það er þessi ótrygga uppboðssala sem fælir menn frá. Hitt er að allar spár benda til þess að það verð sem fæst fyrir minkaskinnin í dag muni haldast en spá er alltaf spá. Það lifir enginn á spádómum ein- um saman,“ segir Gísli að lokum. JÓH Bridgemót á Hótel Örk Hótel Örk í Hveragerði, í sam- yinnu við Briddssamband íslands og Briddsfélag Þor- lákshafnar, gengst fyrir opnu stórmóti helgina 3.-4. október nk. Mörg glæsileg verðlaun eru í boði, m.a. utanlandsferðir fyrir þrjú efstu pörin. Keppnisgjald, með gistingu og morgunverði, er aðeins kr. 3600 pr. keppanda en kr. 1600 án gist- ingar. Búast má við góðri þátttöku í þessu fyrsta stórmóti á nýhöfnu starfsári briddsfólks. Skráning er hjá BSÍ (Ólafi) eða beint við Hótel Örk (gisting). Einnig gefur Gunnar Óskars- son í Þorlákshöfn allar upplýsing- ar. Ólafur Lárusson annast stjórnun en Vigfús Pálsson tölvu- útreikning. Þeim er koma lengra að er sérstaklega bent á samning BSÍ við Flugleiðir varðandi af- slátt frá almennu fargjaldi. „Ég hef ekki tekið saman nein- ar tölur yfir útlán það sem af er þessu ári en ég hef grun um að það hafi dregið eitthvað úr þeim,“ sagði Lárus Zophon- íasson hjá Amtsbókasafninu á Akureyri er hann var spurður hvort samdráttar hefði gætt í útlánum safnsins á þessu ári. Á árinu 1986 lánaði Amts- bókasafnið út rúmlega 118 þús- und bindi, en það var 7300 bind- um færra en á árinu 1985. 1984 höfðu útlán hins vegar rokið upp, fóru yfir 140 þúsund. Kom þetta nokkuð á óvart á sínum tíma og sagðist Lárus ekki kunna neinar skýringar á þessari miklu aukn- ingu það árið. Síðan hafa útlán dregist saman og er allt útlit fyrir svo sé einnig í ár. Má búast við að samdrátturinn sé um 1000 bindi á mánuði. En hver er skýringin? „Maður lætur sér detta í hug mikil fjölgun fjölmiðla. Fjölgun útvarpsstöðva, sjónvarpsstöðva og tilkoma myndbanda hljóta að gera það að verkum að tóm- stundir fólks dreifast á fleira en bóklestur. Þetta er auðvitað ósannað mál en mér finnst þetta sennilegt. En þó að útlánin hafi dregist saman þá eru þau gríð- armikil ennþá og ég er ekki smeykur um að þetta tákni að fólk sé að hætta að lesa. Bókin stendur áreiðanlega fyrir sínu,“ sagði Lárus Zophoníasson. JHB Nokkur umræða hefur verið vegna slyssins sem varð, þegar Hjálparsveit skáta sýndi bjarg- sig á afmælishátíð Akureyrar- bæjar. Meðal annars hefur verið rætt um línuna sem slitn- aði og vangaveltur þar um ver- ið ýmsar. Samkvæmt heimild- um Dags, eru klifur og sig tvær ólíkar aðgerðir. Klifurlínur hafa fallstaðal sem talinn er í fjölda falla t.d. 12 föll, og mun eftir það teygja fara úr línunni. Siglínur eru af annarri gerð og er þá miðað við þann þunga sem þær bera. Degi hefur borist yfirlýsing frá Hjálparsveit skáta á Akureyri og fer hún hér: Þann „29/8“ varð það hörmu- lega siys, þegar nokkrir félagar sveitarinnar voru að síga á húsvegg í sýningarskyni, að einn félagi okkar hrapaði niður og slasaðist þegar lína sem notuð var slitnaði. Línan sem notuð var hefur ekki viðurkenndan staðal sem klifurlína. En hún hefur nú verið togþolsprófuð hjá Iðntæknistofn- un íslands. Samkvæmt heimild- um frá stofnuninni slitnaði línan við 8,4 kg/N (sem er ca. 800 kg). Umrædd lína hefur margoft verið notuð við sig á æfingum. Rekja má orsakir slyssins til þess að lín- an skarst í sundur á veggbrún, skömmu eftir að sigmaður lagði af stað niður. Þau mistök urðu við undirbúning að láðst hafði að láta teppi á veggbrúnina undir línuna. Telja má fullvíst að þetta sé höfuðorsök slyssins. Tilviljun ein réði því hver notaði hverja línu. Þar sem æfingar og störf þeirra er starfa í Hjálparsveit skáta á Akureyri eru oft unnin við erfið og hættuleg skilyrði, hefur ávallt verið reynt að hafa tryggingamál í sem bestu lagi. Fljálparsveit skáta á Akureyri mun ganga ríkt eftir því að félagi okkar fái allar þær bætur sem hægt er. Að öðru leyti mun Hjálparsveitin veita alla þá aðstoð sem hún getur. Slys þetta hlýtur óhjákvæmi- lega að krefjast vandlegrar endurskoðunar á öryggismálum í starfi sveitarinnar. Bæði hvað varðar útbúnað, þjálfun og öryggisreglur á vettvangi. Stjórn Hjálparsveitar skáta Akureyri lýsir yfir fullri ábyrgð sinni á þessu hörmulega slysi“. VG Með einu bréfi bjóðast þér 6 tækifæri til að láftai peningana vinna fyrir þig. Einfalt og öruggt. 9-11,4% vextir umfram verðbólgu. Á síðasta ári stofnaði Iðnaðarbankinn Verðbréfamarkað Iðnaðarbankans hf. til að geta boðið viðskiptavinum sínum jafngóða þjónustu í verðbréfaviðskiptum og í bankaviðskiptum. Nútímaþjónustu sem er í senn áreiöanleg, ánægjuleg og þægileg. Kjörorð Verðbréfamarkaðsins er að gera verðbréfavið- skiptin einföld og örugg. Sem dæmi má nefna Verð- bréfareikninginn en hann er sérstaklega hentugur þeim sem búsettir eru után Reykjavíkur. Til að fá upplýsingar um hvernig við hjálpum fólki við að ávaxta peninga þarf ekki annað en að fylla út meðfylgjandi miða og póst- senda hann til okkar. Við munum svara án tafar. Sýnið fyrirhyggju og látið okkar fólk um að ávaxta peningana. Vextirnir á traustum skuldabréfum eru nú 9-11,4% um- fram verðbólgu en það hefur jafngilt um 32-33% árs- vöxtumfrááramótum. Hjáokkureruverðbréfaviðskiptin einföld og örugg. Vinsamlegast sendið upplýsingar um þau atriði sem merkt er við. □ Verðbréfareikningur □ Eftirlaunasjóðir einkaaðila □ Sjóðsbréf 1 og Sjóðsbréf 2 □ Skammtímaskuldabréf Iðnaðarbankans □ Skuldabréf Glitnis hf. □ Mánaðarfréttir Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans Heimili Sendist til Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans hf„ Ármúla 7,108 Reykjavfk. Síminn er 91-68-10-40. 1 Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.