Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 7
YAQA
seí lötínidfcae -J2slvAC
september 19Ö7 - DAGUR - 7
...0
Kvenfulltrúarnir þrír á stéttarsanibandsþinginu: Halla Kristjánsdóttir, Halldóra Jónmundsdóttir og Guðrún
Aradóttir.
„Konur þurfa að vera virkari“
- Halla Kristjánsdóttir frá Kirkjubóli í viðtali
„Mikilvægt að
bændur standi saman
um kjör sín“
- segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson
á Öngulsstöðum
Einn af nýju fulltrúunum á þessu
þingi er Halla Kristjánsdóttir frá
Kirkjubóli í V.-ísafjarðarsýslu.
Fyrir utan það að vera einungis
ein af þremur kvenþingfulltrúum
er hún einnig yngsti fulltrúinn,
23ja ára gömul.
Fyrsta spurningin sem við
lögðum fyrir hana var hvort hún
liti á sig sem fulltrúa bænda eða
bændakvenna.
„Fyrst og fremst er ég bóndi en
sama tíma er ég líka kona þannig
að málefni bændakvenna snerta
mig beint."
„Bjóst við fleiri konum
á þinginu“
- Nú eru einungis þrjár konur
hér af sextíu og fimm þingfull-
trúum. Hver er ástæðan fyrir því
að ekki eru fleiri konur hér?
„Ég viðurkenni að ég bjóst við
að sjá fleiri konur hér en okkur
þrjár. Það bættust 17 nýir full-
trúar við á þessu þingi en af þeim
vorum við einungis tvær. Ein af
ástæðunum er sjálfsagt sú að
jafnréttishreyfing kvenna er
seinna á ferðinni í sveitum en á
þéttbýlinu. Einnig má segja að
nokkurrar íhaldssemi gæti hjá
bændastéttinni. Hins vegar má
ekki horfa fram hjá áhugaleysi
kvennanna sjálfra en þar á móti
kemur að hvatningu hefur vantað
til að fá konur til að starfa innan
búnaðarfélaganna. Við megum
ekki gleyma því heldur að það
eru ekki mjög mörg ár síðan að
makar bænda fengu atkvæðisrétt
innan þessara félaga.“
Mat á vinnu bændakvenna
verður að aukast
- Hvað er það sem þú hefur
mestan áhuga á að berjast fyrir á
þinginu?
„Par sem ég kem hér í fyrsta
skiptið þá er það nú í byrjun að
fylgjast með, hlusta og sjá hvern-
ig þingstörf fara fram. Hins vegar
er það ekkert launungarmál að
það sem brennur mér mest á
hjarta er staða bændakvenna.
Það nær ekki nokkurri átt að
ársverk bændakvenna er einungis
metið til 933 stunda. Þessi tala er
óbreytt frá árinu 1963 en á þeim
tíma hefur orðið mikil breyting á
mannafla við sveitastörf. Af
þessu leiðir að bændakonur fá
ekki fullt fæðingarorlof sem er
auðvitað hróplegt óréttlæti.“
- Nú eru uppi skiptar skoðanir
meðal bænda um núverandi
skiptingu fullvirðisréttarins.
Hvað viltu segja um það?
„Já, það er rétt að sumir bænd-
ur telja sig fá heldur rýran hlut
miðað við landgæði. En, það
verður að taka félagslegar
aðstæður inn í dæmið líka. Hjá
okkur á Vestfjörðum er á mörg-
um stöðum erfitt að vera með kýr
eða refabú og sauðfjárrækt er
það langheppilegasta. Þetta verð-
ur að taka inn í dæmið þegar full-
virðisrétturinn er reiknaður út.“
Yantar meirí ráðgjöf
í loðdýrarækt
- Nú ert þú með refarækt á þínu
búi. Hvernig hefur það gengið?
„Það hefur gengið ágætlega.
Hins vegar hefur vantað tilfinn-
anlega ráðgjöf á þessu sviði. Ég
held að það hafi verið farið of
geyst af stað í þessum efnum.
Einn ræðumaður í gær minntist á
það að það væri ekki nóg að hafa
séð ref eða mink í fjarska til að
geta síðan ræktað þessi dýr í
búri. Þetta hefur því ekki gengið
sem skyldi hjá mörgum en við
höfum verið svo heppin að hafa
danskan mann sem hefur unnið
mikið að þessum málum okkur til
halds og trausts.“
„Hvet konur
til að vera virkari
í búnaðarfélögunum“
- Er eitthvð sérstakt sem þú vilt
koma að hér í lokin?
„Já, það væri helst að hvetja
konur í sveitum að vera virkari í
starfsemi búnaðarfélaganna.
íslenskur landbúnaður þarf á allri
þeirri orku sem býr í íbúum sveit-
anna að halda og konur vinna
ekki síður mikilvæg störf á búun-
um en karlmennirnir. Konurnar
verða að rífa af sér feimnina og
láta til sín heyra hátt og snjallt."
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
bóndi á Öngulsstöðum var einn
af fulltrúum Eyjafjarðar á stétt-
arsambandsþinginu. Við spurð-
um hann hvort það væri ekki erfitt
fyrir ungan bónda að hefja
búskap.
„Jú, það er sjálfsagt mjög erfitt
að byrja búskap núna, sérstak-
lega ef menn eru með miklar
fjárfestingar á bakinu. Þótt ég
telji mig ungan mann þá bý ég í
grónu búi þannig að ér er betur
settur en flestir."
„Vandamálin voru til staðar
en ekki tekið á þeim“
- Hvað er langt síðan þú fórst að
búa?
„Það eru 12 ár.“
- Eru vandamálin í dag alvar-
legri nú en þau voru þá?
„Ástandið er auðvitað ekki
gott í dag en þessi sömu vanda-
mál voru til staðar fyrir 12 árum,
en það var hreinlega ekki tekið á
þeim þá. Það var mikið auðveld-
ara fyrir unga bændur að hefja
búskap þá, því það var hægt að fá
lánafyrirgreiðslu og drífa upp
bústofninn."
- Hvað viltu segja um þennan
aðalfund?
„Mér sýnist á öllu að þetta ætli
ekki að verða átakafundur. Það
er búið að ganga frá búvöru-
samningi fyrir næstu fjögur árin
og það er nokkurn veginn búið
að ganga frá reglugerðum fyrir
næsta ár t.d. skiptingu fullvirðis-
réttarins.“
„Bændur eiga rétt á
tekjutryggingu“
- Hvaða mál eru það sem þú vilt
helst berjast fyrir?
„Það er nú ekki einskorðað við
þetta þing en það sem ég hef
mestan áhuga á er að sjá.til þess
að bændur hafi tekjutryggingu.
Það er margt líkt með baráttu
launafólks og baráttu bænda. Það
hlýtur að vera kappsmál að
bændur fái sanngjarnt verð fyrir
afurðir sínar þannig að launin séu
mannsæmandi. Það eru miklir
breytingatímar hjá bændum núna
og það er mikilvægt að bændur
standi saman um kjör sín.“
Awjfysendurtafáð eftir!
AugCýsingar þuifa að berast augíýsingaíkUd jýrir kL 12
daginnjyrir útgáfudag.
í mánudagsbCað fyrir kL 12 föstudaga.
iil ***««.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1984-2. fl. 10.09.87-10.03.88 kr. 243,45
‘Innlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, ágúst 1987
SEÐLAB ANKIÍSLANDS