Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 07.09.1987, Blaðsíða 4
4 - OAGOR - 'f: 'iéþWlWStíM887 ,_á Ijósvakanum. SJÓNVARPIÐ MÁNUDAGUR 7. september 18.20 Ritmálsfréttir 18.30 Bleiki pardusinn. (The Pink Panther). Bandarísk teiknimynd. 18.55 Antilopan snýr aftur. (Retum of the Antelope). Fjórði þáttur. 19.20 Fréttaágrip á tákn- máli. 19.25 íþróttir. 20.00 Fréttir og vedur. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Gódi dátinn Sveik. Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Austurrískur myndaflokk- ur í þrettán þáttum, gerð- ur eftir sígildri skáldsögu eftir Jaroslav Hasek. Sagan hefst í Prag rétt fyr- ir heimsstyrjöldina fyrri. Þar býr maður að nafni Jósep Sveik og hefur þann starfa að selja hunda. 21.45 Dönsku kosningarnar. Fréttaþáttur í umsjá Ögmundar Jónassonar. 22.05 Þorstláti Quincas og dauðinn. (Quincas Berro d’Agua) Brasíiísk sjónvarpsmynd. Hæglátur og reglusamur fjölskyldufaðir sem kom- inn er á efri ár snýr skyndi- lega við blaðinu og gerist gleðimaður mikill. Upp frá því lifir hann við svo taum- lausan fögnuð að nær jafn- vel út fyrir gröf og dauða. 23.05 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. SJÓNVARP AKUREYRI MÁNUDAGUR 7. september 16.45 Ástin er aldrei þögul. (Love is Never Silent) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1985. Ung kona þarf að velja á milli þess að lifa eigin lífi eða helga líf sitt heyrnar- lausum foreldrum 18.30 Tinna tildurrófa (Punky Brewster.) 19.00 Hetjur himingeims- ins. (He-man.) 19.30 Fréttir. 20.00 Út í loftið. Að þessu sinni bregður Guðjón Arngrímsson sér á gæsaskytterí 20.25 Bjargvætturinn. (Equalizer.) 21.10 Fræðsluþáttur Natio- nal Geographic. í fyrri hluta þáttarins er fjallað um rannsóknir vís- indamanna á snjóflóðum í svissnesku Ölpunum. Seinni hlutinn fjallar um gerð heimildarkvikmyndar úr náttúrulífinu. 21.40 Drottning Útlaganna (Maverick Queen.) Bandarísk kvikmynd frá 1955 með Barbara Stanwick, Scott Brady og Barry Sullivan í aðalhlut- verkum. Kit er falleg kona og útlagi, sem hefur auðgast á því að vinna með glæpaflokki Butch Cassidy. Nýr með- limur, Jeff, sækist eftir inn- göngu í flokkinn. Jeff er raunar lögreglumaður sem hefur í hyggju að draga glæpaflokkinn fyrir dóm, en það veit Kit ekki og hún fellur fyrir honum. 23.10 Dallas. 23.55 í ljósaskiptunum. (Twilight Zone.) 00.25 Dagskrárlok. RÁS 1 MÁNUDAGUR 7. september 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. - Hjördís Finnbogadóttir og Jóhann Hauksson. Þórhallur Bragason talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku kl. 8.30. 9.00 Fréttir • Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Gosi“ eftir Carlo Collodi. 9.20 Morguntrimm. Tónleikar. 9.45 Búnaðarþáttur. Umsjónarmaður: Ólafur R. Dýrmundsson. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Vedurfregnir. 10.30 Lífid við höfnina. Umsjón: Birgir Svein- björnsson. (Frá Akureyri). , 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Á frívaktinni. 12.00 Dagskrá • Tilkynn- ingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Um málefni fatlaðra. Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir. 14.00 „íslandsdagbók 1931"eftir Alice Selby. 14.30 íslenskir einsöngv- arar og kórar. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Tónbrot. Umsjón: Kristján R. Krist- jánsson. (Frá Akureyri). (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi.) 16.00 Fréttir • Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir • Tilkynningar. 17.05 Tónlist á síðdegi - Sjostakovitsj. Sinfónía nr. 1 - í f-moll eftir Dmitri Sjostakovitsj. Fíl- harmoníusveit Lundúna leikur; Bernard Haitink stjórnar. 17.40 Torgid. 18.00 Fréttir • Tilkynningar. 18.05 Torgid, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni. Um daginn og veginn. Örn Daníel Jónsson verk- efnastjóri talar. 20.00 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson vel- ur hljóðritanir frá tón- skáldaþinginu í París. 20.40 Viðtalið. Ásdís Skúladóttir ræðir við Vestur-íslandinginn Sigurð Vopnfjörð. Síðari hluti. (Endurtekinn þáttur frá fimmtudegi.) 21.10 Gömul danslög. 21.30 Útvarpssagan: „Carrie systir" eftir Theo- dore Dreiser. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins ■ Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Brotin börn - Lif í molum. Umsjón: Anna G. Magnús- dóttir. 23.00 Tónlist að kvöldi dags. 24.00 Fréttir. 00.10 Stundarkorn í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. (Endurtekinn þáttur frá laugardegi). 01.00 Veðurfregnir. MÁNUDAGUR 7. september 6.00 í bítið. - Rósa Guðný Þórsdóttir. Fréttir á ensku kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Skúla Helgasonar og Guðrúnar Gunnarsdótt- ur. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á mUli mála. Umsjón: Sigurður Gröndal og Hrafnhildur Halldórs- dóttir. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda- son og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Sveiflan. Vernharður Linnet kynnir djass og blús. 22.07 Kvöldkaffið. Umsjón: Alda Amardóttir. 23.00 Á mörkunum. Umsjón: Sverrir Páll Erlendsson. (Frá Akureyri) 00.10 Næturvakt Útvarps- ins. Snorri Már Skúlason stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 8, 9, 10,11,12.20,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Hljóðbylgjan FM 101,8 MÁNUDAGUR 7. september 8.00 í Bótinni. Friðný Sigurðardóttir og Benedikt Barðason vekja Norðlendinga með góðri tónlist. Þau verða með fréttir af samgöngum og líta í blöðin, einnig fá þau til sín fólk af svæðinu í stutt spjall. 10.00 Kolbeinn Gíslason. Kolli spilar góða tónlist og verður með viðtöl við gesti og gangandi. 13.00 Arnar Kristinsson verður hlustendum sínum innan handar í gráma hversdagsins. Hann spilar óskalög hlustenda og kemur kveðjum til skila. 15.00 Steinar Sveinsson. Steinar spilar létt popp auk þess sem hann bregð- ur sér í gervi grínarans. 17.00 Sportarinn Marinó V. Marinósson fer yfir íþróttaviðburði helgar- innar og blandar inn í það góðri tónlist. 19.00 Dagskrárlok. Akureyrarfréttir sagðar kl. 8.30, 12.00, 15.00, 18.00. Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. MÁNUDAGUR 7. september 18.03 Umsjón: Kristján Sigur- jónsson og Margrét Blöndal. 07.00-09.00 Stefán Jökuls- son og raorgunbylgjan. Stefán kemur okkur rétt- um megin framúr með til- heyrandi tónlist. 09.00-12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpoppið allsráðandi, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjölskyldunni á BrávaUagötu 92. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Páll Þorsteins- son á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. 14.00-17.00 Jón Gústafsson og mánudagspoppið. Okkar maður á mánudegi mætir nýrri viku með bros á vör. 17.00-19.00 Hallgrímur Thor- steinsson í Reykjavík síð- degis. Leikin tónlist, litið yfir fréttimar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir. Bylgjukvöldið hafið með tónlist og spjalli við hlust- endur. 21.00-23.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. 23.00-24.00 Sigtryggur Jóns- son, sálfræðingur, spjaUar við hlustendur, svarar bréfum þeirra og símtölum. Símatími hans er á mánu- dagskvöldum frá kl. 20.00- 22.00. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Bjarni Ólafur Guðmunds- son. Tónlist og upplýsingar um flugsamgöngur. 7. september Les, stoltur faðir á ný. eina nóttina við hræðileg óp. „Ég man að um kvöldið lagði ég þau í rúmið og leit inn tii þeirra skömmu seinna til þess að ganga úr skugga um að þau væru sofnuð, sem þau voru. Um klukkan hálf eitt vaknaði ég og fann megna reykjarlykt. í fyrstu hélt ég að um martröð væri að ræða, en þegar ég opnaði hurðina gekk ég á reykvegg. Mín fyrsta hugsun var að vekja Gill og koma henni úr hættu.“ Les barðist gegnum eld og reyk til þess að bjarga Gill sem er 26 ára, og réðst síðan af hugrekki aftur inn í húsið til þess að bjarga börnunum þeirra. „Ég heyrði grátinn í þeim, en þegar ég opnaði svefnherbergis- hurðina sá ég ekkert. Reykurinn Heimur hinna stoltu foreldra, Les og Gill Glass hrundi þegar eldur hreif með sér heimili þeirra og líf tveggja barna, Lauru þriggja ára og Christophers eins árs. Á fáeinum stundum höfðu þau tapað öllu sem þau lifðu fyrir. Ekki nóg með það, heldur stuttu fyrir harmleikinn hafði hinn 36 ára gamli Les gengist undir ófrjósemisaðgerð svo hjón- in sáu fram á að geta ekki átt fleiri börn. í dag, hefur Les gengist undir aðgerð aftur og er á ný stoltur faðir. Gill fæddi Martyn litla fyrir nokkrum mánuðum. Les segir: „Ég gekkst undir ófrjósemisaðgerð vegna þess að mér fannst við vera hin full- komna fjölskylda. Við elskuðum bæði börnin okkar mikið og gát- um ekki ímyndað okkur að eitthvað gæti komið fyrir þau.“ En fyrir ári, vaknaði Les Les Glass 36 ára: Gekkst undir ófrjósemisaðgerð - missti eftir það tvö börn í eldsvoða Skipt á litla krílinu. var svo þykkur að hann blindaði mig. Ég barðist sem vitlaus til þess að bjarga börnunum mínum.“ Hann greip í vöggu Christop- hers og dró hana yfir gólfið. „Vaggan valt, eldur læsti sig í rúmfötin og síðan allt hitt. Þá ótt- aðist ég um að nú hefði ég misst börnin mín.“ Les komst með naumindum frá barnaherberg- inu og út til Gill. Nokkrum mínútum seinna horfðu þau á slökkviliðsmenn flýta sér út úr húsinu með tvo litla böggla, vafða inn í teppi. Á þeirri hræði- legu stundu vissu þau að elsku litlu börnin þeirra voru dáin. „Þeir lögðu líflausan líkama Christophers á grasið og reyndu Afmæli: Gestur Jóhannesson níræður Gestur Jóhannesson verkamaður á Akureyri varð níræður 6. sept- ember sl. Gestur er fæddur í Vestari- Krókum í Fnjóskadal, sonur hjónanna Jóhannesar Sigurðs- sonar bónda á Ytra-Hóli í Fnjóskadal Þorsteinssonar á Draflastöðum, og konu hans Sig- ríðar Sigurðardóttur. Um föðurætt Gests má nefna, að afi hans Sigurður Þorsteinsson var tvígiftur, og átti 22 börn með konum sínum, 18 þeirra komust á legg og út frá þeim ættbálkur mikill. Meðal afkomenda Sigurðar voru, Helga amma Sigurðar Sig- urðssonar búnaðarmálastjóra, Friðrika móðir Sigfúsar Sigur- hjartarsonar ritstjóra, og Sigríð- ur móðir Jóhannesar á Ytra- Hóli, föður Gests. Kona Gests er Lísbet Tryggva- dóttir frá Melum í Fnjóskadal, þau eiga fjögur börn. Þau hjón dvelja nú á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Gestur var víkingur til vinnu, og hjálpfús svo af bar, enda mik- ið leitað til hans um aðstoð. Hann var í sannleika hjálparhella bæði vinum og vandalausum, og ekki síst þeim, sem minna máttu sín. Það var gott að leita til Gests um hjálp. Þá var sem vandamálin leystust upp, þegar hann kom á vettvang. Hann vann sín afrek í kyrrþey og spurði ekki alltaf um launin. Til hamingju með afmælið. Meðfylgjandi vísur eru þér ætlað- ar í tilefni dagsins. Þú næðis og friðar notið færð hér, og nú eru haustdagar mildir. Og beiðnir ei lengur berast að þér sem best ætíð liðsinna vildir. Nú hylla þig margir, heiður þér ber, þó hampir ei gullslegnum korða. Hin kröftuga hönd þín kreppt sem nú er í kyrrðinni talar án orða. Oft tilþrif þín Gestur, hrifu minn hug, og hvöttu í daglegum störfum, því vísaðir ákaft vanda á bug og vel mættir náungans þörfum. Af hugsjóna eldi þú háðir stríð, til hagsbóta fyrir þá smáu. Og hést því að senn kæmi hagkvæm tíð. Til hjálpar þeim, sporin þín lágu. Þó halli nú undan, er heilbrigð önd, og heillarík árin þín liðu. Þín ráðdeild var góð, hin röggsama hönd var rétt þeim sem aðstoðar biðu. Jóhann Sigurðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.