Dagur - 06.10.1987, Side 1
c
s.
dún-
stakkar
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Skip keypt frá Kína?
„Af hverju aka ekki
allir á Trabant?"
- spyr Gunnar Ragnars
forstjóri Siippstöðvarinnar
„Þessari spurningu má svara
með annarri sem er svona: Af
hverju aka ekki allir íslending-
ar á Trabant,“ sagði Gunnars
Ragnars forstjóri Slippstöðvar-
innar hf. á Akureyri þegar
hann var spurður álits á frétt-
Verðlækkun á rækju:
„Tekjuskerðing
sjómanna
er meiri“
- segir Guðjón Jónsson
Yfirnefnd verðlagsráðs ákvað
á fundi sínum síðastliðinn
fimmtudag að lækka verð á
rækju um 10-14,5%, eftir
flokkum. Sjómenn eru að von-
um mjög óánægðir með lækk-
unina og ræddu meðal annars
mótmæli á þann hátt að sigla í
land.
„Það kemur ekki allt fram þeg-
ar rætt er um þessa lækkun. Pað
má ekki gleymast að fyrir fáum
vikum tóku verksmiðjurnar þá
ákvörðun að fara að greiða lægra
verð fyrir smárækjuna. Hlutfall
smárrar rækju í aflanum fer vax-
andi og því er tekjuskerðing
sjómannanna verulega meiri en
sem nemur þessari lækkun verð-
lagsráðs," sagði Guðjón Jónsson
formaður Sjómannafélags Eyja-
fjarðar í samtali við Dag. ET
um af því að íslenskir útgerðar-
menn væru nú að leita fyrir sér
með kaup á skipum frá Kína
þar sem þau væru smíðuð fyrir
a.m.k. fimmfalt lægra verð en
„sambærileg“ íslensk skip.
Um ríkisstyrki iðnaðar
almennt sagði Gunnar það væri
alvarlegt að íslensk stjórnvöld
hefðu ekki brugðist við þeim á
einhvern hátt. Um væri að ræða
samkeppni við deyjandi iðnað í
mörgum Evrópulöndum sem
reynt væri að bjarga með niður-
greiðslum á vinnuafli og öðrum
aðföngum. Gunnar sagði það
mjög alvarlegt ef horfa ætti upp á
þessar þjóðir þrengja sér inn á
okkar auðlind með því að yfir-
taka íslenskan skipasmíðaiðnað.
„Ég hef trú á að stjórnvöld
hljóti að gera eitthvað í þessu
máli. Við biðjum ekki um styrki
því ég tel þá vera af hinu illa, en
hins vegar finnst mér eðlilegt að
skipasmíðaiðnaðurinn komi inn í
stjórnun fiskveiða, til dæmis á
þann hátt að þeim útgerðar-
mönnum sem kaupa innlend skip
verði úthlutað rýmri kvótum en
ella.
Pað er líka umhugsunarefni
fyrir útgerðarmenn að ef innlend-
ar skipasmíðastöðvar missa þá
kjölfestu sem nýsmíðarnar eru þá
geta þær ekki haldið uppi því við-
haldi sem alltaf verður nauðsyn-
legt. Þá er staðan orðin svört ef
leita þarf til erlendra aðila með
allt sem uppá kemur,“ sagði
Gunnar. ET
ar á húsi sem verið er að byggja
við Hjallalund 18. í bókun
Tómasar segir að hann telji óráð-
legt að byggja hærra en fjórar
hæðir á meðan slökkviliðið hafi
ekki tækjabúnað til björgunar-
og slökkvistarfa í meira en 10
metra hæð.
Slökkviliðið á engan körfubíl
og þeir bílar sem það hefur
aðgang að hjá rafveitu og Slipp-
stöðinni eru óhentugir og ná ekki
nema í 7-8 metra hæð. Stigar
slökkviliðsins ná mest í 10 metra
hæð og hærra er ekki talið ráðlegt
að fara í slíkum búnaði. ..Það er
ekki hægt að halda á fólki í svona
stiga þannig að meðvitundarlaus
maður verður ekki sóttur í svona
mikla hæð,“ sagði Tómas.
Síðastliðinn vetur athugaði
Tómas möguleika á kaupum á
notaðri bifreið með lyftubúnaði
sem ná myndi í allt að 20 metra
hæð. Verð á slíkri bifreið reynd-
ist vera 2-3 milljónir nýr bíll kost-
ar um 9-10 milljónir. Þegar kom-
ið var að því að leggja í kostnað
til að líta á gripinn dagaði málið
uppi í bæjarkerfinu. Umsókn um
körfubíl er því enn ósvarað.
Aðeins er til beinagrind að
reglugerð um tækjakost slökkvi-
liða og þar segir, án þess að
nokkur þurfi að taka mark á, að
þau eigi að ráða yfir tækjum sem
ná vel yfir þakbrúnir hæstu húsa.
ET
Jóscp Hallsson við eina af bifreiðum slökkviliðsins. Slökkviliðið hefur ekki tækjabúnað til slökkvistarfa í meira en
10 metra hæð. Mynd: tlv
5-6 hæða hús við Hjallalund:
„Meðvitundaiiaus maður
verður ekki sóttur í slíka hæð“
- segir Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri
en umsókn slökkviliðsins um körfubíl er enn ósvarað
„Þetta þýðir það að ef tU kemur
getum við ekki bjargað fólki
ofan af þessum efstu hæðum,
því við náum ekki til þeirra.
Þetta finnst mér óráðlegt,“
sagði Tómas Búi Böðvarsson
slökkviliðsstjóri á Akureyri í
samtali við Dag, en á fundi
byggingarnefndar 23. septem-
ber lét hann bóka mótmæli við
hækkun fjölbýlishúss við
Hjallalund. Húsið verður
hæsta íbúðarhús á Akureyri.
Bygginganefnd samþykkti á
fundinum að heimila að byggð
verði 6. hæð ofan á hluta 5. hæð-
Alvarleg þróun í húsnæðiskerfinu:
„Nauðsynlegt að Norðlendingar
sæki um lán úr almenna kerfinu"
-segirHákon Hákonarson formaður stjórnar verkamannabústaða á Akureyri
Gífurleg aukning hefur að
undanförnu orðið í ásókn fólks
efttir húsnæði í verkamanna-
bústaðakerfí Akureyrar og er
skemmst að minnast þess þeg-
ar 97 umsóknir bárust um 22
íbúðir. Hjá stjórn verka-
mannabústaða á Akureyri hafa
menn nokkrar áhyggjur af því
að fólk velji þessa leið frekar
en að sækja um lán frá Hús-
næðisstofnun því langur bið-
tími þar fæli fólk frá.
„Af samtölum við umsækjend-
ur okkar virðist mér alveg greini-
legt að stór hluti þessa fólks sækir
ekki bara um hjá okkur vegna
þess að við bjóðum bestu kjör
sem þekkjast, heldur líka vegna
þess að sú langa bið sem mikið er
talað um að sé eftir lánum í
almenna kerfinu hefur fælt það
frá.
Ef þetta er ráðandi viðhorf þá
Byggingaframkvæmdir á Akureyri.
er um mjög alvarlegt mál að
ræða. Afleiðingin verður einfald-
lega sú að fólk á suðvesturhorn-
inu situr áfram að „kjötkötlun-
um“ í Húsnæðisstofnun en við
einangrumst enn frekar. Auk
þess getur þetta leitt til þess að
eðlilegur uppgangur byggingar-
iðnaðarins hér á Akureyri dragist
enn í einhver ár. Ég vil því hvetja
þá sem hyggja á kaup á nýju eða
notuðu húsnæði að sækja nú þeg-
ar um lán úr almenna kerfinu,“
sagði Hákon Hákonarson stjórn-
arformaður Verkamannabústaða
á Akureyri. Aðspurður sagði
Hákon að ekki væri hægt að
svara því játandi eða neitandi
hvort verkamannabústaðakerfið
þyldi þessa ásókn því það væri
fyrst og fremst háð þeim fjárveit-
ingum sem ríki og sveitarfélög
veittu í kerfið. „Hvað Akureyri
varðar þá má segja að við séum
hér með sömu þjónustu og
Reykjavíkursvæðið en færri
skattborgara til að bera hana
uppi.
Þess vegna brennur mjög á
sveitarstjómarmönnum sú spuming
hvort veita eigi fé í þetta fremur
en uppbyggingu til dæmis gatna
eða dagvista,“ sagði Hákon. ET
•vf