Dagur - 06.10.1987, Side 2

Dagur - 06.10.1987, Side 2
F; HHiDfcfl - 2 - DAGUR wrlöWr. Fi 6. október 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík, ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari__________________________ Vafasöm áróöursherferð Nýlega samþykkti Borgarstjórn Reykjavíkur að veita þremur milljónum króna til áróðursher- ferðar gegn notkun nagladekkja á götum borg- arinnar og hafa borgaryfirvöld lýst því yfir að herferðinni verði hrint af stað á næstu dögum. Kveikjan að þessum aðgerðum er sú, að gatna- málastjóri Reykjavíkurborgar telur slit af völd- um nagladekkja kosta borgina um 60-80 milljón- ir króna á ári og telur að þeim peningum sé bet- ur varið til lagfæringa á gatnakerfinu. Borgar- yfirvöld hyggjast því beina þeim tilmælum til ökumanna að keyra á ónegldum snjóhjólbörðum á veturna, „enda eigi það alveg að duga“. Umferðarráð hefur lagst gegn fyrirhuguðum aðgerðum borgaryfirvalda. Það telur nagladekk vera nauðsynleg öryggistæki á vetrum og finnst fráleitt að ónegldir hjólbarðar komi að sömu notum. Flestir munu sammála Umferðarráði um það að nagladekk eru mjög mikilvægt öryggisatriði í akstri þegar hált er á vegum. Ef borgaryfirvöld gætu tryggt það að engin hálka yrði á götum borgarinnar í vetur, væri unnt að fallast á veru- legan samdrátt í notkun nagladekkja. Slíkt geta þau að sjálfsögðu ekki tryggt með nokkru móti og þess vegna er fyrirhuguð áróðursherferð stórlega vafasöm. Ljóst er að þessi hvatning borgaryfirvalda til ökumanna getur haft mjög alvarlegar afleiðing- ar í för með sér. Talið er að nagladekk hafi 20- 40% skemmri hemlunarvegalengd en venjuleg snjódekk, að drif aukist um 100% auk þess sem stöðugleiki bifreiðar sé meiri. Að ætla að fórna öllum þessum eiginleikum í þeirri von að draga úr sliti gatna, verður að teljast mjög hæpin ráð- stöfun. Borgaryfirvöld hafá mörg undanfarin ár gripið til þess ráðs þegar hált er, að strá salti á helstu akstúrsleiðir í borginni. Þessu fylgir mikið óhag- ræði fyrir gangandi vegfarendur, auk þess sem saltið fer illa með ökutækin. Engar tölur eru til um það hversu miklu tjóni, þesSi „öryggis- aðgerð" Reykvíkinga hefur valdið á undanförn- um árum, en það er örugglega mikið. Víða hefur þessari aðferð aldrei verið beitt og nægir að nefna Akureyri í því sambandi. Þó eru umferðar- óhöpp hlufallslega síst fleiri þar að vetrarlagi en á höfuðborgarsvæðinu, þótt snjóþungi sé jafnan meiri norðanlands. Það er því rík ástæða til að taka undir varn- aðarorð Umferðarrráðs vegna væntanlegrar áróðursherferðar gegn notkun nagladekkja. Ef áróðurinn heppnast, verður afleiðingin ótrygg- ari vetrarakstur 1 Reykjavík en verið hefur um árabil - og var þó ekki á það bætandi. BB. Skinka frá KEA er betri en dönsk skinka - er niðurstaða athugunar á Bú 87 Skinka frá Kjötiðnaðarstöð KEA bar sigurorð af smyglaðri danskri skinku þegar þær voru bornar saman á landbúnaðar- sýningunni Bú 87, sem haldin var fyrir nokkru. Einn sýning- ardaginn smakkaði 101 sýning- argestur á skinku. 68 sögðu að skinkan frá KEA væri mun betri en sú danska - aðeins 33 töldu dönsku skinkuna betri. Næsta dag smökkuðu alls 50 á danskri og hins vegar á KEA skinku. 37 sögðu að KEA skinkan væri betri og 13 héldu með Dönum. „Við erum afar ánægðir með þessi úrslit. Þau sýna svart á hvítu að skinkan fra Kjötiðn- aðarstöð KEA er mun betri en t.d. dönsk skinka, „sagði Óskar Erlendsson, verkstjóri hjá Kjöt- iðnaðarstöð KEA í samtali við Dag.„Við höfum heyrt það hvað eftir annað að dönsk skinka væri betri en íslensk. Kjötiðnaðarstöð KEA hefur á undanförnum árum tekið skinkuframleiðsluna til endurskoðunar með þeim árangri að hún stenst fyllilega þær gæða- kröfur sem gerðar eru til vöru af þessu tagi. Það segir sína sögu þegar við erum farnir að skáka danskri framleiðslu." Það eru svín frá eyfirskum bændum sem eru í skinkunni frá Kjötiðnaðarstöð KEA. Óskar sagði að svínarækt í Eyjafirði tæki örum breytingum og hráefn- ið batnaði stöðugt. „Fólk sem kemur til landsins hefur ekki neina ástæðu til að smygla hingað matvöru á þeirri forsendu að sú útlenska sé betri. íslensk matvæli og framleiðsla standast fyllilega erlendan samanburð," sagði Óskar. Hannes vann hrað- skákina Á fimmtudaginn var frídagur hjá skákmönnunum á Skák- þingi íslands. Á fimmtudags- kvöldi var því haldið hraðskák- mót þar sem þátt tóku sumir af keppendum á Skákþinginu auk nokkurra skákmanna héðan frá Akureyri. Keppendur höfðu möguleika á að ná 18 vinningum og Hannes Hlífar sigraði með 15 vinningum. Röð efstu 7 manna var sem hér segir: 1. Hannes H. Stefánsson 15 v. 2. Ólafur Kristjánsson 14 v. 3. Þröstur Þórhallsson 13 v. 4. Jón Björgvinsson 12 v. 5. Kári Elíson 11 v. 6. Ari Garðarsson 11 v. 7. Arnar Þorsteinsson 11 v. Óskar Erlendsson kjötiðnaðarmaður. ) 11 LliJ _ _ • Tiiviljim Allir kannast við þægindin sem fylgja „pokadýrunum“ í stærri verslunum bæjarins. Þau raða vel og samvisku- samlega í poka viðskíptavln- anna og rétta þeim með bros á vör. Stundum eru þau það snögg að raða í pokana að viðskiptavinurinn er ekki búinn að borga og þar af leið- andi ekki tilbúinn að taka við pokunum. Oftast kemur þetta ekki að sök og pokarnir bíða rétts eiganda á gólfinu. En stundum verða þau óhöpp að pokarnir „rölta“ út með þeim næsta á undan. Auðvitað geta gerst óhöpp, en ósköp hlýtur þyngdarskynið að vera > ■ brenglað hjá þeim sem fara „óviljandí" út með allt að 10 kílóa þunga poka án þess að taka eftir þvi. • Heiðar- leikinn á undanhaldi? Þeir sem slíkt gera og ekki láta vita af mistökunum þeg- ar þau uppgötvast hljóta einnig að þjást af samvisku- skortl. E.t.v. er heiðarleikí eitthvað sem ekki er tíl lengur, a.m.k. vilja sumir halda slíku fram, þjónusta Einn svolítið gleyminn og utan við sig fór í vor til að kaupa þrjá ramma. Honum lá mikið á og flýtti sér þar af leiðandi það mikið að hann gleymdi römmunum í búð- inni sem hann keypti þá í. Þegar heim kom og rammarn- ir áttu að notast fundust þeir hvergi. Búið var að loka búð- um og ekkert hægt að gera. Viku sfðar fór svo sá gleymni í bæinn aftur og viti menn, rammarnir biöu hans í búð- inni og hann fékk þá afhenta umsvifalaust. Gott dæmi um góða þjónustu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.