Dagur - 06.10.1987, Side 3
6. október 1987 - DAGUR - 3
Samband fiskvinnslustöðvanna:
Mótmælir launaskatti
á fiskvinnsluna
Á laugardaginn brautskráði Bernharð Haraldsson skólameistari Verkmenntaskólans sjö sjúkraliða af heilsugæslu-
braut skólans. Stúlkurnar heita, frá vinstri talið: Brynja Sigurðardóttir, Eydís Hrönn Vilhjálmsdóttir, Eygerður
Þorvaldsdóttir, Fjóla Hersteinsdóttir, Halldóra B. Skúladóttir, Harpa Jónsdóttir og Signý Hreiðarsdóttir. Mynd: tlv
Blönduós:
Olvun unglinga á dansleikjum
vitnar til
„Mér fínnst skjóta skökku við
að á almennum dansleikjum í
félagsheimilum þar sem á að
vera vínveitingabann geti nán-
ast hver sem er haft með sér
áfengi inn,“ sagði Sigfríður
Angantýsdóttir, varaformaður
Æskulýðs- og íþróttanefndar
Blönduóss, þegar Dagur hafði
samband við hana vegna
bókunar nefndarinnar frá 24.
ágúst en þar komu félagsmál
unglinga, æskulýðsmál o.fí. til
umræðu.
Akureyri:
Þó nokkuð
um stærri
ráðstefnur
í vetur
Æskulýðs- og íþróttanefnd
reynslu Húsvíkinga af aðgerðum
1 bókun nefndarinnar frá 24.
ágúst segir orðrétt: „Fram kom
að nefndarmenn höfðu áhyggjur
af því hve auðvelt er fyrir ung-
menni sem ekki hafa aldur til að
komast inn á almenna dansleiki í
héraðinu. Á þessum dansleikjum
er víndrykkja oft úr hófi fram og
þar reynist unglingum allt of auð-
velt að nálgast áfengi. Nefndin
veltir því þeirri spurningu upp
hvort ekki sé hægt að sporna
gegn þessari þróun hvað varðar
Blönduós með því að fá vínveit-
ingaleyfi fyrir félagsheimilið á
Blönduósi. í því sambandi vill
nefndin benda á reynslu Húsvík-
inga og þeirra aðgerðir í hlið-
stæðu máli.“
Tilgangurinn með vínveitinga-
leyfi fyrir félagsheimilið væri að
hækka aldurstakmarkið inn á
almenna dansleiki. Jafnframt
yrði, að sögn Sigfríðar, komið á
fót aðstöðu fyrir yngra fólk til
áfengislausra skemmtana á efri
hæð félagsheimilisins þar sem
verður æskulýðs- og félagsmið-
stöð. Nýráðinn æskulýðsfulltrúi,
Sverrir Þórisson, mun hafa
umsjón með starfseminni. Að
sögn Sigfríðar verður þetta mál
tekið til athugunar í þeim nefnd-
um sem um málefni unglinga
fjalla, ennfremur verður það tek-
ið fyrir í áfengisvarnanefnd. Það
verður að koma í ljós hver niður-
staðan af þeirri umræðu verður
og hvort einhver breyting verður
á fyrirkomulagi almennra dans-
leikja.
Það skal tekið fram að víða um
land mun pottur vera brotinn
varðandi aðgöngu unglinga og
áfengisneyslu þeirra á almennum
dansleikjum. Ástandið er síst
verra í þessum efnum á Blöndu-
ósi en í mörgum öðrum sveitar-
félögum. EHB
Valdemar Baldvinsson hf.:
Ekki smásöluverslun
í nýbyggingunni
Nú þegar vetur er um það bil
að ganga í garð, má greina hin-
ar ýmsu breytingar þ.á m. á
félagslífí fólks. Veturinn er
tími tómstunda, félagsmála og
fundarhalda. Dagur kannaði á
stærstu stöðum Akureyrar
hvort mikið væri um ráð-
stefnu- og fundabókanir fyrir
veturinn.
Friðjón Árnason hjá Svartfugli
sagði að nokkuð væri þegar farið
að bóka vegna funda- og
ráðstefnuhalds. Fram til 15.
nóvember verða þar t.d. þrjú
þing og ein ráðstefna svo eitthvað
sé nefnt.
Ólafur Laufdal sagði að enn
hefðu ekki borist bókanir um
ráðstefnuhald í Sjallanum enda
hefði slík starfsemi ekki farið
fram þar áður. „En við erum nú
að fara af stað með augiýsinga-
herferð sem að þessu lýtur, því
við viljum endilega fá fleira fólk
norður."
Hjá Hótel KEA er að sögn
Gunnars Karlssonar hótelstjóra
þó nokkuð mikið um ráðstefnu-
bókanir. Þær ná langt fram á
næsta ár enda sagði Gunnar að
stærri ráðstefnur væru yfirleitt
bókaðir eitt til tvö ár frarn í
tímann. „Það hefur verið aukinn
áhugi fyrir ráðstefnuaðstöðunni
hjá okkur og mikil ánægja ríkj-
andi með hana.“ VG
„Ég hef heyrt þetta áður en
sannleikurinn er sá að húsnæð-
ið nægir aðeins fyrir þá starf-
semi sem við rekum nú
þegar,“ sagði Hólmgeir Valde-
marsson, þegar hann var
spurður að því hvort rétt væri
að hann hyggðist reka smá-
söluverslun af einhverju tagi í
nýbyggingu Heildverslunar
Valdemars Baldvinssonar á
Akureyri.
Að sögn Hólmgeirs verður
ekkert af rekstri sntásöluverslun-
ar á vcgunt fyrirtækisins í bráð.
Þó væri lóðin við Tryggvabraut
það stór að hún byði upp á ýnisa
möguleika í framtíöinni.
„Lagerinn fór inn um síðustu
helgi og skrifstofurnar vonandi
fyrir áramót. Þetta verður því
komið í fullan gang innan tíðar.
Söluþreifingar standa yfir varð-
andi gamla lagerplássið og núver-
andi skrifstofuhúsnæði. Ég hef
ekki viljaö auglýsa þetta til sölu
hingað til því ég var ekki viss um
hvenær hægt væri að rýma hús-
næðið en það er að verða ljóst
um þessar mundir," sagði Hólm-
geir Valdentarsson.
Nýbygging heildverslunarinnar
við Tryggvabraut er 1540 fer-
metrar að gólffleti. EHB
Nýjum
bílum
fjölgar
í september skráði Bifreiðaeftir-
lit ríkisins 1580 nýja bíla og stór
bifhjól. Hefur bifreiðaeftirlitið
þá skráð á fyrstu 9 mánuðum árs-
ins 17.742 nýja bíla og stór bif-
hjól.
Allt árið 1986 skráði bifreiða-
eftirlitið 15.895 nýja bíla og stór
bifhjól og er því fjöldi nýskrán-
inga fyrstu 9 mánuði ársins 1847
umfram fjölda nýskráninga allt
árið 1986.
Stjórn Sambands fískvinnslu-
stöðvanna hefur sent forsætis-
ráðherra cftirfarandi ályktun:
„Samband fiskvinnslustöðv-
anna mótmælir harðlega áform-
um ríkisstjórnarinnar um að
leggja launaskatt á fiskvinnsluna
að nýju.
Launaskattur var afnuminn af
fiskvinnslunni eftir kjarasamn-
ingana í febrúar 1986 til þess að
gera henni kleift að taka á sig
launahækkanir og kostnað sem
fylgdi fastráðningarsamningum
sem þá var samið um.
Með því að leggja launaskatt á
fiskvinnsluna að nýju er verið að
gefa í skyn að þessi kjarabót hafi
verið óþörf og hana beri að
afnema, eða hins vegar, verið að
kalla á gengisfellingu sem
skattinum nemur.
Fiskvinnslan á í harðri sam-
keppni við ríkisstyrkta fisk-
vinnslu í nágrannalöndunum og
allir sem að fiskvinnslu standa,
stjórnendur og starfsfólk, þurfa á
styrk og hvatningu að halda til að
standa sig í þessari samkeppni,
en meö skattlagningu sem þessari
er verið að lama baráttuvilja
þessa fólks.
1 komandi kjarasamningum
mun reyna á samstöðu lands-
manna allra um að halda verð-
bólgunni í skefjum og fiskvinnsl-
an hefur fullan hug á að svo verði
gert. Með þessari skattlagningu
væri ríkisstjórnin hins vegar að
gefa upp boltann í nýjan verð-
bólguleik.
Samband fiskvinnslustöðvanna
treystir því að ríkisstjórnin hafi
þann skilning á málefnum fisk-
vinnslunnar að hún láti af áform-
um sínum um að setja launaskatt
að nýju á fiskvinnsluna í land-
inu."
NÝJAR REGLUR UM APEX I INNANLANDSFLUGI
Apex er ódýr og þægllegur feröamati lynr þa sem hafa
fastráðið hvað þelr verða lengi I ferðmm .
Til og frá Reyk/avik:
Akureyri kr. 3.828 -
Egilsstaðir kr. 5.112 -
Hornafiörður kr 4.506.-
Husavik kr. 4.336 -
isafiorður kr. 3.574 -
Noróf/örður kr 5 276
Patreksfjorður kr 3 460
Sauðarkrokur kr. 3.440.
Þmgeyn kr. 3.421
Vestmannaeyiar kr. 2.486.
Apex fargjöldin gilda einnig i framhaldsflugi með sam-
starfsflugfélögum til og frá stöðum fyrir vestan, norðan
og austan. Þú færð upplýsingar um þetta hagkvæma
ferðafyrirkomulag hjá Flugleiðum, umboðsmönnum og
ferðaskrifstofum.
FLUGLEIDIR
v»»;. v*
W \ ^
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599