Dagur - 06.10.1987, Page 9
6. október 1987 - DAGUR - 9
Þingeyinga á Húsavik
ára unglingar vildu fá vinnu og ég
fékk frí fyrir þá sem það vildu til
2. október. Ég vil sérstaklega
þakka þessum unglingum sem
hafa skilað alveg framúrskarandi
verki. Það má ekki bjóða ungl-
ingum svona mikla vinnu því ég
hef heyrt til þeirra að þau eru
með bakverk af stöðunum,
vöðvabólgu og fleira. Það er hægt
að ofbjóða unglingunum en ég
dáist að þeim fyrir dugnaðinn.“
- Er ekki hópur fólks sem
starfar á sláturhúsinu á hverju
hausti og finnst það orðinn
ómissandi þáttur af tilverunni?
„Auðvitað er alltaf einhver
hópur sem maður getur gengið
að sem vísum til þessara starfa.
Eftir því sem menn þjálfast betur
í verki verða þeir eiginlega
ómissandi því ekki er hægt að
hafa óvant fólk í öllum störfum.
En það verður líka að þjálfa
yngra fólk til að taka við þegar
menn eldast og ganga úr sér, það
gefur auga leið.
Ég er ákaflega sáttur við
hvernig þetta hefur gengið í
haust. Það er framúrskarandi
gaman að vinna með góðu fólki,
finna að það hefur áhuga fyrir
verkinu og áhuga fyrir að skila
góðu verki, það er númer eitt hjá
mér.“
- Nú er féð vænt í haust,
hvernig kjöt finnst þér best?
„Dilkakjötið er nú best, dilka-
kjötið höggvið niður og steikt á
pönnu á gamla vísu er það besta
sem ég fæ og svo líka læri. Ég vil
hafa kjötið feitt, þar er ég líklega
dálítið sér á parti, en því betur er
margt fólk sem borðar feitt kjöt.
Ég hef oft orðið hissa á þegar
menn eru að biðja um lélegri
annan flokk og þriðja flokk,
þetta er ekkert kjöt til að gæða
sér á, það má borða þetta en það
er svo miklu betra að kaupa kjöt
af lömbum sem eru vel feit, þó
menn skeri fituna af og hendi
henni eru vöðvarnir svo miklu
betri.“ IM
jötskrokkarnir á leið í kælinn.
í frystigeymslunni.
Sigurveig Buch:
„Eínhver víss sjarmí
yfir því að fara þetta“
Konur kepptust við að verka
vantbir í einum sainum á neðri
hæðinni og þar var einnig Sig-
urveig Buch sem saltaði vamb-
ir niður í tunnu.
- Þetta er átjánda haustið sem
Sigurveig vinnur á sláturhúsinu.
Hefur þú alltaf unnið við að salta
vambirnar?
„Nei, ég hef verið í þvottinum
og saltað gærur, verkað vambir,
skorið vambir, snyrt og verið í
öllu mögulegu."
- Hvað líkar þér best?
„Mér líkar best í þvottinum en
það er erfitt fyrir mig núna.“
- Finnst þér ómissandi hluti af
tilverunni að fara á sláturhúsið?
„Það er einhver viss sjarmi yfir
því að fara þetta en svo vantar
mann líka peninga. Ég er bóndi
en það kemur fyrir að ég stunda
aðra vinnu.“
- Er líf og fjör hérna og góður
mórall?
„Það er ágætis andi hérna í
þessum sal, en það var miklu
skemmtilegra í gamla húsinu?
- Hvað var skemmtilegra?
„Andinn, maður mátti miklu |
meira. Hérna er allt orðið svo
vélvætt, of vélrænt mundi ég
segja og það má helst ekki líta
upp, það var frekar hægt að líta
upp í gamla húsinu og þar voru
gerð mörg prakkarastrik."
- Ætlarðu að vinna hér önnur
18 haust?
„Það verður tíminn að leiða í Sigurveig Buch saltar vambir.
ljós.“ IM
Guðný Káradóttir.
Friðbjörn Þórðarson, Sigurrós Þórarinsdóttir, Sigurbjörg Einarsdóttir og Guðný Káradóttir. Myndir: im