Dagur - 06.10.1987, Qupperneq 11
6 *óktóber 1987 - DAGUR - tll
góðu. Þeir höfðu þá fengið sér
aðeins söngvatn áður. En ég man
aldrei eftir neinum illindum
hérna.“
- Segðu mér, er það ekki í
verkahring réttarstjóra að sjá um
ómerkingana og úrskurða ef ein-
hver vafi er með mörk?
„Jú, það lendir á mér og
markadómi. Þegar töfludráttur
hefst eru alltaf skipaðir tveir
menn í markadóm með réttar-
stjóra, og stundum er fjallskila-
stjóri í honum líka. Síðan er bara
að fletta upp í bókunum og reyna
að fara eins nærri því sem hægt er
og venjulega gengur allt upp.
Stundum sitjum við uppi með
ómerkinga í restina og þá er
mönnum gefinn kostur á að
tileinka sér þá, ef vitað er að þá
vantar dilka. Það eru þá venju-
lega lömb með merkjum í og eig-
endurnir verða að geta nefnt
númerið, en það fá þeir ekki að
vita,“ sagði Jón réttarstjóri frá
Minna-Holti.
alla járnsmíði þar. Svo hef ég
líka tekið vaktir í Skeiðsfoss-1
virkjuninni, þannig að maður
hefur haft næga atvinnu.“
- Hvað kom til að þú fluttir úr
kaupstaðnum á sínum tíma og
byrjaðir búskap. Var þetta
kannski búið að blunda lengi í
þér?
„Nei, þetta var bara hugdetta.
Þannig er að ég var alinn upp við
skepnur. Faðir minn vgr með
beljur, kindur og hænsni og ég
ólst upp við þetta fram að 16 ára
aldri, en þá var þetta tekið af
honum, eða réttara sagt hann
mátti ekki vera með þetta þarna í
Kópavoginum. Þannig að maður
vissi svona nokkurn veginn hvað
maður var að fara út í. Svo hefur
það örugglega haft sitt að segja,
að konan er úr Fljótunum og við
komum alltaf hingað á hverju
sumri í sumarfríinu. Mér fannst
alltaf þessi sveit taka svo vel á
móti mér. Maður sá ekki orðið
annað en Fljótin og það endaði
svona.“
- Eitthvað að lokum?
„Það væri ekki nema þetta
með niðurskurðinn. Mér finnst
ekki nein spurning, að það hefði
borgað sig að hreinsa svæðið
alveg af fé. Grunur leikur á að
riðan hafi komið upp á einum bæ 1
hér í viðbót og þetta eru það fáir
bæir eftir og fátt fé. Ég held að
það væri miklu meiri möguleikar
að komast fyrir þetta með því að
skera niður hjá öllum á sama
tíma. Eins og staðið er að þessu
núna er ég voðalega hræddur um
að hún geti stungið sér aftur nið-
ur á þeim bæjum sem fargað hafa
fé vegna hennar." -þá
*dö var n0‘
yarSeithafurliLy fé Sem Var réf ,
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta, á fasteigninni Ægissíða 34, Grenivík,
þingl. eigandi Þórey Aðalsteinsdóttir, fer fram á eigninni
sjálfri mánud. 12. október kl. 10.40. .
Uppboðsbeiðandi er: Árni Pálsson hdl.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu,
Bæjarfogeti Húsavíkur.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta, á fasteigninni Ægissíða 30, Grenivík,
þingl. eigandi Gísli Ingólfsson, fer fram á eigninni sjálfri
mánud. 12. október kl. 10.20.
Uppboðsbeiðandi er: Árni Pálsson hdl.
Sýslumaður Þingeyjarsýsiu,
Bæjarfógeti Húsavíkur.
Nauðungaruppboð
þriöja og síðasta, á fasteigninni Skógar I, Öxarfirði, þingl.
eigandi Sigurður Hinriksson, fer fram á eigninni sjálfri
fimmtud. 15. október kl. 10.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Sigríður Thorlacius hdl., Veödeild
Landsbanka íslands, Búnaðarbanki íslands og Byggða-
stofnun.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu,
Bæjarfógeti Húsavíkur.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Mælifell í Mógilslandi
Svalb., þingl. eigandi Kaupf. Svalbarðseyrar, Svalbarðs-
eyri, fer fram ( skrifstofu embættisins Húsavík mánud. 12.
október kl. 10.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Brunabótafélag íslands, Jón
Finnsson hrl. og skiptaráðandi Húsavík.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu.
Bæjarfógeti Húsavíkur.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Smáratún 5, Svalbarðs-
eyri, þingl. eigandi Kaupfélag Svalbarðseyrar, fer fram í
skrifstofu embættisins Húsavík mánud. 12. október kl.
10.10.
Uppboðsbeiðendur eru: Brunabótafélag (slands og skipta-
ráðandi Húsavík.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu,
Bæjarfógeti Húsavíkur.
Auglýsing i Degi
BORCAR SIC
Hvað er góö auglýsing? Allir auglýs-
endur borga fyrir að fá auglýsingu
birta í blöðum. Hvers vegna auglýsa
fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess
að hún seljist. Þannig er hægt að
láta auglýsingu borga sig. En þaðer
ekki sama í hvaða blaöi auglýst er,
þvf mörg hafa litla útbreiðslu og fáa
lesendur. Dagur hefur aftur á móti
mikla útbreiðslu og lesendur eru
fjölmargir.
Það borgar sigþví að aug/ýsa i Degi.
þar eru allar auglýsingar góðar aug
lýsingar.