Dagur - 14.10.1987, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 14. október 1987
mwm,
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík,
ÁSLAUG MAGNÚSDÚTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, TÚMAS LÁRUS VILBERGSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari_________________________________
Hallalaus fjárlög og
aðgerðir í efnahagsmálum
Ríkisstjómin hefur nú kynnt hluta þeirra
aðgerða sem hún hyggst grípa til í efnahags-
málunum. Aðgerðunum er ætlað að bæta
jafnvægi á lánamarkaði, efla innlendan sparn-
að og draga úr halla ríkisfjármála.
í yfirlýsingu, sem ríkisstjórnin sendi frá sér
vegna þessara aðgerða, segir meðal annars.
„Framvinda efnahagsmála að undanförnu og
horfur fyrir næstu misseri sýna vaxandi verð-
bólgu og viðskiptahalla. Við þessar aðstæður
þarf að beita samræmdum ráðstöfunum á öll-
um sviðum efnahagsmála gegn þenslu.“
í samræmi við þessa yfirlýsingu hefur ríkis-
stjórnin lagt fram hallalaus fjárlög fyrir árið
1988 og mun auk þess grípa til fjölþættra
aðhaldsaðgerða á sviði fjármála og peninga-
mála.
Ljóst er að nokkur stefnubreyting hefur átt
sér stað hjá ríkisstjórninni frá því í sumar. í
samkomulagi núverandi stjórnarflokka við
myndun ríkisstjórnarinnar var gert ráð fyrir
því að fjárlagahallinn yrði jafnaður á þremur
árum með kerfisbundnum hætti. Nú eru fjár-
lög næsta árs hins vegar lögð fram hallaiaus
og jafnframt er gert ráð fyrir að eyða fjárlaga-
halla undanfarinna ára hraðar en áður hafði
verið ráðgert.
Flestir munu sammála um að þessi breytta
stefna ríkisstjórnarinnar er skynsamleg, þótt
vissulega greini menn á um aðferðir til að ná
settu marki. Það er viðurkennd staðreynd að
eitt af því óskynsamlegasta sem nokkur ríkis-
stjórn getur gert er að reka ríkissjóð með
halla í góðæri og það á þenslu- og verðbólgu-
tímum. Það er tvímælalaust nauðsynlegt að
draga úr framkvæmdum sem leiða til aukinn-
ar og áframhaldandi þenslu á fjármagns- og
launamarkaði, með tilheyrandi víxlhækkun
verðlags og kaupgjalds. Einnig verður að
draga úr viðskiptahallanum við útlönd enda
er það forsenda þess að halda genginu
stöðugu.
Ríkisstjórnin hefur gefið tóninn um stefn-
una í efnahagsmálum næstu misserin. Það á
eftir að koma í ljós hvort kaupsýslumenn og
aðrir atvinnurekendur fylgja fordæmi ríkis-
stjórnarinnar að sjálfsdáðum og draga úr
umsvifum sínum. Frelsið sem verið hefur við
lýði á lánamarkaðinum hefur ýtt undir gegnd-
arlausar fjárfestingar, innflutning og kaupæði
sem er um það bil að hleypa verðbólguskrið-
unni af stað á nýjan leik.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða fyrst og
fremst að því að stöðva þá skriðu. Hallalaus
fjárlög er fyrsta skrefið á langri leið og tor-
sóttri. BB.
viðtal dagsins.
Gréta Sigfúsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir eigendur Arkar í nýja húsnæðinu að Iléðinsbraut 13.
„Fólk hélt að við
værum ruglaðar"
„Við vorum að brjóta vissa
hefð, fara inn á karlaveldið og
það var hlegið að okkur,“
sagði Sigrún Ingvarsdóttir um
kaup hennar og Grétu Sigfús-
dóttur á Offsetstofunni Ork.
Þær keyptu Örk 13. sept. 1986
og fyrir nokkrum dögum fluttu
þær með fyrirtækið í eigið
húsnæði að Héðinsbraut 13 á
Húsavík, þar sem Dagur ræddi
við þær. Það voru hjónin
Jóhannes Haraldsson og Sig-
rún Rögnvaldsdóttir sem
stofnuðu fyrirtækið í nóvem-
ber 1970 en hugmyndina um
að hefja prentiðnað á Húsavík
fékk Jóhannes frá Birni Frið-
finnssyni, þáverandi bæjar-
stjóra. Árni Haraldsson keypti
Örk af Jóhannesi 1981, þá gaf
Árni út Skrána, sjónvarpsdag-
skrá með auglýsingum sem
Örk hefur gefið út síðan.
Guðjón, bróðir Sigrúnar
keypti fyrirtækið af Árna 1984
en seldi það síðan Sigrúnu og
Grétu.
„Það eru margir sem gera sér
ekki grein fyrir að Örk og Skráin
eru eitt og hið sama. Þegar við
svörum í símann og segjum
„Örk, góðan daginn," segja
margir: „Æ, ég ætlaði að hringja
í Skrána." Eins halda margir að
við prentum bara Skrána og söfn-
um auglýsingum í hana en séum
ekki með neitt annað, en við
erum með alla venjulega prent-
þjónustu og nú erum við að fá
nýja offsetprentvél af gerðinni
Rotaprint R 37 og bindum vonir
við að geta sinnt fjölbreyttari
verkefnum í framtíðinni. Einnig
erum við umboðsaðilar fyrir
tölvupappír.
Þegar við keyptum þetta hús
sögðu allir að það væri ónýtt og
að nú værum við alveg orðnar
ruglaðar, það lá við að við tryð-
um þessu en þetta hús er sko ekki
til sölu í dag og allt annar tónn
kominn í fólkið.“
- Hvað er húsið gamalt?
„Við vitum það ekki nákvæm-
lega, við erum með teikningar frá
því um 1950 en þær munu hafa
verið gerðar eftir að húsið var
byggt. Byggingafulltrúi hafði
komið, þegar verið var að byggja
húsið, og viljað sjá teikningar en
fengið þau svör hjá bygginga-
meistaranum að ekki væri hægt
að teikna hús sem ekki væri til.“
- Nú er ljómandi vistlegt hjá
ykkur, eruð þið búnar að vinna
mikið í húsinu?
„Öll kvöld og allar helgar í
einn mánuð og Ingi tók sér hálfs-
mánaðar sumarfrí til að vinna
við rafmagnið og fleira." Ingi
Magnússon rafvirki er eiginmað-
ur Grétu en Sigrún er gift Bjarna
Bjarnasyni sem einnig vann mik-
ið við breytingarnar. Húsið, sem
hefur gengið undir nafninu
Bessastaðir, er á tveim hæðum,
neðri hæðin er um 80 fm en efri
hæðin eitthvað minni. Aðstaða til
setningar og skrifstofuvinnu er á
efri hæð en niðri er prentsalur og
lagerrými.
- Nú er ekki algengt að konur
reki fyrirtæki af þessu tagi,
hvernig gengur ykkur?
„Okkur gengur vel en þetta er
mikil vinna. Pappírinn er náttúr-
lega þungur en þá tökum við bara
báðar á því sem sterkir karlmenn
mundu svipta til einir. Það er í
rauninni Iygilegt hvað okkur
gengur vel að vinna saman því
# Yfirstjórn
byggingamála
Töluverð umræða hefur
undanfarið farið fram um
fyrirhugaðar stjórnkerfis-
breytingar á Akureyri. Breyt-
ingar þessar hafa verið lengi
í deiglunni og eru án efa
þarfar. Þó breytir þetta ekki
þeirri staðreynd að forráða-
menn Akureyrarbæjar á ýms-
um sviðum hafa algerlega
sniðgengið embætti húsa-
meistara í mörgum tilvikum
og komíst upp með að fram-
kvæma hlutina í trausti þess
að bæjarráð legði blessun
sína yfir verkin eftirá. Um
þetta eru mörg dæmi og
heyrst hefur eftir forsvars-
mönnum meirihlutans að
bæjarráð sé of valdamikið,
ekkert sé fært til bókar á
fundunum o.s.frv. Ekki vill þó
neinn láta hafa þetta eftir sér
opinberlega enda er málið
mjög „viðkvæmt", að sögn.
# Fjör í sund-
laugunum
Sundlaug Akureyrar er hin
þarfasta stofnun enda vinsæl
meðal bæjarbúa. Fastur
kjarni sundlaugargesta sækir
gufubaðið heim í viku hverri
og eftir einum fastagestanna
er eftirfarandi saga höfð:
Einu sinni sem oftar var hann
staddur i gufunni þegar
kvenmaður opnar hurðina og
gengur inn. Verður henni
hverft við þegar hún varð
þess var að hún hafði villst
en búningsklefar kvenna eru
í næstu dyrum og hún
ókunnug. „Eg rak konuna
strax út,“ sagði vinurinn, „en
karlarnir voru hálfsvekktir
yfir því að ég skyldi ekki
bjóða henni inn!“
# Gúrka
svæðis-
útvarpsins
Um daginn kom sú fleyga
fregn í svæðisútvarpinu að
Skinnaiðnaðardeiid SÍS hefði
gert samning upp á 53 millj-
ónir króna við aðila á Norður-
löndunum og væri þetta sá
fyrsti af mörgum. Ekki þótti
forráðamönnum deildarinnar
mikið til þessarar fréttar koma
sem ekki er von þvi þeir gera
15 til 20 slíka samninga
árlega án þess að slíkt geti
talist til frétta. En svona er
þetta með sumt í fjölmiðlum
- ekki er allt sem sýnist.