Dagur - 14.10.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 14.10.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 14. október 1987 ViÖtalstími Halldór Blöndal, alþingismaður og Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi verða með viðtalstíma fimmtudaginn 15. október nk. kl. 20-22 á skrifstofu Sj álfstæðisflokksins í Kaupangi. Sjálfstæðisfélögin, Akureyri. Starfsfræðsla Samvinnuskólans Verkstjórar fiskvinnalu Tveirvikulangir áfangar með7-10 vikna hléi á milli. Meðal efnis: Mannaforráð - vinnuskipulag - framlegð- arútreikningar - vinnsluferli - o.fl. Byrjunaráfangi fyrsta námshópsins hefst 26. október nk. Umsjónarmaður: Gfsli Svan Einarsson útvegstæknir, Bifröst. Verslunarstjórar Þrír vikulangir áfangar með 7-10 vikna hléum á milli Meðal efnis: Mannaforráð - kennitölur - tölvunotkun - framlegðarútreikningar - búðarstörfin - o.fl. Byrjunaráfangi fyrsta námshópsins hefst 2. nóvember nk. Byrjunaráfangi annars námshóps hefst í febrúar nk. Umsjónarmaður: Ólafur Gunnarsson viðskiptafræðing- ur, Bifröst. Milliuppgjör Einn vikulangur áfangi. Meðal efnis: Framkvæmdin - tölvunotkun - stöðumat - kennitölur - arðsemisgreining - o.fl. Námskeiðið hefst fyrsta sinn 9. nóvember nk. Umsjónarmaður: Vésteinn Benediktsson viðskiptafræð- ingur, Bifröst. Tölvustjórar Tveir vikulangir áfangar með 7-10 vikna hléi á milli. Meðal efnis: Vélbúnaður - hugbúnaður - ritvinnsla - bókhald - áætlanir - meðferð upplýsinga - o.fi. Byrjunaráfangi fyrsta námshópsins hefst 16. nóvember nk. Umsjónarmaður: Vésteinn Benediktsson viðskiptafræð- ingur, Bifröst. Iðnverkstjórar og verkstæðisformenn Tveir vikulangir áfangar með 7-10 vikna hléi á milli. Meðai efnis: Tilboðsgerð - mannaforráð - kostnaðarút- reikningar - verkbókhald - stýrt viðhald - o.fl. Byrjunaráfangi fyrsta námshópsins hefst 19. janúar nk. Umsjónarmaður: Helgi G. Björnsson iðnrekstrarfræð- ingur, Bifröst. Skrif8tofu8tjórar - starfsmannastjórar Tveir vikulangir áfangar með 7-10 vikna hléi á milli. Meðal efnis: Mannaforráð - hagræðing - fjármál - starfsmannahald - samningar - o.fi. Byrjunaráfangi fyrsta námshópsins hefst væntanlega 16. febrúar nk. Umsjónarmaður: Helgi G. Björnsson iðnrekstrarfræð- ingur, Bifröst. Leiðbeinendur eru kennarar Samvinnuskólans og aðrir sérfræðingar. Auk sérfræðiefnis eru á hverju námskeiði stuttir þættir um jafnréttismál á vinnustöðum, félags- málastörf og ræðumennsku, framkomu og samskipti, samvinnumál o.fl. Samvinnustarfsmenn ganga fyrir um þátttöku en að öðru leyti er aðgangur öllum opinn. Einnig ýmis námskeið fyrir verslunar-, skrifstofu- og tölvustarfsmenn og félagsstjórnarmenn. Þátttakendur búa í bústöðum á Bifröst og fá fæði og þjónustu í mötuneyti. Dæmi um verð: Heil vika (5 dagar): Fræðsla, fæði, húsnæði 24.000 kr. Tekið á móti umsóknum og upplýeingar veittar á skrifstofu Samvinnuskólans á Bifröst, sfmi 93-50000. „I þessum tillögum felst viss valddreifing“ - rætt við Áskel Einarsson um staðgreiðslukerfi skatta og samband ríkis og sveitarfélaga varðandi innheimtu opinberra gjalda ,,í þessum tillögum felst viss valddreifing. Staðgreiöslukerfið kemur til framkvæmda um næstu áramót og þó er eftir að setja ákvæði um fjölmarga hluti, t.d. hvernig sjálfstæðir atvinnurekendur greiða sína skatta, hvort staðgreiðsla nái til þeirra eða eitthvað annað. Einnig er eftir að kanna skatt- greiðslur félaga og fyrirtækja nánar, t.d. leiðir til staðgreiðslu aðstöðugjalda,“ sagði Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norð- lendinga. Fjórðungssambandið hefur skrif- að öllum sveitarfélögum á Norðurlandi og beðið um álit þeirra á þeim tillögum sem gjald- heimtunefnd leggur fram varð- andi innheimtu opinberra gjalda með staðgreiðslukerfi. Blaða- maður hafði samband við Áskel og bað hann að útskýra hvað í til- lögunum felst og hvernig sam- bandi ríkis og sveitarfélaga verð- ur háttað varðandi gjaldheimtur með nýja kerfinu. Hann hafði m.a. þetta um málið að segja: „í fyrsta lagi gera lögin ráð fyr- ir þvf að allt landið verði eitt staðgreiðslusvæði þannig að allir atvinnurekendur greiða svokall- aðan afdrátt af launum starfs- manna. Frá þeirri upphæð dregst persónuafsláttur. Petta á við um alla starfsmenn í aðalstarfi. Ef starfsmaður er í hlutastarfi er afdráttur dreginn af öllum laun- um hans. Þetta innheimtukerfi skilar síðan sveitarfélögunum 7,5% aftur miðað við innheimtu- stofn í hverju sveitarfélagi. Ef eitthvað af opinberum gjöldum er vangreitt við uppgjör framtals í árslok fá gjaldendur viðbótarútsvar og tekjuskatt og þessar upphæðir munu ríki og sveitarfélög innheimta sitt í hvoru lagi. Ef gjaldendur eiga inni um áramót verður innstæð- an endurgreidd til þeirra. Van- greiðslur og/eða endurgreiðslur koma þó af eðlilegum orsökum ekki til framkvæmda fyrr en um áramótin 1988-’89. Frádrættir leggjast niður í flestum tilvikum en þeir sem haldast eru endurgreiddir í pen- ingum þannig að kerfið ruglist síður. Enginn afsláttur er því tek- Áskell Einarsson inn til greina nema beinn per- sónuafsláttur sem þó má færa til milli hjóna. Sveitarfélögin eiga sjálf að inn- heimta fasteignaskatta og aðstöðugjöld. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir því að tekið verði upp annað fyrirkomulag í þá veru að komið verði á gjaldheimtum víða um Iandið. Menn óttast að með því að senda allar upplýsingar um inn- heimtu á einn stað, þ.e. til Reykjavíkur, verði innheimtueft- irlit ekki nægilega virkt þó er ætl- ast til að skattstjórar líti eftir málum hver í sínu umdæmi. Gjaldheimtunefnd gerði tillögur um að skipta landinu í gjald- heimtusvæði og á sú hugmynd að koma til framkvæmda á næsta ári eftir að farið er að innheimta eftir nýju kerfi. Gert er ráð fyrir því að stað- greiðsla skatta muni því fara gegnum tíu gjaldheimtur, þar af tvær á Norðurlandi eftir kjör- dæmum, sem annast fyrst í stað lítið annað en staðgreiðslukerfið. Síðar er heimilt að fela þeim alla innheimtu sveitarfélaga, útsvar, aðstöðugjöld o.s.frv. Hinar nýju gjaldheimtur eiga að vera sam- vinnufélög ríkis og sveitarfélaga og ríkið gæti falið gjaldheimtun- um ýmsar innheimtur aðrar, t.d. skatta af félögum og fleiri gjöld. Það sem vakir fyrir mönnum með að hafa gjaldheimtusvæðin ekki fleiri á þessu stigi málsins er eftirfarandi: í fyrsta lagi að hafa gjaldheimturnar það stórar að hægt sé að koma á verkaskipt- ingu fyrir þrjá menn við hverja gjaldheimtu, en þessir starfs- menn myndu hafa glögga verka- skiptingu. Pá er það spurning hvort sveitarfélögin vilja raun- verulega fela gjaldheimtunum innheimtur sem þau hafa sjálf séð um til þessa. í lögunum er engin þvingun í þá átt. Stærð gjald- heimtusvæðanna og innheimtu- svæði skipta hér höfuðmáli. Að lokum vil ég taka það fram að skoðun mín er sú að meðan þetta kerfi er að festa rætur þurfi innheimtusvæðin að vera nokkuð stór því það er íslenskur eigin- leiki og slæm venja hér á landi að illmögulegt er að sameina það sem einu sinni er búið að sundra. Ef við byrjum með lítil svæði sem eru vanmegnug til að sinna hlut- verki sínu er hætt við að erfitt yrði að snúa til baka þótt slíkur rekstur væri greinilega óhag- kvæmur fyrir alla aðila.“ EHB UTIHURDIR >00 000 00? Trésmiðjan Fjalar hf. Húsavík Pósthólf 50. Sími 96-41346. Félagar í styrktarfélagi vangefinna Almennur félagsfundur verður miðvikudaginn 14. október kl. 20.30. í Iðjulundi. Fundarefni: Vetrarstarfið. Fjölmennum! Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.