Dagur - 14.10.1987, Side 11

Dagur - 14.10.1987, Side 11
14. október 1987 - DAGUR - 11 Verkmenntaskólinn: Tvö tilboð bárust í hluta 5. áfanga Fyrir helgi voru opnuð tilboð í fyrsta hluta 5. áfanga Verk- menntaskólans. Um er að ræða undirstöður og steypu á gólfplötu en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið 25. nóvember næstkomandi. Kostnaðaráætlun Verkfræði- þjónustunnar hljóðaði upp á 3.162.780 kr. en flatarstærð þessa flatar er 1400 fermetrar. Tvö tilboð bárust í verkið en þau kornu frá Híbýli hf og Fjölnismönnunr. Híbýli bauð 3.501.355 kr. í verkið en Fjölnis- menn voru heldur lægri, tilboð þeirra hljóðaði upp á 3.486.151 kr. Bæði þessi tilboð eru því um 10% yfir kostnaðaráætlun sem að sögn byggingafulltrúa Verk- menntaskólans er ekki óeðlilegt miðað við stærð verksins og árstíma. Um áramót er gert ráð fyrir að útboðsgögn fyrir annan hluta 5. áfanga verði tilbúin en það útboð er mun stærra, nær yfir alla upp- steypu og frágang á húsinu, bæði innanhúss og utan. JÓH „Er það sem mér sýnist? Já, snjórinn er greinilega að hverfa, sem betur fer.“ - Skammgóður vermir kisa mín, veturinn er rétt að byrja. Mynd: tlv Verkstjórnarfræðslan: „Verkstjórar geta gert líf starfsfólks óbærilegt“ - segir Árni Björn Árnason hjá Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis Nýlega hófust á Akureyri námskeið á vegum Iðntækni- stofnunar sem nefnist Verk- stjórnarfræðslan. Samkvæmt skilgreiningu er þetta, 180 stunda grunnnám fyrir verk- stjóra, stjórnendur og aðra sem starfa með og þurfa að segja fólki fyrir verkum, stand- ast áætlanir, hagræða rekstri, koma á breytingum og bæta mannleg samskipti og samstarf á vinnustað. Árni Björn Árnason hjá Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis sagði þetta vera þriðja árið sem námskeiðin eru haldin. Helstu breytingar sem orðið hafa eru þær að í fyrra voru námskeið- in 4 daga löng en eru nú aðeins 2 dagar í senn frá 9 á morgnana til 5 á daginn. Ástæða þessarar breytingar er sú, að hægara ætti að vera fyrir fólk að losna úr vinnu í tvo daga í stað fjögurra. í vetur verða haldin 13 nám- skeið á Akureyri fyrir áramót og 23 eftir áramót. Námskeiðin eru öll sjálfstæð eining og því er sama hvert þeirra er tekið fyrst. Efni þeirra er fjölbreytilegt og má nefna þætti eins og: Stjórnunar- aðferðir og starfshvatning, örygg- ismál, verkáætlanir, verktilsögn og vinnutækni og verkefnastjórn- un. Árni sagði að aðsókn hefði verið misjöfn, en þó hefði aldrei fallið niður námskeið. Það eru oftast fyrirtækin sem senda starfsmenn sína á þessi námskeið. Þau greiða námskeiðs- kostnað sem er 7.400 á nám- skeið auk þess sem starfs- mennirnir eru á launum á meðan námskeiðið stendur yfir. Þarna væri að vísu um kostnað að ræða fyrir fyrirtækin, en þau bæru ríkulega úr býtum í staðinn. Þátt- takendur námskeiðana hafa verið ánægðir með þau og talið þau nýtast sér vel. Árni sagði jafnframt að sér þætti undarleg sú staðreynd, að verkalýðsfélög skuli ekki hafa farið fram á það við gerð kjara- samninga, að verkstjórar séu Fyrsti formlegi fundur Alþing- is var haldinn á mánudaginn. Stefán Valgeirsson aldursfor- seti stýröi fundi og gengið var til atkvæða um embætti þings- ins. Eins og vitað var þá var Þorvaldur Garðar Kristjánsson kosinn forseti Sameinaðs þings og fékk hann 43 atkvæði í það embætti. Athygli vakti að Salóme Þorkelsdóttir fékk 9 atkvæði en fimm atkvæðaseðlar voru auðir. Einnig fékk Valgerður Sverris- dóttir eitt atkvæði í embætti for- seta Sameinaðs þings. Fyrsti varaforseti var kosinn Guðrún menntaðir. „Við eyðum þriðjungi og jafnvel hálfri ævinni við vinnu og því ætti fólki að líða þar vel. Mannleg samskipti geta verið margs konar og það eru ekki allir í stakk búnir að mæta þannig erf- iðleikum. Verkstjórar geta svo sannarlega gert líf og vinnu starfsfólks óbærilegt og tel ég nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að gera sér grein fyrir því. Þátttaka er ekki bundin aðild í verkstjóra- félaginu. Námskeiðin höfða til allra þeirra sem hafa mannafor- ráð, bæði hátt og lágt settra." VG Helgadóttir en Jóhann Einvarðs- son annar varaforseti. Jón Kristjánsson var kosinn forseti neðri deildar. Athygli vakti að Ólafur Ragnar Gríms- son fékk eitt atkvæði til em- bættisins en hann situr nú á Alþingi sem varamaður Geirs Gunnarssonar. Geir er staddur í Bankok á fundi alþjóðasambands þingmanna. Fyrsti varaforseti var kosinn Óli Þ. Guðbjartsson en annar varaforseti Sighvatur Björgvinsson. Karl Steinar Guðnason var kosinn forseti efri deildar en Guðrún Agnarsdóttir og Salóme Þorkelsdóttir varaforsetar. AP Forsetar Alþingis - kosnir á mánudag Eru verk miðla verk Guðs? Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum cr grein eftir Ómar Torfason, sem birtist í Degi mánudaginn 5. október síðastlið- inn. Ómar fer þar lofsömum orð- um um huglækningar, miðla og þess háttar, og furðar sig á því, jafnvel ásakar þjóðkirkjuna fyrir að taka ekki þátt í starfi þcirra. 1 örfáum orðum ætla ég að benda þessum bróður og öllum þeim sem aðhyllast miðla, lækn- ingar þeirra, fréttir að handan og annan spiritisma á orð Biblíunn- ar um þessa hluti og um leið ástæðuna fyrir afskiptaleysi kirkj- unnar. Staðreyndin er sú að Biblían, sem er orð Guðs og leiðarbók kristinna manna bannar okkur öll afskipti af hinum dauðu. í 5. Mósebók 18:10-12 stendur m.a. að hver sá sem fari með spár eða leiti frétta hjá framliðnum sé Guði andstyggð og þar af leið- andi eru afskipti miðla af hinurn dauðu ekki réttlætanleg undir neinum kringumstæðum jafnvel þótt það líti út sem líknarstarf og einhverjir fái lækningu, því það sem ekki er frá Guði er frá Satan, segir Biblían. Rifjum einnig upp ófarir Sáls sem var konungur í ísrael á undan Davíð. I I. Kron. 10:13-14 segir: „Þannig lét Sál líf sitt sakir ótrúmennsku sinnar við Drottin, sakir þess að hann hafði gengið til frétta við vofu en við Drottin hafði hann eigi gengið til frétta. Hann lét hann þess vegna deyja.“ Og í II. Kron. 16:12 segir frá Asa konungi sem gjörðist fóta- veikur „og varð sjúkdómur hans mjög mikill. En í sjúkleik sínum leitaði hann ekki til Drottins heldur læknanna". Einnig hann lét Guð deyja vegna þess að hann gerði það sem Guð hafði óbeit á. Kæru vinir, verk miðla og spámanna eru fordæmd í Biblí- unni og ef einhverjir miðlar eru starfandi í dag, þ.e. þeir sem leita frétta hjá framliðnum eða lækna gegnum látið fólk með orð Biblí- unnar á bakinu mega allir vita að í augum Guðs eru þeir fordæmdir þangað til þeir snúa sér frá þess- um verkum myrkurs, „því þeir hafa engan morgunroða". (Jes. 8:19-20.) Ef þeir segja við yður leitið til andasæringamanna og spásagnarmanna sem hvískra og umla. Á ekki fólk að leita frétta hjá guðum sínum og leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi? Þá svarið þeim til kenningarinnar og vitnisburðarins. Ef menn tala ekki samkvæmt þessu orði hafa þeir engan morgunroða. (Kól. 2:8.) Gætið þess að enginn verði til að hertaka yður með heim- speki og hégómavillu sem byggist á mannasetningum er runnið hafa frá heimsvættinum en ekki frá Kristi. Að lokum vil ég benda þeim á, heilbrigðum, sjúkum og sorg- mæddum að Jesús Kristur cr almáttugur og læknar í dag á sama hátt og hann geröi þegar hann gekk um með lærisveinum sínum forðum. Hann sagði: „Biðjið og yður mun gefast." Akureyri 12. októbcr 1987. 5137-4886. Athugið! Húsgögn og innréttingar seldar á hagstæðu verði. útsölunnar er í dag Opið frá kl. 1-6. Aukaafsláttur á prjónagarni æmman Glerárgötu 34. Stýrimaður óskast í afleysingar í 2-3 mánuði á Særúnu frá Árskógssandi. Upplýsingar í síma 61946. Framtíðarstarf Stórt framleiðslufyrirtæki á Akureyri óskar eftir að ráða skrifstofumann til starfa. Um er að ræða vinnu við telex, tölvur og vélritun. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Dags merkt: Samstarf.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.