Dagur - 14.10.1987, Qupperneq 12
Akureyri, miðvikudagur 14. október 1987
o-.o.11
i.yplO\fe«Si« H>IX »YMTW*«BZ«D TuNCf) BIISI
(Sð PIOIMŒER BÍLTÆKIOG HÁTALARAR
HUÓMDEILD ,
Vopnafjörður:
Fyrsta síld-
in komin
í fyrrakvöld barst fyrsta síldin
á þessari vertíð til Yopnafjarð-
ar. Um var að ræða afla Vík-
ings NS 250 frá Vopnafirði og
var hann með um 1200 tunnur
eða um 120 tonn.
Það er Tangi hf. sem sér um
síldarsöltun á Vopnafirði. Söltun
hófst þar í gærmorgun og er leyft
að salta 300 tunnur á dag. Til
stóð að láta frysta hluta aflans í
frystihúsi fyrirtækisins. Víkingur
er eini báturinn frá Vopnafirði-
sem er á síldveiðum en ekki var
vitað hvort von væri á fleiri
bátum með afla. ET
Mikil ásókn
í skot-
vopnaleyfi
Á fimmtudaginn hefst rjúpna-
veiðitíminn. Þeir sem stunda
þessa íþrótt eru væntanlega
komnir með liðring í fætur og
farnir að huga að vopnum sín-
um og öðrum búnaði. Rjúpna-
veiði svo og aðrar skotveiðar
hafa notið vaxandi vinsælda
hér á landi síðustu misserin
sem sumum þykir áhyggjuefni.
Erlingur Pálmason, yfirlög-
regluþjónn á Akureyri sagði að
greinilega væri nú aukin ásókn í
byssuleyfi. „Síðustu árin hafa um
50 manns fengið byssuleyfi hér en
það sem af er þessu ári hafa 45
manns fengið leyfi og að líkind-
um verður eitt námskeið til við-
bótar haldið seinna í haust. Pví
stefnir í að mun fleiri fái skot-
vopnaleyfi á þessu ári en í fyrra,“
sagði Erlingur.
Erlingur sagði að mikið hefði
verið skráð af byssum í haust,
bæði til byrjenda og einnig hefði
verið mikið um að menn bættu
við vopnasafn sitt, bæði nýjum og
notuðum byssum.
Einar Long í versluninni Ey-
fjörð staðfesti í samtali við blaðið
að mikil sala hefði verið í byssum
allt frá því að gæsaveiðitímabilið
hófst í haust. „Ég hef ekki tekið
saman hversu mikil salan er orðin
í haust en hún er greinilega meiri
en undanfarin ár,“ sagði Einar.
Rjúpnastofninn er að sögn
veiðimanna í góðu ástandi og má
því búast við að vertíðin gangi
vel. JÓH
Hafið bláa hafið
Mynd: TLV
Frjálst fiskverð:
„Reynslutiminn
er enn of stuttur“
- „strækanirnar“ spilla mjög fyrir,
segir Sverrir Leósson
Frjálst fískverð til 15. nóv-
ember en hvað svo? Þessi
spurning brennur eflaust á vör-
um margra þeirra sem tengjast
flskveiðum og -vinnslu. Nýlegt
samkomulag útgerðarmanna
og flskvinnslustöðva á Vest-
fjörðum um ákveðna hækkun
sem gildi til fjögurra mánaða
er af mörgum talið gefa tóninn
fyrir það sem koma skal.
Skærur og ósamkomulag milli
áhafna og útgerða víða um land
settu svip sinn á síðustu daga
frjálsa fiskverðsins hins fyrra og
einnig fyrstu daga þess síðara.
Sjómenn á sumum skipum neit-
uðu að láta úr höfn fyrr en gengið
hafði verið frá ákveðnu verði
fyrir væntanlegan afla. Er þetta
frjálst fiskverð?
„Þessar „strækanir" eru senni-
lega alvarlegasti þátturinn við
þetta mál og þær spilla að mínu
mati fyrir frjálsri verðlagningu.
Menn verða auðvitað að hafa
þroska til átta sig á um hvað verið
er að tala og hvað þeir vilja. Það
er ekki hægt að segjast vilja frjálst
verð og ætla sér svo að þvinga
fram ákveðið verð,“ sagði Sverrir
Leósson formaður Útvegs-
mannafélags Norðurlands í sam-
tali við Dag.
Aðspurður um framhaldið
Fiskeldisverkefni Orkustofnunar:
Hæpið að lokið veiði við
rannsóknir í Skagafirði
- upplausn meðal starfsliðs stofnunarinnar
„Uppsagnirnar hafa valdið
slíkri upplausn meðal starfsliðs
stofnunarinnar að það er úti-
lokað að við verðum búnir að
skila af okkur þessum verkefn-
um um áramótin þegar við eig-
um að ganga út. Aðstæðurnar
hafa breyst það mikið að ég sé
ekki að afköstin verði slík að
Líklega munu margir munda byssur sínar í haust.
Mynd: TLV
þetta gangi upp. Mér sýnist
að Skagafjörðurinn og Skafta-
fellssýslurnar verði verst úti í
þessu,“ sagði Björn Jónasson
jarðfræðingur hjá Orkustofn-
un.
Björn sagði að gert hefði verið
ráð fyrir að gagnavinnslu yrði
lokið og drög að skýrslu komin í
byrjun desember, en við þessar
breyttu aðstæður væri það borin
von. Báðir jarðfræðingarnir sem
vinna að fiskeldisverkefninu hafa
fengið uppsagnarbréf. Auk
Björns, Guðmundur Ingi Har-
aldsson sem hefur stjórnun verk-
efnisins með höndum. Báðir hafa
þeir unnið hjá stofnuninni í 15 ár.
Fyrir um 3 vikum hófust bor-
anir vegna fiskeldisverkefnisins á
þeim svæðum í Skagafirði sem
rannsökuð eru, í Lýtingsstaða-
og Akrahreppi og eru þær um
það bil hálfnaðar. Boraðar hafa
verið 3 holur af 6, við Skatastaði
í Austurdal og á 2 stöðum við
bæinn Vesturhlíð í Vesturdál, en
eftir er að bora við Vindheima,
Þorleifsstaði og Víðivelli. Er
þetta lokaþáttur vettvangsrann-
sóknanna. í sumar voru svæðin
kortlögð með tilliti til sprungna,
gerðar voru yfirborðskannanir á
heitu og köldu vatni og einnig var
mælt jarðviðnám, í þeim tilgangi
að leita hita í jarðlögum. í flest-
um tilfellum er svo borað 60
metra niður til að mæla hve hit-
inn vex við aukið dýpi. -þá
væri
sagði Sverrir að ennþá
vonlaust að spá nokkru um það
hvað gerist eftir 15. nóv-
ember. „Það sem gildir í þessu er
að hafa úthald og gefast ekki
strax upp. Reynslutíminn er
enn of stuttur og ef við ætlum að
geta skoðað þetta mál í einhverju
samhengi þá verður það ekki fyrr
en eftir vetrarvertíð," sagði
Sverrir. ET
Eining vill
heildar-
samning
- fyrir lausráðna
löndunarmenn
„Gerðir hafa verið bráðabirgða-
samningar með hlutdeild
verkalýðsfélagsins vegna
manna sem vinna við löndun
úr togurum á Dalvík og í Hrís-
ey,“ sagði Sævar Frímannsson
formaður Einingar á Akureyri.
Hann var spurður um lyktir
deilna sem komu upp í sumar
á Dalvík og á dögunum í Hrís-
ey milli lausráðinna löndun-
armanna og vinnuveitenda á
þessum stöðum.
Samningar við þessa menn
hafa hingað til hljóðað upp á
ákvæðisvinnu þ.e. þeir hafa feng-
ið ákveðna greiðslu fyrir hvert
tonn af lönduðum fiski. Gert var
ráð fyrir í þeim samningum að
vinnan færi að mestu fram í dag-
vinnu. í seinni tíð hefur þessi
vinna mikið farið fram utan
venjulegs vinnutíma og jafnvel á
næturnar. Löndunarmenn fóru
því fram á aukagreiðslu fyrir
vinnu sem unnin var utan dag-
vinnutíma.
Með aðstoð Einingar hefur
náðst bráðabirgðasamkomulag
en Sævar sagði að stefnt væri að
gerð heildarsamnings fyrir svæð-
ið allt um laun lausráðinna lönd-
VG
unarmanna.
Fiskmiðlun Norðurlands:
Mest selt út í gámum
Undanfarna mánuði hefur á
vegum Fiskmiðlunar Norður-
lands hf. litlu verið ráðstafað
af flski innanlands heldur hef-
ur starfsemin að mestu snúist
um útflutning á flski í gámum.
Frá því að fiskmiðlunin tók til
starfa hafa í gegnum fyrirtækið
verið seld um 360 tonn af þorski
fyrir um tveimur krónum hærra
meðalverð á kíló en verið hefur á
sama tíma hjá fiskmörkuðum á
suðvesturhorninu. Alls hafa um
400 tonn af fiski farið í gegnum
markaðinn.
Mest hefur verið um fisk frá
Þórshöfn, Hrísey, Dalvík, Rauf-
arhöfn og Ólafsfirði en fiskurinn
hefur aðallega verið seldur til
Akureyrar, Arskógsstrandar og
Dalvíkur.
Á undanförnum tveimur til
þremur vikum hefur fyrirtækið
flutt út 10 gáma eða um 130 tonn
af fiski á markað í Bretlandi.
Algengt er að togarar séu að
verða búnir með þorskkvóta sinn
og uppistaðan í útflutningnum
hefur verið koli sem selst hefur
fyrir gott verð. Hilmar Daníels-
son framkvæmdastjóri fiskmiðl-
unarinnar sagðist í samtali við
Dag reikna með að áfranthald
yrði á gámaútflutningnum, menn
stíluðu á að koma „skrapfiskin-
um“ í sölu erlendis. ET