Dagur - 19.11.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 19. nóvember 1987 Sauðárkrókur: Steypusala meiri en í fyrra Þrátt fyrir slæmar horfur með steypusölu hjá Steypustöð Skagafjarðar á Sauðárkróki í vor er steypusalan orðin meiri en hún var í fyrra. Þetta ár hefur verið mjög annasamt hjá byggingaiðnaðarmönnum í sýslunni og yfirvinna meiri en oft áður. Það er ekki hægt að segja annað en blessuð tíðin undan- farið hafi leikið við bygginga- menn vestan Tröllaskaga eins og víða annars staðar. T.d. er þessa dagana verið að steypa botnplötur á Sauðárkróki, sem hlýtur að teljast gott þegar ekki er nenta rúmur ntánuður í svart- asta skammdegið. Er það í steypufrekustu framkvæmd haustsins á staðnum, á Suður- götu 1, þar sem bæjarfógeta- embættið byggir ásamt Brynjari Pálssyni bóksala. Að sögn Gísla Sæmundsson- ar hjá steypustöðinni hefur steypusala verið mikil nú í haust. Var septembermánuður góður og í góða kaflanum núna undanfarið hefur verið steypt á hverjum degi. Þó nokkuð hefur verið um steypur úti um sveitir í sumar og hafa þær framkvæmd- ir aðallega verið í bygginu loð- dýraskála. Þá hafa framkvæmd- ir á Hólum í Hjaltadal verið miklar. Nú er verið að byggja þar yfir útibú Veiðimálastofn- unar. -þá Snjókoma á Stöð 2 „Það sem þarna er um að ræða má sennilega fyrst og fremst rekja til þess að við höfum ver- ið að fá sendinguna frá Reykjavík á svokallaðri vara- línu Pósts og síma,“ sagði Bjarni Hafþór Helgason sjón- varpsstjóri Sjónvarps Akur- eyrar aðspurður um hvað valdið hefði truflunum á útsendingum stöðvarinnar að undanförnu. Undanfarið hefur talsvert bor- ið á því að útsendingin á efni frá Stöð 2 hefur dottið alveg út og í stað hennar komið hin velþekkta „snjókoma" á skjáinn. Önnur ástæða fyrir truflunun- um sagði Bjarni Hafþór að gæti verið vinna við loftnet á Gyrðis- holti í Borgarfirði. Þessa dagana eru starfsmenn Pósts og síma að vinna að upp- setningu varanlegrar línu fyrir útsendingar Stöðvar 2 unt allt land. Að sögn Jóns Þórodds Jónssonar hjá sambandadeild Pósts og síma á þeirri uppsetn- ingu að ljúka á næstu vikum. Jón staðfesti skýringu Bjarna á fyrr- greindum truflunum og sagði að þegar aðalflutningkerfið bilaði flyttust svo og svo mörg símtöl yfir á varalínuna og „blokker- uðu“ þannig sjónvarpssending- arnar. En þetta stendur allt til bóta og þær myndir sem dottið hafa út að hluta verða endursýndar eins og aðrar myndir á stöðinni. ET Hreppsnefnd Blönduóss: Enga atvinnustarfsemi í bílskúrum eða álíka húsnæði! Á fundi hreppsnefndar Blönduóss sem haldinn var 20. október sl. var samþykkt sam- hljóða tillaga þess efnis, að atvinnustarlsemi í bílskúrum eða álíka húsnæði yrði ekki leyfð eftir árið 1990. Töluverð- ur urgur er í aðilum sem hlut eiga að máli, sumum að minnsta kosti, en Ijóst er að þarna er um ákvarðanatöku að ræða sem kemur illa við marga, mismikið að vísu. Við fórum á stúfana til að fá nánari upplýsingar um málið og eins hvort að sveitarfélagið ætlaði á einhvern hátt að veita aðstoð í sambandi við öflun atvinnuhús- næðis, þessum aðilum til handa og höfðum því samband við sveitarstjóra. „Við sendum að mig minnir sextán aðilum bréf, þar sem gerð er grein fyrir samþykkt hrepps- nefndar og jafnframt tekið fram að viðkomandi eru beðnir um að hafa samband við okkur ef að ástæða er til, það segir sig sjálft að alltaf eru einhver mál á mörkunum, mál sem þurfa umræðna við,“ sagði Haukur Sig- urðsson sveitarstjóri. Eins og áður er sagt þá kemur þessi ákvörðun hreppsnefndar sér illa fyrir marga, við spurðum því sveitarstjóra hvort ætlunin væri að aðstoða á einhvern hátt það fólk sem t.d. í dag er með rekstur í einhverri mynd í eða við heimahús og eins hvort að þetta ætti við um öll fyrirtæki sem væru rekin við þessar aðstæður í dag. „Þetta er almenn samþykkt sem þarna er gerð og einungis verið að gera hlutaðeigandi við- vart um þessa ákvörðun. Síðan verður væntanlega unnið að þess- um málum í ró og næði, það eru jú þrjú ár sem fólk hefur til umhugsunar og það á töluvert vatn eftir að renna til sjávar á þeim tíma. Við erum með þessu að leitast við að gera fólki það ljóst að atvinnustarfsemi á heima á tilteknum stöðum, við tilteknar aðstæður og fullkomlega eðlilegt að sveitarfélagið bendi á það, að húsnæði sé byggt í samræmi við þá notkun sem því er ætlað að uppfylla,“ sagði sveitarstjóri að lokum. pbv Siglfirsk skólaæska: Lögboðin íþrótta- og sundkennsla „Við leggjum mikla áherslu á að steypa gólflð í íþróttahúsinu á næstunni. Og gott útlit er á að okkur takist með aðstoð góðra manna að útvega fjár- magn til þess,“ sagði Kristján Möller íþróttafulltrúi á Siglu- fírði í samtali við Dag. Kristján kvað mjög mikilvægt að steypa gólfið og koma hita í húsið. Það færi illa að standa óupphitað þar sem klæðing er komin á veggi. Eftir áramótin yrði síðan hægt að snúa sér að Landssamband iðnverkafólks: Kröfugerð í undirbúningi Um síðustu helgi kom hluti af stjórn Landssambands iðn- verkafólks saman á Akureyri til skrafs og ráðagerða. Áð sögn Kristínar Hjálmarsdóttur hjá Iðju var hér um vinnufund að ræða og engar opinberar ályktanir voru gerðar. „Kjaramálin voru númer eitt, tvö og þrjú. Þetta var vinnufund- ur vegna undirbúnings kröfu- gerðar og við eigum eftir að fara víða til okkar fólks áður en við förum að gera einhverjar álykt- anir um þessi mál,“ sagði Kristín. SS Þessi unga stúlka sat og las skræðurnar þegar TLV hitti hana í MA. Framhaldsskólarnir á Akureyri: 4-500 nemendur vinna með náminu Töluvert er um að nemendur framhaldsskólanna á Akureyri stundi atvinnu samhliða námi sínu ef marka má tölur könnunar og það sem skóla- menn í bænum hafa á tilfínn- ingunni. Svo virðist sem þetta sé algengara meðal nemenda Verkmenntaskólans en nemenda Menntaskólans en tekið skal fram að engar nákvæmar upplýsingar liggja fyrir um fjölda útivinnandi nemenda. Gunnar Frímannsson, kon- rektor við MA, sagði að sam- kvæmt þriggja ára gamalli könn- un hefði komið í ljós að 19% nemenda við MA stunduðu atvinnu með námi sínu en 37% nemenda VMA. „Ég hef ekki trú á að þetta hafi mikið breyst á þessum þremur árum. Við yrðum fljótlega varir við það en duglegir nemendur geta stundað ein- hverja vinnu með náminu en ekkert að marki því þetta nám er full vinna,“ sagði Gunnar Frí- mannsson. Baldvin Bjarnason, aðstoðar- skólameistari VMA, sagði að nem- endur í tilteknum félagsfræðiáfanga á uppeldisbraut myndu gera könnun á vinnu nemenda með námi á vorönn. Að því loknu myndu nákvæmar upplýsingar liggja fyrir en sú tala sem nefnd væri í könnuninni, 37%, væri að sínu mati í lægri kantinum því ekki væri fráleitt að áætla að 40- 50% nemenda stunduðu vinnu með náminu. „Ég álít að það sé full vinna að stunda nám við skólann og því er sá fjöldi sem vinnur aðra vinnu með náminu í efri kantinum. Þó kemur stundum í ljós ef um dug- mikla unglinga er að ræða að þau geta unnið eitthvað með náminu ef þau skipuleggja tíma sinn vel,“ sagði Baldvin Bjarnason. Miðað við upplýsingar um fjölda nemenda í skólunum tveimur stunda a.m.k. 4-500 framhaldsskólanemendur vinnu með náminu. EHB innivinnu í húsinu, en þá er að vænta frekari fjárveitinga frá ríki og bæ til verksins. Nú er unnið að fullnaðarhönnun á rafmagni og lýsingu. Plötusteypan var boðin út fyrir nokkru og bárust í hana 2 tilboð. Berg hf. var með lægra tilboðið, tæpar 3 milljónir, sem er 93,9% af kostnaðaráætlun. „Ef okkur tekst að steypa plötuna núna verðum við orðnir samstíga Akurnesingum, en þeir eru að byggja svipað hús. Báðir þessir aðilar hafa ákveðið parket á salargólf og við stefnum á að vera með þeim í útboði á því. Við buðum ásamt þeim út lím- tréð á sínum tíma og ég held að það hafi orðið til þess að við náð- um hagstæðara verði en ella. Ef vilji er fyrir hendi ætti að vera hægt að taka húsið í notkun næsta haust. Og mundi þá sigl- firsk skólaæska í fyrsta skipti í sögunni fá lögbundna íþrótta- og sundkennslu,“ sagði Kristján Möller. -þá Húsavík: Mjólkur- samlagið 40 ára Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík varð fjörutíu ára 10. október sl. í tilefni af afntælinu verður opið hús í mjólkursamlaginu á föstudaginn frá kl. 7 til 19. Öllum er boðið að líta inn, bragða á framleiðslu mjólkursamlagsins og þiggja aðrar góðgerðir. Vinnslu verður seinkað þennan dag, þannig að fram undir klukk- an 18 gefst gestum kostur á að fylgjast með vinnslunni. Einnig verður gestum gefið afmælisrit mjólkursamlagsins, sem Þormóður Jónsson safnaði efni í. IM Frá Húsavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.