Dagur - 19.11.1987, Síða 8

Dagur - 19.11.1987, Síða 8
8 - DAGUR - 19. nóvember 1987 9. bekkur - 1. í framhaldi - Stórt stökk „Kvíðir þú fyrir“ er iðulega spurt á síðustu vikunum fyrir samræmdu prófin. Fyrir þau próf, sem margir kalla fyrstu raunverulegu prófin á 9, stundum 10, ára skólagöngu. En hvað tekur við? Framhaldsskóli? Já í mörgum tilvikum. Allt- síðan fór á stúfana til að kanna hvort það væri satt sem heyrst hefur, að mjög margir falli í fyrsta bekk í umræddu framhaldi. Er 9. bekkur of léttur? Er það tilfellið að krakkar komist í gegnum grunnskóla án þess að læra nokkurn tíma að vinna? Er þeim ekki kennt nógu vel og mikið að glósa? Er of lítil heimavinna? Er menntó of þungur? Er hann of staðlaður, of formfastur? Er öllum sama um einstaklinginn þar? Allt- síðan reyndi að finna svar við þessum og mörgum öðrum spurningum. Hvort það tókst er þitt að dæma um. Björn Sverrisson Björn er kennari í „Gagganum" og var því talað við hann til að fá hans sjónarhorn inn í myndina. - Hvað kennirðu? ' „Ég kenni stærðfræði og eðlis- fræði. Stærðfræði í 9. bekk og eðlisfræði í 8. og 9. bekk. Ég hef kennt í ein 10 ár. Það er nú marg- slungið ferli sem stendur að baki því að ég fór út í það að kenna. Á mínum yngri árum starfaði ég heilmikið með ungu fólki. Ég var svona hálfgert félagsmálafrík þegar ég var í skóla. Þetta virtist vera áhugavert á sínum tíma. Þegar ég stóð frammi fyrir þessu var þetta ekki vitlausara en hvað annað, þegar athuguð voru laun og annað slíkt. Kennarar voru þokkalega launaðir á þessum árum." - í hverju er kennslan aðal- lega fólgin í stærðfræðinni hjá 9. bekk? „Það er aðallega það að ég er að reyna að þjálfa upp hjá þeim sjálfstæð vinnubrögð. Það gengur að vísu svona og svona. Ég reyni líka að gera þau læs á stærðfræði- bækur. Þannig að þau geti bjarg- að sér á einhvern hátt sjálf. Svo eru þeim auðvitað kenndar þess- ar aðferðir sem krafist er sam- kvæmt námsskrá.“ - Hvaða val tekur 9. bekkur hér? „Sem val höfum við tekið al- gebru. Hér á sínum tíma vorum við með kerfi þannig að það var hægt að velja verslunarreikning, rúmfræði og algebru. Þá voru alltaf svo fáir krakkar sem völdu rúmfræðina að það var varla að það tæki því að kenna hana. Það var aftur nokkuð jöfn skipting á milli verslunarreikningsins og algebrunnar. Síðan var ákveðið að setja alla í algebru. En þetta val er náttúrlega bara 20% af prófinu.“ - Hverja telur þú ástæðuna fyrir því að einkunnir lækka svona milli 9. bekkjar og 1. í framhaldi? „Þetta er nú ekki alveg raun- hæft því að kröfurnar eru ekki þær sömu í 9. bekk og í fram- haldsskólunum. Þannig að þetta er alls ekki það sama. En í fyrsta Iagi er gert ráð fyrir miklu, miklu ineiri vinnu í framhaldsskólun- um, og þetta er líka yfirleitt þyngra námsefni, um það er ekki deilt. Það er aftur á móti satt að þeir sem hafa tamið sér þokkaleg vinnubrögð í grunnskóla og halda þeim svo til streitu í fram- haldsskóla, þeir koma nokkuð vel út úr þessu.“ - Teluröu það staðreynd að sumir krakkar komist í gegnum grunnskóla án þess að hafa fyrir því? „Þau þurfa náttúrlega öll að hafa eitthvað fyrir því, en það eru til nemendur sem teljast þokkalega skýrir og þeir geta sjálfsagt farið í gegnum grunnskólann án þess að leggja mjög hart að sér. Ég hef grun um það að meðan einkunna- kerfið er svona, það byggist upp á kunnáttu, þá sleppa alltaf Björn kennir í „Gagganum“. Og líkar bara vel. einhverjir í gegn án þess að vinna nokkurn tíma nokkuð, án þess að læra nokkurn tíma almennileg vinnubrögð. Það eru þessir nemendur sem lenda í sálarháska þegar í framhaldsskóla er komið.“ - Hefur þú einhverja lausn? „Það er sjálfsagt hægt að auka heimavinnu og annað slíkt og kenna þeim betri vinnubrögð. Verkefni taka auðvitað tíma en ef vel á að fara yfir þau tekur það ennþá meiri tíma. Kennarinn þarf fyrst að setja sig vel inn í þetta og síðan vega það og meta. Það er líka stórmál í sambandi við þessi verkefnaskil í skólum að það eru hérna konur úti um allan bæ sem sitja með sveittan skallann, bæði að reikna dæmi og vinna verkefni og gera ritgerðir fyrir börnin sín. Krakkarnir læra auðvitað ekkert á þessu en þær eru sumar að verða nokkuð góðar.“ - Hefurðu talað við krakkana um þaö hvað breytist þegar kom- ið er upp í menntó? „Já, ég hef stundum gert það og það trúir mér ekki nokkur maður. Krakkar á þessum aldri lifa svo mikið fyrir líðandi stund. Þetta snertir þau ekkert, þetta er það sem skeður næsta vetur.“ - Finnur þú eitthvert samband milli þátttöku í félagsmálum og námsárangri? „Mér hefur einhvern veginn þótt það að krakkar sem eru í félagslífi verði ánægðari með lífið. Ég er ekki að segja það að það sé til bóta að æfa bæði hand- bolta, körfubolta og fótbolta. Annars er ég talsmaður þess að krakkar séu í einhverju svona, bara ekki of miklu.“ - Finnst þér gaman að kenna? „Það er ágætt meðan maður lafir í hinni umsömdu kennslu- skyldu. Þetta verður oft á tíðum dálítið leiðinlegt þegar maður er búinn að kenna svona 3-4 tíma á dag fram yfir það sem venjulegt getur talist. Ég er sem sagt ennþá kennari og ef mér þætti það leiðinlegt væri ég að gera eitt- hvað annað núna.“ Sigrún Jóhannsdóttir Sigrún er í 1. bekk VMA. Nánar tiltekið á viðskiptabraut, 1. Vb, b-deild. Hún er því dæmið um 1. bekking sem valdi „fjölbrauta- kerfið“. - Hvers vegna valdir þú VMA? „Svona aðallega til að gera eitthvað sem ég fæ réttindi út úr. Mér leist bara vel á þetta og ákvað að prófa. Taldi þetta vera það sem mig langaði helst að gera og vera ja, svona „beinastur" undir- búningur undir framtíðina. Þetta á eftir að koma sér vel held ég til að fá vinnu seinna. Að loknu námi er ekkert sérstakt á prjón- unum hjá mér. Bara að reyna að fá góða vinnu.“ Sigrún er í VMA. Hún segir að það ætti að kenna krökkum að glósa og læra heima í grunnskóla. Valdimar er kennslustjóri MA. Hann telur lausnina geta verið að skipta nemendum í hópa strax í grunnskóla. - Hvernig er náminu hagað? „Þetta er allt voðalega svipað núna, ekkert mikið erfiðara en annað. Það er mun meira að læra heima og maður þarf að glósa dálítið mikið í sumum fögum. Mér finnst að það eigi að kenna að glósa í gaggó og reyna að undirbúa mann dálítið meira hvað varðar heimanám. Þetta er ekki alveg eins erfitt og maður bjóst við en alveg nógu erfitt samt. Maður vissi ekki almenni- lega hvað maður var að fara út í. Ég er ekkert hrædd við prófin. Ég held að ef maður gerir sitt besta þá gangi þetta stóráfalla- laust.“ - Heldur þú að það sé tilfellið að krakkar komist í gegnum grunnskóla án þess að hafa fyrir því? „Já, ég held að það sé frekar algengt. Ég veit ekkert hvað verður um þau. Þau annað hvort byrja að læra eða falla. Hvernig á að breyta þessu hef ég ekki hug- mynd um, kannski þyngja efnið, annars hef ég ekkert pælt í þessu. Þau sem læra mest og stunda námið samviskusamlega hljóta að ná betri árangri en hin sem eru meiri trassar." - Hvað lærir þú mikið heima á dag? „Ef ég læri samviskusamlega heima er ég svona 2 og alit upp í 4 tíma að því. Það fer auðvitað dálítið eftir dögum. í fyrra lærði ég mun minna, kannski svona hálftíma til klukkutíma á dag.“ - Hverju vildir þú breyta? „Ég vildi fyrst og fremst taka færri inn í skólann á haustin. Ég held að kennslan myndi nýtast miklu betur ef það væru færri í hverjum bekk.“ Valdimar Gunnarsson - í hverju er þitt starf fólgið? „Starfið er fólgið í því að reyna að sjá um það að nemendur kom- ist klakklaust í gegnum skólann. Að þeir fái sína áfanga á réttum tíma, komist í áfanga sem þeir þurfa að taka og svo fylgir þessu umsjón með einkunnabókhald- inu og svona eitt og annað sem til fellur. Það er svona breytilegt eftir árstíðum og verkefnum.“ - Hvað hefurðu kennt lengi? „Ég er búinn að kenna samfellt síðan haustið ’74 og var búinn að kenna í tvö ár áður. Ég kenni íslensku núna, en hef líka kennt sögu og tölvufræði. Ég veit ekki af hverju ég lenti í þessu, senni- lega af því að ég gat ekki verið bóndi, ég er svo slæmur í bakinu að ég þoldi ekki að sitja á dráttar- vél. Ég gafst upp eftir tvö ár.“ - í hvaða grein falla 1. bekk- ingar helst og hvers vegna? „Sennilega er það nú stærð- fræði og reyndar þýska líka, ef á að svara því hvers vegna þá er það kannski vegna þess að þar er mestur munur á milli grunnskóla og menntó. í stærðfræðinni kem- ur munurinn helst í ljós því hér þurfa menn að vinna mjög sjálfstætt, hratt og mikið og það er ekki gengið mjög ríkt eftir því að hver maður geri það sem hann á að gera. Nú þýskan er náttúr- lega ný fyrir flestum og menn þurfa lengi framan af að læra hana mjög kerfisbundið. Læra alla málfræði utanbókar og þetta eru líka dálítið nýstárleg vinnu- brögð. Annars er nú erfitt að alhæfa þetta.“ - Hvernig vinnið þið gegn falli nemenda? „Við reynum náttúrlega að brýna fyrir fólki að keppast við námið og svo hefur verið gert svolítið núna í sambandi við stærðfræðikennsluna, við skipt- um fyrsta bekk í tvo hópa eftir því hvernig nemendur eru staddir og líka eftir því hvað þeir ætla sér mikið. Annar hópurinn eru þeir sem ætla að læra mikla stærð- fræði og stefna á stærðfræði- brautir. Þeir lenda þá í hópi þar sem menn eru þokkalega góðir í

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.