Dagur - 19.11.1987, Page 9

Dagur - 19.11.1987, Page 9
19. nóvember 1987 - DAGUR - 9 Texti: Solveig Sturlaugsdóttir Myndir: Olafur Jóhann Sigurðsson stærðfræði. Hinn hópurinn eru þeir sem eiga erfitt með stærð- fræði og þykir hún leiðinleg og kæra sig kannski ekki um að fara á þá braut þar sem mikil stærð- fræði er. Peirra hópur er þá þannig að minni áhersla er lögð á það að fara djúpt og fræðilega í stærðfræðina og frekar reynt að létta þetta fyrir þeim. Þeir standa sig þá ekki alveg eins vel á prófi en það er stefnt að því að þeir komist samt sem áður yfir próf- hjallann. Tímanum er þá ekki eytt í það að leggja grunn að ein- hverju feiknarlegu stærðfræði- námi. Þetta er auðvitað bara til- raun. Hún hefur þó haft eitt í för með sér sem er strax komið í ljós, við þetta minnkaði hver hópur og það skilar sér strax.“ - Hverja telur þú helstu kosti skólans? „Einn meginkosturinn við hann er náttúrlega heimavistin. Það eru margir sem sjá mikinn kost við það að koma inn í skól- ann og komast á heimavist, til að þurfa ekki að standa í því að búa einhvers staðar úti í bæ. Það dregur, held ég líka, býsna marga að þessum skóla hvað hann er gamall. Það er að segja, þeir þekkja svo marga sem hafa verið í skólanum, foreldra, eldri syst- kini o.s.frv. Svo bítur það í skott- ið á sér af því að margir sækja í skólann þá komast ekki allir inn. Það er hreinlega ekki pláss fyrir alla og það þýðir að einhverjum er vísað frá. Fyrst náttúrlega þeim sem geta sótt skóla heima hjá sér og síðan er auðvitað tekið neðan af, því reynslan hefur kennt okkur það að menn sem náð hafa frekar slöku grunn- skólaprófi endast ekki hér.“ - Hve hátt er fallhlutfallið í fyrsta bekk? „Það er mjög misjafnt eftir greinum. Það er svona 2-3% og upp í 30-40% sum árin. Af þeim sem byrja í fyrsta bekk falla oft svona um það bil 25% og fara ekki í annan bekk. En þess eru dæmi núna að um það bil helm- ingur þeirra sem innrituðust í bekkinn annað hvort á 1. ári eða 2. ári falli burt þannig að um það bil helmingur brautskráist á rétt- um tíma. Þetta ér svona það versta sem ég man eftir. T.d. komu 200 manns í fyrsta bekk fyrir tveimur árum og bættust einhverjir við, núna eru þau rúm- lega 100. En þessi ár eru nú kannski ekki fyllilega marktæk því að það hafa verið alls konar hindranir, verkföll og annað þess háttar.“ - Hvaða krakkar telur þú að eigi auðveldast með að komast í gegnum 1. bekk en halda sömu einkunnum? „Það eru þeir sem vinna reglu- lega, þeir sem lenda ekki á útstá- elsi annað hvort við skemmtanir eða vinnu. Vinnan skiptir mjög miklu máli. Eitt af því sem ber mest á milli grunnskólans og framhaldsskólans er þetta að vinnukröfurnar eru allt öðruvísi. í grunnskóla getur svona þokka- lega klár maður mætt í tímana, lesið fyrir próf og staðið sig ljóm- andi vel. En þetta getur hann ekki þegar hann er kominn í framhaldsskóla. Það er auðvitað til mikið af sómafólki sem fer þannig gegnum grunnskólann en tekur sig til og fer að vinna þegar hingað er komið.“ - Hverju vildir þú breyta til að minnka muninn á milli grunn- skóla og framhaldskóla? „Eg þekki grunnskólann varla nógu vel til þess að geta sagt nokkuð um það. En menn hafa oft velt því fyrir sér hvort það ætti ekki að aðskilja fólk strax í seinustu bekkjum grunnskóla. Annars vegar þeir sem ætla í erf- itt framhaldsnám, t.d. eingöngu bóknám sem er beinn undirbún- ingur fyrir háskólanám. Hins vegar þeir sem stefna t.d. á iðn- nám sem er ekki beinn undirbún- ingur undir háskóla. Það má líka vel hugsanlega breyta framhalds- skólunum þannig að þeir verði líkari grunnskólunum. Það kvarta margir nemendur undan því að hér sé öllum sama hvernig þeim gangi. En þess ber að gæta að menn eru á sinni eigin ábyrgð hér enda eru nemendur hingað komnir af því að þeir ætluðu hingað sjálfir. Það neyddi þá enginn.“ Sigurrós Karlsdóttir Sigurrós er nemandi í 9. bekk í „Gaggó“. Hún féllst á að vera níunda bekkjar sjónarmiðið okkar. - Ertu eitthvað farin að hugsa um framtíðina? „Já svolítið, ég stefni á versl- unar- og viðskiptabraut í Verk- menntaskólanum. Ég ætla þang- að því mér finnst gaman að reikna og vera í bókfærslu.“ - Finnst þér mikiö hafa breyst við það að koma úr 8. bekk upp í 9. bekk? „Já, það er dálítið erfiðara. Það er meira að læra heima, meira að gera, margt nýtt og farið hraðar yfir námsefnið. Ég er ekkert farin að hugsa um samræmdu prófin. Ég er ekki farin að kvíða fyrir. Kannski kemur það seinna í vetur. Kennararnir sýna okkur stundum gömul samræmd próf til að búa okkur undir þau. Við vinnum verkefni upp úr þessum gömlu prófum og lærum hvernig þetta gengur allt fyrir sig. í sam- bandi við heimavinnuna þá er þetta miklu meira núna en í fyrra. Að sjálfsögðu er það mis- jafnt eftir dögum hve mikill tími fer í þetta. Þegar mest er og ég nenni er þetta allt upp í 2-3 tíma á dag annars er þetta svona 1-2 tímar. í fyrra var þetta kannski hálftími á dag.“ - Hver eru þín helstu áhuga- mál? „Ja, ég æfi blak og svo finnst mér gaman að fótbolta. Mínum frítíma eyði ég í æfingar og ann- að sem íþróttum fylgir. Þegar það er ekki þá slappa ég af heima og fer oft í bæinn með vinum mínum.“ - Hvað finnst þér skemmtileg- ast í skólanum? „Mér finnast félagsmálin skemmtileg og mér finnst stærð- fræðin langskemmtilegasta grein- in því að mér finnst svo gaman að glíma við tölur. Enska er aftur leiðinlegust og erfiðust því ég skil bara ekki stakt orð. Bók- færslan er líka skemmtileg því hún er svo létt.“ - Kvíður þú fyrir framhalds- skólanum? „Nei, ég trúi því að það sé bara manni sjálfum að kenna ef maður fellur. Bara að læra nóg heima og vinna vel þá hlýtur þetta allt að ganga vel.“ Magnús Guðmundsson - Af hverju valdir þú MA? „Þetta er góð og erfið spurning en svarið er það að ég held að þetta sé besti skólinn. Hér er líka gott félagslíf og svo tel ég heima- vistina stóran plús.“ - Á hvaða braut stefnir þú á næsta ári? „Ég stefni á stærðfræðibraut- ina aðra hvora, ég er ekki viss hvora, náttúrufræðina eða eðlis- fræðina. Ég held að þar séu mestu og bestu framtíðarmögu- leikarnir eftir skólann. Annars er ég óákveðinn um framtíðina. Magnús í MA telur viðbrigðin úr 9. bekk í framhald bara vera til bóta. Mér finnst skemmtilegast að læra ensku, því að mér finnst hún svo skemmtilegt mál. Sagan er aftur á móti að mínu mati leiðinlegust, því að það er svo tilgangslaust að læra hana.“ - Hvað fannst þér breytast við að koma upp úr 9. bekk og hing- að upp í MÁ? „Það breyttist tvímælalaust margt. Kannski helst það að núna er meiri vinna og nú þarftu að vinna meira sjálfstætt. Eg að vísu bjóst við meiri vinnu en hún reyndist vera. Ég bjóst líka við góðu félagslífi og góðum anda hér í skólanum og það stóðst. Ég er svolítið með í félagslífi. Ég er í tónlistarfélaginu, ljósmynda- klúbbnum og svo bara svona al- mennum félagsstörfum, kannski ekki neitt voðalega félagsbund- inn.“ - Hvað finnst þér erfiðast? „Það er að setjast niður og fara að læra. Ég kom upp úr grunn- skóla án þess að hafa nokkum tíma raunverulega neitt fyrir því. En ég er alveg sáttur við þetta svona, það er ágætt að fá smá við- brigði. Auðvitað fylgir viss ótti vissunni um hve margir falla í 1. bekk en hann er nauðsynlegur. Ég er hræddastur við félagsfræð- ina og söguna. Ég vildi draga úr vægi kjarnagreinanna og hafa meira af vali. Það mætti auðvitað líka þyngja 9. bekk og venja fólk við sjálfstæð vinnubrögð." spurning vikunnar Björg Einarsdóttir húsmóðir: Mér finnst þær eiga rétt á sér. Eftir að hafa séð Hofí er varla hægt að finnast annað. Hún hefur staðið sig svo vel fyrir Islands hönd. Haukur Steingrímsson sjómaður: Ég er alveg fylgjandi þeim. Fyrst við eigum svona mikið af fallegu kvenfólki er um að gera fyrir okkur að hampa því svolít- ið. Sigmundur Pálsson byggi ngameistari: Fallegar konur eru fallegar, er það ekki? Ég hef allt gott um þær að segja. Heiga Hannesdóttir verslunarkona: Mér finnst þær eiga rétt á sér. Svo er þetta góö landkynn- ing, því íslensku stelpurnar hafa staðið sig svo vel. Bjarni Steingrímsson nemi: Ég held að það sé allt í lagi meö þær. Það er ekki spurning, að frammistaða íslenska kven- fólksins undanfarið er góð land- kynning. Hvert er álit þitt á fegurðarsamkeppnum? ______(Spurt á Sauðárkróki)_

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.