Dagur - 19.11.1987, Síða 15
19. nóvember 1987 - DAGUR - 15
r
Asta
grasalæknir
— líf hennar og lækningar
og dulræn reynsla
Ásta Erlingsdóttir hefur frá unga
aldri iðkað hin gömlu fræði
íslenskra grasalækna, sem
geymst hafa með ætt hennar í
margar aldir.
Þannig hefst kynning á nýrri
bók frá Erni og Örlygi, og í kynn-
ingunni segir ennfremur:
Þótt nafn Ástu heyrist eða sjá-
ist sjaldan eða aldrei í hinum
fyrirferðamiklu fjölmiðlum sam-
tímans þá mun samt leitun að
fólki sem ekki hefur heyrt getið
um Ástu grasalækni eins og hún
er nefnd manna á meðal.
í bókinni gefur Ásta ráðlegg-
ingar og uppskriftir.
En hví fær þessi lækninga-
kunnátta lifað svo góðu lífi, nú á
dögum hátækni og vísinda-
hyggju? Því svara þrettán ein-
staklingar í bókinni, fólk sem
enginn þarf að gruna um trú á
einhver hindurvitni. Með hjálp
Ástu grasalæknis hafa sumir
þeirra öðlast nýja lífstrú. Einum
hefur hún forðað frá örkumlun,
öðrum hefur hún gefið þrótt til
þess að heyja erfitt stríð við sjúk-
dóma sem taldir voru ólæknandi
- og sigrast á þeim.
Dulargáfur hafa löngum fylgt
hennar fólki og hún rekur hér
ýmsar frásagnir því til staðfest-
ingar og ræðir um eigin andlega
reynslu.
Bókin um Ástu er filmusett hjá
Alprent, prentuð hjá Prentstofu
G. Benediktssonar en bundin í
Arnarfelli. Atli Magnússon
blaðamaður skráði.
Bréf skáldanna
til Guðmundar
Finnbogasonar
Ut er komin hjá Erni og Örlygi
bókin Bréf skáldanna til Guð-
mundar Finnbogasonar. í bók-
inni eru bréf 22ja íslenskra
skálda til Guðmundar á árunum
1897-1943. Umsjónarmaður
verksins, dr. Finnbogi Guð-
ntundsson landsbókavörður,
skrifar formála fyrir bréfum
hvers skálds og birtir þar oftast
einhver ummæli Guðmundar um
skáldið, ritdóm, ræðu eða rit-
gerðarkafla. Skáldin eru: Matt-
hías Jochumsson, Einar Hjör-
leifsson, Guðmundur Friðjóns-
son, Einar Benediktsson, Bene-
dikt Gröndal, Gunnar Gunnars-
son, Hannes Hafstein, Guð-
mundur Magnússon, Indriði Ein-
arsson, Sigurður Sigurðsson,
Ólöf Sigurðardóttir, Stephan G.
Stephansson, Káinn (Kristján N.
Júlíus), Guttormur J. Guttorms-
son, Jóhann M. Bjarnason,
Kristmann Guðmundsson,
Magnús Ásgeirsson, Stefán
Vagnsson, Hulda, Guðfinna
Jónsdóttir. Magnús Stefánsson
og Kolbeinn Högnason.
A- , ' ' Í.IDMINDAR
H\\B0Í,AS0N.\R
Hörpuútgáfan á Akranesi:
Fyrirhugað er að halda námskeið
á Akureyri í ásetningu
gervinögliim
Einnig í viðhaldi og snyrtingu
á eigin nöglum.
Nánari upplýsingar veittar
í síma 91-46442.
★ Bankastarf ★
Við leitum að starfsmanni til starfa
hjá sparisjóði við alhliða bankastörf.
Verslunarmenntun og eða reynsla við sambærileg
störf æskileg.
Vinnutíminn er frá kl. 11 til 17 (81%)
Nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni.
FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - slmi 25455
Ódýri markaðuriiin
Ný verslun í Strandgötu 23
(Áður Sjónvarpsbúðin.)
18 baekurá þessuári
Hörpuútgáfan á Akranesi gefur
út 18 bækur á þessu ári. Starfsemi
útgáfunnar hefur vaxið jafnt og
þétt og aldrei áður verið jafn
umfangsmikil og nú. Þrjár bækur
eru komnar út fyrr á árinu. Þær
eru: Akranes - vaxandi bær á
Vesturlandi, ný útgáfa Passíu-
sálmanna og bókin Til móður
minnar. Á næstunni er væntanleg
bókin Skóli í 100 ár - saga skól-
ans á Akranesi 1880-1980, 130
ljósmyndir prýða bókina, höfund-
ur er Stefán Hjálmarsson sagn-
fræðingur.
Af öðrum bókum má nefna
„Aflakóngar og athafnamenn“
viðtalsbók Hjartar Gíslasonar
blaðamanns á Morgunblaðinu
við fimm landsþekkta skipstjóra
og aflakónga, þá Magna Krist-
jánsson á Berki NK, Þorstein
Vilhelmsson á Akureyrinni EA,
Guðjón A. Kristjánsson á Páli
Pálssyni Hnífsdal, Sigurð
Georgsson á Suðurey Vestmanna-
eyjum og Ragnar Guðjónsson á
Esjari frá Hellissandi.
Lífsreynsla - frásagnir af eftir-
minnilegri og sérstæðri reynslu.
Allar frásagnirnar eru ritaðar sér-
staklega vegna útkomu þessarar
bókar. Þeir sem rita eigin frá-
sagnir og annarra eru: Hlynur
Þór Magnússon, ísafirði, Inga
Rósa Þórðardóttir, Egilsstöðum,
sr. Bernharður Guðmundsson,
Kópavogi, Erlingur Davíðsson,
Akureyri, Páll Lúðvíksson,
Litlu-Sandvík, Herdís Ólafsdótt-
ir, Akranesi, sr. Jón Kr. ísfeld,
Garðabæ, Sveinbjörn Beinteins-
son, Draghálsi, Óskar Þórðarson
Reykjavík og Bragi Þórðarson,
Akranesi.
Ár og dagur í víngarði drottins,
minningabók um hjónin dr. Eirík
Albertsson og Sigríði Björnsdótt-
ur.
Saga Ólafsvíkur - fyrra bindi -
eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson
sagnfræðing.
Á hljóðum stundum, ljóðabók
eftir Óskar Þórðarson frá Haga.
Orðið er laust - ráð og leið-
beiningar fyrir ræðufólk, eftir
Sverre Nyflöt.
Þá eru þýddar bækur eftir Jack
Higgins, Duncan Kyle, Bodil
Forsberg og Erling Poulsen.
Einnig fjórar litmyndabækur fyr-
ir börn um félagana Fúsa og
Frikka, sem finna upp á furðuleg-
ustu tiltækjum.
Framtíð fjármagns
íþróttasjóðs óljós
-segir Ingi Björn Albertsson alþingismaður
„íþróttasjóður á óuppgerðar
um 170-180 miljónir, eins og
staðan er í dag. Það sem ég hef
hins vegar mestar áhyggjur af
er hvernig þetta verður í fram-
tíðinni,“ segir Ingi Björn
Albertsson alþingismaður í
samtali við Dag, en hann hefur
ásamt Skúla Álexanderssyni
lagt fram fyrirspurn á Alþingi
til menntamálaráðherra um
íþróttasjóð ríkisins.
Það eru þrjár spurningar sent
koma fram í þessari fyrirspurn. í
fyrsta lagi; hver ógreidd hlutdeild
íþróttasjóðs í byggingu íþrótta-
mannvirkja urn næstu áramót,
verður sundurgreint eftir tegund
mannvirkis og eignaraðild. í öðru
lagi; hver áætlaður kostnaður er
við að ljúka þeim íþrótta-
mannvirkjum sem nú eru í bygg-
inu, sundurgreint eftir tegund
mannvirkis og eignaraðild. Og í
þriðja lagi; hverju óafgreiddar
beiðnir til íþróttasjóðs um bygg-
ingu íþróttamannvirkja nema.
„Fjármálaráðherra segir að
þetta muni verða greitt úr Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga í framtíð-
inni, en ég er hræddur um að hjá
ansi mörgum sveitarfélögum
verði íþróttamálin látin sitja á
hakanum. Þar að auki eru mörg
smærri sveitarfélög sem munu
alls ekki ráða við svona fram-
kvæmdir.
Síðan kemur líka spurningin
um hvað á að gera með lands-
samtök eins og t.d. HSÍ, seni lýst
hefur yfir áhuga sínurn á því að
byggja íþróttahús með HM 1994
í huga. Á þá Reykjavík að borga
opinbera hlutann, því þetta hús
verður að öllum líkindum reist í
Reykjavík? Þetta og aðrir hlutir
eru dálítið í lausu lofti þannig að
mikilvægt er að fá svar við þess-
um spurningum," sagði Ingi
Björn Albertsson að lokum. AP
★ ★ ★
Sængurveraefni 165 kr. m ★
Bómullarefni með hjartamynstri 165 kr. m ★
Frotte baðsloppar ★
Vefnaðarvara ★ Handklæði ★ Viskastykki ★
Gardínuefni ★ Jólaefni ★ Bútasaumsefni ★
Prjónagarn og margt fleira.
Opið kl. 1-6 virka daga
oií laugardaua kl. 10-12
Strandgötu 23
Afsöl og
sölutilkynningar
Afsöl og sölutilkynningar vegna bílaviðskipta
a atgreiöslu Dags.
OPDE> HUS
Mjólkursamlag
Kaupfélags Pingeyinga
varð 40 ára 10. október sl.
í tilefni af afmælinu er öllum boöið að
koma, kynna sér framleiðsluna og þiggja
góðgerðir á föstudaginn frá kl. 7-19.
MJÓLKURSAMLAG
KAUPFÉLAGS ÞINGEYINGA