Dagur - 23.11.1987, Page 2

Dagur - 23.11.1987, Page 2
2 - DAGUR - 23. nóvember 1987 Akureyri: Laust húsnæði i Iðngörðum Fjölmargir hafa sýnt áhuga á því að fá húsnæði í Iðngörðun- um á Akureyri til leigu og fyrir nokkru samþykkti atvinnu- málanefnd að auglýsa laust húsnæði til leigu í eitt og hálft ár. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar starfsmanns nefnd- arinnar verður það ákveðið nk. þriðjudag hver hreppir hnossið. Iðngarðar eru til húsa að Fjölnisgötu 4b, þar sem fyrirtæk- ið Kjarnafæði hóf starfsemi sína. Að sögn Þorleifs hefur Kjarna- fæði gengið það vel að fyrirtækið sprengdi utan af sér húsnæðið og er komið í næsta hús við hliðina. „Þeir fóru úr 150 fermetrum í yfir. 500 fermetra og veitir ekki af,“ sagði Þorleifur. SS Höfðaströnd: Hvammstangi: Guðmundar- mótið ae igt og spennandi Hið árlega Guðmundarmót í bridge var haldið á Hvamms- tanga 7. nóvember sl. Við töluðum við Sigurð Þorvalds- son sem var í undirbúnings- nefnd mótsins og fengum hjá honum helstu upplýsingar í sambandi við mótshaldið. Alls mættu að sögn Sigurðar 29 pör til leiks. Komu keppendur víða að allt frá Grundarfirði og austur um til Akureyrar. Spila- mennskan hófst kl. 10.00 um morguninn og lauk ekki fyrr en tólf klst. síðar. Keppendur voru á allan hátt mjög ánægðir með framkvæmd mótsins og móttökur mótshaldara. Keppnisstjóri var ísak Sigurðsson og var það mál manna að hann hefði leyst starf sitt óaðfinnanlega og röggsam- lega af hendi. Röð efstu fimm paranna var sem hér segir: 1. sæti Jón Guðmundsson og Guðjón Stefánsson, Borgarnesi. 2. sæti Jón Sigurbjörnsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson, Siglu- firði. 3. sæti Unnsteinn Arason og Rúnar Ragnarsson, Borgar- nesi. 4. sæti Þorsteinn Pétursson og Þórir Leifsson, Borgarfirði. 5. sæti Unnar Guðmundsson og Erlingur Sverrisson, Hvamms- tanga. pbv Starfsfólk bankans. Einar Njálsson lengst til vinstri. Húsavík: Samvinnubankinn 25 ára Samvinnubankinn hélt upp á 25 ára afmæli sitt sl. þriðju- dag, 17. nóv. Viðskiptavinum voru boðnar veitingar í aðal- banka og öllum útibúum, en útibú bankans eru 21, þar af 18 utan Reykjavíkur. Á afmælisdaginn var opnað nýtt útibú á Höfn í Hornafirði. Á Húsavík var afmælisveislan fjölsótt, í bankanum var boðið upp á kaffi, gosdrykki, afmælis- tertu og sælgæti svo allir aldurs- hópar fengu eitthvað við sitt hæfi. Útibú Samvinnubankans á Húsavík var opnað í júní 1965. Stefán Sörensson var þá útibús- stjóri og auk hans vann einn starfsmaður í bankanum. Nú eru starfsmenn bankans 9, úti- bússtjóri er Einar Njálsson, en hann tók við stöðunni af Stefáni 1969. Frá upphafi hefur umboð SamvinnUtrygginga verið til húsa í bankanum og við það vinna tveir starfsmenn. Þann 13. október sl. var úti- búið tengt með beinni línu við Mynd: IM Reiknistofu bankanna. Einar sagði í samtali við Dag að starfsfólkið hefði aðeins orðið vart við að viðskiptavinum fyndist afgreiðslan ganga hægar eftir þessa breytingu en vonandi sýndu þeir þolinmæði þar sem um tímabundið vandamál væri að ræða. Gjaldkerum fjölgar, fljótvirkari tæki koma og eftir því sem fleiri greinar í starfsem- inni tengjast kemur breytingin viðskiptavinum til góða, þegar til lengri tíma er litið, með betri upplýsingum og fljótari af- greiðslu. „Bankinn vill gjarnan þjón- usta fólk bæði til sjávar og sveita, auk hins margvíslega atvinnurekstrar á svæðinu. Við höfum alltaf reynt að leggja áherslu á persónulega þjónustu við fólk og kjörorð okkar er: Lipurð, öryggi, hraði,“ sagði Einar. Dagur óskar Samvinnubank- anum til hamingju með afmæl- ið. IM Hópurinn á námskeiðinu. Mynd: im Húsavík: Meirapróf bifreiðastjóra Meiraprófsnámskeið bifreiða- stjóra stendur nú yfir á Húsa- vík. Þátttakendur á námskeið- inu eru 30, þar af er aðeins ein kona. Námskeiðið hófst 30. október, síðasta fræðilega prófíð verður haldið 28. nóvember og ef veður helst skaplegt lýkur ökuprófum 2. desember. Umsjónarmaður námskeiðsins er Jón Gestsson en auk hans kenna Júlíus Guðmundsson, Vil- hjálmur Pálsson og Eymundur Kristjánsson. Kennslan fer að mestu fram á Hótel Húsavík. Rúmlega helmingur þátttakend- anna á námskeiðinu er frá Húsa- vík en flestir hinna úr nærsveit- um. Að undanförnu hafa meira- prófsnámskeið verið haldin ann- að hvert ár á Húsavík. Jón sagði í samtali við Dag að ekki væri mikill áhugi fyrir námskeiðunum, síðustu tvö skiptin hefði rétt með naumindum verið hægt að halda þau því lágmark væri að 30 manns sæktu hvert námskeið. Áður hefðu oft verið 40-50 manns á námskeiðunum. Örsök- in fyrir þessu væri sú að kaup á þessum tækjum væri yfirleitt lítið og því ekki eftir neinu að sækjast að fara í þetta. Hann sagðist búast við að flest- ir nemendanna myndu reyna að ná rútuprófi á eftir meiraprófinu og flestir væru að afla sér þessara réttinda mest til gamans. Aðeins einn nemendanna hefði sagt að hann biði eftir að ná prófi til að nota það vegna atvinnu sinnar. IM Byggt hesthús fyrir 60 hross Bæ Höfðaströnd 19. 11. Héöan úr sveitinni er allt gott að frétta, og fólk hresst í haust- blíðunni eftir gott sumar. Tíðin undanfarið hefur nýst mönn- um vel og t.d. hefur á Hofsósi í haust staðið yfír mikil vega- gerð sem nú er langt komin. Liggur nýi vegurinn frá félags- heimilinu norður yfir Hofsá og niður að höfninni. Hér um sveitir var lítið um byggingar í sumar. Aðeins loð- dýraskálar stækkaðir í Gröf og á Óslandi, og byggt við fjós á Krossi. Á Hofsósi hefur í haust verið unnið að byggingu þriggja hesthúsa sem alls munu taka 60 hross. En hestaeigendur á Hofs- ósi þurftu að fara í þessar fram- kvæmdir vegna þess að gömlu fjár- og hesthúsin sunnan við Hofsós voru rifin í haust. Voru þau fyrir nýja veginum. En fjár- eigendur byggja ekki og er nú fjárlaust í aðalhluta þorpsins sunnan ár. Mér virðist að við fækkun sauðfjár í landinu hafi ásókn í merar og folöld aukist og menn reyni þannig að nýta tún og annað beitiland. Hingað hafa komið menn allt austan úr Þing- eyjarsýslum til hrossakaupa. Ég undirritaður, Reynir Gíslason, á von á 9 tonna plastbáti frá Marki á Skaga- strönd um næstu mánaðamót. Það má segja, að þetta sé „hrað- fiskibátur", því í honum er 275 ha. vél og ganghraðinn því hátt í 20 mílur. Báturinn kemur tilbú- inn að öðru leyti en því að eftir er að klæða innan lúkarinn. Mein- ingin er að taka hann hér inn í skemmu til þess arna og koma honum síðan á flot um áramót. Maður fór út í þessi bátakaup áður en farið var að ræða um kvóta á smábátana. Verði af þeim ráðagerðum, er hætt við að stokka verði spilin upp á nýtt. En það kemur í ljós. RG/-þá

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.