Dagur - 23.11.1987, Page 3

Dagur - 23.11.1987, Page 3
23. nóvember 1987 - DAGUR - 3 Sauðárkrókur: Fyrsta billjardmót vetrarins Nýlega fór fram í Billjardstofu Sauðárkróks fyrsta stigamótið í snóker af þrem sem haldið verður þar á vegum fyrirtækis- ins í vetur. Það var Sigurbjörn Kristjáns- son frá Skagaströnd sem sigraði á þessu fyrsta móti. Ágúst Kárason varð annar og Ægir Asbjörnsson þriðji. Þeir eru báðir frá Sauðár- króki. Að þessu sinni voru kepp- endur aðeins staðarmenn og nemendur fjölbrautaskólans, en að sögn Bjarna Bjarnasonar ann- ars eiganda billjardstofunnar er vonast eftir þátttöku billjardspil- ara úr nágrenninu í stigamótunum í vetur. Næsta stigamót verður í lok janúar og það þriðja í mars. Að lokum verður síðan úrslita- keppni milli þeirra sem náðu bestum árangri á mótunum. -þá Missti framan affæti í gær varð slys um borð í línu- bátnum Núpi frá Grenivík er báturinn var að veiðum í Reykjafjarðarál. Einn skip- verja missti framan af fæti er hann lenti með fótinn í lykkju á línunni. Þyrla Landhelgis- gæslunnar sótti manninn og var hann fluttur á Borgarspít- alann í Reykjavík. Þyrlan lagði af stað frá Reykja- vík um hádcgisbil í gær en er hún kom að bátnum var mikill sjór og sjö vindstig. Eftir að læknir hafði farið um borð og gert að fæti piltsins voru þeir hífðir um borð í þyrluna sem flaug til Reykjavík- ur. Þar lenti hún um kl. 16. Pilturinn gekkst undir aðgerð í gærkvöld. JÓH Dalvík: Senn lýkur breytingum í verslun KEA Á næstunni verður tekið í notkun viðbótarhúsnæði í verslun Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík. Um er að ræða hús- næði það sem hýsti matvöru- deild og vefnaðarvörudeild áður en Svarfdælabúð var tek- in í notkun. Búið er að breyta húsnæðinu og innrétta upp á nýtt en í þessum hluta verður byggingavörudeild og sport- og búsáhaldadeild. Rögnvaldur S. Friðbjörnsson, útibússtjóri KEA á Dalvík sagði að í heild væri þetta pláss um 380 fermetrar að stærð. Bygginga- vörudeild flytur úr því húsnæði sem hún er nú í og einnig fær sport- og búsáhaldadeild aukið pláss með þessum breytingum. Innangengt verður úr Svarfdæla- búð í þessar deildir og sagði Rögnvaldur að með þessum breytingum mætti heita að lokið væri þeim breytingum á verslun- inni á Dalvík sem áætlaðar voru er ráðist var í að byggja Svarf- dælabúð. JÓH Sigurvegarinn Sigurbjörn Kristjánsson mundar kjuðann. Ný aðstaða mæðra- vemdar tilbúin í vor „Samkvæmt björtustu vonum, ættum við að geta hafið starf- semi í nýja húsnæðinu í byrjun apríl,“ sagði Konny Kristjáns- dóttir hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslustöðinni á Akur- eyri þegar hún var spurð hvernig vinna við nýja aðstöðu mæðraverndar gengi. Að sögn Konnyar verður í fyrstu aðeins flutt inn í helming húsnæðisins, sem er á 4. hæð í Amaro-húsinu. Þar verður starf- rækt mæðravernd og Heyrna- og talmeinastöð íslands verður þar með aðstöðu. í samvinnu við stöðina var ákveðið að setja þar upp fullkominn heyrnarmælinga- klefa. Arkitektar hafa lokið við að teikna innréttingar og eru smiðir byrjaðir að starfa. í hinum helmingi húsnæðisins verður í framtíðinni ungbarna- eftirlit, sónarskoðun og krabba- meinsleit. VG EFSTÁ HVERJU SINNI Húsnæöislánin eru hagstæð lán, eins og vera ber. En af þeim þarf að greiða, jafnt sem af öðrum lánum og dráttarvextir eru háir ef ekki er greitt á réttum tíma. Þegar innheimtukostnaður bætist við að auki, fer greiðslubyrðin óneitanlega að þyngjast. Viö minnum á þetta núna vegna þess aö haustgjalddagi var 1. nóvember sl. og greiösluseölar hafa verið sendir gjaldendum. Greiöslur er aö sjálfsögðu hægt aó inna af hendi í hvaöa banka, bankaútibúi og sparisjóði sem er. Dráttarvextir lögðust á lán meö lánskjaravísitölu frá og með 16. nóvember s.l. Dráttarvextir leggjast á lán með byggingar- vísitöiu frá og með 1. desember n.k. Viö viljum auk þess benda á að þú getur greitt lániö upp.hafir þú tök á því. Þá greiðir þú eftirstöðvar þess, ásamt veröbótum, frá upphafi lánstímans til greiðsludags. Á síðustu 12 mánuöum hafa 12 þúsund lán verið greidd upp, áöur en lánstíma lauk. Einnig getur þú lækkað höfuðstól lánsins, viljir þú greiöa inn á hann. Það getur komiö sér vel þegar til lengri tíma er litið. HAFÐU HOSNÆÐISLÁNID ÞITTEFSTÁ BLAÐI. ÞAÐ BORGAR SIG. llúsnæðisslol’nun rikisins

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.