Dagur


Dagur - 23.11.1987, Qupperneq 7

Dagur - 23.11.1987, Qupperneq 7
íþróttir 23. nóvember 1987 - DAGUR - 7 Þorgils Óttar Mathiesen lék mjög vei gegn Pólverjum í gær og skoraði falleg mörk af línunni. Á innfelldu myndinni er Guðmundur Guðmundsson hetja Islands tolleraður í leikslok í gær. Mynd: rþb. KEA fjögurra þjóða mótið í handknattleik: Guðmundur hetja Islands gegn Pólverjum! sigurmark liðsins þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka -skoraði íslenska handknattlcikslands- liðið sigraði á KEA fjögurra þjóða mótinu sem lauk í Höll- inni á Akureyri í gær. Liðið sigraði það pólska í stór- skemmtilegum og spennandi úrslitaleik 26:25. Það var hornamaðurinn snjalli úr Vík- ingi, Guðmundur Guðmunds- son sem var hetja íslenska liðs- ins en hann skoraði sigurmark- ið úr bláhorninu þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiktímanum. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með leikn- um og var stemmningin gífur- leg. Kristján Arason náði foryst- unni fyrir ísland með marki úr vítakasti í upphafi leiksins. Því svöruðu Pólverjar með þremur mörkum. Þeir höfðu síðan yfir fram á 10. mín. að Kristján jafn- aði 4:4 en hann hafði þá gert öll mörk íslands. Félagi hans Þorgils Óttar kom íslenska liðinu yfir og það hafði yfirhöndina fram á 20. mín. að Pólverjar ná að jafna 9:9 og komast yfir 10:9. íslenska lið- ið komst síðan aftur yfir 11:10 en Pólverjarnir voru sterkari undir lok fyrri hálfleiks, skoruðu þrjú síðustu mörkin og höfðu yfir í leikhléi 13:11. Þeir bættu síðan við 14. mark- inu í upphafi síðari hálfleiks en íslendingar náðu að jafna leikinn 15:15 á 36. mín. En áfram var jafnræði með liðunum og um miðjan hálfleikinn var staðan 20:19 fyrir ísland. Þá skoruðu Pólverjar þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 22:20. En þeir Kristján og Páll Ólafsson jöfnuðu fyrir ísland áður en Bogdan Wenta skoraði 23. mark Pól- verja. Næstu tvö mörk voru íslensk og staðan 24:23 og um 2 mín. til leiksloka. Pólverjar jöfn- uðu 24:24 en Kristján bætti við enn einu marki fyrir ísland. Enn jöfnuðu Pólverjar 25:25 þegar tæp ein mín. var til leiksloka en það var svo Guðmundur Guð- mundsson sem tryggði íslenska liðinu sigur með snilldarmarki úr horninu eins og fyrr sagði. íslenska liðið lék ekki nægilega vel í vörn en gerði marga laglega hluti í sókninni. Sérstaklega gekk okkar strákum illa með þá Bogd- an Wenta og Leslaw Dziuba sem voru langbestir í pólska liðinu. En einnig á átti hornamaðurinn Plechoc góða spretti. Einn pólsku leikmannana fékk að líta rauða spjaldið í upphafi leiksins fyrir að brjóta gróflega á Guð- mundi í hraðaupphlaupi. Kristján Arason, Þorgils Óttar, Sigurður Gunnarsson sem aðeins lék í seinni hálfleik og Guðmundur Guðmundsson voru bestir í íslenska liðinu og þá lék Geir Sveinsson mjög vel í vörn- inni í sínum 100. landsleik. Mörk íslands: Kristján S/5, Þorgils Óttar 6, Karl Þráinsson 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Sigurður Gunnarsson 2, Atli Hilmarsson 2 og Páll Ólafsson 1. Mörk Póllands: Wenta 7, Dzi- uba 7/3, Plechoc 4/1, Kordow- iecki 4, Staszewski 1, Bugaj 1 og Maston 1. Norsku dómararnir Bolstad og Anthonsen dæmdu leikinn vel. Lokastaðan Úrslit leikja og lokastaðan á KEA fjögurra þjóða mótinu í handknattleik um helgina urðu þessi: ísland-ísrael 20:15 Pólland-Portúgal 27:16 Ísrael-Pólland 16:28 Portúgal-ísland 18:29 Ísrael-Portúgal 13:18 Ísland-Pólland 26:25 ísland 3 3-0-0 75:58 6 Pólland 3 2-0-1 80:58 4 Portúgal 3 1-0-2 52:69 2 ísrael 3 0-0-3 44:66 0 Portúgal sigraði ísrael og varð í þriðja sæti Landslið Portúgals kom nokkuð á óvart og sigraði lið ísraels í leik liðanna um 3. sætið á KEA fjögurra þjóða mótinu í handknattleik í Höllinni á Akureyri í gær. Bæði höfðu liðin tapað tveimur leikjum fyrir leikinn í gær og þau spiluðu því um 3.- 4. sætið. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik fór að draga í sundur með liðunum. Portúgalar léku mun betur og náðu yfirhöndinni. í leikhléi hafði liðið yfir 10:5. f síðari hálfleik hélst þessi munur að mestu og ísraelar náðu aldrei að ógna sigri Portú- gala í leiknum. Þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk 12:14 en nær komust þeir ekki. Áður en flautað var til leiksloka höfðu Portúgalar aukið muninn aftur í 5 mörk og sigruðu 18:13. Portúgalar léku þennan leik af krafti og unnu nokkuð óvæntan en sanngjarnan sigur. ísraelar voru lítt sannfærandi og ógnuðu lítið að marki Portú- gala. Atkvæðamestur Portúgala var Jorge Rodrigues með 5 mörk en flest mörk ísraela skor- aði Raz Somekh 5. Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson dæmdu leikinn ágætlega. Sagt eftir leik „Þetta var alveg stórkostlegur cndir, en þetta var mjög erfitt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson hetja íslenska liðsins eftir leikinn við Pól- verja í gær. „Við lentum undir nokkrum sinnum en sýndum mjög sterkan karakter og náð- um að vinna það upp. Vörnin var ekki nógu góð hjá okkur þegar á heildina er litið og sóknarleikurinn mjög köfl- óttur. Okkur gekk illa að stoppa Bogdan Wenta og hann eiginlega spilaði einn á móti okkur, var allt í öllu.“ - Var þetta ekki vonlaust færi sem þú skoraðir úr? „Það var mjög þröngt færi en ég náði að taka snúning í hornið nær, náði boltanum út fyrir löppina á markverðinum og það dugði til.“ - Hvernig fannst þér mótið í heild? „Mér fannst það mjög skemmtilegt og það er til- breyting að spila hér fyrir norðan og mætti gera meira af því,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Það var gaman að þessu enda mikil spenna. Þetta var mjög erfiður leikur og varnarleikur okkur var ekki nógu góður en náðum skemmtilegum töktum í sókninni. Og markið hans Guðmundur var virkilega skemmtilegt enda er þetta atr- iði margæft,“ sagði ÞorgUs Óttar Mathiesen fyrirliði íslenska liðsins. - En hvernig fannst þér mótið? Portúgalar og ísraelsmenn eru ekki ineð mjög sterk liö og það cr oft erfitt að spila á móti þannig liðum. En við vorum einu sinni B þjóð en vildum þá spila við A þjóðir og því verð- urn við að hafa samskipti við sem flestar þjóðir,“ sagði Þorgils Óttar. „Mér fannst þessi leikur frek- ar slakur en hann hefur örugg- lega verið góður fyrir áhorf- endur. Hann bauð upp á spennu og var jafn allan tím- ann en var lélegur handbolta- lega séð og þá sérstaklega varnarlega,“ sagði Geir Sveinsson sem lék sinn 100. landsleik í gær. - En hvaða leikir af þessuin 100 eru þér eftirminnilegastir? „Það eru allt leikir gegn Júgóslavíu. Þeir eru þrír tals- ins og standa upp úr af þessum 100. Við höfum unnið þá 20:13, 24:20 í Höllinni og svo unnum við þá 18:15 úti,“ sagöi Geir Sveinsson. „Þaö voru dómararnir sem sáu til þess að íslendingar unnu þennan leik,“ sagði Zen- on Lakomy þjálfari pólska landsiiðsins eftir leikinn í gær, „Þetta var bcsti leikurinn af þeim þremur sem liðin léku að þessu sinni en íslendingar voru mjög heppnir að vinna þennan leik í dag en það hafð- ist nteö hjálp dómaranna,“ sagði Lakomy.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.