Dagur - 23.11.1987, Page 8

Dagur - 23.11.1987, Page 8
8 - DAGUR - 23. nóvember 1987 23. nóvember 1987 - DAGUR - 9 Atli Hilinarsson hefur greinilega náð sér af meiðslunum sem hafa hrjáð hann í haust. Hann sýndi skemmtilega takta og skoraði falleg mörk á KEA mótinu. Mynd: rþb. KEA fjögurra þjóða mótið í handknattleik: ísland sigraði ísrael í opnunarleiknum íslenska landsliðið í handknattleik sigraði það ísraelska með 20 mörk- um gegn 15 í opnunarleiknum á KEA fjögurra þjóða mótinu í Iþróttahöllinni á Akureyri á föstu- dagskvöld. íslenska liðið hafði mikla yfirburði og mun meiri en lokatölurnar gefa til kynna. En Ieikmenn liðsins gerðu sig seka um fjölmörg byrjendamistök og þá sér- staklega í fyrri hálfleik. I síðari hálfleik voru hlutirnir teknir alvar- legar og þá komu yfírburðirnir bet- ur í Ijós. íslenska liðið skoraði tvö fyrstu mörkin en ísraelar náðu að jafna 2:2. Þá skoraði Bjarki Sigurðsson sitt ann- að mark í leiknum úr horninu en ísra- elar svöruðu því með tveimur mörk- um og komust yfir 4:3. Jafnræði var áfram með liðunum allan fyrri hálf- leikinn og í leikhléi var staðan jöfn 8:8. Það var aðeins góð markvarsia Brynjars Kvaran sem kom í veg fyrir að ísraelar hefðu yfir í leikhléi. ísraelar skoruðu fyrsta markið í síð- ari hálfleik og náðu forystunni á ný, 9:8. Þá komu fjögur íslensk mörk í röð og staðan breyttist í 12:9. Þegar 10 mín. voru liðnar af hálfleiknum var staðan 14:10 og á næstu mín. misnot- aði íslenska liðið tvö hraðaupphlaup. Um miðjan hálfleikinn var fimm marka munur 16:11 og þegar flautað var til leiksloka var enn fimm marka munur 20:15. Bogdan landsliðsþjálfari lét leik- menn sem minna hafa fengið að spreyta sig með liðinu leika í sókninni í fyrri hálfleik og gekk það alls ekki nógu vel. í síðari hálfleik lét hann Kristján Arason, Þorgils Óttar og Guðmund Guðmundsson leika i sókn- inni og gekk það mun betur. Þó lék nýliðinn Bjarki Sigurðsson vel í hægra horninu í fyrri hálfleik. Kristján Ara- son náði sér nokkuð vel á strik í síðari hálfeik og einnig Guðmundur Guð- mundsson og þá varði Brynjar Kvaran vel. fsraelar leika ekki agaðan hand- bolta og sóknarleikur liðsins var oft ráðleysislegur. Liðið lék nokkuð fram- arlega í vörninni og truflaði sóknarleik íslenska liðsins með því. Amir Geyra var besti maður liðsins. Mörk íslands: Kristján Arason 7/2, Bjarki Sigurðsson 3, Atli Hilmarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Jakob Sigurðsson 2, Sigurður Gunnarsson 2, Sigurður Sveinsson 1 og Þorgils Óttar 1. Mörk ísrael:Amir Geyra 6, Yoav Drukner 4, Doron Dayan 2, Erik Ackerman 1, Izzi Rafaeli 1, og Dan Belder 1. Leikinn dæmdu þeir Öjvind Bolstad og Terje Anthonsen frá Noregi og gerðu það vel. KEA fjögurra þjóða mótið í handknattleik: Öruggt hjá Pól- verjum gegn ísrael Önnur umferðin í KEA fjögurra þjóða mótinu í handknattleik fór fram á laugardag í íþróttahöllinni á Húsavík. Fyrri leikurinn var viður- eign Pólverja og ísraela og sigruðu Pólverjarnir mjög örugglega i leiknum 28:16. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust þau á um að hafa forystu. Pólverjum gekk illa að hrista ísraelana af sér en í hálfleik var liðið komið með þriggja marka forystu 12:9. Pólverjar gerðu síðan út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks með því að skora fyrstu fimm mörkin og breyta stöðunni í 17:9. Um miðjan síðari hálfleik var munurinn 10 mörk 21:11 en í leikslok var hann orðinn 12 mörk 28:16. Sem fyrr voru það þeir Leslaw Dziuba og Bogdan Wenta sem voru í aðalhlutverkunum hjá pólska liðinu. Dziuba skoraði 10 mörk og þar af 2 úr vítum en Wenta skoraði 7 mörk og þar af 3 úr vítum. Amir Geyra var sem fyrr aðalmaðurinn í ísraelska liðinu og skoraði 6 lagleg mörk. ísraelska liðið stóð sem fyrr sagði í því pólska í fyrri hálfleik en í þeim seinni fór að draga af liðinu og virtist sem úthaldið væri ekki nægilegt. Þeir félagar Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson ágætlega. dæmdu leikinn w KEA fjögurra þjóða mótið í handknattleik: Atakalítill sigur Islands á Portúgal Islenska landsliðið sigraði það portúgalska mjög örugglega í 2. umferð á KEA fjögurra þjóða mótinu í handknattleik á Húsavík á laugardag. Lokatöl- ur leiksins urðu 29:18 eftir að staðan hafði verið 16:9 í hálf- leik. Bogdan landsliðsþjálfari hvfldi nokkra af lykilmönnum íslenska liðsins á laugardag, fyrir leikinn við Pólverja í gær. Yfirburðir íslenska liðsins voru engu að síður miklir, enda höf- um við á að skipa breiðum hópi sterkra leikmanna. Það leit þó ekki vel út í byrjun hjá okkar mönnum, því Portúgal- arnir skoruðu tvö fyrstu mörkin. Atli Hilmarsson minnkaði mun- inn í 2:1 en Portúgalarnir bættu þá við þriðja markinu. Þá komu þrjú mörk í röð frá fyrirliðanum Þorgils Óttari og staðan breyttist í 4:3. Portúgalarnir jafna 4:4 en Þorgils Óttar skorar sitt fjórða og staðan orðin 5:4. Portúgalar jafna 5:5 en þá komu þrjú mörk íslensk mörk í röð og staðan breyttist í 8:5. Þegar 20 mín. voru liðnar af fyrri hálfleik hafði íslenska liðið yfir 9:7. Á næstu mín. skoraði landinn fimm mörk í röð og breytti stöðunni í 14:7. I hálfleik var staðan 16:9. í síðari hálfleik dró enn í sund- ur með liðunum og þegar flautað var til leiksloka var munurinn orðinn ellefu mörk 29:18. Sigurð- ur Sveinsson lék allan leikinn gegn Portúgal enda var Kristján Arason hvíldur og er orðið nokk- uð langt síðan Sigurður hefur leikið heilan leik fyrir íslands hönd. Hann sýndi ágæta takta en hefur þó leikið mun betur. Leik- menn íslenska liðsins voru hálf kærulausir í þessu leik enda mót- spyrnan sem liðið fékk lítil sem engin. Bestir voru þeir Atli Hilm- arsson og Jakob Sigurðsson. Portúgalarnir virkuðu frekar ráðvilltir í sókninni og misstu boltann oft klaufalega frá sér. íslenska liðið skoraði alls 10 mörk úr hraðaupphlaupum. Mörk íslands: Atli Hilmarsson 5, Sigurður Sveinsson 5/1, Júlíus Jónasson 4, Jakob Sigurðsson 4, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Páll Bjarki Sigurðsson stóð fyrir sínu með íslenska iandsiiðinu á KEA mótinu um helg- ina. Hér skorar hann gegn Portúgal á Húsavík á laugardag. Mynd: kk. Ólafsson 3, Bjarki Sigurðsson 2 og Sigurður Gunnarsson 2/1. Mörk Portúgals: Jorge Rodrig- ues 4/2, Jose Pires 3, Luis Graöa 2, Luis Lacerda 2, Joco Gonöal- ves 2, Rui Val Ferreira 1, Anton- io Leite 1 Mario Gentil 1 og Luis Lopes 1. Leikinn dæmdu þeir Bolstad og Anthonsen og gerðu það vel. Þetta var þriðji landsleikurinn sem fram fer í nýju íþróttahöll- inni á Húsavík. í júní síðastliðinn léku ísland og Danmörk lands- leik í Höllinni og á laugardag voru leiknir þar tveir leikir. Höll- in sem tekur um 1000 manns var ekki alveg troðfull af fólki en engu að síður var stemmningin mjög góð. KEA fjögurra þjóða mótið: Yfirburðir hjá Pólverjum - unnu Portúgala með 11 marka mun Pólland og Portúgal mættust innbyrðis í fyrstu umferðinni á KEA fjögurra þjóða mótinu í handknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöld. Pólverjar höfðu mikla yfir- burði í leiknum og sigruðu með ellefu marka mun 27:16. Það var aðeins rétt í upphafi leiksins að Portúgalar stóðu í Pólverjunum. Jafnt var 2:2 en síðan komust Portúgalar yfir 3:2 í eina skiptið í leiknum. Þá tóku Pólverjarnir leikinn í sínar hend- ur og breyttu stöðunni í 10:3. I hálfleik hafði liðið yfir 13:7. Portúgalar náðu að minnka muninn í 10:13 en þá tóku Pól- verjar aftur góðan sprett og breyttu stöðunni í 18:11. Um miðjan hálfleikinn var staðan 19:12 en í leikslok var munurinn orðinn ellefu mörk 27:16. Leslaw Dziuba lék mjög vel með pólska liðinu og skoraði 9 mörk og þar af 5 fyrstu mörk liðsins. Marek Kordiwiecki skor- aði 6 mörk og fyriliðin Bogdan Wenta 4 mörk. Atkvæðamestir Portúgala voru þeir Luis Lacerda og Joco Gonöalves með 4 mörk hvor. Sigurður Baldursson og Björn Jóhannesson dæmdu leikinn og gerðu það ágætlega. Þórsarar hafa enn ekki hlotið stig í úrvalsdeildinni og á laugardag unnu KR-ingar nauman sigur á liðinu hér á Akur- eyri. Á myndinni brýst Bjarni.Óssurarson í gegnum vörn KR og skorar tvö stig. Mynd: rþb. Úrvalsdeildin í körfubolta: Enn tapa Þórsarar - töpuðu 100:108 fyrir KR á laugardag A laugardaginn tók úrvals- deildarlið Þórs í körfubolta á móti KR-ingum í íþróttahöll- inni á Akureyri. Fyrir leikinn höfðu Þórsarar tapað öllum sínum leikjum í deildinni á keppnistímabilinu og ekki riðu þeir feitum hesti frá þessum leik því KR-ingar fóru með sig- Körfubolti 1. deild: Tindastóll þurfti fram- lengingu gegn Stúdentum Tindastólsmenn lentu í hinu mesta basli þegar Stúdentar komu í heimsókn á Krókinn. Það er svo sem ekkert nýtt að Páll sæmdur gullmerki KDSI Á ársþingi KDSI sem haldið var um helgina tilkynnti Ingi Jónsson, fráfarandi formaður KDSÍ að ákveðið hefði verið að sæma Pál Magnússon Akureyri gullmerki Knatt- spyrnudómarasambands ís- lands. Ingi sagði við þetta tækifæri að Páll hefði verið í forystusveit í knattspyrnumálum á Akureyri í áratugi og ávallt látið dómara- málin til sín taka. Ingi lét þess einnig getið að Páll hefði dæmt sinn 1000. leik í fyrrasumar og hefði langt í frá látið staðar num- ið á þeim vettvangi. Páll Magnússon sat ekki þingið en Þóroddur Hjaltalín veitti merkinu viðtöku fyrir hans hönd. BB þessi lið eldi grátt silfur saman. Leikir liðanna á síðasta vetri voru mjög jafnir og unnu þá langskólamennirnir oftar en ekki. Leikurinn á föstudags- kvöldið var æsispennandi frá upphafi til enda og það var ekki fyrr en framlengt hafði verið einu sinni að heimamenn losnuðu við öndina úr hálsin- um. Stúdentar komu galvaskir til leiks og komu Stólunum hvað eftir annað í opna skjöldu. Um miðjan hálleikinn var staðan orð- in 22:11 og gekk ekkert upp hjá heimamönnum á þessum tíma. Hittnin t.d. slæm og var reyndar léleg allan leikinn. En með firna góðri baráttu og feikigóðum stuðningi áhorfenda náðu þeir að rétta sinn hlut fyrir leikhlé og komast einu stigi yfir 32:31. Áfram hélt baráttan í seinni hálfleiknum og mátti ekki á milli sjá hvort liðið færi með sigur af hólmi. Þó freistaðist maður til að halda að Stólarnir hefðu tryggt sér stigin þegar þeir náðu 5 stiga forystu undir lokin. En svo var aldeilis ekki. Stúdentarnir náðu að jafna og Tindastólsmönnum mistókst síðan tvívegis úr upp- lögðum færum í lokin að tryggja sér sigurinn. Kári brást undir körfunni og Eyjólfur hitti ekki úr vítaskotum þegar 6 sekúndur voru eftir. Staðan var því jöfn eftir venjulegan leiktíma 66:66. Á síðustu mínútu framlenging- arinnar er staðan var 73:72 fyrir gestina gerði svo Kári Marísson lærifaðir Tindastólsstrákanna út um leikinn með því að skora 3ja stiga körfu. Heimamenn bættu síðan annarri körfu við og loka- tölur urðu því 77:73 fyrir Tinda- stól. Haraldur Leifsson fyrrum ungl- ingalandsliðsmaður lék sinn fyrsta leik með Tindastól síðan hann slasaðist fyrir einu og hálfu ári. Barðist hann vel og á örugg- lega eftir að styrkja liðið mikið í vetur. Kári hitti nú mun betur en í síðustu leikjum. Ágúst Kárason átti góða kafla og er greinilegt að sá piltur getur ýmislegt ef hann virkilega ætlar sér. Annars var Tindastólsliðið jafnara í þessum leik en oft áður. Eyjólfur skoraði mest 26, Kári 19, Björn Sigtryggs 9, Sverrir og Ágúst 6 hvor, Har- aldur 5 og Jónarnir Jósefsson og Már Guðmundsson 2 hvor. Þeir Helgi Gústavsson og Valdimar Guðlaugsson voru langakvæðamestir hjá Stúdent- um. Helgi skoraði 24 stig, Valdi- mar 17 og Auðunn Elísson kom næstur með 13. Jóhann Dagur og Hrafnkell Túliníus dæmdu leik- inn og voru fremur slakir að þessu sinni. -þá ur af hólmi, sigruðu með 108 stigum gegn 100. KR tók forustuna strax í byrj- un og hélt henni allt til leiks- loka. Stigamunurinn jókst jafnt og þétt í upphafi leiks og útlit var fyrir að KR-ingar ætluðu að taka afgerandi forustu. Er fyrri hálf- leikur var tæplega hálfnaður kom afleitur kafli hjá Þórsurum, liðið gerði mörg mistök og kapp leikmanna var of mikið. KR-ing- ar kunnu að nýta þessi mistök og breyttu stöðunni á stuttum tíma úr 24:16 í 31:16. Eftir þennan kafla reyndu Þórsarar að róa leik sinn niður og tókst þeim að halda í við KR-ingana og í leikhléi var staðan 64:47 KR í vil. Sannarlega dökkt útlit. Seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri og nú bar á köflum á góðu spili hjá Þórsurum sem gáfu af sér stig. Með þessum leik tókst Þórsurum að minnka muninn niður í tíu stig og voru þeir Kon- ráð Óskarsson og Guðmundur Björnsson iðnastir við að hitta í körfuna. Þessum tíu stiga mun héldu Þórsarar fram yfir miðjan hálfleikinn en þá kom slæmur kafli hjá KR og Þór komst í 6 stiga mun, 86:92. Nú virðist sem leikmenn Þórs hefðu gert sér grein fyrir að hægt var að vinna upp forskot KR en ekki virtist baráttan alveg nægjanleg og KR jók aftur muninn fyrir leikslok. Þannig urðu lokatölur leiksins 100:108. Leikurinn var heldur fum- kenndur á tímabili og áttu bæði liðin slæma kafla. Þórsarar töp- uðu hér enn einum leiknum á tímabilinu og hafa nú tapað sex leikjum í röð. Líkt og í leiknum við ÍR um síðustu helgi tók liðið ágætan kafla um miðbik síðari hálfleiks en slíkir kaflar mættu koma fyrr í leikjunr liðsins. En vonandi er að liðið nái upp bar- áttunni og komi öflugt í næstu leiki. Allir leikmenn Þórs skoruðu stig í leiknum. Flest stig skoraði Konráð Óskarsson, 27 stig en Guðmundur Björnsson skoraði 20 stig og Jóhann Sigurðsson skoraði 12 stig. Aðrir leikmenn skoruðu færri stig. Guðni Guðnason var iðnastur KR-inga við körfuna og skoraði 27 stig, Símon Ólafsson skoraði 24 stig og Birgir Mikaelsson skor- aði 20 stig en aðrir færri. Dómarar leiksins voru Krist- björn Albertsson og Jóhann Dag- ur Björnsson. JÓH Ársþing KDSÍ: Ein breyting - á 15 manna hopnum Ein breyting var gerð á 15 manna hópi knattspyrnudóm- ara sem dæma leikina í fyrstu deild Islandsmótsins. Magnús Theodórsson Víkingi féll niður í B hóp en Guðmundur Stefán Maríasson tekur sæti í A hópn- um í hans stað. Haukur Torfason KA er fyrsti varamaður í 15 manna hópnum ef einhver forföll verða, Friðjón Eðvaldsson Akranesi er annar varamaður og Ólafur Sveinsson Fram er þriðji varamaður. Haf- liði Þórðarson Fram vék úr ann- arrar deildar hópnum en Geir Þorsteinsson KR kom í hans stað. Tveir dómarar voru færðir í hóp milliríkjadómara, þeir Friðgeir Hallgrímsson KR og Sveinn Sveinsson Fram en fyrir eru þeir Eysteinn Guðmundsson Þrótti, Guðmundur Haraldsson KR og Óli B. Ólsen Þrótti. Ingi Jónsson sem verið hefur formað- ur KDSÍ síðastliðin þrjú ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Heimir Bergmann var einróma kjörinn formaður Knattspyrnu- dómarafélagsins í hans stað. BB. Körfubolti: Staðan Útvalsdelld Úrslit leikja í 6. umferð úrvalsdeildarinnar í körfu- bolta urðu þessi: ÍBK-ÍR 104:52 Haukar-UMFN 66:76 Þór-KR 100:108 Valur-UMFG 89:80 Staðan í UMFN ÍBK KR Valur UMFG Haukar ÍR Þór UBK deildinni er þessi: 6 6-0 550:408 12 5 4-1 385:313 8 5 4-1 432:377 5 3-2 411:349 6 3-3 435:437 5 2-3 352:348 5 2-3 352:426 6 0-6 484:592 5 0-5 268:419 1. deild Úrslit leikja í 1. deild íslands- mótsins í körfuknattleik um helgina urðu þessi: UMFT-IS ÍA-Léttir HSK-UMFS 77:73 63:77 70:55 Staöan í deildinni er þessi: UIA UMFT Léttir HSK ÍS ÍA UMFS Reynir 6 6-0 420:325 12 5 5-0 408:313 10 4 2-2 247:239 4 4 2-2 267:272 3 1-2 176:184 5 1-4 284:353 3 0-3 188:234 4 0-4 222:292 Blak: Staðan 1. deild karla Úrslit leikja í 1. deild karla blaki um helgina urðu þessi HK-Þróttur R 2 HSK-Þróttur N 3 Víkingur-HSK : Staðan í deildinni er þessi: Þróttur R ÍS HK KA Fram Víkingur HSK Þróttur N 6 6-0 18:6 12 5 5-0 15:3 10 7 4-3 15:10 8 5 3-2 9:9 5 2-3 10:10 6 2-4 11:13 5 1-4 3:12 6 0-8 3:18 1. deild kvenna Úrslit leikja í 1. deild kvenna í blaki um helgina urðu þessi: HK-Þróttur N 3:1 Staðan í deildinni er þessi: UBK Víkingur Þróttur R ÍS HK Þróttur N KA 5 5-0 15:1 5 4-112:4 5 3-2 11:6 5 3-2 7:6 7 3-4 9:15 61-5 6:17 5 0-5 3:15 10 8 6 6 4 2 0 Knattspyrna: Jón Þórir kemur ekki Jón Þórir Jónssnn knatt- spyrnumaður úr Breiðabliki hefur ákveðiö að leika áfram með liði sínu í 2. deildinni næsta keppnistímabil. Jón Þórir hafði átt í viðræð- um við KA um að hann kæmi norður og léki með liðinu í sumar. Af því verður hins veg- ar ekki en KA vantar tilflnn- anlega framherja fyrir kom- andi keppnistímabil, þar sem bæði Tryggvi Gunnarsson og Sigurður Harðarson hafa skipt um félag.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.