Dagur - 23.11.1987, Page 10
10 - DAGUR - 23. nóvember 1987
íþróttir
Enska knattspyrnan:
Ekki dagur toppliðanna
- Tap hjá Arsenal, Nott. Forest og Man. Utd. - Jafnt hjá Liverpool heima
Það var nokkuð um óvænt úr-
slit í ensku knattspyrnunni á
laugardaginn. Engu af fimm
efstu liðunum í 1. deild tókst
að sigra, Arsenal tapaði mjög
óvænt á heimavelli og Liver-
pool tókst ekki að færa sér
heimavöllinn í nyt gegn
Norwich. Everton tókst að
merja sigur á útivelli gegn
Portsmouth í hörðum leik þar
sem tveir leikmenn voru reknir
útaf. Kevin Dillon og Mick
Kennedy báðir í Portsmouth
voru sendir í bað undir lok
leiksins. Sigurmark þessa leiks
skoraði Graeme Sharp 13 mín.
fyrir leikslok með góðu skoti
eftir undirbúning Peter Reid.
Nott. For. réði ekkert við Tony
Cottee og tapaði fyrir West Ham.
Tap Arsenal á heimavelli gegn
Southampton kom mjög á óvart.
Leikmenn Southampton lögðust
strax í vörn þar sem þeir börðust
með kjafti og klóm, 4 leikmenn
þeirra bókaðir í leiknum, og
treystu síðan á skyndisóknir.
Arsenal átti leikinn, en gekk illa
að finna veikan blett á vörn Sout-
hampton og eftir því sem leið á
leikinn urðu leikmenn Arsenal
óþolinmóðari og gættu sín ekki
10 mín. fyrir leikslok er Danny
Wallace skoraði úr einni skyndi-
sókninni eina mark leiksins.
Gamla kempan í liði Southamp-
ton, Jimmy Case átti stórleik
með liðinu.
Markvörður Norwich, Bryan
Gunn kom í veg fyrir að Liver-
pool sigraði í heimaleik sínum
gegn Norwich á laugardag. Hann
varði frábærlega vel í leiknum og
hélt liði sínu á floti. Steve McMa-
hon og Ray Houghton komust
báðir einir innfyrir vörn Norwich
í fyrri hálfleik, og síðan í þeim
síðari varði hann frá Gary Gill-
espie og John Aldridge í dauða-
færi, auk þess sem varið var á
línu.
Norwich fékk síðan færi á að
stela sigrinum 15 mfn. fyrir leiks-
lok, en Bruce Grobbelaar varði
mjög vel frá Kevin Drinkell í
dauðafæri. En leiknum lauk án
þess að mark væri skorað og þar
með missti Liverpool af efsta sæti
deildarinnar.
West Ham og Nottingham For.
áttust við í skemmtilegum og vel
ieiknum leik í London. Tony
Cottee náði forystu fyrir West
Ham með skallamarki eftir
undirbúning Kevin Keen, en Neil
Webb jafnaði fyrir lok fyrri hálf-
leiks. West Ham komst síðan í
3:1 snemma í síðari hálfleik, Ray
Stewart skoraði úr vítaspyrnu
eftir að brotið var á Cottee og
Cottee skoraði síðan þriðja
markið sem var sérlega glæsilegt,
Mark Ward tók aukaspyrnu inn-
fyrir vörn Forest og Cottee skor-
aði með hjólhestaspyrnu. Nigel
Clough skoraði síðasta mark leiks-
Danny Wallace skoraði mark
Southampton í hinum óvænta sigri
gegn Arsenal.
ins fyrir Nottingham For., en sig-
ur West Ham ekki í hættu og
virðist liðið vera að rétta úr
kútnum.
Sjónvarpsáhorfendur fengu að
sjá ieik Wimbledon og Manchest-
er Utd. í beinni útsendingu hjá
Bjarna Fel. Eftir mjög lélegan
fyrri hálfleik lifnaði heldur yfir
leiknum í þeim síðari og Man.
Utd. náði forystu með marki
Clayton Blackmore á 21. mín.
eftir að Bryan Robson hafði
rennt boltanum til hans úr auka-
spyrnu utan vítateigs. Aðeins 6
mín. síðar jafnaði Carlton
Fairweather eftir að John Fas-
hanu hafði skotið í stöng og bolt-
inn borist út til Fairweather.
Bakvörðurinn John Scales skor-
aði síðan sigurmark Wimbledon
2 mín. fyrir leikslok með skoti af
löngu færi sem breytti um stefnu
er það lenti í Remi Moses. David
Beasant markvörður Wimbledon
var mjög öruggur í leiknum og
varði frábærlega vel frá Jesper
Olsen í síðari hálfleik. Totten-
ham tapaði enn einum leiknum,
nú á útivelli gegn Luton, en
aðdáendur liðsins geta huggað sig
við það að Terry Venables tekur
við framkvæmdastjórastöðunni
fyrir næsta leik liðsins sem verður
gegn Liverpool og verður sýndur
beint í íslenska Sjónvarpinu.
Á 38. mín. tóic Luton foryst-
una með marki Ian Allinson og
leikmenn Tottenham virtust gef-
ast upp við markið. Steve Hodge
bjargaði á línu frá Steve Foster,
en markið lá í loftinu og Allinson
bætti við sínu öðru marki í leikn-
um í síðari hálfleik, en Allinson
þessi var keyptur frá Arsenal.
Mark Stein hjá Luton var rekinn
af leikvelli í leiknum, en ekki
tókst Tottenham að færa sér það
í nyt.
Q.P.R. gerði aðeins jafntefli í
leik sínum á heimavelli gegn
Newcastle. Paul Gascoigne var
rekinn út af eftir hálftíma leik
fyrir að lemja Paul Parker í liði
Q.P.R. 10 mín. síðar varð New-
castle fyrir öðru áfalli er Ken
Wharton skoraði sjálfsmark. Pet-
er Jackson tókst að jafna fyrir
Newcastle í síðari hálfleik og
tryggja liði sínu stig úr leiknum.
Charlton var aðeins 3 mín. frá
því að komast af botni 1. deildar.
Andy Jones náði forystu fyrir
Charlton á heimavelli gegn
Coventry í fyrri hálfleik. Mark
Stuart bætti við marki fyrir liðið í
þeim síðari og Greg Downs skor-
aði fyrir Coventry úr vítaspyrnu.
Pað voru síðan aðeins 3 mín. til
leiksloka þegar Micky Gynn jafn-
aði fyrir Coventry.
Oxford og Watford gerðu jafn-
tefli í leik sínum, Luther Blissett
náði forystu fyrir Watford í fyrri
hálfleik með skallamarki, en Les
Phillips jafnaði fyrir Oxford í
þeim síðari. Elton John hefur nú
selt hlut sinn í Watford og er
hættur sem stjórnarformaður í
félaginu, segist ekki hafa efni á
að reka félagið lengur. Sá er
keypti hlut hans er Robert Max-
well milljónamæringur sem á nú
þrjú 1. deildar lið. Auk Watford
eru það Derby og Oxford og ótt-
ast nú ýmsir að hann gæti farið að
hagræða úrslitum í innbyrðisleikj-
um liðanna.
í 2. deild sigruðu efstu liðin,
öfugt við það sem gerðist í 1.
deildinni.
Bradford sigraði Leicester á
útivelli með marki frá Ron
Futcher í fyrri hálfleik og þeir
bættu öðru við í lokin. Middles-
borough sigraði einnig á útivelli,
Gary Hamilton skoraði eina
mark leiksins gegn Plymouth.
Billy Askew skoraði sigurmark
Hull City gegn W.B.A. Leeds
Utd. vann góðan sigur á heima-
velli gegn Swindon David Rennie,
Bobby Davison, nýkeyptur frá
Derby og Bob Taylor komu lið-
inu í 3:0 fljótlega í fyrri hálfleik.
P.L.A.
Þýska knattspyrnan:
Stuttgart
lá fyrir
Mannheim
Stuttgart tókst ekki að fylgja
eftir góðum sigri á Bayern
Múnchen um síðustu helgi, er
liðið sótti Mannheim heim á
laugardag í v-þýsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu. Mann-
heim sigraði í leiknum með
tveimur mörkum gegn einu.
Leikmenn Bayern Múnchen
voru hins vegar búnir að ná sér
eftir skellinn frá helginni áður og
lögðu Bayer Leverkusen að velli
3:2 á heimavelli. Köln er komið á
sigurbraut á ný eftir að hafa tap-
að þremur stigum í síðustu
tveimur leikjum. Á laugardag
sigraði liðið Hannover mjög
örugglega 2:0. Lárus Guðmunds-
son og félagar hans í Kaiser-
slautern tapa enn. Á laugardag
sótti liðið Gladbach heim og sigr-
uðu heimamenn 1:0.
Lið Atla Eðvaldssonar á einnig
mjög erfitt uppdráttar um þessar
mundir og á laugardag gerði liðið
jafntefli 2:2 við Homburg á úti-
velli. Pað gengur hins vegar allt í
haginn hjá Frankfurt eftir að Uli
Stein fór í markið og að þessu
sinni lagði liðið Karlsruher á
heimavelli með fjórum mörkum
gegn engu. Þá sigraði Hamburger
lið Dortmund á útivelli með
þremur mörkum gegn tveimur og
Nurnberg heldur sínu striki og
lagði Bochum að velli heima með
tveimur mörkum gegn einu.
í þýsku bikarkeppninni mætt-
ust úrvalsdeildarliðið Werder
Bremen og áhugamannaliðið
Wolfsburg. Bremen átti í hinu
mesta basli með að knýja fram
sigur og það hafðist ekki fyrr en í
framlengdum leik. Liðið skoraði
fimm mörk á móti fjórum mörk-
um Wolfsburg.
Arsenal sleppir
ekki deilda-
bikamum
í sl. viku fór fram 4. umferð í
deildabikarnum og urðu úrslit
leikja þessi:
Arsenal-Stoke City 3:0
Aston Villa-Sheffield Wed. 1:2
Bury-Manchester Utd. 1:2
Everton-Oldham 2:1
Ipswich-Luton 0:1
Manchester City-Watford 3:1
Oxford-Wimbledon 2:1
Reading-Bradford 0:0
Arsenal núverandi handhafi
bikarsins eftir sigur í úrslita-
leiknum í fyrra gegn Liverpool
heldur enn í bikarinn, Kevin
Richardson 2 og Dayid Rocastle
gerðu mörkin gegn Stoke City.
Bury sem sló Q.P.R. út í 3.
umferð lék heimaleik sinn á Old
Trafford leikvelli Man. Utd. og
náði forystu í leiknum, en mörk
frá Norman Whiteside og Brian
McClair tryggðu Utd. sigur.
Að þessum leikjum loknum
var dregið til 5. umferðar sem
verður leikin 20. janúar og tókst
stórliðunum sem eftir eru í
keppninni að forðast hvert
annað.
En drátturinn lítur þannig út:
Everton - Manchester City.
Luton - Bradford eða Reading.
Oxford - Manchester Utd.
Sheffield Wed. - Arsenal.
Oxford sem vann keppnina
1986 hefur aldrei tapað leik á
heimavelli sínum í keppninni og
verður fróðlegt að sjá hvort lið-
inu tekst að slá Man. Utd. út.
Arsenal fær erfiðan útileik
gegn Sheff. Wed. og þarf örugg-
lega að halda vel á spilunum ef
bikarinn á ekki að renna þeim
úr greipum. Þ.L.A.
Knatt-
spymu-
úrslit
Úrslit leikja í 1. og 2. deild
ensku knattspyrnunnar á laug-
ardag urðu þessi:
1. deild:
Arsenal-Southampton 0:1
Charlton-Coventry 2:2
Derby-Chelsea 2:0
Liverpool-Norwich 0:0
Luton-Tottenham 2:0
Oxford-Watford 1:1
Portsmouth-Everton 0:1
Q.P.R.-Newcastle 1:1
West Ham-Nott.Forest 3:2
Wimbeldon-Man.United
2:1
2. deild:
Borunemouth-Huddersf. 0:2
Barnsley-Shrewsbury 2:1
Blackburn-C.Palace 2:0
Hull-W.B.A. 1:0
Ipswich-Oldham 2:0
Leeds-Swindon 4:2
Leicester-Bradford 0:2
Man.City-Birmingham 3:0
Plymouth-Middlesbro 0:1
Sheff.Utd.-Reading 4:1
Stoke-Millwall 1:2
Getraunaröðin er þessi:2xl-
x2x-lll-212
Staðan
1. deild
Arsenal 16
Liverpool 14
Q.P.R. 16
Nottm.Forest 15
Everton 16
Man.United 16
Chelsea 16
Wimbledon 16
Southampton 16
Tottenham 17
Luton 15
Oxford 16
Derby 15
West Ham 16
Coventry 16
Newcastle 15
Sheff.Wed. 16
Portsmouth 16
Watford 15
Norwich 17
Charlton 16
11-2-3 30:1135
104-0 33: 8 34
9-5-2 21:13 32
9-3-3 31:14 30
8-4-4 25:12 28
6-8-2 26:18 26
8-1-7 25:26 25
6-5-5 23:20 23
6-5-5 23:22 23
6-4-7 17:19 22
6-3-6 22:18 21
6-3-7 20:25 21
5-5-5 13:14 20
4- 6-6 18:22 18
5- 3-8 19:27 18
3- 6-6 16:24 15
4- 3-9 15:29 15
3-5-8 14:33 14
3-4-8 9:1813
3-3-11 12:25 12
2-4-10 15:28 10
Staðan
2. deild
Bradford
Middlesbro
Hull
Ipswich
Aston Villa
C.Palace
Millwall
Man.City
Blackburn
Birmingham
Barnsley
Lceds
Swindon
Stoke
Leicester
Sheff.Utd.
Plymouth
W.B.A
Bournem.
Shrewsbury
Oldham
Reading
Huddersf.
20 13-4-3 34:17 43
20 12-4-4 31:14 40
20 10-7-3 29:18 37
20 10-6-4 28:16 36
20 9-7-4 27:17 34
19 10-3-6 39:28 33
19 10-3-6 31:25 33
19 9-6-5 44:26 32
19 8-6-5 25:21 30
20 8-6-6 23:28 30
20 8-5-7 29:25 29
20 6-8-6 23:27 26
18 7-4-7 31:27 25
20 6-5-9 16:27 23
19 6-4-9 29:28 22
21 6-4-11 23:33 22
20 5-6-9 31:36 21
20 6-3-11 26:34 21
19 5-5-9 24:30 20
20 3-7-10 17:28 16
18 4-4-10 14:27 16
18 3-4-11 18:34 13
19 2-6-11 21:47 12