Dagur - 23.11.1987, Qupperneq 15
23. nóvember 1987 - DAGUR - 15
Minning:
Jóhann Ámi Guðlaugsson
f
Reykholti
Fæddur 10. júní 1912 - Dáinn 7. nóvember 1987
Það voru heldur döpur tíðindi
sem síminn færði okkur hjónum
árla morguns laugardaginn 7.
nóvember. Þá voru okkur færð
þau tíðindi að einn bestu vina
okkar væri látinn. Hann Árni G.
hafði naustað skip sitt. Öllum að
óvörum barst honum kallið
mikla.
Hann og við öll, vinir hans
höfðum fengið aðvörun, en ég
held að engan hafi grunað að svo
stutt væri skapadægranna að
bíða. En sá er gaf honum lífið og
hefur einnig gefið okkur það,
hann sendi sendiboða sinn til
hans á ljúfan og geðþekkan hátt.
Hann sagði: „Komdu nú barnið
mitt. Þessi stund er þín stund.
Gakk þú nú inn til fagnaðar míns
og til samfunda við vindana sem
ég hefi áður kallað." Og þessi
ljúfi og góði vinur brást fljótt við
og hann var skjótur í heimanbún-
aði sem oft áður er til hans var
kallað. Og nú erum við eftir skil-
in um sinn. Það er tómleiki í hug
og hjarta og stórt og mikið skarð
sem seint mun fyllast. Við höfum
öll mikið misst en þá er líka að
geta þess að við höfum mikið átt.
Ég er orðinn of gamall til að
sakast við Drottin minn og Guð
minn. Og ég veit líka að honum
sem hér hefur kvatt, myndi ekki
vera það að skapi. Én mikið
hefðum við nú viljað hafa þetta á
annan hátt.
Örlögin eða hvað sem það ann-
ars er valda því að við hjónin get-
um ekki fylgt honum síðustu
sporin. En hugur okkar verður
með honum og ykkur ástvinum.
Um leið og við kveðjum þennan
mæta vin og góða dreng með
innilegri þökk fyrir hina löngu og
tryggu vináttu biðjum við Guð að
blessa hann og ykkur öll ástvini
hans. Við notum orð Ritningar-
innar: „Sárt trega ég þig bróðir
minn . . . mjög varstu mér hug-
Ijúfur.“ 2. Sam. 1.26.
Stefán Snævarr.
Passa-
myndir
Gott úrval
mynda-
ramma
myna
LJÓSMYN DASTOFA
Slmi 96-22807 • Pósthólf 464
Glerárgötu 20 602 Akureyri
Auglýsing
Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna
óskar eftir að ráða mann til starfa fyrir nefndina.
Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun eða reynslu
á sviði hagfræði, viðskiptafræði, tölfræði eða talna-
vinnslu.
Um getur orðið að ræða ráðningu í hlutastarf eða
fullt starf. Umsóknarfremstur ertil 24. nóvember n.k.
Umsóknum skal skilað til:
Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna
b/t. fjármálaráðuneytið
Arnarhvoli
Reykjavík.
Framsóknarvist
Þriðjudaginn 24. nóvember verður spiluð fram-
sóknarvist á Hótel KEA og hefst hún kl. 20.30.
★ Vegiegir vinningar. ★
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Akureyrar.
Sauðfjárslátrun
Tilkynna ber fjölda sláturfjár í síðasta lagi
mánudaginn 30. nóvember í síma 24306.
Sláturdagar og móttaka á sauðfé auglýst síðar.
♦
Sláturhús KEA.
Nám í tannsmíði
Ákveðið hefur verið að taka 4 nemendur til náms í
Tannsmíðaskóla íslands í janúar 1988.
Inntökuskilyröi eru grunnskólapróf og kunnátta í ensku og
einu Norðurlandamáli er svarar til stúdentsprófs. Auk þess
þarf að fylgja vottorð um eðlilegt litskyggni. ( umsókn skal
tilgreina aldur (kennitölu), menntun og fyrri störf.
Umsóknir skal senda til Tannsmiðaskóla íslands, Vatns-
mýrarvegi 16, 101 Reykjavík fyrir 5. desember næstkom-
andi.
Menntamálaráðuneytið.
Takið eftir!
Ákveðið hefur verið að hætta um
næstu áramót rekstri frystiklefa
félagsins á Hauganesi.
Viðskiptavinir vorir sem geyma matvæli í frysti-
klefanum eru því vinsamlegast beðnir að fjarlægja
þau eigi síðar en 31. des. nk.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Hafnarstræti 98, hluta, Akur-
eyri, þingl. eigandi Hótel Akureyri hf., fer fram í dómsal emb-
ættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 27.
nóvember '87 kl. 13.45
Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar, fnnheimtu-
maður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl., Iðnaðarbanki Islands
hf., Björn Ólafur Hallgrímsson hdl., Klemens Eggertsson hdl.,
Landsbanki íslands, Ásgeir Thoroddsen hdl., Guðmundur
Þórðarson hdl., Baldvin Jónsson hrl., Guðmundur Jónsson
hdl., Jón Þóroddsson hdl., Bæjarsjóður Akureyrar og ÓlafurB.
Árnason hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Hjallalundi 17a, Akureyri,
þingl. eigandi Björk Dúadóttir, fer fram í dómsal embættisins
Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 27. nóvember '87
kl. 13.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Jónas Aðalsteinsson hrl., Landsbanki
íslands og Veðdeild Landsbanka íslands.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Mið-Samtúni, Glæsibæjar-
hreppi, þingl. eigandi Ingi Guðlaugsson ofl., ferfram í dómsal
'embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyrl föstud. 27.
nóvember '87 kl. 14.15.
Uppboðbeiðandi er Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Sýslumaðurinn ( Eyjafjarðarsýslu.