Dagur - 07.12.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 07.12.1987, Blaðsíða 7
7. desember 1987 - DAGUR - 7 Enska knattspyrnan: Everton getur ekki skorað - Góður sigur Man. United - Loks Arsenal-sigur Hamingjudísirnar hafa ekki brosað við Arsenal að undan- förnu og svo virtist sem ekki yrði breyting á því í heimaleik liðsins gegn Sheffield Wed. á laugardaginn. Arsenal hóf þó leikinn mjög vel og hafði algera yfirburði,, en Kevin Richardson, Mike Thomas og Alan Smith fóru illa með góð færi í byrjun. Á 27. mín. var dæmd víta- spyrna á Sheffield er boltinn fór í hendi Mel Sterland, en mark- vörður Sheffield, Martin Hodge gerði sér lítið fyrir og varði víta- spyrnuna frá Thomas. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Arsenal náði lið Sheffield Wed. forystunni 5 mín. síðar þegar Colin West skoraði eftir sendingu Nigel Pearson, West hitti boltann illa, en hann hafnaði þó í netinu. Smith fékk tækifæri til að jafna í lok hálfleiksins, en boltinn hafn- aði í þverslá og aðdáendur Arsenal voru þöglir'í leikhléinu. Það liðu þó aðeins 18 mín. af síðari hálfleiknum áður en Arsenal jafnaði, Richardson skoraði með skalla eftir sendingu frá Steve Williams besta manni Arsenal í leiknum. Tvö mörk Arsenal í tveim mín. gerðu síðan út um leikinn og tryggðu liðinu þrjú stig, Perry Groves og Paul Merson sem komið hafi inná sem varamaður sáu um að koma knettinum í netið. Q.P.R. tapar sjaldan leik á plastvelli sínum sem ekki þykir gott að spila á, og verður reyndar rifinn upp í sumar og lagður þar grasvöllur í staðinn. Víst er að ýmsir leikmenn 1. deildar mundu glaðir vinna í sjálfboðavinnu við þá framkvæmd, en þó er ekki víst að leikmenn Man. Utd. tækju þátt í því eftir að verða fyrstir til að leggja heimamenn að velli á plastinu á þessu leiktímabili. Þrátt fyrir að í lið Utd. vantaði ýmsa sterka leikmenn vegna meiðsla lék liðið oft ágæta knatt- spyrnu og vann sanngjarnan sigur í leiknum. Peter Davenport náði forystu fyrir Utd. á 35. mín. fyrri hálfleiks eins og íslenskir sjón- varpsáhorfendur sáu, varnar- mönnum Q.P.R. tókst ekki að hreinsa frá marki sínu og Daven- port skoraði með föstu skoti. Fyrirliðinn Bryan Robson skor- aði síðan síðara mark liðsins með skalla eftir að Remi Moses hafði með miklu harðfylgi komið bolt- anum til hans. Robson lék sem miðvörður í leiknum og var besti maður vallarins, en Mark Falco, sem Q.P.R. er að kaupa frá Glas- gow Rangers, byrjaði ekki vel hjá félaginu, var bókaður og síð- an tekinn útaf. Martin Allen átti hættulegasta færi Q.P.R. í leikn- um, en gott skot hans fór rétt framhjá. Wimbledon hefur ekki tapað í sjö síðustu leikjum sínum og gerði jafntefli á heimavelli gegn Nottingham For. á laugardag. Það var Forest sem hafði yfir í leikhléi, Nigel Clough skoraði með glæsilegu skoti eftir undir- búning Tommy Gaynor sem lék sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa verið keyptur frá Doncaster fyrir £ 25.000. Calvin Plummer sem lék sinn fyrsta leik með aðal- liðinu í 5 ár fór illa að ráði sínu er hann skaut yfir af markteig eftir að hafa leikið á markvörð Wimbledon og gæti því þurft að bíða önnur 5 ár eftir sínum næsta leik. Dennis Wise jafnaði fyrir Wimbledon með góðum snún- ingsbolta í upphafi síðari hálf- leiks, en í þeim fyrri vildu leik- menn Wimbledon frá vítaspyrnu þegar Neil Webb braut á Wise innan vítateigs. Wimbledon sótti meira það sem eftir var leiksins og Steve Sutton varði tvívegis vel frá Allan Cork, en jafnteflið sanngjörn úrslit. Stuart Pearce vinstri bakvörð- ur Forest skrifaði undir nýjan samning við félagið í vikunni, en öll stórliðin á Bretlandi hafa ver- ið á eftir honum að undanförnu. Charlton neðsta lið 1. deildar náði jafntefli gegn Englands- meisturum Everton á heimavelli sínum. Þetta var annar leikurinn í röð sem Everton tekst ekki að skora í gegn liðum neðarlega á töflunni. Chariton lék stífa rang- stöðutaktík í leiknum sem Ever- ton tókst ekki að ráða við. Peter Shirtliff var mjög sterkur í vörn Charlton og hann bjargaði á línu frá Dave Watson á 17. mín. Everton átti mun meira í leikn- um, en vantaði kraft í sóknina, það var helst Graeme Sharp sem var hættulegur, en þrívegis var varið frá honum úr góðu færi. Lið Robert Maxwell, Derby og Watford gerðu jafntefli í leik sínum. Mark Wright náði foryst- unni fyrir Derby á 28. mín. fyrri hálfleiks með sínu fyrsta marki fyrir liðið sfðan hann var keyptur frá Southampton, en Glyn Hodges jafnaði fyrir Watford í þeim síðari. Maxwell hefur nú ákveðið að selja hlut sinn í Oxford þar sem stjórn knatt- spyrnusambandsins telur það ekki samræmast reglum að sami maður sé eigandi að mörgum liðum. Oxford tapaði á heima- velli sínum fyrir Newcastle. Mark Neil McDonald úr vítaspyrnu fyrir Newcastle var eina markið í fyrri hálfleik, Dean Saunders jafnaði fyrir Oxford úr víta- spyrnu í upphafi síðari hálfleiks, en þeir Mike O’Neill og Mirand- hinha tryggðu Newcastle sigur- inn. Luton tapaði óvænt á heima- velli gegn Norwich sem enn hefur Mark Ward West Ham rekinn útaf á síðustu mínútu gegn Southampton. ekki ráðið til sín framkvæmda- stjóra. Brian Stein náði þó forystunni fyrir Luton í fyrri hálfleik, en í þeim síðari skoruðu þeir Dale Gordon og Ian Crook fyrir Norwich. West Ham sigraði Southamp- ton í London, Kevin Keen náði forystu fyrir West Ham í fyrri hálfleik, en Danny Wallace jafn- aði fyrir leikhlé. Alan Dickens skoraði sigurmark West Ham í síðari hálfleik. Mark Ward hjá Martin Hodge markvðrður Sheff. Wed. varði vítaspyrnu í fyrri hálf- leik gegn Arsenal. Leik Liverpool og Chelsea á Anfield í Liverpool var sjón- varpað í Bretlandi á sunnudag- inn. Fyrirfram var búist við næsta öruggum sigri Liverpool sem er ósigrað í 1. deildinni í vetur og stefnir af öryggi á Englandsmeist aratitilinn. En Chelsea varð erfiðari biti fyrir liðið en búist var við, og lagði sitt af mörkum í mjög góð- um leik. Það var reyndar Chelsea sem náði forystu í leiknum á 21. mín. fyrri hálfleiks, aðeins annað markið sem Liverpool fær á sig í deildinni á Anfield. Mark Lawrenson felldi Pat Nevin innan vítateigs og Gordon Durie skoraði ,af öryggi úr víta- spyrnunni, eina markið í fyrri hálfleik. i ■ Liverpool pressaði stíft eftir markið, en það var ekki fyrr en á 21. mín. síðari hálfleiks sem þeim tókst að jafna. Þá braut Joe McLaughlin á John Aldridge í vítateig og Aldridge skoraði sjálfur úr víta- spyrnunni sitt 15. mark á leik- tímabilinu. Það var síðan 4 mín. fyrir leikslok að Liverpool skoraði sigurmark leiksins. Hinn stórhættulegi leikmaður liðsins John Barnes lagði upp West Ham var rekinn útaf á síð- ustu mín. þegar hann þráaðist við að færa sig frá eftir ;.ð dæmd var aukaspyrna á liðið, en hann hafði verið bókaður fyrr í leiknum. Loks gerðu Portsmouth og Coventry markalaust jafntefli í tilþrifalitlum leik. f 2. deild er Middlesbrough nú efst með 44 stig eftir marklaust jafntefli á útivelli gegn Leicester. Bradford er í öðru sæti með 43 stig, tapaði úti gegn Ipswich. Mike Stockwell, Romeo Zond- ervan tvö víti og Nigel Gleghorn skoruðu í 4:0 sigri Ipswich. Crystal Palace sigraði Man. City á útivelli í sögulegum leik, heimaliðið náði forystu um miðj- an síðari hálfleik, Paul Lake skoraði. En þá hófst ballið fyrir alvöru, markvörður City, Eric Nixon sem hafði verið bókaður fyrr í leiknum var rekinn af leik- velli fyrir brot á Mark Bright inn- an vítateigs. Steve Redmond fór í mark, en Neil Redfern skoraði úr vítinu. Mark Bright kom Palace yfir, City fékk vítaspyrnu, en Paul Stewart skaut í stöng. Bright bætti síðan við þriðja marki Palace undir lokin. Aston Villa skaust upp í 3. sæt- ið með 2:1 heimasigri gegn Swindon, Garry Thompson skor- aði bæði mörkin. Mörk John Sheridan úr víti og Bobby Davi- son í fyrri hálfleik komu Leeds Utd. á bragðið á heimavelli gegn Birmingham. Liðið vann öruggna sigur og stjórinn, Billy Bremner telur of snemmt að afskrifa liðið sem er nú að endurheimta menn eftir meiðsli. Þ.L.A. markið, gaf glæsilega hælspyrnu til Ray Houghton er sendi knött- inn fyrir markið og þar var Steve McMahon réttur maður á réttum stað og sendi knöttinn í netið. Liverpool heldur því fimm stiga forskoti í 1. deild og mörg- um finnst ekki spurning um hvort liðið sigri deildina, heldur hverj- um ef nokkrum tekst að sigra lið- ið í deildarleik. Þ.L.A. Gordon Durie kom Chelsea yfir gegn Liverpoo! í gær, en það dugði ekki til sigurs. Knatt- spymu- úrslit Úrslit leikja í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar um helgina urðu þessi: 1. deild: Arsenal-SheíT.Wed. 3:1 Charlton-Everton 0:0 Derby-Watford 1:1 Liverpool-Chelsea 2:1 Luton-Norwich 1:2 Oxford-Newcastle 1:3 Portsmouth-Coventry 0:0 Q.P.R-Man.United 0:2 West Ham-Southampton 2:1 Wimbledon-Nott.Forest 1:1 2. deild: Bournemouth-OIdham 2:2 Aston Villa-Swindon 2:1 Barnsley-W.B.A. 3:1 Blackburn-Millwall 2:1 Hull-Reading 2:2 Ipswich-Bradford 4:0 Leeds-Birmingham 4:1 Leicester-Middlesbro 0:0 Man.City-C.Palace 1:3 Plymouth-Shrewsbury 2:0 Sheff.Utd.-Huddersfield 2:2 Getraunaröðin er þessi: lxx-22x-21x-llx Staðan 1. deild Liverpool 17 13-4-0 41:9 43 Arsenal 18 12-2-4 33:14 38 Q.P.R. 18 9-54 22:18 32 Nottm.For. 16 94-3 32:15 31 Everton 18 8-64 25:12 30 Man.United 17 7-8-2 28:18 29 Chelsea 18 8-2-8 27:29 26 Wimbledon 18 6-7-5 25:22 25 Derby 17 6-6-5 16:16 24 Southampton 18 6-5-7 25:2623 West Ham 18 5-7-6 20:23 22 Tottenham 18 64-8 17:21 22 Oxford 18 64-8 21:28 22 Luton 17 6-3-8 23:21 21 Newcastle 17 5-6-6 21:26 21 Coventry 18 5-5-8 19:27 20 Sheff.Wed. 18 5-3-10 19:33 18 Portsmouth 18 4-6-8 15:33 18 Watford 18 4-5-9 12:23 17 Norwich 19 4-3-12 14:27 15 Charlton 18 2-5-11 16:30 11 2. deild Middlesbro 22 13-54 33:14 44 Bradford 22 134-5 36:25 43 Aston Villa 22 11-74 33:20 40 C.Palace 2112-3-6 45:29 39 Ipswich 22 11-6-5 32:17 39 Millwall 22 12-3-7 37:27 39 HuII 2210-84 31:22 38 Man.City 22 10-7-6 48:30 36 Blackburn 21 9-7-5 27:22 34 Birmingham 22 9-6-7 25:32 33 Barnsley 22 9-5-8 32:28 32 Swindon 21 94-8 40:32 31 Leeds 22 7-8-7 27:31 29 Plymouth 22 7-6-9 34:36 27 Stokc 21 7-5-9 19:27 26 Leicester 21 6-5-10 29:29 23 Sheff.Utd. 22 6-5-11 25:35 23 W.B.A 22 64-12 28:38 22 Bournem. 22 5-6-11 28:38 21 Oldham 20 4-5-11 16:30 17 Shrewsbury 22 3-7-12 17:33 16 Huddersf. 22 3-7-12 25:53 16 Reading 21 3-6-12 20:39 15 Ovænt mót- spyma Chelsea - Liverpooi sigraði Chelsea 2:1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.