Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 8. desember 1987 Strandasýsla: Töluverðar vega- framkvæmdir sl. sumar og í haust - segir Magnús Guðmundsson hjá Vegagerðinni Vegaframkvæmdir hafa verið umtaisverðar í Strandasýslu sl. sumar og í haust. Nýtt burðar- lag var lagt á Stein- grímsfjarðarheiði. Ekið var 60 cm þykku burðarlagi í ellefu Álafoss: Vinnumiðlun starfsmanna Við samruna Álafoss hf. og UHariðnaðar Sambandsins í nýtt fyrirtæki, Álafoss hf., sem tók til starfa 1. desember sl., reyndist nauðsynlegt að segja um 140 starfsmönnum upp störfum, en hjá fyrirtækinu, sem verður með starfsemi á Akureyri, í Mosfellsbæ, Reykjavík og Hveragerði, verða um 550 starfsmenn. Af þeim starfsmönnum, sem ekki var hægt að ráða til hins nýja fyrirtækis vegna niðurskurðar og endurskipulagningar voru um 70 starfsmenn Iðnaðar- deildar á Akureyri og um 60 starfsmenn hjá Álafossi í Mos- fellsbæ. Forráðamenn nýja Álafoss hf. hafa komið á fót vinnumiðlun fyrir það fólk, sem ekki fær endurráðningu, og óskar eftir aðstoð við vinnuleit. Tveir starfs- hópar hafa verið skipaðir, en í hópnum á Akureyri eru Birgir Marinósson, starfsmannastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins, Hrafn Hauksson, varaformaður starfsmannafélags verksmiðja Sambandsins á Akureyri og Valdimar Thorarensen, fulltrúi Iðju. Starfshópinn í Mosfellsbæ skipa Ingjaldur Hannibalsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri gamla Álafoss hf., Þrúður Helga- dóttir, formaður starfsmannafé- lags Álafoss í Mosfellsbæ og Baldvin Hafsteinsson, fulltrúi Verzlunarmannafélags Reykja- víkur. Jón Sigurðarson, forstjóri nýja Álafoss hf. er formaður beggja starfshópanna. Ráðgjafi verður Jón Hákon Magnússon, en hann var í forsvari fyrir Vinnumiðlun Hafskips hf. þegar 250 manns misstu atvinnu sína og þegar á annað hundrað manns misstu vinnuna við samruna BÚR og ísbjarnarins í Granda hf. Vinnumiðlunin vinnur í sam- ráði og samvinnu við viðkomandi starfsmannafélög og verkalýðs- félög að þessu verkefni. Unnið verður skipulega að vinnumiðluninni og er það ósk forráðamanna Álafoss hf. að öll þau fyrirtæki og aðrir aðilar, sem leita nú að góðum starfsmönn- um, hafi samband við vinnumiðl- unina, við Birgi Marinósson í síma 96-21900 á Akureyri eða Ingjald Hannibalsson á Álafoss- skrifstofunni í Mosfellsbæ í síma 91-666300. Takist enduruppbygging og endurskipulagning hins nýja fyrirtækis á ullarútflutningsiðnaði landsmanna, er ljóst að í náinni framtíð skapast mörg ný störf í þessari mikilvægu framleiðslu- grein. Hér er því væntanlega að- eins um tímabundinn vanda að ræða. kflómetra langan vegarkafla frá sæluhúsinu og niður á Lágadalsbrúnina. Sem stendur er unnið að vegaframkvæmd- um inn við Guðlaugsvík og er þeim framkvæmdum svo til að Ijúka. Við hringdum vestur og ræddum við Magnús Guð- mundsson verkstjóra hjá Vegagerðinni og leituðum frétta af vegaframkvæmdum í Strandasýslu. Að sögn Magnúsar hófst vinna við lagningu nýs burðarlags á veginn yfir Steingrímsfjarðar- heiði í sumar og lauk því verki í haust. Vegarkafli þessi er um ellefu km langur og liggur frá sæluhúsinu niður á Lágadals- brún. Verktaki vinnur þessa stundina við lagningu vegarkafla inn við Guðlaugsvík. Vegarkafli þessi liggur úr Stikuhálsi og suður fyrir Guðlaugsvíkina. Þá er verið að byggja nýja brú yfir Víkurá. Magnús sagði einnig að unnið væri við styrkingu 7-8 km vegar- kafla í Bitrunni og var því verki að ljúka. Aðspurður um lagningu varanlegs slitlags á vegi í Strandasýslu, sagði Magnús að lagðir hefðu verið 10 km slitlags í Hrútafirði í sumar. Samtals eru þá um 25-26 km af leiðinni frá Brú í Hrútafirði og norður á Hólmavík með varaniegu slitlagi. Að endingu sagði Magnús að í bígerð væri lagning varanlegs slit- lags á alla styrkingarkafla og nýja vegarkafla. pbv Jón E. Stefánsson ræsir dælur vatnsveitunnar. Með honum á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur Árnason vatns- veitustjóri og Kristján Þór Júiiusson bæjarstjóri á Dalvík. Dalvík: Ný vatnsveita tekin í notkun A föstudaginn var tekin í notk- un ný vatnsveita á Dalvík. Síð- ustu árin hefur kalda vatnið á Dalvík versnað hægt og hægt, mikið salt var í vatninu og því Ijóst að nýrri veitu þurfti að koma upp. Margir staðir komu til greina þegar kannað var hvar nýtt vatn skyldi tekið en á síðastliðnu hausti höfðu menn fengið áhuga á þeim stað þar sem vatnið er nú tekið og bæjarstjórn ákvað á fundi sín- um í febrúar að þar skyldi virkjað. Nýja vatnsveitan er á áreyrum Svarfaðardalsár, í landi Bakka og Hofsárkots. í sumar hófst vinna við lagningu 9,5 kílómetra langr- ar lagnar frá veitusvæðinu til Dal- víkur og jafnframt var gengið frá veituhúsi og brunnum á veitu- svæðinu. Fjórir brunnar voru gerðir og í þá settar dælur en hver brunnur getur skilað 12-18 sekúndulítrum af vatni. Jón Emil Sigurðsson, heiðurs- borgari Dalvíkurbæjar og fyrrum vatnsveitustjóri kveikti á dælun- um á föstudaginn og tók þar með nýju veituna í notkun. Að því loknu bauðst gestum að bergja á nýja vatninu og voru menn á einu máli um að gæði nýja vatnsins væru mikil. höfnina að kostnaður við nýju veituna væri um 27 milljónir króna. Kristján sagði að víst mætti segja að þessi dýra fram- kvæmd hafi komið niður á öðrum framkvæmdum Dalvíkurbæjar en bæjarstjórn væri fullsæmd af verkinu einu þótt ekki hefði verið ráðist í neitt annað á árinu. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Dalvík sagði við vígsluat- Verkfræðiskrifstofa Norður- lands annaðist hönnun að þessu verki en Jarðverk hf. á Dalvík og starfsmenn áhaldahúss og Vatns- veitu Dalvíkur unnu verkið. JÓH Örn Björnsson útibússtjóri afhcndir Pétri Eggertssyni sjúkrakassa í sjúkra- bíl Skagstrendinga í tilefni árs afmælis Alþýðubankans á Blönduósi. Blönduós: Alþýðubankinn hf. 1 árs Fyrir nokkru var haldið upp á eins árs afmæli Alþýðubank- ans hf. á Blönduósi. Var tekið höfðinglega á móti viðskipta- vinum bankans og þeim boðið upp á kafíí og kökur í tilefni dagsins. Bankinn er til húsa að Húnabraut 13 í einkar vistlegu og skemmtilega innréttuðu húsnæði. Við tókum tali Örn Björnsson útibússtjóra og spurðum hann hvernig rekstur- inn hefði gengið. „Undirtektir fólks hér í Húna- vatnssýslum við Alþýðubankan- um hafa verið mjög góðar og í sannleika sagt miklu betri en bjartsýnustu menn höfðu vonað. Viðskiptavinum fjölgar stöðugt og greinilegt að fólk kann vel að meta þá þjónustu sem við innum af hendi. Fljótlega eftir að við hófum reksturinn hér á Blöndu- ósi þá opnuðum við tvær banka- afgreiðslur, á Skagaströnd og svo að Gauksmýri í Vestur-Húna- vatnssýslu. Eg lít björtum augum á framtíðina, finn að við höfum meðbyr og að Húnvetningum iík- ar vel að fá samkeppnisaðila á svæðið,“ sagði Örn. Það kom einnig fram í samtal- inu við Örn að hlutdeild Alþýðu- bankans í heildarinnlánum í Húnavatnssýslum er tæp 4% og að spariinnlán hafa aukist hvorki meira né minna en 650% frá síð- ustu áramótum. Það er því greinilegt að Húnvetningar kunna ve! að meta þjónustu bankans. pbv Hólmavík: Jafnlélegasta rækjan í tuttugu ár - segir Jón Alfreðsson kaupfélagsstjóri Tíu bátar stunda rækjuveiðar frá Hólmavík og skiptist 300 tonna heildarkvóti nokkurn veginn jafnt á milli þeirra. Veiðarnar hafa gengið þokka- lega ef miðað er við árstíma en frekar mun vera rækjan smá. Menn eru ekkert að flýta sér við veiðarnar og sumir jafnvel ekki byrjaðir. Við leituðum upplýsinga um ástand og horf- ur rækjuveiða, fyrir svörum varð Jón Alfreðsson kaupfé- lagsstjóri á Hólmavík. „Veiðarnar hafa gengið frekar misjafnlega og rækjan er oft á tíðum mjög léleg, en svona mið- að við árstíma þá er þetta þolan- leg veiði. Héðan eru tíu bátar gerðir út á rækju og skiptist 300 tonna heildarkvóti á milli þeirra. Menn hafa ekki verið með neinn æsing við að ná þessum tonnum, ætli við séum ekki um það bil hálfnaðir með kvótann,“ sagði Jón. Sagði Jón einnig að líklega væri þetta jafnlélegasta rækjan sem þeir á Hólmavík hefðu feng- ið til vinnslu frá því rækjuveiðar hófust þar fyrir rúmum tuttugu árum. Rækjan væri sem fyrr segir ákaflega misjöfn og óvenju smá. Um samfellda rækjuvinnslu á Hólmavík hefur ekki verið að ræða, en mannskapurinn færður til á milli rækju- og fiskvinnslu. Jón sagði að ekki hefði verið lagt hart að mönnum að veiða rækj- una vegna þess hve lítill kvótinn væri. Menn færu af stað eftir ára- mótin og vonuðust þá til að fá betri rækju en veiðist í dag. pbv Lausullar- búnaði komið fyrir um áramót Hingaö til hefur öllum afskurði af framleiöslu Steinullarverk- smiðjunnar á Sauðárkróki ver- ið hent. Um næstu áramót leggst það af, því þá verður komið fyrir lausullarbúnaði sem tætir upp afskurðinn og gerir úr honum svokallaða lausull. Að sögn Þórðar Hilmarssonar framkvæmdastjóra er reiknað með 350 tonnum af lausull á næsta ári og má segja að sú fram- leiðsla sé þegar seld fyrirfram. Um 100 tonn hér innanlands og afganginn kaupir Partek finnskur samstarfsaðili Steinullarverk- smiðjunnar. En mikil eftirspurn- er eftir þessari vöru í Finnlandi. Sagði Þórður lausullina góða búbót fyrir verksmiðjuna. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.