Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 8. desember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SI'MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þáttaskil í skattamálum Um næstu áramót verða þýðingarmikil þáttaskil í skattamálum landsmanna en þá ganga í gildi lög um staðgreiðslu opinberra gjalda. Frá þeim tíma er launagreiðendum skylt að halda eftir staðgreiðslu af launum starfsmanna og skila mánaðarlega. Þessi róttæka breyting á skattakerfinu hefur ýms- ar aðrar breytingar í för með sér. Þannig mun hver launþegi fá eigið skattkort sem lagt verður til grundvallar við útreikning persónufrádráttar við útborgun launa. Jafnframt verða frádráttarheim- ildir mun þrengri en verið hefur fram til þessa. Þannig verður atvinnurekendum gert mun erfiðara um vik en áður að „fela“ ýmsar yfirborganir sem tíðkast hafa, í formi bílastyrks, fæðispeninga o.fl. Með tilkomu staðgreiðslukerfisins verður launa- greiðandi alfarið ábyrgur fyrir því að standa í skil- um gagnvart ríki og sveitarfélögum, en ekki launþegar og er þar um verulega breytingu að ræða. Um leið og staðgreiðsla opinberra gjalda tekur gildi, verða gerðar róttækar breytingar í óbeinni skattheimtu. Söluskattsfrumskógurinn verður grisjaður með því að einugis eitt söluskattsstig gildir þegar um er að ræða vörur en annað lægra um þjónustu. Þá verður undanþágum fækkað veru- lega og eftirlit hert. Tollalög verða einfölduð með því að fækka tollstigum og fella niður tolla af mat- vörum og loks verður vörugjaldskerfið einfaldað. Þótt deila megi um einstaka þætti þessara skatt- kerfisbreytinga, eru breytingarnar í heild tvímæla- laust spor í rétta átt - í þá átt að gera skattakerfið skilvirkara og koma í veg fyrir skattsvik. Eflaust er mönnum í fersku minni skýrsla þeirrar nefndar, sem skipuð var á síðasta kjörtímabili til að kanna umfang skattsvika hér á landi. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að árlega væri nokkrum milljörð- um króna skotið undan skatti og var gloppótt sölu- skattskerfi talið valda miklu um slæmar heimtur. Nefndarmenn töldu að vænlegasta leiðin til að auka skilvirknina væri að fækka söluskattsundan- þágum og einfalda skattakerfið í heild. Þau mark- mið tók ríkisstjórnin upp í málefnasamningi sínum og er nú óðum að efna. Reynslan mun leiða í ljós hversu farsælt stað- greiðslukerfið reynist. Viðbúið er að einhver vandamál komi upp við framkvæmdina og eflaust þarf að sníða af kerfinu agnúa þegar fram líða stundir. En væntanlega mun staðgreiðslukerfið, ásamt þeim breytingum sem gerðar verða á óbeinni skattheimtu, leiða til jafnari og réttlátari skatt- lagningu en nú tíðkast. BB. Mikilvæg vika fram- undan á Alþingi Alþingisstörf síðustu viku ein- kenndust af samningum bak við tjöldin og því náði ríkis- stjórnin ekki að leggja fram öll þau frumvörp, sem hún hafði ætlað sér. Samkomulag náðist þó um fiskveiðifrumvarpið milli stjórnarflokkanna og var það lagt fram í efri deild á föstudaginn. Húsnæðismála- frumvarpið tók lengri tíma í félagsmálanefnd neðri deildar og því náðist ekki að leggja það fram í vikunni. Stjórnar- andstaðan gagnrýndi stjórnina harðlega fyrir slælega verk- stjórn og benti á þá staðreynd að einungis væru rúmar tvær vikur eftir af þingstörfum fyrir jól. Það er því líklegt að mikið verði um kvöld- og jafnvel næturfundi næstu tvær vikurn- ar hjá þingmönnum. Mikilvægi íþrótta Á mánudaginn lagði Finnur Ing- ólfsson (B), en hann situr nú á Alþingi sem varamaður Guð- mundar G. Þórarinssonar, fram þingsályktunartillögu um könnun á mikilvægi íþrótta. Tillaga Finns er á þá leið að ríkisstjórnin láti Rannsóknaþjónustu Háskóla íslands kanna efnahagsleg áhrif og mikilvægi íþrótta fyrir þjóðlíf- ið. Með könnuninni skal stefnt að því að fá heildaryfirlit yfir íþróttastarfsemina og hvaða efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu hlutverki hún gegnir með beinum eða óbeinum hætti fyrir þjóðlífið. Allur kostn- aður við könnunina á að greiðast úr ríkissjóði og á henni að vera Iokið fyrir árslok 1990. Finnur kom inn á niðurskurð til íþróttamála í fjárlagafrum- varpinu og sagði að hann væri til kominn vegna vanþekkingar á íþróttahreyfingunni og vanmati á störfum hennar. Margir þingmenn, bæði stjórnar og stjórnarandstöðu, tóku til máls við þessa umræðu og voru flestir jákvæðir á innihald tillögunnar. Alexander Stefánsson (B) sagði m.a. að ekki væri tímabært að leggja niður íþróttasjóð. Sagði hann að ef sú stefna yrði ofan á, yrði flutt formleg tillaga um að sjóðurinn myndi starfa áfram á svipuðum grundvelli og nú. Á mánudaginn var kosið í Áfengisvarnaráð, Stjórnarnefnd Ríkisspítalanna og Yfirskoðun- arnefnd ríkisreikninga. Finnur Ingólfsson, ásamt Guðrúnu Helgadóttur (G), Inga Birni Albertssyni (S), og Kristínu Einarsdóttur (V) lögðu fram frumvarp um lögverndun á starfs- heiti og starfsréttindum fóstra. Júlíus Sólnes og Guðmundur Ágústsson (S) lögðu fram frum- varp til laga um húsnæðislána- stofnanir og húsbanka. Leggja þeir til að tekið verði upp tvöfalt húsnæðiskerfi. Ríkið sjái aðeins um lánveitingar til bygginga með félagsleg markmið og til þeirra sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð. Síðan yrðu settir upp sérstakir húsbankar sem sæju um lánveitingar til annarra hópa. Staðgreiðslufrumvarpið Á þriðjudaginn 1. desember var enginn þingfundur, eins og venja er á fullveldisdaginn. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda á mið- vikudaginn. Ræddi hann um helstu atriði frumvarpsins og lagði áherslu á að frumvarpið gerði kerfið þjálla og drægi úr misræmi. Stjórnarandstöðuþingmenn, sem til máls tóku, voru frekar jákvæðir í garð frumvarpsins, en gagnrýndu hve seint það kæmi fram. Frumvarp þingmanna Kvenna- listans þess efnis að heimavinn- andi húsmæður fái aðild að Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda kom til framhaldumræðu í neðri deild. Nokkur umræða var um frumvarpið og Guðrún Helga- dóttir (G) benti á að þegar hefði verið samþykkt þingsályktunar- tillaga um sama efni. Vildi hún fá að vita hvar það mál væri á vegi statt. Kjartan Jóhannsson (A) lagði fram fyrirspurn um hve oft fjár- málaráðuneytið hefði heimilað greiðslu opinberra gjalda með skuldabréfi eða sambærilegum skuldaviðurkenningum. í svari fjármálaráðherra kom fram að langstærstur hluti þessara heim- ilda til greiðslu skatta var veittur í tíð Alberts Guðmundssonar sem fjármálaráðherra. Mál þetta var mikið rætt í fjölmiðlum í seinustu viku og sýndist sitt hverjum. Það liggur fyrir að ráð- herra hefur heimild til að gera þetta og hefur Albert Guð- mundsson haldið því fram að með þessu hafi hann tryggt ríkis- sjóði greiðslu á miklum fjárhæð- um sem annars hefðu ekki inn- heimst. Einnig hefur hann sakað Alþýðuflokkinn um að vera með persónulega rógsherferð á hend- ur sér. Athyglisverðir fímmtudagsfundir Alþingi hefur störf snemma á fimmtudögum og eru fyrir hádeg- ið svokallaðir fyrirspurnafundir. Þetta eru hinir athyglisverðustu fundir og ef fólk hefur áhuga á því að fá gagnlegar upplýsingar um ýmis mál; þá er þetta sá tími sem það ætti að mæta. Þegar hef- ur verið sagt frá í Degi ýmsum þeim málum sem þar komu fram. Finnur Ingólfsson (B) spurði hvort breyta ætti lögum um skyldusparnað ungs fólks með hinu nýja staðgreiðsluskatta- kerfi. í svari Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra kom fram að hún mun beita sér fyrir hækkun vaxta á skyldusparnaði. Einnig greindi hún frá því að hún hygðist leggja fram frumvarp til breytinga á skyldusparnaðarkafla húsnæðislaganna fljótlega eftir áramót. Á sama tíma verður undanþágum frá skyldusparnaði fækkað og prósentan lækkuð úr 15% í 8%. Orkumálin komu til umræðu er Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra svaraði fyrirspurn frá Jóni Kristjánssyni (B) um mögu- leika á orkusölu til Bretlands. í svari ráðherra kom fram að hann telur möguleika á sölu á orku afar litla næstu áratugina. Ástæð- an væri hin mikla vegalengd og sú rýrnun sem óhjákvæmilega yrði þegar orka væri flutt á milli landa. Hins vegar sagði Friðrik að rétt væri að ræða þessi mál við fulltrúa North Venture, en það er breskt fyrirtæki sem sýnt hefur áhuga á því að kaupa raforku héðan. Fulltrúar fyrirtækisins koma til landsins í dag og ræða við ráðherra á miðvikudaginn. Óvænt var boðað til fundar í báðum deildum á föstudaginn, en venjulega eru ekki fundir á föstu- dögum. í neðri deild var frum- varpi um lífeyrisréttindi hús- mæðra vísað til nefndar og var því fundurinn frekar endaslepp- ur. í efri deild urðu fjörugri umræður, því Svavar Gestsson (G) gagnrýndi þá ákvörðun að boða fund án samráðs við for- menn allra þingflokka. Guðrún Agnarsdóttir (V) tók undir þessa gagnrýni og sagði hana ekki vera til þess fallna að auka tiltrú á störfum þingsins. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (D), Eyjólf- ur Konráð Jónsson (D), og Karl Steinar Guðnason (A) forseti efri deildar Alþingis vörðu þessa ákvörðun og sögðu þetta vera í fullu samræmi við þingsköp. Frumvarp um stjórnun fískveiða lagt fram Á þessum fundi var dreift hinu nýja frumvarpi stjórnarinnar um stjórnun á fiskveiðum. Á dag- skránni var einnig frumvarp um norræna fjárfestingarbankann. Hins vegar voru ekki nægjanlega margir þingmenn mættir til atkvæðagreiðslu, þannig að umræðu var frestað fram yfir helgi. Á almenna stjórnmálasviðinu var nóg um að vera. Stjórnar- flokkarnir náðu saman um fisk- veiðifrumvarpið og húsnæðis- málafrumvarpið virðist ætla að ganga í gegn. Hins vegar virðist niðurskurðurinn til landbúnaðar- mála ætla að verða erfiðari viður- eignar. Ekki liggur ljóst fyrir þeg- ar þessar línur eru ritaðar hvort næst að leggja það fram í næstu viku. Samkomulagið milli stjórn- arflokkanna virðist vera frekar stirt, en þó virðist það stefna í rétta átt. Á föstudaginn var tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins kynnt fyrir blaðamönnum og er í ráði að leggja það fram á Alþingi í þess- ari viku. Tekjuliðirnir hafa hækk- að mikið og í ráði er að leggja 25% söluskatt á allan neysluvarn- ing. Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra hefur þó heitið því að verð á algengustu neysluvörum t.d. mjólk, mjólkurvörum og dilkakjöti, muni ekki hækka. í frumvarpinu er gert ráð fyrir mikilli lækkun tolla á innfluttum vörum, en undanþágum frá sölu- skatti verði fækkað. Þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar- innar að gera innheimtu á sölu- skatti einfaldari og skilvirkari. í þessari viku verða því mörg mikilvæg mál lögð fram og rædd á Alþingi. Þar má nefna fisk- veiðifrumvarpið, staðgreiðslu- frumvarpið og fjárlögin. Búast má því við mjög erfiðum, löngum en mjög mikilvægum umræðum á Alþingi þessa vikuna. AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.