Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 8. desember 1987 Verkstjóri Kaupfélag Eyfirðinga óskar að ráða verkstjóra í saltfiskverkun félags- ins í Grímsey. Ásamt verkstjórn er starfiö fólgið í daglegum rekstri fiskverkunarinnar. Heildar innvegið magn hefur verið 1.500 til 2.000 tonn á ári. Fjöldi starfsmanna er um 10. Frítt húsnæði. Nánari upplýsingar veita: Kristján Ólafsson, sjávar- útvegsfulltrúi, heimasími: 96-61353, vinnusími: 96- 21400, eða Guðbjörn Gíslason, starfsmannastjóri, vinnusími: 96-21400. Kaupfélag Eyfirðinga. Tæknimenn É * f I Laus er til umsóknar staða manns ***** með tæknimenntun hjá Ólafsfjarðarbæ. Þetta er fjölbreytt vinna sem felst m.a. í því að veita tæknideild bæjarins forstöðu og gegna starfi bygg- ingafulltrúa. Umsóknarfrestur er til 22. desember 1987. Umsóknir skal senda til bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma (96) 62151. Bœjarstjórinn í Ólafsfir&i. Vinna á skrifstofu %trJrmr Laus er til umsóknar staða fulltrúa 1 - hjá Ólafsfjarðarbæ. Fjölbreytt vinna sem felst m.a. í því að annast útreikning launa og sinna starfi gjaldkera. Umsóknarfrestur er til 22. desember 1987. Umsóknir skal senda til bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma (96) 62151. Bæjarstjórinn í Ólafsfirði. Vinningstölur 5. desember 1987. Heildarvinningsupphæð kr. 5.451.823.- 1. vinningur kr. 2.729.176.- Þar sem enginn fékk 1. vinning færist hann yfir á 1. vinning í næsta útdrætti. 2. vinningur kr. 818.532.- Skiptist á milli 477 vinningshafa kr. 1.716.- á mann. 3. vinningur kr. 1.904.115.- Skiptist á milli 10.405 vinningshafa sem fá 183 kr. hver. Tvöfaldur 1. vinningur næsta laugardag! mmo) Upplýsingasími 91-685111. Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar -vikuna 4/12-11/12 1987 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (2) 4 Tears on the ballroom floor ... Cry/no/more 2. d) 4 Járnkarlinn Bjartmar Guðlaugs og Eiríkur F 3. (4) 5 Rent Pet Shop Boys 4. (3) 5 „More then a kiss Michael Bedford 5. (5) 5 (I can’t stand) loosing you Fate 6. (20) 2 Aldrei fór ég suður 7. (12) 2 Cant take my eyes of you Kim Ross 8. (10) 3 Týnda kynslóðin Bjartmar Guðlaugsson 9. (9) 3 Littlelies ’Fleetwood Mac 10. (7) 6 Monymony Billy Idol 11. (6) 6 Loner 12. (13) 3 Got my mind set on you George Hanison 13. (14) 3 Soemotional 14. (15) 3 Faith George Michael 15. (21) 2 Just like heaven Cure 16. (N) 1 Jóla-stund 17. (8) 6 Love in the first degree 18. (11) 7 Pump up the volume M/A/R/R/S 19. (17) 6 Inn í eilífðina Kari Örvarss. og Ólöf S. Valsd. 20. (25) 5 Whenever you need somebody RickAstley 21. (18) 12 Bad Michael Jackson 22. (N) 1 Ástar-bréf (Merkt-x) Model 23. (N) 1 Snjókomfalla Laddi 24. (N) 1 China in your hand T'pau 25. (N) 1 Boys Sabryna Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar er valinn á föstudagskvöldum, milli kl. 20 og 22, í símum 27710 og 27711. Listinn er spilaður á laugardagskvöldúm milli kl. 20 og 23. Auk þess sem ný lög eru kynnt. Andlit í bláum vötnum Bókrún hefur sent frá sér ljóða- bókina Andlit í bláum vötnum eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur. Ragnhildur er Reykvíkingur. Hún lauk BA prófi í félagsfræði í Bandaríkjunum árið 1980. And- lit í bláum vötnum er önnur bók hennar. Árið 1971 kom út hjá Almenna bókafélaginu ljóðabók- in Hvísl og ljóð eftir Ragnhildi hafa birst í blöðum og tímaritum og í nokkrum ljóðasöfnum. Andlit í bláum vötnum, sem höfundurinn tileinkar móður sinni Ragnhildi Ásgeirsdóttur, er 73 ljóð. Hluti þeirra er eins konar harmljóð sprottin af reynslu vegna dauða hennar. f ljóðum sínum leitar höfundurinn svara við því hvert sé eðli guðdómsins og flest eru ljóðin í bókinni með erótfsku ívafi. Elísabet Cochran hefur hann- að útlit bókarinnar, setningu og umbrot annaðist Leturval en Grafik filmuvinnu og prentun, Félagsbókbandið sá um band. Andlit í bláum vötnum er í litlu upplagi og hluti þess tölusettur og áritaður af höfundi. Ég, afi og Jóla-Stubbur - eftir Ole Lund Kirkegaard Komin er út hjá Iðunni ný bók eftir Ole Lund Kirkegaard, höf- und bókanna sívinsælu um Fúsa froskagleypi, Gúmmí-Tarsan, Ottó nashyming, Kalla kúluhatt og marga fleiri, sem flest íslensk börn kannast við. En hér er á ferðinni ósvikin jólasaga, full af gríni og |amni, og heitir Ég, afi og Jóla-Stubbur. Sagan hefst fyrsta desember og eru kaflar bókarinnar tuttugu og fjórir - jafnmargir og dagarnir fram að jólum. Þar segir frá jólaundir- búningnum í sveitinni hjá afa, en þar er að ýmsu að huga, ýmislegt drífur á daga og engu má nú gleyma. En það færist nú heldur en ekki fjör í leikinn þegar jólaálfurinn Jóla-Stubbur stingur upp kollinum, sprelllifandi og hress. Það versta er bara að það er ómögulegt að koma auga á hann, þangað til... Eitt er víst að jólin í sveitinni hjá afa eru alltaf ógleymanleg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.