Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 8. desember 1987 8. desember 1987 - DAGUR - 9 Litið inn í Hraðfrystihúsið á Hofsósi í mildu en móðukenndu miðviku- dagsmiðdegi fyrir stuttu var haldið út í Hofsós og litið þar inn í frystihúsið. Það reyndist raunar ekki heiglum hent að komast að því vegna vegagerðar sem stóð þá sem hæst. Búið var að leggja ansi myndarlegan veg úr aðal- þorpinu norður yfir Hofsá og langleið- ina niður að höfninni. Með þessum vegi verður mikil breyting á því að aka um þorpið. í stað niðurgrafinna götu- slóða norðan ár er nú ekið á upphækk- uðu plani. Það veitti svo sannarlega ekki af þessum vegarbótum. Um þennan veg fara í hverri viku flutningabílar sem flytja fisk frá Sauðárkróki ríflega 30 kílómetra leið til Hraðfrystihússins á Hofsósi. En fyrirtækið ásamt hreppn- um er þátttakandi í þeim samyrkju- búskap fiskverkunaraðila við Skaga- fjörð og annarra sem bera velferð hér- aðsins fyrir brjósti, í félagsskap sem heitir Útgerðarfélag Skagfirðinga. Þrátt fyrir að flytja þurfi hráefnið svo langan veg hefur rekstur Hraðfrysti- hússins á Hofsósi gengið nokkuð vel upp á síðkastið. Til að mynda varð umtalsverður hagnaður á árinu 1985. Á planinu hjá frystihúsinu voru nokkrir menn að bardúsa, m.a. að lesta vörubíl sem senda átti yfir á Sauðárkók. Verkstjórinn Hólmgeir Einarsson kom stormandi út úr húsinu og tók að gefa fyrirskipanir til sinna manna. „Árni nú fer línubáturinn að koma. Þeir höfðu samband áðan. Þú tekur þarna slattann af fiskinum sem eftir var og umbúðir hjá Magga Svavars, og ferð svo beint í bátinn þegar þú kemur aftur,“ sagði hann við vörubílstjórann Árna Bjarkason. Klukkan er langt gengin í þrjú og konurnar hamast í bónusnum inni í sal. Á slaginu þrjú flautar verkstjórinn í leikfimina, en þær taka tvisvar sinn- um á dag leikfimiæfingar í 7 mínútur í senn. Það var Forvörn á Akureyri sem útbjó þetta prógram fyrir húsið. „Þær er eitthvað feimnar núna greyin, hafa líklega orðið varar við myndavél hérna innan við glerið,“ sagði Hólm- geir. Eftir smá stund voru þær samt komnar af stað í alls konar liðkunar- æfingum en gættu þess að vera ekki beint fram undan gierinu. -þá Jocelyn og Lisa Dennis eru með svolitla heimþrá. „Það er kalt héma“ - segja áströlsku systumar Þeim systrum Jocelyn og Lisu Dennis frá Ástralíu finnst ansi kalt hérna. Þær fengu reyndar smjörþefínn af því hvernig íslenskt vetrarveður getur verið skömmu eftir að þær komu hingað til lands. „Við Komum hingað eingöngu til að breyta svolítið til,“ sögðu þær systur. Fiskvinnan er þeim ekki svo framandi þar sem þær unnu á rækjutogara við heim- kynni sín á vesturströnd Ástralíu áður en þær komu hingað. Þær sögðust ekki hafa vitað mikið um land og þjóð áður en þær komu en þó vitað að hér byggju ekki eskimóar í snjóhúsum eins og svo margir héldu. Lisa sagðist þó hafa lesið í einhverju blaði að landið hefði eitt sinn tilheyrt Danmörku. - Hvernig líkar ykkur hérna? „Við erum með dálitla heim- þrá og við erum ekki enn orðnar vanar hitastiginu hér. Þetta eru mikil viðbrigði, þar sem hitinn heima fer allt upp í 40 stig.“ - Svo þið búist kannski síður við að verða hér lengur en 6 mán- uðina? „Nei, við eigum ekki von á því. Annars er áreiðanlega mjög gott að vera hér yfir sumarið og land- ið er mjög fallegt.“ -þá björgunarsveit, bridds og þá er líklega flest upptalið. Hjá okkur hérna í frystihúsinu stendur til að stofna starfsmannafélag og hefur verið ákveðinn stofnfundur í næstu viku. Er reiknað með að starfsmannafélagið komi til með að hafa á prjónunum ýmislegt til að krydda mannlífið fyrir utan vinnu. T.d. hefur komið til tals að menn verði fengnir hingað með fyrirlestra og fræðsluefni. Skemmtanir haldnar, farið í leikhús saman og sitthvað fleira. Sem sagt okkur finnst ekki alveg nóg að vinna, sofa og éta. Við viljum auka samveruna fyrir utan vinnuna og höfum trú á að það geri vinnuandann enn betri. Það virðist vera mikill áhugi fyrir starfsmannafélaginu. Þeir eru búnir að stofna svona félag á Dal- vík og það hefur tekist mjög vel til hjá þeim. Þeir hafa gert marga góða hluti þar. Þetta lífgar örugg- lega mjög upp á félagslífið.“ - Þú varst að tala um það úti á planinu áðan, að það hefði verið fiðringur í þér undanfarna daga við að sjá sléttan fjörðinn. Varst þú á sjónum áður? „Já, ég var á togurunum í 3 ár, á loðnubát á Siglufirði og bátun- um hérna. Svo var ég líka á bát á vetrarvertíð í Eyjum. Maður var orðinn svolítið þreyttur á togara- vistinni, þegar ég kom í land fyrir 4 árum. Þá fór ég að vinna hérna sem óbreyttur verkamaður en dreif mig svo í skólann. Ég var búinn að vera með verkstjóran- um hérna í stuttan tíma þegar hann veiktist og tók þá við af honum. Eftir að hafa verið verk- stjóri í 1 ár dreif ég mig í skólann til að halda stöðunni og var í Fisk- vinnsluskólanum í eitt og hálft ár. Tók mig upp með fjölskyld- una og flutti suður á meðan. Það er dýrt og mikið fyrirtæki þannig að ég tel að það sem Dalvíkingar eru að berjast fyrir í dag að fá fiskvinnsluskóla sé mjög sterkt fyrir okkur hér á Norðurlandi. Hvort sem hann verður á Dalvík eða á einhverjum öðrum stað. Það eru ábyggilega menn hér í húsinu hjá mér sem mundu taka þennan skóla, en treysta sér ekki því það er svo dýrt og erfitt að fá húsnæði syðra,“ sagði Hólmgeir Einarsson að endingu. -þá Björk Björnsdóttir, Erla Jónsdóttir og Guðrún Þórðardóttir. „Það þarf að vanda þetta Iíka“ - sögðu þær sem voru að pakka og vigta í vinnslusalnum er ekki slegið slöku við. Konurnar eru á lokasprettinum þennan daginn og eflaust er þær margar farið að lengja eftir að komast heim til bús og barna. Sjálfsagt sér- staklega þær sem vinna allan daginn. Við enda vinnslu- línunnar eru 3 stálpaðar konur að vigta framleiðsluna og setja hana í pakkningar. Þetta eru þær Erla Jónsdóttir frá Glæsibæ í Sléttuhlíð, Guðrún Þórðardóttir frá Höfða og Björk Björnsdótti frá Hofsósi. Állar vinna þær í húsinu allan daginn. „Það þarf að vanda sig við að snyrta og vigta þetta. Það eru gerðar kröfur um að vigtin í pakkningarnar sé innan vissra marka og við þau verðum við að halda okkur,“ sagði Björk Björnsdóttir þegar blaðamaður minntist á að þær slyppu við orma- tínsluna. Aðspurðar um vinnutímann sögðu þær stöllur að yfirleitt væri ekki unnið lengur en til 17. Á sumrin þegar mikið væri að gera er byrjað 6 á morgnana. Þannig hafi það verið í sumar frá maí og fram í september. Þær Erla og Guðrún eru úr sveitinni, en fá greiddar ferðir til og frá vinnu- stað. Þær eru svo með samyrkju- fyrirkomulag á því, skiptast á að keyra. Þær segja alltaf eitthvað um að konur úr sveitinni vinni í frystihúsinu. Erla sem sér um vigtunina var spurð hvort að ekki væri erfitt að vinna allan daginn frá búi og börnum. „Jú það er auðvitað dálítið erf- itt en þetta verður fólk samt að gera. Ánnars er það ekkert svo erfitt vegna skólagöngu barn- anna. Þau eru í skóla á Hofsósi og þau eru keyrð á milli.“ - Er ekki þreytandi að standa svona í bónusnum allan daginn? „Jú, dálítið. En ég læt það allt vera hvað bónusinn er stressandi og held að hann þurfi ekkert að vera það. En trúlega láta sumar hann stessar sig svolítið." - Finnst þér leikfimin til bóta? „Já, alveg tvímælalaust. Hún hefur örugglega mjög góð áhrif. Manni líður miklu betur þegar maður kemur heim á kvöldin nú en áður. Þetta hefði mátt koma fyrr.“ - Hvernig finnst þér vinnu- andinn hérna? „Mjög góður. Þetta er allt skemmtilegt fólk og allir mjög duglegir sem vinna hérna,“ sagði Erla að lokum. -þá Fiona Sterling og Deirdre Gorman sögðust sakna bjórsins. „Komum til að græða peningau - sögðu þær Fiona og Deirdre „Ansi eru sætar stelpur upp til hópa hér á Hofsósi,“ varð undirrituðum á að hugsa þegar hann stansaði hjá 2 starfsstúlk- um sem grúfðu sig í andakt yfír flökin á vinnuborðinu. En ekki voru þessar hnátur fljótar til svars enda skildu þær ekki stakt orð hjá komumanni. Þetta voru þá 2 af útlensku stelpunum, þær Fiona Sterling frá Glasgow í Skotlandi og Deirdre Gorman írsk. „To make money,“ sögðu þær hlæjandi er þær voru spurðar um ástæður fyrir komu sinni til Hofsóss. Þar sem fiskvinnan er ekki vel borguð hér á landi var ekki fjarri lagi að spyrja hvort þær hefðu verið atvinnulausar í heimalöndum sínum. Nei svo var ekki. Deirdre var að kenna börn- um heima á írlandi og sú skoska hafði unnið við barnagæslu. En fjandakornið, ekki hafa þær meiri laun hér í fiskinum? „Nei. Kaupið er ekki meira, en það verður meira eftir af því hérna. Það gekk efiðlega að eiga afgang heima. Hér fær maður ekki svo mörg tækifæri til að eyða peningum. Húsnæðið er ódýrt og lítið um skemmtanir." - Hvernig finnst ykkur vinnan, erfið? „Nei. Við erum að vísu ekkert voðalega fljótar, en þetta kemur. Það tekur svolítinn tíma að ná hraðanum.“ - Hvernig kunnið þið við ykk- ur hérna? Nú varð Deirdre sú írska fyrir svörum. „Ágætlega. Nei ég er ekkert einmana. Ég kom frá smástað í írlandi svo ég er vön svona litlum stað eins og þessum. Það er vingjarnlegt fólk hérna, en það drekkur of mikinn vodka.“ Sú skoska kinkaði kolli og báðar hlógu þær og sögðust sakna bjórsins og pöbbanna. - Þið hafið náttúrlega farið á ball hér á Hofsósi? „Já og skemmtum okkur alveg ágætleg. Nei, þeir skemmta sér svolítið öðruvísi hérna en landar okkar gera. Þar þekkist ekki ann- að en fólk fari beint heim eftir böll, en hér eru menn vitlausir í að fara í partí eftir böll.“ Þar með fengu þær Fiona og Deirdre frið og gátu haldið áfram að ein- beita sér að flökunum. -þá „Okkur finnst ekkí nóg, að vinna, éta og sofa“ - segir Hólmgeir Einarsson verkstjóri en á föstudag og Skafti held ég annað kvöld, en hann siglir næst. Þannig að við stöndum líklega uppi um hádegi á mánudag fisk- lausir og verðum það líklega út þá viku. Það er hart þegar maður er með fullt hús af fólki, senni- lega eitt af fáum húsum á landinu sem svo vel stendur að því leyti. Ljótt að geta ekki nýtt sér það.“ - Hvað fer mikið magn í gegn- um húsið hjá þér yfir daginn? „Með góðri Ameríkuvinnslu, eins og ég er með núna, vinnum við svona 10-11 tonn á 8 tímun- um. Það kallast gott af svona litlu húsi.“ - Þið voruð að fá útlendinga á dögunum. „Já, 2 ástralskar, 2 írskar og eina skoska. Þetta eru alveg ágætis stelpur, hörkuduglegar og þær hafa reynst mjög vel.“ - Hefurðu trú á að þær ílengist eitthvað hér? „Það er ekki gott að segja. Maður vonar það því okkur vant- ar fólk hingað á Hofsós. Strák- arnir voru allt of slappir fyrst, en mér finnst þeir vera allir að mannast núna. Ég legg mikið upp úr því að þeir reyni að festa þær á staðnum.“ - Ertu með duglegt fólk? „Já, ég mundi segja að það sé upp til hópa mjög duglegt. Margt af því er búið að vinna hérna í húsinu til fjölda ára. Vinnu- andinn er mjög góður en auðvit- að er bónus alltaf bónus. Annars er ég mjög hrifinn af því sem ver- ið er að gera fyrir vestan núna. Ég hef trú á því að hópbónusinn kæmi vel út hérna hjá mér, því þetta er svo sterkur kjarni. Það er ekki völ á betra fólki í hús.“ - Hvernig er svo mannlífið hérna á Hofsósi? „Það er þokkalegt. Hér er leik- félag sem að vísu er ekki farið af stað ennþá. Svo er hér Lion, „Þú heföir gott af að prófa þettakariinn“ - spjallað við Jóa Páls í tækjaklefanum „Konurnar vantar pönnurnar fram og þeim er djöfullega við að þurfa að bíða eftir þeim,“ sagði Jóhannes Pálsson sem hamaðist við að þvo pönnur framan við tækjaklefann og þyrlaði með því gufunni upp. Jói Páls eins og hann er kallað- ur hefur unnið í frystihúsinu í meira en 20 ár og er einn af þeim sem hafa unnið þar hvað lengst. „Ég er búinn að vinna allt of lengi hérna. Það er allt í lagi að vinna hérna í svona 2-3 mánuði á ári, en allt of mikið að vinna hér allt árið. Maður verður alveg vesalingur á því.“ - Nú, af hverju? „Af hverju? Hefurðu unnið í frystihúsi?" - Nei. „Nei, það er nefnilega það. Þú þyrftir endilega að prófa það. Ég held að þú hefðir gott af því. Það fer auðvitað mikið eftir því hvort vinnuaðstaðan er góð, hvernig er að vinna í frystihúsi. Vinnuað- staðan hjá okkur hérna í tækja- klefunumvið frystingun er ákaf- lega léleg. Ég gæti trúað að það væri ekki nema eitt Sambandshús fyrir utan þetta sem er með jafn- lélega aðstöðu. Trúir þú því? Við erum svona 20-30 árum á eftir tímanum hérna í frystiklefanum. Við þurfum yfirleitt að bera á höndum framleiðslu dagsins eða hjóla henni í hjólbörum. Við ber- um stundum fleiri tonn í fanginu yfir daginn þegar vinnslan gengur vel. Já þú hefðir gott af því að prófa þetta karlinn,“ sagði Jóhannes Pálsson. Við þökkum honum fyrir spjallið, en að sögn Hólmgeirs verkstjóra er næsta stórverkefni hjá frystihúsinu að bæta aðstöð- una í tækjaklefanum. -þá Jóhanncs Pálsson í „aksjón“. „Strákar hafíði heyrt fréttirnar í dag, hvort að dollarinn hefur eitthvað djöflast til? Það er meiri ferðin á honum þessa dagana,“ segir verkstjórinn. Það er svolítill umgangur af fólki hjá honum í kaffítíman- um. „Hann er að keyra okkur alveg niður, kominn niður fyrir 37 krónur. Þetta er enginn grundvöllur til að vinna á í dag. Sem dæmi er uppígreiðsluverð sem gefíð var út í september, og er 95% af endanlegu verði, orðið 1% hærra en afurðaverð í dag. Flestir kostnaðarliðir hafa svo hækkað á móti, t.d. laun og fiskverð.“ - Er nægt hráefni hjá ykkur núna? „Nei, í augnablikinu er ekkert bjart og ekki að sjá annað en eitt- hvert uppihald framundan. Við vorum að fá fisk úr Skafta en hann endist ekki nema út þessa viku. Hegranesið fer ekki út fyrr Hólmgeir Einarsson verkstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.