Dagur


Dagur - 28.01.1988, Qupperneq 1

Dagur - 28.01.1988, Qupperneq 1
71. árgangur Akureyri, fímmtudagur 28. janúar 1988 19. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMHDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI „Kom okkur geysilega mikið á óvart“ - segja tveir Akureyringar um takmarkað lóðaframboð í bænum „Þetta kom okkur geysilega mikið á óvart. Við fengum ágætar upplýsingar, en engin svör við því hvort við gætum fengið lóðir undir raðhús á einni hæð, parhús eða tvíbýlis- hús nema þau, að slíkar lóðir væru ekki á lausu,“ sagði ann- ar tveggja Akureyringa sem höfðu samband við Dag. Orsök þessara ummæla eru þau, að fyrir skömmu ætluðu tveir menn á Akureyri að sækja um lóðir fyrir raðhús á einni hæð, parhús eða tvíbýlishús. Þeir leit- uðu, eins og lög gera ráð fyrir, til bæjaryfirvalda, en fengu enga úrlausn sinna mála. Var þeim sagt að bíða um ótiltekinn tíma, því málin væru í athugun. Annar mannanna sagði, að mikil eftir- spurn væri eftir lóðum á Akur- eyri, en af hálfu bæjarins hlyti að vera frumskilyrði að hafa nægi- legt framboð af lóðum þegar svo bæri undir. „Við getum auðvitað prófað að sækja um lóðir af þessu tagi upp á von og óvon, en eng- inn veit hver úrslitin verða,“ sögðu þeir félagar. Hjá skipulagsdeild bæjarins fengust þær upplýsingar, að endurskoðað skipulag í hverfi vestan Vestursíðu gæti orðið til á næstu mánuðum. Skipulagsyfir- völd hafa farið þess á leit við þann, sem hannaði hverfið, að athuga hvort hægt yrði að koma þar fyrir nokkrum raðhúsum á einni hæð, en að öðru leyti er gert ráð fyrir að þarna rísi tveggja hæða hús, eða hús með risi. Verið er að huga að nýju deiliskipulagi fyrir neðan sjúkra- húsið, þar sem hugsanlega gætu verið parhús, en vegna landhalla er frekar ólíklegt að þau verði á einni hæð. EHB Skagaströnd: Örvar landar 210 tonnum - hásetahlutur 280 þúsund krónur Hið þekkta aflaskip, frystitog- arinn Örvar frá Skagaströnd, landaði þann 25. janúar 210 tonnum af físki eftir 23 daga veiðiferð. Af þeim afla sem landað var úr Örvari voru 167 t af fullunnum flökum. 135 t voru af þorski og gefur þessi veiðiferð u.þ.b. 280 þúsund krónur í hásetahlut. fh Þessir strákar voru ákveðnir í að fara á skauta en þó hélt annar á fótbolta. Þeir sögðust báðir hafa mikinn áhuga á íþróttum, eins og sést á útbúnaði þeirra. Mynd: tlv Siglufjörður: Vatnsleiðsla skemmdist í frostunum I frosthörkunum í vikunni sem leið og sérstaklega um síðustu helgi urðu allmikil brögð að því að vatn frysi í lögnum víða á Norðurlandi. Siglflröingar fóru ekki varhluta af þessu frekar en aðrir íbúar Norður- lands. Fyrir nokkrum dögum upp- götvuðu íbúar við Grundargötu á Siglufirði að kalda vatnið hafði frosið í jörðu, og voru menn því sendir á vettvang frá áhalda- skemmu bæjarins til að grafa upp hluta vatnslagnarinnar, en álitið var að hún hefði sprungið. Síðast þegar fréttist var viðgerð langt á veg komin eða við að ljúka. Á fimmtudaginn rofnaði kaldavatnsleiðslan að Leifsbak- aríi á Siglufirði, og olli það nokkrum vandræðum í bakarí- inu. Baldvin Ingimarsson, bak- ari, sagði að þeir hefðu notast við heitt vatn í nokkra daga, en óþægilegt væri að koma slíku við því að kæla þyrfti vatnið áður en það væri nothæft í brauðdeigs- gerð. Hér var um gamla leiðslu að ræða, og töldu menn líklegt að frostið ætti sinn þátt í að hún gaf sig. EHB Lögreglan á Dalvík: Fjarskiptabúnaöi mjög ábótavant Fjarskiptabúnaði lögreglunnar á Dalvík er mjög ábótavant og var ákveðið á fundi almanna- varnanefndar á Dalvík fyrir áramótin að senda sýslumanni Eyjafjarðarsýslu bréf um málið. Lögreglan er mikilvæg- ur hlekkur í almannavarna- kerfínu og þegar slys ber að höndum er nauðsynlegt að búið sé vel að fjarskiptamál- um. Mikil þörf er á betri fjar- skiptabúnaði og ekki síst litlum handtalstöðvum. Þá eru slæm fjarskiptaskilyrði út úr bænum og talið til stórbóta ef endur- varpa yrði komið upp ■ Hrísey. Lögreglan á Dalvík hefur ein- ungis litlar CB-stöðvar á lögreglu- stöðinni og í lögreglubílnum og að auki farsíma í bílnum. CB- stöðvarnar eru kraftlitlar og duga því illa til að ná fjarskiptasam- Á undanförnum árum hefur bráðadauði í kúm farið vax- andi í Húnavatnssýslum en hann hefur þó hvergi, svo vitað sé, drepið eins margar kýr eins og hjá Páli bónda í Sauðanesi í Torfalækjarhreppi. Þar hefur þessi vágestur drepið 25 kýr og eitt geldneyti á undanförnum þremur árum. Blaðamaður Dags hafði sam- band við Pál og spurði hann hvort kýr hefðu drepist hjá hon- um með þessum hætti frá áramót- um. Hann sagði að ein kýr hefði bandi út úr bænum. Farsímasam- band á svæðinu er frekar slæmt þannig að lögreglunni getur reynst erfitt að ná fjarskipta- sambandi með stuttum fyrirvara úr bænum. Almannavarnanefnd á Dalvík telur að lögreglan þurfi að fá legið dauð á básnum á sunnu- dagsmorguninn og væri það sú fyrsta sem hefði drepist á þessu ári. Hann kvaðst stefna að því að vera með svona liðlega þrjátíu kýr í fjósi en það gengi misjafn- lega vel að fylla í skörðin. Hann sagðist vita ti! þess að brögð væru að því að kýr dræpust svona á mörgum bæjum í héraðinu en líklega hefði enginn bóndi misst jafn margar kýr og hann úr þess- um svonefnda bráðadauða. Hlut- fallið miðað við fjölda kúa væri þó verra hjá Ragnari bónda í Norðurhaga í Sveinsstaðahreppi. örbylgju- og Gufunesstöð til að bæta öryggið á staðnum og jafn- framt þurfi endurvarpa fyrir fjar- skiptabúnað í Hrísey til að betra samband verði við Akureyri. Nefndin telur að lögregluna skorti einnig handstöðvar til notkunar t.d. á slysstað. JÓH Hann hefði misst hehninginn af sínum kúm úr bráðadauða á síð- asta ári, þá hefðu drepist sex af tólf kúm sem Ragnar var með í fjósi. Páll sagði að það versta við þetta allt væri þó að mikið væri búið að taka af sýnum úr dauðum kúm og senda til rannsóknar að Keldum. Sýni þessi væru tekin úr lifur, görnum og hinum og þess- um líffærum en hann kvaðst ekki vita annað en að öll þessi sýni væru geymd í frysti fyrir sunnan og ekki sýndur litur á að reyna að rannsaka þau fh Húnavatnssýslur: Bráðadauði í kúm mjög algengur - ekkert gert til að kanna orsakir hans

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.