Dagur - 28.01.1988, Side 5

Dagur - 28.01.1988, Side 5
Tilmæli iðnaðarráðuneytisins: Sveitarfélög lækki eða felli niður aðstöðugjöld af ullariðnaði Iðnaðarráðuneytið sendi í lok desember síðastliðins bréf til sveitarstjórna allra þeirra sveitarfélaga sem hýsa ullar- iðnað, með þeim tilmælum að þau felli tímabundið niður aðstöðugjöld á þennan iðnað eða lækki a.m.k. til samræmis við það sem sjávarútvegsfyrir- tæki greiða. Páll Flygering ráðuneytis- stjóri iðnaðarráðuneytisins sagði í samtali við Dag að þessi bréf hefðu verið send út í framhaldi af viðræðum ráðherra við forráða- menn ullariðnaðar í landinu. í viðræðunum kom m.a. fram óánægja forráðamanna iðnaðar- ins með þá mismunun sem er á milli fyrirtækja í fiskiðnaði og annarra iðnaðarfyrirtækja hvað aðstöðugjöld varðar. I lögum um tekjustofna sveit- arfélaga er kveðið á um að aðstöðugjöld af almennum iðn- rekstri, öðrum en fiskvinnslu, megi í mesta lagi nema 1% af svokölluðum aðstöðugjaldstofni, þ.e. veltu. Hjá fiskvinnsiufyrir- tækjum má þetta hlutfall mest vera 0,65%. Bréf þetta hefur verið lagt fram í viðkomandi sveitarstjórn- um en ekki verið afgreitt. Akur- eyrarbær hefur til þessa nýtt þessa heimild til fulls en við afgreiðslu fjárhagsáætlunar árs- ins verður erindið tekið fyrir. Erindi þetta á jafnt við um sveitarfélög sem hýsa hinar fjöl- mörgu prjónastofur víða um land, sem og Akureyri þar sem Álafoss hf. hefur aðalstöðvar sínar. Pessi fyrirtæki hafa átt í umtalsverðum rekstrarerfiðleik- um og með þessu væri reynt að létta undir með þeim. ET Afmælishátíð KA: Matur, dans eða hvort tveggja Það verður mikið um dýrðir hjá KA-mönnum annað kvöld, en þá ætla þeir að lialda upp á nýafstaðið 60 ára afmæli félagsins með glæsibrag. Fagn- aðurinn fer fram í Sjallanum og hefst með borðhaldi en síð- an verður dansað fram eftir nóttu. Seldir hafa verið eða fráteknir 250-300 miðar á borðhaldið og eru fáir eftir. „Þetta verður glæsileg skemmtun. Þarna munu ungir og eldri KA-menn eiga saman góða kvöldstund," sagði Stefán Gunn- laugsson, sem sæti á í afmælis- nefnd, í samtali við Dag. Borðhald hefst klukkan 19.30 og á meðan á því stendur verður boðið upp á skemmtiatriði. Erla Stefánsdóttir og Páll Jóhannes- son syngja, Dansstudíó Alice verður með sýningu, Jón Arn- þórsson flytur annál og Kristinn G. Jóhannsson hátíðarræðu í léttum dúr. Veislustjóri verður Sigbjörn Gunnarsson. Stefán vildi sérstaklega láta koma fram að eftir að borðhald og skemmtiatriði eru afstaðin verður húsið opnað þeim KA- mönnum og gestum þeirra, sem þá viija bætast í hópinn og dansa við undirleik Ingimars Eydal. Sölumadur — Heildverslun Óskum eftir að ráða sölumann fyrir heild verslun. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. FELL hf. Kaupvangsstræti 4 - Akureyri - simi 25455 28. janúar 1988 - DAGUR - 5 ----------------------- Jámtækni auglýsir ný símanúmer 26610 og 26620 JÁRNTÆKM FR0STAGÖTU 1a IÐGJALDA Tll IIFEYRISSJOÐA Breyttar reglur um iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 aukast iðgjöld til lífeyrissjóða í áföngum, þartil l.janúar 1990 aðstarfsmenn greiða4% aföllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tíma- kaup hlutaðeigandi starfsmanns í dagvinnu, að við- bættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 173 1/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: 1987 1988 1989 Hluti starfsmanna: 1,0% 2,0% 3,0% Hluti atvinnurekenda: 1,5% 3,0% 4,5% Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% af öllum launum og atvinnurekendur með sama hætti 6%. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj. Björg, Húsavík Lsj. Austurlands Lsj. Vestmanneyinga Lsj. Rangæinga Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Lsj. verkafólks I Grindavík Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar Lsj. byggingamanna Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar Lsj. Félags garðyrkjumanna Lsj. framreiðslumanna Lsj. málm- og skipasmiða Lsj. matreiðslumanna Lsj. rafiðnaðarmanna Lsj. Sóknar Lsj. verksmiðjufólks • Lsj. Vesturlands • Lsj. Bolungarvíkur • Lsj. Vestfirðinga • Lsj. verkamanna, Hvammstanga • Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði • Lsj. löju á Akureyri • Lsj. Sameining, Akureyri • Lsj. trésmiða á Akureyri

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.