Dagur - 28.01.1988, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 28. janúar 1988
- segir Njáll Eiðsson þjálfari Einherja
Einherjarnir frá Vopnafirði
voru á ferð og flugi um síðustu
helgi. Þá tóku þeir þátt í
íslandsmótinu innanhúss í
knattspyrnu og stóðu sig með
prýði. A leið norður aftur eftir
mótið rakst blaðamaður Dags
á piltana úr liðinu á Reykjavík-
urflugvelli. Þar tókum við Njál
Eiðsson þjálfara liðsins tali og
spurðum hann um gengið á
mótinu og hvernig honum lítist
á tímabilið næsta sumar.
„Miðað við þá aðstöðu sem við
höfum á Vopnafirði, lítinn sal
9x15 m, þá held ég að við getum
vel við unað. Við leikum í 2.
deildinni og lentum í öðru sæti í
riðlinum og héldum því sæti okk-
ar í 2. deild. Þetta voru frekar
sterk lið með okkur í riðli;
FH, ÍBK og Víkverji, en með
smá heppni hefðum við getað far-
ið upp í 1. deild.“
Nú félluð þið niður í 3. deild
síðasta sumar. Hvernig eru
möguleikar ykkar á því að vinna
ykkur sæti aftur í 2. deild?
„Það verður hörku keppni í 3.
deildinni á næsta keppnistíma-
bili, þannig að við erum ekkert
öruggir að komast upp. Við miss-
um þrjá sterka menn frá síðasta
tímabili; Einar Björn Kristbergs-
son fer til Danmerkur í nám,
Árni Ólason og Eiríkur Sverris-
son fara síðan til Tindastóls á
Sauðárkróki. Ég mun að sjálf-
sögðu spila með liðinu, en ennþá
höfum við ekki fengið neinn ann-
an liðsauka."
Einherji með eitt
leikreyndasta lið landsins
- Nú varðst þú íslandsmeistari
með Valsmönnum síðasta sumar
og spilar með Ólympíuliði
íslands. Er ekki erfitt að fara síð-
an út á land og þjálfa í 3. deild?
„Er ekki sagt að menn eigi að
hætta á toppnum?,“ sagði Njáll
og kímdi. „Nei, í alvöru þá var
ég ákveðinn fyrir tímabilið í
fyrra, að það yrði mitt síðasta í 1.
deildinni. Mig langaði að stefna á
toppinn, því ég er nú orðinn 30
ára og eiginlega síðasti „sjens“ að
reyna við Islandsmeistaratiti!.
Það tókst og það var því létt að
hætta!
Þegar ég gerði samning við
Einherja voru þeir í 2. deildinni
og það leit ekki út fyrir að það
yrði breyting þar á. Það var auð-
vitað mjög svekkjandi að liðið
skyldi fara niður, en það breytti
engu í fyrirætlunum mínum í
sambandi við að taka liðið. Ég
þekki liðið mjög vel frá fyrri tíð
og veit að þessir strákar gefa
100% í knattspyrnuna. Það að ég
þekki þessa stráka svona vel var
ein aðalástæðan fyrir því að ég
ákvað að fara til Vopnafjarðar.
Liðið er mjög ieikreynt og er lík-
lega eitt það leikreyndasta á
landinu - meðalaldurinn er lík-
lega í kringum 28 ár.“
Hverjir verða ykkar helstu
andstæðingar á komandi tíma-
bili?
„Það er dálítið erfitt fyrir mig
að átta mig á því, vegna þess að
ég spilaði ekki í fyrra. En miðað
við úrslitin í fyrra, þá er ekki
ólíklegt að sömu lið verði í topp-
baráttunni aftur þ.e. Magni frá
Grenivík, Sindri frá Hornafirði
og Þróttur frá Neskaupstað.
Huginn gæti verið með ágætt lið
og við ætlum okkur að sjálfsögðu
að vera með í toppbaráttunni.
Annars er voðalega erfitt að spá
fyrir um þetta því alls konar
ástæður geta breytt röðinni t.d.
meiðsli og sumarfrí leikmanna."
Þessir strákar gefa sig 100% í knattspyrnuna, segir Njáll Eiðsson.
Njáll Eiðsson þjálfari fyrir miðju í aftari röð ásamt hinum köppunum úr Einherjaliðinu.
Stefnir hátt í þjálfuninni
Er ekki erfitt að flytja frá höfuð-
borginni í svona lítið þorp eins og
Vopnafjörð?
„Það eru voðalega margir fyrir
sunnan að vorkenna mér að flytja
í fámennið á Vopnafirði. Þeir
verða líka mjög undrandi þegar
ég segi að mjög gott sé að búa
þama og ég sé mjög sáttur við það.
Annars er ég fæddur og uppalinn
í enn minna plássi, Borgarfirði
eystra, þannig að fámennið leggst
bara vel í mig. Þetta er miklu
minna stress en í Reykjavík og
þarna hefur maður mun meiri
tíma fyrir fjölskylduna."
Nú ert þú menntaður kennari
og starfar sem slíkur á Vopna-
firði. Liggur metnaður þinn í
kennslunni eða boltanum?
„Ég hef mikinn áhuga á knatt-
spyrnuþjálfun og stefni hærra á
því sviði. En mér finnst mjög
gaman að kenna og þjálfun og
kennsla fer vel saman. Þegar
aðalálagið er í boltanum, þá er
maður laus við kennsluna og þeg-
- ar aðalálagið er í kennslunni er
„Á maður ekki að
hætta á toppnum?“
Verðkönnun á brauði gerð af NAN í desember ’87 og janú;
í byrjun desember 1987 lagði NAN leið sína í bakaríin þrjú á Akureyri og gerði verðkönnun á 18 vinsælum
brauðtegundum. Eitt og annað kom í veg fyrir að þessi verðkönnun yrði birt þá en hún var geymd til góða.
Hún er hér birt með verðkönnun sem var gerð 26. janúar 1988 og geta neytendur borið saman verðmuninn
fyrir og eftir söluskattinn fræga.
Verð á brauði og kökum hækkar í kjölfar söluskattshækkunar í byrjun þessa árs. Hins vegar var fellt nið-
ur vörugjald á sömu vörum frá 1. janúar sl. Áhrif breytinganna voru 10,3
kökum.
Það skal tekið fram að þegar kleinur, snúðar og fleira smábrauð var vigtað v
an og fundin meðalþyngd.
Ekki er gerð könnun á gæðum - það er hvers og eins að meta þau og se
smekk. - NAN vonar að þessi verðkönnun verði neytendum til nokkurs gagi
Brauðgerð KEA ; Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. ; Einarsbakarí
des 1987 26.jan.88 i des 1987 26.jan.88 í des.1987
Tegund brauis byngd gr.verJ st. KílóverJ verJ st. KílóverJ Híkkun 7. _ 1 öyngd gr. VerJ st. KílóverJ VerJ st. KílóverJ Hekkun '/. i byngd gr. VerJ st.KílóverJ
FormbrauJ óskoriJ 520 58 111.54 66 126.92 1 13.8 i i 610 61 100.00 69 113.11 i 13.1 ! 625 55 88.00
ForubrauJ skoriJ 508 65 127.95 74 145.67 13.8 i 600 67 111.67 76 126.67 13.4 i 595 55 92.44
briggjakornabrauJ éskoriJ t 1 600 81 135.00 93 155.00 14.8 i 545 80 146.79
briggjakornabrauJ skoriJ 520 86 Í65.38 98 188.46 14.0 i 595 87 146.22 99 i 66.39 13.8 i 560 80 142.86
Rúnstykki «eJ birkt 35 18 514.29 20 571.43 11.1 i 45 18 400.00 20 444.44 11.1 i 40 17 425.00
Heilhveitihorn 107 33 308.41 38 355.14 15.2 i 1 1 100 22 220.00
Gró-ft rúnstykki 63 18 285.7! 20 317.46 11.1 i 74 20 270.27 23 310.81 15.0 i 65 19 292.31
VínarbrauJ 125 42 336.00 48 384.00 14.3 i 90 44 488.89 50 555.56 13.6 1 85 36 423.53
SérbakaJ vínarbrauJ 91 49 538.46 56 615.38 14.3 i 91 48 527.47 55 604.40 14.6 : 85 37 435.29
Kleina 44 21 477.27 24 545.45 14.3 : 55 25 454.55 29 527.27 i6.o : 55 19 345.45
Kleinuhringur i/súkkulaJi 66 19 287.88 22 333.33 15.8 í 50 23 460.00 26 520.00 13.0 1 50 17 340.00
Kleinuhrtngur án súkkulaJis 45 16 355.56 18 400.00 12.5 i 40 18 450.00 20 500.00 11.1 i 41 16 390.24
Tebolla 103 49 475.73 56 543.69 14.3 i 110 48 436.36 55 500.00 14.6 1 90 40 444.44
SnúJur 188 42 223.40 48 255.32 14.3 i 182 44 241.76 50 274.73 13.6 : 200 36 180.00
Kringla 60 18 300.00 20 333.33 11.1 i 63 18 285.71 20 317.46 n.i : 60 18 300.00
DjöFlaterta 746 290 388.74 330 442.36 13.8 : 835 305 365.27 346 414.37 13.4 i 840 318 378.57
Jólakaka 516 162 313.95 184 356.59 13.6 : 532 173 325.19 197 370.30 13.9 i 535 182 340.19
Sandkaka 496 184 370.97 209 421.37 13.6 í 504 195 386.90 221 438.49 13.3 i 470 182 387.23