Dagur - 28.01.1988, Qupperneq 13
28. janúar 1988
DÁGÚR
13
hér & þar
Úr kvikmyndasögunni:
Kauðaleg
ástaratlot
Handritahöfundar Hollywood-
borgar hafa margsinnis látið frá
sér fara yndislega rómantískar
senur þar sem fleygar og meitlað-
ar setningar, þrungnar ást og
hlýju hitta áhorfandann í hjarta-
stað þannig að hann situr eftir
með tárin í augunum. Öðrum
tekst öfugt upp þegar þeir ætla
sér að ná fram þessum áhrifum
með senum ástar og unaðar, og
áhrifin verða eitthvað á þá leið að
áhorfendur grípa fyrir andlitið og
snökta af skömm eða bresta sam-
an í krampakenndum hlátri.
Tveir „illa innrættir" menn þar
vestra hafa látið frá sér fara bæk-
ur sem heita eitthvað á þá leið:
„Gullnu klaufaverðlaunin" og
„Smánir Hollywood-borgar.“
Eins og nöfnin gefa til kynna
eru í þessum bókum teknar fyrir
setningar sem þykja frekar til-
heyra síðarnefnda flokki hand-
ritabrota hér að ofan. Hér á eftir
fylgja nokkur dæmi sem þessir
félagar telja vera dæmi um ein-
staklega klaufalega framsetn-
ingu.
í myndinni „Sigurvegarinn“
reynir Genghis Khan, sem leik-
inn er af John Wayne, að faðma
að sér prinsessuna Bortai, sem
leikin er af Susan Hayward. Hún
bregst við þessum atlotum með
því að kasta spjóti í hausinn á
honum og sparka reglulega
ruddalega í nárann á honum.
„Ég unni mér ekki friðar fyrr
en þú ert dauður, Mongóli,“
hreytir hún í ástfanginn
manninn.
Wayne svarar að bragði:
„Hananú...þú ert falleg svona
reið.“
í „Boðorðunum tíu“ reynir
Anna Bancroft sem egypska
prinsessan Nefretiri að plata
Moses, sem leikinn er af Charl-
ton Heston, til að giftast sér.
„Hví krýpur þú ekki á kné fyrir
framan prinsessu?“ spyr hún
Moses þar sem hann stendur
teinréttur fyrir augliti hennar.
„Því miður eru hné mín stirð
eftir drullupyttina, yðar náð.“(?)
„Á ég að kalla á verðina?"
„Heldurðu að þeir geti beygt á
mér hnén?“
„Oh Moses, Moses, þrjóska,
dýrlega, aðdáunarverða fífl.“
í „Sheena“ sem gerð var árið
1984, leikur Tanya Roberts ein-
hvers konar Tarsan-stelpu í ein-
hverjum frumskógi. Þegar hún
þrífur amerískan ævintýramann
og kyssir hann segir hún: ,.Þú
munt verða velkominn í Zukulu.“
Síðan bætir hún við þessum
rómantísku setningum: „Lystug-
ar baunakökur foringjans munu
verða þínar“ og síðar „Flóaða
buffalomjólkin hans mun einnig
verða þín flóaða buffalomjólk.“
í „Oskarinn“ frá 1966 segir
Stephen Boyd við Elke Sommer:
„Þú átt betur við mig en nokkur
„Þú ert falleg svona reið.“
önnur stúlka sem ég þekki...kona
sem ég þekki. Hvort ert þú Kay,
stúlka eða kona?“
Elke svarar: „Ég vil halda að
ég sé kona.“
Boyd segir þá: „Kona. Eyddu
með mér nóttinni á ströndinni.
Ég held að ég sé ástfanginn af
þér.“
Síðasta dæmið sem við lítum á
er úr myndinni „Plan 9 from out-
er space.“ Þotuflugmaður sem
leikinn er af Gregory Walcott
kveður konu sína þegar hann er
að fara að berjast við verur utan
úr geimnum, með þessum
orðum: „Þú lofar svo að loka á
eftir mér urn leið og ég er
farinn!“
Baunakökur og buffalo-mjólk.
Tanya Roberts og „Jane“.
Og Mona svarar: „Ég lofa því
auk þess verð ég komin í rúmið
innan hálftíma með koddann
þinn mér við hlið.“
„Koddann minn?“
„Já ég verð að hafa einhvern
félagsskap á meðan þú ert í
burtu.“ Þetta eru nú ekki beinlín-
is meðmæli með flughetjunni en
hér látum við þessum tilvitnunum
lokið.
ra
dagskrá fjölmiðla
Spurningin er: Hvert er hugarástand konu sem stekkurfram
af svölum í einum skó? Sjá Stöð 2 kl. 23.40.
SJONVARPIÐ
FIMMTUDAGUR
28. janúar
17.50 Ritmálsfréttir.
18.00 Stundin okkar.
18 30 Anna og fólagar.
Nýr ítalskur myndaflokkur fyrir
börn og unglinga.
18.55 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
19.05 íþróttasyrpa.
19.25 Austurbæingar.
(East Enders.)
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Kastljós.
Þáttur um innlend málefni.
21.10 Nýjasta tækni og vísindi.
21.40 Matlock.
22.30 Griðland.
Sænsk fréttamynd um flótta-
menn frá ýmsum löndum, eink-
um þá sem fara huldu höfði og
hafa ekki dvalarleyfi í Svíþjóð.
Einnig er fjallað um samtök sem
aðstoða slíkt fólk við að fela sig í
landinu.
23.00 Dagskrárlok.
SJONVARP
AKUREYRI
FIMMTUDAGUR
28. janúar
16.35 Að vera eða vera ekki.
(To Be Or Not To Be.)
Endurgerð kvikmyndar Ernst
Lubitsch frá árinu 1942 þar sem
grín er gert að valdatíma Hitlers.
Aðalhlutverk: Mel Brooks og
Anne Bancroft.
18.20 Litli folinn og félagar.
Teiknimynd með íslensku tali.
18.45 Handknattleikur.
Sýnt frá helstu mótum í hand-
knattleik.
19.19 19.19.
Lifandi fréttaflutningur ásamt
umfjöllun um málefni líðandi
stundar.
20.30 Á heimaslóðum.
60 ára afmæli KA; norræn úra-
samkeppni skólabarna og tann-
verndarvika.
Umsjón: Helga Jóna Sveinsdótt-
21.15 Benny Hill.
21.45 Hættuspil.
(Rollover.)
Viðskiptaheimurinn laðar til sín
auðuga ekkju og kaupsýslu-
mann en einhver fylgist með
gerðum þeirra.
Aðalhlutverk: Jane Fonda og
Kris Kristofferson.
23.40 Einn skór gerir gæfumun-
inn.
(One Shoe Makes it Murder.)
Auðugur spilavítaeigandi ræður
einkaspæjara til að leita eigin-
konu sinnar.
Aðalhlutverk: Angie Dickinson,
Robert Mitchum og Mel Ferrer.
01.15 Dagskrárlok.
e
RÁS 1
FIMMTUDAGUR
28. janúar
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið.
Margrét Pálsdóttir talar um dag-
legt mál kl. 7.55.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barnanna:
„Húsið á sléttunni" eftir Lauru
Ingalls Wilder.
9.30 Upp úr dagmálum.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð.
11.00 Fréttir • Tilkynningar.
11.05 Samhljómur.
12.00 Fréttayfirlit • Tónlist • Til-
kynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynning-
ar • Tónlist.
13.05 í dagsins önn - Börn og
umhverfi.
13.35 Miðdegissagan: „Óskráðar
minningar Kötju Mann."
14.00 Fréttir • Tilkynningar •
Tónlist.
15.00 Fréttir.
15.03 Landpósturinn - Frá
Norðurlandi.
Umsjón: Sigurður Tómas Björg-
vinsson.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið - Litli sótar-
inn og börnin.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á siðdegi - Britten
og Nielsen.
18.00 Fréttir.
18.03 Torgið - Atvinnumál -
þróun, nýsköpun.
Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir • Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál.
Að utan.
20.00 Tónlistarkvöld Ríkisút-
varpsins.
22.00 Fréttir • Dagskrá morgun-
dagsins • Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 „Svanborg tók sér skæri,
sneið hún börnum klæði."
Mynd skálda af störfum kvenna.
Fjórði þáttur.
23.00 Draumatíminn.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
FIMMTUDAGUR
28. janúar
7.03 Morgunútvarpið.
Dægurmálaútvarp með fréttayf-
irliti, fréttum og veðurfregnum.
Fastir liðir en alls ekki allir eins
og venjulega - morgunverkin á
Rás 2, talað við fólk sem hefur
frá ýmsu að segja. Hlustenda-
þjónustan er á sínum stað en
auk þess talar Hafsteinn Haf-
liðason um gróður og blómarækt
á tíunda tímanum.
10.05 Miðmorgunssyrpa.
Einungis leikin lög með íslensk-
um flytjendum, sagðar fréttir af
tónleikum innanlands um helg-
ina og kynntar hljómplötur.
12.00 Á hádegi.
Dægurmálaútvarp á hádegi
hefst með fréttayfirliti.
Stefán Jón Hafstein flytur
skýrslu um dægurmál og kynnir
hlustendaþjónustuna, þáttinn
„Leitað svars" og vettvang fyrir
hlustendur með „orð í eyra".
Sími hlustendaþjónustunnar er
693661.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála.
Meðal efnis er Söguþátturinn
þar sem tíndir eru til fróðleiks-
molar úr mannkynssögunni og
hlustendum gefinn kostur á að
reyna sögukunnáttu sína.
Umsjón: Snorri Már Skúiason.
16.03 Dagskrá.
Megrunarlögreglan (hollustueft-
irlit dægurmálaútvarpsins) vísar
veginn til heilsusamlegra lífs á
fimmta tímanum, Meinhomið
verður opnað fyrir nöldurskjóður
þjóðarinnar klukkan að ganga
sex og fimmtudagspistillinn
hrýtur af vörum Þórðar Kristins-
sonar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Niður í kjölinn.
Skúli Helgason fjallar um vand-
aða rokktónlist í tali og tónum
og lítur á breiðskífulistana.
22.07 Strokkurinn.
Þáttur um þungarokk og þjóð-
lagatónlist.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson.
(Frá Akureyri.)
00.10 Næturvakt Útvarpsins.
Guðmundur Benediktsson
stendur vaktina til morguns.
Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8,
8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15,
16, 17, 18, 19, 22 og 24.
JKISUIVA-______
AAKUREYRW
Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni.
FIMMTUDAGUR
28. janúar
8.07- 8.30 Morgunútvarp.
18.03-19.00 Síðdegisútvarp.
Umsjón: Margrét Blöndal og
Sigurður Tómas Björgvinsson.
Hljóðbylgjan
FM 101,8
MIÐVIKUDAGUR
27. janúar
08-12 Olga Björg Örvarsdóttir
og rólegheit i morgunsárið.
Afmæliskveðjur og óskalög.
12- 13 Ókynnt tónlist í hádeginu.
13- 17 Hinn fjallhressi stuðkarl
Pálmi 11Bimbó,, Guðmundsson
leikur gömlu, góðu tónlistina fyr-
ir húsmæður og annað vinnandi
fólk.
17-19 islensk tónlist
i öndvegi meðan verið er að
undirbúa kvöldmatinn. Stjóm-
andi Ómar Pétursson.
19- 20 Tónlist
á meðan kvöldmaturinn rennur
niður.
20- 24 Kvöldskammturinn.
Marinó V. Marinósson á léttum
nótum.
Fréttir klukkan 10.00, 15.00 og
18.00.
989
BYLGJAN,
FIMMTUDAGUR
28. janúar
07.00-09.00 Stefán Jökulsson og
morgunbylgjan.
Góð morguntónlist hjá Stefáni,
hann tekur á móti gestum og lit-
ur í morgunblöðin.
09.00-12.00 Páll Þorsteinsson á
léttum nótum.
Hressilegt morgunpopp gamalt
og nýtt.
12.00-12.10 Hádegisfréttir.
12.10-15.00 Ásgeir Tómasson á
hádegi.
Létt tónlist, gömlu góðu lögin og
vinsældalistapopp í réttum hlut-
föllum. Saga dagsins rakin kl.
13.30.
15.00-18.00 Pétur Steinn Guð-
mundsson og síðdegisbylgjan.
Pétur Steinn leggur áherslu á
góða tónhst í lok vinnudagsins.
Litið á helstu vinsældalistana kl.
15.30.
18.00-19.00 Hallgrímur Thor-
steinsson i Reykjavik síðdegis.
Kvöldfréttatimi Bylgjunnar.
Hallgrímur lítur á fréttir dagsins
með fólkinu sem kemur við
sögu.
19.00-21.00 Anna Björk Birgis-
dóttir.
Bylgjukvöldið hafið með góðri
tónlist.
21.00-24.00 Júlíus Brjánsson -
Fyrir neðan nefið.
Júlíus fær góðan gest í spjall.
24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj-
unnar.
- Felix Bergsson.