Dagur

Dato
  • forrige månedfebruar 1988næste måned
    mationtofr
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    29123456
    78910111213

Dagur - 15.02.1988, Side 1

Dagur - 15.02.1988, Side 1
71. árgangur Akureyri, mánudagur 15. febrúar 1988 31. tölublað fáðu þér Hiatjaliitffi - þaö hressir Hafísinn: Siglingaleiðir færar en fiskimið lokuð Hafísinn við Norðurland virð- ist á undanhaldi, a.m.k. í bili, og siglingaleiðir ágætlega fær- ar í björtu. Þór Jakobsson veðurfræðingur fór í könnun- arflug í gær og sagði hann að ísinn hefði færst fjær landi við Eyjafjörð og austur eftir, en á ísbjarnarslóðum í Skagafirði var ís enn þétt upp við strönd- ina. Þór sagði að enn væri töluvert af stökum ísjökum úti fyrir Norðurlandi og vestan og norðan við Grímsey væri allmikill ís. Norðurland: Snjóflóð og illfærir vegir Miklum snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi að undanförnu og vegir hafa víða verið ófærir af þeim sökum og einnig hafa snjóflóð sett strik í reikning- inn. Snjóflóð féllu í Ólafsfjarð- armúla á laugardaginn og var vegurinn enn ófær í gær að sögn lögreglunnar þar. A Siglufirði hafa menn verið í viðbragðsstöðu vegna snjóflóða- hættu. Að sögn Iögreglumanns í bænum var komið ágætis veður þar í gær en gríðarlega mikill snjór og þarf að leita mörg ár aftur í tímann til að finna hlið- stætt fannfergi. Nokkur minni- háttar snjóflóð hafa faliið í firð- inum, en ekkert fyrir ofan kaup- staðinn. Almannavarnir fylgdust þó grannt með gangi mála. A Dalvík var sömuleiðis ágætt veður í gær, mikill snjór og skafl- ar þéttir. Vegurinn milli Dalvík- ur og Akureyrar tepptist á kafla af völdum skafrennings en var opnaður aftur. Á Húsavík hefur verið mikil ofankoma en vegir sæmilega færir í gær, nema hvað ökunienn lentu í erfiðleikum á Tjörnesi vegna ófærðar. SS Áskrifendagetraun Dags: Dregið á morgun A morgun verður í þriðja sinn dregið I áskrifendagetraun Dags. Að þessu sinni er vinn- ingurinn Kanaríeyjaferð fyrir tvo að verðmæti um 100 þús- und krónur. Frestur til að skila inn getrauna- seðlunum fyrir þennan hluta rennur út í dag og er ástæða til að hvetja fólk til að halda opnum möguíeika á að vinna svo glæsi- legan vinning. í fjórða hluta getraunarinnar verður dregið um vöruúttekt að verðmæti 100 þúsund krónur, þá kemur sumarferð fyrir tvo að eig- in vali og loks síðasti vinningur- inn, bifreið af gerðinni Opel Kadett. • ET „Við flugum norður að Kolbeins- ey og þar er jaðarsvæði, ekki fastur ískantur en breiðar og langar ísspangir. Þar er enn mjög mikill ís og þótt suðvestlægar átt- ir hafi losað ísinn frá landi þá get- ur hann komið fljótt aftur ef vindur verður norðlægur," sagði Þór. Siglingaleiðir í Eyjafirði, aust- ur í Skjálfanda og fyrir Melrakka- sléttu voru orðnar greiðfærar í gær, a.m.k. í björtu veðri, en alls staðar voru smájakar svamlandi. Þór sagði að tveir sjómenn sem fóru með í könnunarflugið hefðu sagt að ísinn lokaði fiskimiðum við Kolbeinsey, þannig að ísinn ér enn til vandræða þótt sjómenn varpi vissulega öndinni léttar í bili. Þór sagði að spár gerðu ráð fyrir suðlægum og jafnvel aust- lægum vindum og ef austanáttin nær völdum gæti ísinn færst nær landi á Norðvesturlandi og Vest- fjörðum. SS Bjarndýrið unga við húshurnið í Langhúsum og Sigurbjörn Þorleifsson bóndi sem varð því að aldurtila. Mynd: -pá Ungt bjarndýr fellt við Haganesvík „Jú, ég var svolítið hræddur þegar ég sá hann skjótast und- an bátnum. Ég vissi um leið að þetta var ísbjörn. Svo labbaði hann niður í fjöruna og synti inn í Mósvíkina og þar skutu þeir hann,“ sagði Atli Þór Ómarsson 8 ára frá Lauga- landi. Hann kom fyrstur auga á bjarndýrshúninn sem skotinn var við Haganesvík í gær. Ómar Olafsson bóndi á - Óttast að móðir þess sé ekki langt undan Laugalandi, faðir Atla, og Zóphonías Frímannsson bóndi á Syðsta-Mói voru mættir niður í Haganesvík á ellefta tímanum í gærmorgun. Bændurnir hugðust fara á sjó um daginn til að vitja um rauðmaganet. Atli litli hafði verið að leik niðri í fjörunni og var nýkominn inn í dráttarvél sem nota átti við snjómokstur á bryggjunni. Sá hann þá hvar dýr- ið skaust undan bátnum í naust- Arnór Diego, 18 ára Rcykvíkingur, var kosinn Herra ísland ’88. Hallgríniur Óskarsson, tvítugur Akureyringur, var hins vegar kosinn vinsælasti kepp- andinn. Sjá bls. 6. Mynd: ehb inni. Ómar faðir hans kallaði strax uppi Sigurbjörn Þorleifsson bónda í Langhúsum, sem lagði þegar af stað vel vopnaður. Þegar Sigurbjörn kom í Víkina hafði dýrið lagt til sunds og synt í átt til Mósvíkur sem er um tveim kílómetrum vestar. Álítur Sigurbjörn að bangsi hafi ætlað að komast upp á jaka sem er skammt frá Sandósi en ekki kom- ist upp á hann. Bangsi synti svo upp að Mósvfkinni og sást til hans á sundi eftir að hann hafði á tímabili horfið sjónum manna. Um hádegisbilið var hann svo nýkominn upp úr fjörunni þegar Sigurbjörn kom á hann skoti. Dýrið er mjög ungt, talið vera innan við ársgamalt, og aðeins um 50 kíló á þyngd. Er óttast að móðir þess sé ekki langt undan og þá e.t.v með hitt ungviðið með sér. En bjarndýr eru sögð eiga oftast 2 afkvæmi í einu og séu þau í fygld nióður til a.m.k. tveggja ára aldurs. Munu bændur í Fljótum þvt svipast um næstu daga, en síðdegis í gær hafði ekki unnist tími til þess. Töluverðan ís hefur rekið þarna upp að strönd- inni síðustu dægrin. Sigurbjörn sagði að ekki hefði verið þorandi annað en fella dýrið þar sem skepnur eru þarna í nágrenninu og fólk á ferli. Slóð sást eftir dýr- ið frá Borginni vestan við Haga- nesvíkina og að bátnum, þar sem þess varð fyrst vart. Sögusagnir eru til um hvítabirni á þessum slóðum og mun bjarndýr seinast hafa verið fellt þarna einhvern tímann á áttunda tug síðustu aldar. Síðustu fréttir herma að nokkrir Siglfirðingar á vélsleðum hafi séð bæli og spor eftir stærra dýr við Hraunakrók. Verður það kannað nánar í dag. -þá Dalvík: Fiskeldiskviar færðar til hafnar Kvíar fískeldisstöðvarinnar Öluns hf. á Dalvík sem siað- settar voru úti á víkinni fyrir utan Dalvík voru á föstudaginn fluttar inn í Dalvíkurhöfn. Um er að ræða 6 kvíar sem í eru 25- 30 tonn af eldisfíski. Að sögn Þórólfs Antonssonar, framkvæmdastjóra Öluns þótti ljóst að þegar íshrafl var komið inn á Eyjafjörð á föstudagsmorg- un þyrfti að grípa til aðgerða. Strax var hafist handa við að flytja kvíarnar og var verkinu lokið fyrir föstudagskvöld. Þórólfur sagði að það réðist af vindátt næstu daga hvort veruleg- an ís ræki inn á fjörð. Af því ráð- ist hversu lengi þurfi að hafa kví- arnar í höfninni. íshrafl rak inn með vestan- verðum Eyjafirði aðfaranótt föstudags en á föstudaginn var sunnan andvari og færðist því ísinn nokkuð austur yfir fjörð. Nánast enginn ís var kominn inn á Ólafsfjörð á föstudag. JÓH

x

Dagur

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2107
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
7432
Gefið út:
1918-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar: 31. tölublað (15.02.1988)
https://timarit.is/issue/207848

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

31. tölublað (15.02.1988)

Handlinger: