Dagur - 15.02.1988, Qupperneq 6
6’D'AGUR I—1$ i «f ébHÍari § 98B
Amór Oiego er Herra ísland ’88
Aðstæður í Zebra eru ekki mjög hentugar fyrir áhorfendur.
með dómnefndina í baksýn.
Myndir: EHB
- Hallgrímur Óskarsson kosinn vinsælasti karlmaðurinn
„Herra ísland 1988 er . . .
Arnór Diego,“ hrópaði Bryn-
dís Schrain og áhorfendur
trylltust af fögnuði, greinilega
á sama máli og dómnefndin.
Mikil spenna var í loftinu í
Zebra sl. laugardagskvöld, svo
mikil að rafmagnskerfið brann
yíir og varð um hálftíma töf á
keppninni af þessum sökum.
Kynnir kvöldsins, Bryndís
Schram, reytti af sér brandara
á meðan og stytti gestum
stundir.
Hauksson frá Reykjavík, Stefán
Pétursson frá ísafirði, Hlynur
Jónsson úr Eyjafirði og Einar Þ.
Karlsson, Hallgrímur Óskarsson
og Hermann S. Jónsson frá
Akureyri.
Eftir að gestir og dómnefnd
höfðu skoðað vaxtarlag kepp-
enda var boðiö upp á hárgreiðslu-
sýningu frá Passion og tískusýn-
ingu frá Akurliljunni. Þegar
keppendur áttu aö koma fram í
samkvæmisfötum um kl. 22.30
fóru Ijósin að blikka ótæpilega og
leikari frá Reykjavík, var síðan
kosinn Herra Island 1988 og
hlaut hann fyrir vikið sólarlanda-
ferð með Utsýn, 100 þús. kr.
fataúttekt í JMJ, pípuhatt frá
Herradeild KEA, silfursleginn af
Gullsmíðastofunni Skart. Vin-
sælasti karlmaðurinn hlaut
vöruúttekt í Sportbúðinni Sunnu-
hlíð. Allir keppendurnir fengu
viöurkenningu; Ijósatíma frá
Stjörnusól á Akureyri og Sólar-
megin í Reykjavík, Rokford
snyrtivörur, árskort í Zebra á
Akureyri og Evrópu í Reykjavík
og blómvendi frá blómabúðinni
Akri.
Dómnefndina skipuðu Anna
Margrét Jónsdóttir, ungfrú
ísland, Birna Björnsdóttir
snyrtifræðingur, Gígja Birgis-
dóttir, fyrrverandi ungfrú ísland,
Bjarni Hafþór Helgason sjón-
varpsstjóri og Ragnar Sverrisson
kaupmaður í JMJ. SS
Bryndís Scliram gerði storinandi lukku, sérstaklega í rafmagnsleysinu.
Peir sem lögðu leið sína í veit-
ingahúsið Zebra á laugardags-
kvöldið urðu vitni að fremur
óvenjulegum og sjaldgæfum
atburði. Fegurðarsamkeppni
kvenna er daglegt brauö en karl-
menn hafa ekki látið hafa sig út í
slíkt. Zebra, Stjörnusól og
Hijóðbylgjan ákváðu að breyta
þessari hefð og halda keppnina
„Herra ísland 1988" og skal
henni nú lýst nánar.
Upp úr kl. 21 á Inugardags-
kvöldið fóru gestir að streyma
inn í Zebra og komu sér fyrir á 1.
og 2. hæð. Kl. 22 komu keppend-
urnir 7 fram á sundskýlu, en
þeir voru: Arnór Diego og ívar
dóu loks út. Eftir hálftíma baráttu
við rafmagnsöflin tókst að kippa
þessu í lag og drengirnir gengu
inn í jakkafötum frá JMJ og í
Classico skóm.
Dómnefnd fór nú afsíðis til að
bera saman bækur sínar, en
keppendur höfðu gengið fyrir
nefndina fyrr um daginn þar sem
þeir voru teknir í stutt viðtal og
höfðu dómnefndarmeðlimir því
nokkra nasasjón af kostum kepp-
enda. Keppendur sjálfir kusu
Itins vegar vinsælasta karlmann-
inn og þann titil hlaut Hallgrímur
Óskarsson frá Akureyri.
Arnór Diego, 18 ára dansari og
Hér sést Arnór spóka sig í sundskýlu
Akureyri:
Starfsmannaskipti hjá Tollgæslunni
Ævar Karl Ólafsson, tollfull-
trúi á Akureyri, lætur af störf-
um við Tollgæsluna á Akureyri
um þessar mundir. Við starfi
hans tekur Sigurður Pálsson,
en hann hefur starfað hjá rann-
sóknadeild Tollstjóraembættis-
ins í Reykajvík frá árinu 1983.
Ævar Karl Ólafsson hóf störf
hjá bréfapóststofunni á Akureyri
vorið 1962, og hefur hann því
starfað í 26 ár í opinberri þjón-
ustu. Hann starfaði sem póstfull-
trúi til ársins 1974, en 1. sept-
ember það ár hóf hann störf við
Tollgæsluna á Akureyri. Auk
þess hefur hann sinnt öðrum
trúnaðarstörfum á vegum hins
opinbera á Akureyri. Ævar hefur
verið virkur félagi í Lúðrasveit
Akureyrar um áratugaskeið.
„Eg hef átt góð samskipti við
viðskiptavini Tollgæslunnar og
kynnst ntörgu góðu fólki á þess-
nt tíma," sagði Ævar. „Ég
akna auðvitað margs hér í bæn-
um því hér hef ég dvalið allan
minn aldur og hér á ég ágæta
vini. Ég kvíði því þó ekki að
flytja til Reykjavíkur því ég mun
- Ævar Karl Ólafsson lætur af störfum en Sigurður Pálsson tekur við
starfa áfram við tollgæslu þar,
auk þess sem ég á einnig góða
vini og kunningja í höfuðborg-
inni,“ sagði Ævar.
Blaðamaður spurði Ævar Karl
um hvaða breytingar hefðu orðið
á vinnuaðstöðu við tollgæslu á
Akureyri síðan hann hóf störf.
„Þetta hefur mikið breyst þvj við
vorum í húsnæði sem vaí bæði
kalt og of lítið áður en við feng-
um inni hjá Eimskipafélaginu um
1980. Ég hef að vísu alltaf haft
áhuga fyrir því að breyta vinnu-
tilhöguninni hérna í þá veru að
allur útreikningur og afgreiðsla
geti farið fram í sama húsnæði,
en þetta hefur ekki hlotið hljóm-
grunn hér. Þó er ég ekki í vafa
um að slíkt væri mun einfaldara
fyrir alía afgreiðslu á tollskjölum.
Innflutningur hefur aukist
geysilega mikið frá 1974 og margt
hefur breyst í þeint efnum á fjór-
tán árum. Vörutegundir eru ntun
fjölbreyttari og vörumeðferð er
betri, því miklu núnna skemmist
í gámaflutningum.
Að lokum vil ég þakka öllu
samstarfsfólki mínu og sendi
kveðjur til þeirra fjölmörgu aðila
sem reglulega leita hingað vegna
innflutnings. Síðast en ekki síst
vil ég minnast ánægjulegrar sam-
vinnu og nábýlis við Eimskipafé-
lag íslands gegnum árin,“ sagði
Ævar að lokum.
Sigurður Pálsson, tollvörður,
fæddist á Akureyri árið 1953.
Hann fluttist barn að aldri til
Reykjavíkur, en dvaldi þó oft á
Akureyri á sumrum ásamt móður
sinni, Þóru Aðalheiði Sigtryggs-
dóttur. Faðir Sigurðar heitir Páll
Þórir Jóhannsson, frá Stokkseyri.
Kona Sigurðar heitir Sigurbjörg
Guðmundsdóttir, fædd á Sauðár-
króki en að mestu uppalin á Mar-
bæli í Seyluhreppi í Skagafirði.
Sigurður starfaði að vélvirkjun
áður en hann gekk í þjónustu
Tollgæslunnar fyrir 5 árum. „Það
er mikil tilbreyting að koma hing-
að frá erlinum í Reykjavík,“
sagði Sigurður. „Hér kynnist
maður fólki e.t.v. betur og mér
finnst allt vera miklu persónu-
legra en fyrir sunnan. Það má
segja að það hafi blundað löngun
í okkur hjónunum um lagt skeið í
þá veru að flytja til Akureyrar.“
EHB
Á skrifstofu Tollgæslunnar. F.v.: Ævar Karl Olafsson og Sigurður Pálsson.