Dagur - 15.02.1988, Page 16
DACKJR
Akureyri, mánudagur 15. febrúar 1988
Hafið þið reynt
okkar þjónustu? cpediömyndir’
Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520.
£j
Ökumenn á Akureyri:
Leggja
gjarnan
ólöglega
Á síðasta ári voru 1985 öku-
menn sektaðir fyrir ólöglega
stöðu bifreiða sinna á Akur-
eyrlog er þetta töluverð aukn-
ing frá árinu áður. Auk þess
voru 700 ökumenn sektaðir
fyrir að hafa ekki greitt í stöðu-
mæla.
Flestir ökumenn sem kærðir
voru fyrir ólöglega stöðu bifreiða
höfðu lagt í portinu sunnan við
Skipagötu 14, eða sunnan Al-
þýðubankans. Þessir ökumenn
voru 576, 401 var kærður fyrir að
leggja á gangstétt og 276 fyrir að
leggja við norðurenda göngugöt-
unnar.
Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryf-
irlögregluþjónn sagði í samtali
við Dag að ástæða þessarar fjölg-
unar væri fyrst og fremst aukið
eftirlit. Hann sagði það mjög
slæmt þegar ökumenn leggja í
portinu við bankann. Þarna væri
um göngustíg að ræða og ekki
væru nema 200-300 metrar í
stærsta bílastæði bæjarins þar
sem yfirleitt alltaf er hægt að fá
bílastæði. Með því að leggja fyrir
endum göngugötunnar kæmu
ökumenn í veg fyrir að sjúkra-
og/eða slökkvibílar kæmust að ef
þörf væri á.
Við Sundlaugina voru 70 öku-
menn kærðir fyrir ölöglega lagn-
ingu bíla, og benti Ólafur á að
skammt frá t.d. við gamla Iðn-
skólann og íþróttahöllina væri
gnægð stæða. VG
Á þessum stað eru margir bílstjórar kærðir dag hvern fyrir að leggja ólög-
lega. Lögreglan á Akureyri beinir því eindregið til ökumanna að virða rétt
hinna gangandi, en þarna er um göngustíg að ræða. Skammt er í stærsta bíla-
stæðið í bænum eða aðeins nokkur hundruð metrar. Mynd: tlv
Húsavík:
Könnun á húsnæðis-
þörf aldraöra
- „Alltaf bætist á biðlistann,“ segir
Hörður Arnórsson forstöðumaður Hvamms
Trúnaðarráð Dvalarheimilis
aldraðra sf. gerði könnun á
áhuga aldraðra fyrir frekari
uppbyggingu íbúða á vegum
félagsins í formi búseturéttar-
íbúða. Svara var óskað fyrir 5.
febrúar sl.
Hörður Arnórsson, forstöðu-
maður Hvamms, heimilis aldr-
aðra á Húsavík sagði að fyrir
könnunina hefði verið búið að
skrá nokkra aðila sem áhuga
hefðu á búseturéttaríbúð og nú
hefðu níu manns bæst við. Trún-
aðarráð hefði þó átt von á að
fleiri létu skrá sig miðað við fyrir-
spurnir að undanförnu.
Við Hvamm hafa verið byggð
sjö hús, 88 fm að stærð, sam-
kvæmt búseturéttarkerfinu og
sagði Hörður að þetta fyrirkomu-
lag hefði gefist vel. Fólkið væri
mjög ánægt og húsin þægileg í
alla staði auk þess sem íbúum
þeirra gæfist kostur á þjónustu á
Hvammi.
Stjórn dvalarheimilisins mun
halda fund nú í mánuðinum og
fara að huga að byggingu fleiri
íbúða. Haft verður samráð við
aldraða um hvernig hús þeir vilja
fá, hvort um verður að ræða
raðhús, hús svipuð þeim sem fyr-
ir eru eða aðrar gerðir íbúða.
Aðspurður sagði Hörður að
alltaf bættist við biðlistann á
Fjölskyldan Kringlumýri 4:
r
Fekk 100 þúsund króna afslátt
- á heimilistækjum frá Akun/ík
Stefán G. Jónsson og fjöl-
skylda hans misstu allt sitt
innbú er heimili þeirra að
Kringlumýri 4 eyðilagðist í
eldsvoða skömmu fyrir jól.
Með aðstoð ættingja, vina og
annarra greiðvikinna manna
hefur þeim tekist að hefja
endurbyggingu á húsinu og
þau stefna að því að ílytja inn
fyrir páska.
Stefán sagði í viðtali við Dag
fyrir skömmu að hann væri lítiö
farinn að huga að innbúi, mestu
máli skipti að fá þak yfir höfuðið.
Þau hjónin, Stefán og Sigríöur
Jónsdóttir, fóru þó á stúfana og
hittu forsvarsmenn Akurvíkur að
rnáli og þar var tekið á nióti þeim
af góðvild og hlýhug.
„Megnið af heimilistækjum og
hljómtækjum þeirra hafði oröið
eldinum að bráð og við tókum vel
í það að hjálpa þeim eins og við
gætum. Við höföum einnig sam-
band við innflytjendur tækjanna í
Reykjavík, þ.e. Heimilistæki og
Gunnar Ásgeirsson og Vöru-
markaðinn. Útkoman varð
100.000 króna afsláttur, rniðað
við það verð sem gilti fyrir hækk-
unina 1. janúar síðastliðinn,"
sagði Guðmundur Þórðarson
forstjóri Akurvíkur.
Sannarlega vel að verki staðið
hjá Akurvík og mikilvægt fyrir
tjölskylduna að vita að hún á
hvarvetna góða að. Starfsfólk
Akurvíkur bað fyrir kveðjur og
sagðist vona að Sigríður, Stefán
og börn þeirra myndu njóta tækj-
anna vel. SS
Hvammi
manns á
þar.
og nu væru
biðlista eftir
yfir 100
húsnæði
IM
Guðinundur Þórðarson í Akurvík er hér með Stefáni G. Jónssyni og Sigríði Jónsdóttur fyrir framan heimilistækin.
Mynd: EHB
Fóstrumál
á Sauðárkróki:
„Ástandið
ekki mjög
slæmt“
- segir félagsmálastjóri
bæjarins
„Okkur vantar fóstrur, en þaö
er ekki hægt að segja að
ástandið sé mjög slæmt í
fóstrumálunum hjá okkur.
A.m.k. ekki ef tekið er mið
af fóstruskortinum víða um
land,“ sagði Matthías Viktors-
son félagsmálastjóri Sauðár-
króksbæjar í samtali við Dag.
Matthías sagði forstöðumenn
beggja leikskólanna vera fóstrur.
Fóstra hefði komið til starfa á
Furukoti í haust og von væri á
annarri með vorinu. Þá yrðu þær
orðnar 3 í Furukoti, sem væri
alveg viðunandi. Aftur á móti
vantar fóstur á Glaðheima. Þar
er forstöðumaðurinn eina fóstran
á heimilinu. Ástæðan fyrir því að
fóstra mundi bætast við í Furu-
koti í vor en ekki Glaðheimum,
sagði Matthías vera þá, að hún
hefði sérstaklega sótt um þar. Þá
starfar við leikskólana einn
þroskaþjálfi, sem skiptir degin-
um á milli heimilanna. Að sögn
Matthíasar hefur verið reynt að
liðka til fyrir fóstrum varðandi
húsaleigumál á svipaðan hátt og
gert er þegar kennarar eru ráðnir
til starfa í bæinn.
Samningarnir:
Býsna mikil
bjartsýni
Fulltrúar Verkamannasam-
bands íslands og Vinnuveit-
endasambands Islands héldu
áfram samningaviðræðum í
gær í þremur hópum. Einn
hópanna fjallaði um fiskvinnsl-
una, annar um ræstingu og
mötuneyti og sá þriðji um yfir-
vinnu, en yfirvinnan brennur
mjög á Verkamannasamband-
inu sem vill einn yfirvinnu-
taxta, en ekki aðgreiningu á
eftir- og næturvinnu.
Lítið virðist hafa þokast í sam-
komulagsátt um helgina en menn
eru tilbúnir að halda áfram við-
ræðum og hefur nýr fundur verið
boðaður kl. 3 í dag. Austfirðing-
ar hafa verið lítt hrifnir af kröfu-
gerð Verkamannasambandsins
en þeim er að snúast hugur og
ntunu að öllunt líkindum taka
þátt í viðræðunum á næstu dög-
um og vonast menn til að árangur
muni nást í þessari lotu. SS