Dagur - 23.02.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 23.02.1988, Blaðsíða 9
23. febrúar 1988 - DAGUR - 9 «: - ■■ ?,?<. t’WK nenntaskólanum á Akureyri „Getur orðið vendipunktur í félagslífi skólans“ - segir Kristján Einarsson formaður skólafélags VMA um Opnu dagana Kristján Einarsson formaður skóiafélags VMA og Ragnheiður Jakobsdóttir gjaldkeri við risavaxið auglýsingaspjald Opnu daganna. Myndir: i lv ‘in hefst nú á Opnu dögunum. Hér er kynna flokka sína og stefnur þeirra og gefst nemendum kær- komið tækifæri til að svala for- vitni sinni um hringiðu stjórnmál- anna. Klukkan 10 á föstudagsmorgun ætlar Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar að halda fyrir- lestur um atvinnumál og atvinnu- möguleika ungs fólks. Fyrir hádegi verður boðið upp á kynningarferð á dagblaðið Dag og þeir sem gefnir eru fyrir sæt- indin geta fengið að svala forvitni sinni um súkkulaðigerð því einnig verður boðið upp á kynn- ingarferð í súkkulaðiverksmiðj- una Lindu. Eftir hádegi ætla nemendur og kennarar að reýna með sér í hin- um ýmsustu íþróttagreinum. Eftir íþróttamótið fara dansfífl skólans í lokatíma danskennsl- unnar, aðrir bregða sér í bíó en þessum Opnu dögum lýkur með furðufataballi kl. 22 á föstudags- kvöld. JOH Dsstjóra Útvarps VMA „Ég held að lítið verði um að einstakir tónlistarmenn verði teknir fyrir. Að vísu óskaði Benedikt Bragason í*slenskukenn- ari í skólanum eftir að fá að hafa klukkutíma langan þátt um Megas og var það fúslega veitt. Að öðru leyti verða menn með allt milli himins og jarðar, bæði viðtöl, spjall, músík og fleira." - Og á að senda allt beint út? „Já, við verðum einungis með beinar útsendingar enda höfum við ekki möguleika á öðru þegar undirbúningstfminn er svona stuttur. Rafmagnsdeild skólans verður okkur innan handar og þeir munu hjálpa okkur við að tengja símann inn á kerfið þannig að við getum tekið við símavið- tölum inn í útsendingu.“ - Hvernig gengur að afla aug- Pau Kristján Einarsson, formaður skólafélags VMA og Ragnheiður Jakobsdóttir gjaldkeri skóla- félagsins hafa ásamt nokkrum öðrum nemendum skólans unnið aðal undirbúningsstarf fyrir Opnu dagana. En hvenær hófst þessi undirbúningur? Hugmyndin búin að veltast „Grunnhugmyndin að þessu var búin að vera lengi að veltast,“ segir Ragnheiður. „Þessi undir- búningur hefur staðið síðustu vikurnar, fór í gang fljótt eftir áramót. Dagar eins og þessir hafa aldrei verið haldnir hérna. Pað eina sem gert var á síðasta vetri var íþróttakeppni milli MA og VMA og útivistardagar en ekkert í líkingu við þessa dagskrá sem núna er að fara af stað.“ Skólafélag VMA ber kostnað af Opnu dögunum en Ijóst er þó að dagblaðið Jón Krukkur og Útvarp VMA munu afla tekna með auglýsingum og þannig standa sjálf undir kostnaði. Annað mun skólafélagið borga en eini dagskrárliðurinn sem nemendur verða að greiða þátt- tökugjald fyrir er kynnisferð í Bændskólann að Hólum í Hjalta- dal. Því fer þó fjarri að kostnaður fari fram úr hófi því þau Kristján og Ragnheiður gera ekki ráð fyrir að útgjöldin fari umfram 100.000 kr. Þrátt fyrir það mátti beita aðhaldi og skera nokkuð niður fjárveitingar til klúbba í skóla- félaginu til að hægt yrði að halda þessa Opnu daga. lýsinga til að standa undir kostn- aði við þetta fyrirtæki? „Það gengur ótrúlega vel og raunar miklu betur en við þorð- um að vona. Við erum þegar búin að safna nægum auglýsing- Skólafélag VMA er ungt félag þannig að ekki hafa skapast mikl- ar hefðir í félagslífi innan um til að fyrirtækið standi undir sér. Við seldum sameiginlegan auglýsingapakka í útvarpsstöðina og Jón Krukk en það er dagblað- ið sem hér verður gefið út. Þetta gafst ágætlega og menn tóku vel í að auglýsa." skólans. Því má segja að nú sé verið að koma félagslífinu í fast- ari skorður en þó er eftirtektar- Frumraun í útvarpsrekstri Útvarpsstöð hefur ekki verið starfandi áður í VMA þannig að hér er frumraun á ferðinni. Hvort í framtíðinni á eftir að vera starf- andi útvarpsstöð í skólanum verður að koma í ljós en vel er hægt að hugsa sér að framhalds- skólar bæjarins sameinist ein- hvern tímann um rekstur útvarps- stöðvar líkt og þekkt er í Reykja- vík. „Ef þessir Opnu dagar takast vel þá verður útvarpsstöð áreið- anlega aftur starfrækt í sambandi við þá. En ég veit ekki hvort stöð eins og þessi getur starfað í skólanum nema í tengslum við eitthvað af þessu tagi,“ segir útvarpsstjórinn. Hljóðstúdíó var útbúið í einu herbergi í skólahúsinu á Eyrar- landsholtinu. Þó svo aðstaðan sé ekki eins og best verður á kosið þá munu Jónas og félagar gera sitt besta til að koma til bæjarbúa upplýsingum um það sem fram fer í skólanum hverju sinni og síðast en ekki síst spila sína uppá- haldstóna. En til að ná sending- unum er bara að stilla á FM- 102,8 á Útvarp VMA. JÓH vert í hversu stórt verkefni er ráðist af svo ungu skólafélagi. „Það skiptir verulegu máli að vel takist til viö þessa daga," seg- ir formaður skólafélagsins. „Til þess að við gætum fengið ein- hverja huginynd um hvernig byggja ætti upp dagskrá sem þessa þá kynntum við okkur dagskrá í Ármúlaskólanum í Reykjavík en þar hefur þetta ver- ið reynt. Auðvitað hafa Reykja- víkurskólarnir meiri möguleika en við til t.d. kynnisferða en samt erum við nokkuð stolt af því að geta komið saman þessari dagskrá eins og hún lítur út hjá okkur. Ef þetta tekst vel þá er enginn vafi á að þetta verður vendipunktur í félagslífi skólans," bætir Kristján við. Sífellt öflugri klúbbar - Hvernig er klúbbastarf í skólanum? „Mín skoðun er sú að á meðan lítil aðstaöa fyrir félagsstarf er fyrir hendi þá eigi skólafélagið að nota félagsgjöldin til að kaupa tæki fyrir klúbbana og undirbúa þá fyrir aðstöðuna sem síðar kemur. Þetta er náttúrlega allt á réttri leið nú þegar, t.d. er tón- listarklúbburinn FÁT búinn að gera meira í vetur heldur en allan tímann síðan skólinn byrjaði og sömuleiðis er mikil fjölgun félagsmanna í öðrum klúbbum frá því sem var í fyrra. Klúbba- starf verður því æ öflugra," segir Kristján. Klúbbar skólans ntunu taka þátt í dagskrá Opnu daganna. Þannig mun ljósmyndaklúbbur sjá um ljósmyndir fyrir dagblað- ið, tónlistarklúbbbur mun sjá alfarið um Útvarp VMA, mál- fundafélagið sér um ræðukeppn- ina, o.s.frv. Þá munu félagar í Filmunni, félagi áhugamanna um kvikmyndagerð, taka þátt í gerð efnis fyrir Sjónvarp Akureyri sem sýnt verður næstu tvo fimmtudaga. Með þeim munu vinna starfsmenn Samvers sf. Nemendur skólans fengu tæki- færi til að senda inn sínar tillögur að dagskrá fyrir Opnu dagana og alls bárust um 100 tillögur þó ekki hafi nærri allar verið notað- ar. - Hvað er fleira fyrirhugað í félagsstarfi ykkar í vetur? „Það eru náttúrlega VMA-MA dagar 3. og 4. mars þar sem við keppum í íþróttum, höldum sam- eiginlegar kvöldvökur og ball. Svo verður árshátíð skólans þann 10. mars þannig að nóg er frant- undan. Síðan reynum við að komast áfram í spurningakeppni framhaldsskólanna,“ segir Ragn- heiður. Já margt er frantundan og miklar hugmyndir hjá þessu unga og áhugasama fólki. En við hin fylgjumst bara með og hlustum á Utvarp VMA. JÓH Útvarp VMA fer í loftið kl. 8 í dag. Hér leggja útvarpsstjórarnir Jónas Þór Guðmundsson og Árni Freysteinsson síðustu hönd á undirbúninginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.