Dagur - 23.02.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 23. febrúar 1988
Opnir dagar í Verkn
í dag hefjast Opnir dagar í
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri. Skólafélag VMA stendur
fyrir dagskrá þessara daga en í
raun fæddist hugmyndin fyrst á
kennarastofu skólans. Viðamikil
dagskrá hefur verið sett upp og
geta nemendur gert sitt af hverju,
sér til skemmtunar, næstu fjóra
dagana. En hér er hreint ekki um
að ræða neitt frí í skólanum enda
hafa þeir sem að undirbúningi
hafa staðið búið svo um hnúta að
fólk fær fjarvistarstig ef það
mætir ekki í skólann og jafnt
kennurum sem nemendum ber
skylda til að taka þátt í
dagskránni. Á meðan á
þessum dögum stendur verður
gefið út dagblað í skólanum sem
gegnir því ágæta nafni Jón
Krukkur. Reyndar þjófstörtuðu
þeir Krukksmenn, gáfu blaðið út
í fyrsta sinn í gær og verður gefið
út fram á föstudag. Einnig verður
sett upp útvarpsstöð í skólanum,
Útvarp VMA, sem sendir út frá
þriðjudegi til föstudags frá kl. 8
til kl. 24. Þessar sendingar munu
nást um allan bæ og munu
bæjarbúar geta fylgst með
dagskrá Opnu daganna í gegnum
Útvarp VMA.
Er okkur bar að garði nú fyrir
helgina var undirbúningur í
fullum gangi og dagskráin nánast
búin að fá á sig endanlega mynd.
Mikill áhugi virtist fyrir þessari
uppákomu í félagslífinu enda hér
á ferð nýmæli í skólastarfinu. En
dagar sem þessir þurfa mikinn
undirbúning og því munu
nemendur VMA sjá árangur
undirbúningsstarfsins nú þegar
þessum Opnu dögurn er ýtt úr
vör.
Boðið upp á
jjölbreytta dagskrá
Dagskrá Opnu daganna í VMA
verður mjög fjölþætt. Dag-
skráin stendur frá þriðjudags-
morgni til föstudagskvölds en
þá lýkur Opnu dögunum með
furðufataballi. Þó brugðið sé
með þessu út af hefðbundinni
stundaskrá þá mun samt verða
iítillega stuðst við hana þar
sem kennarar munu hafa nafna-
kall og sjá til að fólk mæti í
skólann.
Þriðjudagur
Opnu dagarnir verða settir í dag
kl. 8.15. Kennarar taka nafnakall
kl. 8.30 og síðan er stundaskrá
umbylt fram að hádegi og
nemendum gefst kostur á að
kynna sér deildir skólans. Eftir
hádegi fara nemendur í skíðaferð
í Hlíðarfjall þar sem 2. bekkur
sér um að veita kakó og kleinur
og rennur ágóði af veitingasöl-
unni í ferðasjóð bekkjarins.
Dagskrá þessa fyrsta dags Opnu
daganna lýkur með kvöldvöku
sem fram fer á sal skólans. Þar
mun m.a. leikkonan Sunna Borg
lesa úr verkum Kristjáns frá
Djúpalæk.
Miðvikudagur 7
Nemendur byrja miðvikudaginn
með hoppi og aerobic æfingum
með Ásdísi Karlsdóttur í íþrótta-
höllinni. Þessi dagur telst heilsu-
dagur og verða nemendur þá ein-
ungis að neyta grænmetis og ann-
arra hollustufæðutegunda. Þegar
nemendur hafa lokið æfingum
verður boðið upp á dagsferð í
Bændaskólann á Hólum í Hjalta-
dal. Frá kl. 10 til klukkan 14
munu nemendur fara til skiptis á
skauta eða taka þátt í lúdó, skák
eða ólsen ólsenkeppni.
Eftir hádegi verður bekkja-
keppni í ræðumennsku. Meðan á
keppninni stendur mun fara fram
fundur um menningarbæinn
Akureyri. Framsögumenn á þess-
um fundi verða Jón Hlöðver
Áskelsson skólastjóri Tónlistar-
skólans, Helgi Vilberg skólastjóri
Myndlistaskólans, Pétur Einars-
son leikhússtjóri og Sigurður
Hallmarsson fræðslustjóri. Full-
trúi menningarmálanefndar
bæjarins verður Bárður Halldórs-
son og Ingólfur Ármannsson
menningarmálafulltrúi bæjarins
heldur einnig erindi á fundinum.
Þórey Eyþórsdóttir mun kynna
nytjalist og Bolli Gústavsson
mun tala um bókmenntir.
Á meðan þessu fer fram mun
nemendum verða gefinn kostur á
að bregða sér í útreiðartúr. Síð-
degis munu verða námskeið í
framköllun og stækkun Ijós-
mynda, dansnámskeið á vegum
dansskóla Sigvalda og einnig
snyrtinámskeið.
Fyrir þá sem áhuga hafa á að
svífa um loftin blá verður haldin
kynning á fallhlífarstökki kl. 20
en um kynninguna sér Sigurður
Dagblaðið Jón Krukkur
Sigfús Aðalsteinsson, ritstjóri Jóns Krukks undirbýr útkomu blaðsins
í gær kom í fyrsta sinn út
dagblaðið Jón Krukkur en
ætlunin er að blaðið verði
gefið út á Opnu dögunum.
Blaðinu verður dreift í
skólanum um kl. 10 á
morgnana og hefur það að
geyma allar nýjustu fréttir af
gangi mála á Opnum dögum.
Tíu manna ritstjórn sér um
skrif og umsjón með blað-
inu. Áætlað var að prenta
um 1000 eintök af fyrsta
tölublaðinu en gert er ráð
fyrir að síðan verði prentuð
800-1000 eintök. Blaðið
stendur undir sér fjárhags-
lega með auglýsingum en
auglýsingar hafa verið seldar
í samvinnu við Útvarp
VMA. Sigfús Aðalsteinsson
er ritstjóri Jóns Krukks.
JÓH
Málfundafélag skólans hefur með höndum skipulagningu fyrir ræðukeppni si
undirbúningurinn í fullum gangi.
Baldursson fallhlífarstökkvari.
Á sama tíma verður boðið upp
á námskeið í þurrblómaskreyt-
ingu.
Fimmtudagur
Á fimmtudagsmorgun mun verða
opið hús í raungreinadeild skól-
ans og geta nemendur þá kynnst
starfinu á þeim bænum. Pá mun
einnig verða haldinn fyrirlestur
um verslunarbæinn Akureyri en
framsögumaður verður Porsteinn
Thorlacius, eigandi bókaverslun-
arinnar Eddu á Akureyri. Að
fyrirlestrinum loknum mun
nemendum gefast kostur á að
spreyta sig í félagsvist og billiard.
Einnig verður boðið upp á
kynningarferðir bæði í Mjólkur-
samlag KEA og leikhúsið áður
en nemendur ganga til hádeg-
isverðar.
Eftir hádegi heldur ræðu-
keppnin áfram og matvælabraut
verður kynnt. Kynning matvæla-
brautar er raunar eini dagskrár-
liður Opnu daganna sem opinn
verður almenningi.
Síðla fimmtudags veður áfram-
haldandi danskennsla, sauma- og
snyrtinámskeið en kl. 20 hefst
fundur um trúmál. Þar munu
verða fulltrúar nokkurra trúar-
bragða sem skiptast á skoðununt
og svara spurningum. Búast má
við fjörugum fundi og er ætlunin
að reyna að vera með útsendingu
frá fundinum í Útvarpi VMA
sem starfrækt verður á Opnu
dögunum.
Á miðnætti verður allsérstæður
dagskrárliður sem heitir því
„hryllilega" nafni Horror Show.
Þá er ætlunin að allur nemenda-
skarinn fari í einhvers konar rat-
leik í Kjarnaskógi en hvaða
þrautir bíða þeirra þar er best að
segja sem minnst um.
Föstudagur
Föstudagurinn hefst á
stjórnmálaflokkakynningu. Þing-
menn og bæjarfulltrúar ætla að
„Verðum með a
himins og jari
- segir Jónas Þór Guðmundsson annar útvar
Jónas Þór Guðmundsson er
annar af nýjustu útvarpsstjór-
um bæjarins. Hann og félagi
hans Arni Freysteinsson hafa
það hlutverk með höndum á
Opnu dögum VMA að stjórna
Útvarpi VMA sem hefur
göngu sína kl. 8 í dag. Útsend-
ingar Útvarps VMA munu
nást um allan bæ og hugsan-
lega út fyrir bæinn en sent
verður út þessa fjóra daga frá
kl. 8 á morgnana til miðnættis
á kvöldin á FM-102,8.
Jónas Þór segir að um 10
manns komi til með að vinna við
Útvarp VMA en það eru virkir
félagar í tónlistarfélagi skólans
(FÁT). Tæki til útsendinganna
eru fengin hjá Pósti og síma en
æskulýðsráð bæjarins hefur verið
innan handar við að útvega hluta
tækjabúnaðarins. Plötur koma
hins vegar úr einkasöfnum dag-
skrárgerðarmanna og einnig mun
skemmtistaðurinn Zebra leggja
til plötur.
Allt í beinni útsendingu
„Allir þættir munu tengjast
dagskrá Opnu daganna. Þarna
verða sagðar lauslegar fréttir af
einstökum dagskrárliðum en
annars fá menn mjög frjálsar
hendur. Við göngum bara úr
skugga um að handrit séu skrifuð
á góðu íslensku máli en að miklu
leyti mun efnið byggjast upp á
góðri tónlist,“ segir Jónas Þór.
- Verða þarna þættir t.d. um
einstaka tónlistarmenn eða ein-
stakar tónlistarstefnur?