Dagur - 23.02.1988, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉSPÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
FRIMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir),
STEFÁN SÆMUNDSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Vaxtalækkun
í gær kom til framkvæmda vaxtalækkun hjá
sparisjóðum og bönkum, að Samvinnubank-
anum undanskildum. Lækkun er mismikil eft-
ir peningastofnunum, allt frá 2% upp í 7%.
Þessi lækkun kemur í kjölfar þess, að láns-
kjaravísitalan fyrir marsmánuð hækkar nú
aðeins um 0,5%, eða sem svarar til rúmlega
6% hækkunar á heilu ári. Hækkun lánskjara-
vísitölunnar fyrstu þrjá mánuði þessa árs
samsvarar um 18,6% verðbólgu á heilu ári og
12 mánaða hækkun, frá mars ’87 til mars ’88,
er tæplega 22%. Það gefur augaleið, að nú-
gildandi 36-37% nafnvextir eru mjög háir
raunvextir við þessar aðstæður. Það var því
mjög eðlileg ákvörðun að lækka nafnvextina
nú, enda löngu orðið ljóst að vextir hér á landi
eru allt of háir.
Hvort vextir halda áfram að lækka á næst-
unni er ekki ljóst á þessari stundu. Ef sam-
komulag næst um skynsamlega kjarasamn-
inga ætti frekari lækkun nafnvaxta svo og
lækkun raunvaxta að vera í sjónmáli. Með
skynsamlegum kjarasamningum er átt við að
aðilar vinnumarkaðarins komi sér fyrst og
fremst saman um tvennt: Annars vegar að
hækka laun þeirra sem minnst bera úr býtum
og hins vegar að viðhalda þeim kaupmætti
sem þegar hefur náðst. Launamisréttið í
landinu má ekki aukast meira en orðið er og
þess vegna kemur sterklega til greina að
hækka laun hlutfallslega upp að ákveðnu
marki, en hækka laun þar fyrir ofan minna eða
alls ekki neitt. Kjarasamningar sem gera
meira en að tryggja núverandi kaupmátt eru
óraunhæfir og til þess eins fallnir að auka
verðbólguna og þar með þann efnahags-
vanda sem við er að glíma.
Það er ekki hægt að loka augunum fyrir
þeirri staðreynd að mikil verðbólga kallar á
háa vexti og háir vextir auka svo aftur verð-
bólguna sem fyrir er. Þessi víxlverkun er
óhjákvæmileg og hefur í raun myndað full-
komna hringrás í íslensku efnahagslífi. Með
vaxtalækkuninni nú er stigið mikilvægt skref
út úr þessum vítahring.
Þar til í ljós kemur með hvaða hætti kjara-
samningar verða, halda forráðamenn pen-
ingastofnana að sér höndum með frekari
vaxtalækkanir. Sú vaxtalækkun sem kom til
framkvæmda í gær, hefur ekki áhrif á raun-
vextina, en þeir gætu lækkað í náinni framtíð
ef rétt verður haldið á málum. Vaxtaokrinu,
sem verið hefur við lýði á innlendum fjár-
magnsmarkaði síðustu misseri, verður að
linna. BB.
Jón Halldór Hannesson:
Heilbrigði og ham-
ingja með íhugun
Á síðastliðnu ári voru haldin
nokkur námskeið í innhverfri
íhugun á Akureyri á vegum
íslenska íhugunarfélagsins. Inn-
hverf íhugun hefur jafnan verið
kynnt sem tækni er virkjar dýpri
og máttugari svið huga okkar og
leiðir þannig til skýrari hugsunar
og árangursríkari athafna.
Nýjustu rannsóknir á áhrifum
þessarar auðstunduðu sjálfs-
þroskaaðferðar benda til þess að
hér geti verið á ferðinni ein mátt-
ugasta forvarnar aðferð sem
þekkt er. í októberhefti hins virta
alþjóðlega læknarits „Psychoso-
matic Medicine" birtist grein þar
sem leidd voru rök að þessu.
Samkvæmt greininni sýndi
rannsókn á sjúkratrygginga-
skýrslum hjá bandarísku trygg-
ingafyrirtæki að iðkendur inn-
hverfrar íhugunar leituðu 87%
sjaldnar til læknis vegna hjarta-
sjúkdóma, 55% sjaldnar vegna
æxla og 30% sjaldnar vegna smit-
sjúkdóma borið saman við sam-
bærilega viðmiðunarhópa.
(Rannsóknin náði til áranna
1981-1985). Munurinn á iðkend-
um og öðrum virtist aukast með
árunum. Þannig leituðu iðkendur
innhverfrar íhugunar á aldrinum
19-39 ára sér læknisaðstoðar 50%
sjaldnar en viðmiðunarhópur, en
iðkendur eldri en 40 ára leituðu
sér læknisaðstoðar 70% sjaldnar
en sambærilegur hópur, eins og
sjá má á súluritinu.
í raun ættu þessar niðurstöður
ekki að koma svo ýkja mikið á
óvart því gerðar hafa verið um
350 rannsóknir á íhuguninni og
sýna þær m.a. að aðferðin lækkar
blóðþrýsting (Psychosomatic
Medicine, 1975), minnkar kól-
estrolmagn (Journal of Human
Stress, 1979), dregur úr streitu-
C
'O
x:
eð
c
5
Heimsóknir til lækna
250
JK 200
C 'S 150
o o o 100
r—H 50
Viðmiðunar-
•hópur
Viðmiðunar-
hópur
Viðmiðunar-
hópur
Iðkend-
ur Ií
40+
(Heimild: Medical Care Utilization and the Transcendental Meditation Program, Dr. D. Orme-Johnson, í Psychosomatic Medicine
sep/okt. 1987)
Um 80-100 manns heimsóttu Hitaveitu Akureyrar um hclgina.
Mynd: RPB
Opið hús hjá Hitaveitunni:
Gestir fóru fróðari heim
Um síðustu helgi var opið hús
hjá Hitaveitu Akureyrar í
tilefni Norræns tækniárs 1988.
Gafst þá almenningi kostur á
að koma og sjá hvaða starf-
semi fer þar fram.
Um 80-100 manns komu í
heimsókn þennan dag, en að
sögn Franz Árnasonar hitaveitu-
stjóra, hefðu þeir gjarnan viljað
fá meiri aðsókn.
„í raun er hitaveita mest neðan-
jarðar, en fólk gat séð dælustöðv-
arnar og borholurnar, eða réttara
sagt þann búnað sem þar er
ofan á. í kyndistöðvunum eru
bæði varmadælur og katlar sem
hægt var að skoða. í dælustöðinni
í Þórunnarstræti slær svo hjarta
veitunnar og þar er kerfinu stýrt.
Þangað gafst fólki kostur á að
koma og fræðast um hvernig veit-
unni er stýrt.“
Franz sagðist ætla að fólk hafi
farið fróðara heim þennan dag og
að þeir sem komu hafi verið
ánægðir með heimsóknina. VG