Dagur - 29.03.1988, Page 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 29. mars 1988 62. tölublað
Einingabréf
★ Hámarks ávöxtun
★ Alltaf laus
áéll<AUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700
Akureyri:
- 32 umsóknir um tvær 2ja herb. íbúðir
Leigumarkaðurinn á Akureyri
er ógreiðfær frumskógur þar
sem margir villast en fáir kom-
ast á leiðarenda fyrr en eftir
miklar raunir. Félagsmála-
stofnun Akureyrar auglýsti
nýverið tvær 2ja herbergja
íbúðir til leigu og bárust alls 32
umsóknir um þessar íbúðir
þannig að ástandið á leigu-
Lóð vestan nótastöðvar:
Hafnarstjórn
mælir með
Járntækni
- fjórar umsóknir
bárust um lóðina
Fjórar umsóknir bárust um lóð
norðan Hjalteyrargötu, vestan
Nótastöðvarinnar Odda. Bygg-
inganefnd hefur óskað umsagn-
ar hafnarstjórnar um umsókn-
irnar og mælir hún með því að
Járntækni hf. verði veitt
umbeðin lóð.
Umsóknirnar sem bárust voru
frá Aðalgeiri Finnssyni hf.,
suðurbílstjórum bifreiðastöðvar-
innar Stefnis, Járntækni hf. og frá
Guðmundi Jóhannssyni.
Á fundi hafnarstjórnar síðast-
liðinn föstudag var samþykkt að
mæla með því við bygginganefnd
að Járntækni verði veitt lóðin.
Hafnarstjórn telur að starfsemi
fyrirtækisins falli vel að þeirri
starfsemi sem er þarna í nágrenn-
inu og er í samræmi við aðal-
skipulag Akureyrarbæjar og
skipulag Akureyrarhafnar.
Stór þáttur í þjónustu fyrir-
tækisins er þjónusta við fiski-
skipaflotann bæði hvað varðar
viðgerðir og smíði og ýmiss kon-
ar búnaðar í fiskiskip og því telur
hafnarstjórn það augljósan kost
fyrirtækisins og viðskiptavina
þess að það sé staðsett í námunda
hafnarinnar. ET
markaðinum virðist lítið hafa
batnað.
Félagsmálaráð vekur sérstaka
athygli á fjölda umsækjenda og
getur þess að langflestir þeirra er
sóttu um þessar tvær íbúðir hafi
brýna þörf fyrir húsnæði. Ráðið
leggur mikla áherslu á nauðsyn
þess að fjölga leiguíbúðum í eigu
bæjarins og hvetur bæjarráð til
að leita leiða til að nýta heimild
þá sem Húsnæðisstofnun hefur
veitt til að hefja framkvæmdir við
10 leiguíbúðir.
Það er ekki aleinasta skortur á
leiguíbúðum í eigu bæjarins held-
ur og á hinum frjálsa markaði.
Daglega má sjá auglýst eftir
húsnæði á smáauglýsingasíðum
Dags og í síðustu viku voru
t.a.m. 4-6 slíkar auglýsingar á
hverjum degi en aðeins voru 3
íbúðir auglýstar til leigu á sama
tíma.
Nýlega greindum við frá því að
hreyfing á fasteignamarkaðinum
á Ákureyri hefði aukist en sú
hreyfing virðist ekki hafa náð til
leiguíbúða. Viðmælendur okkar
eru þó sammála um að ástandið
hljóti að batna innan tíðar því
uppsveifla hefur verið í byggingu
íbúða í bænum og framboð þar af
leiðandi vaxandi.
Þá er gjarnan bent á að eitt-
hvað af því fólki sem nú er á
leigumarkaðinum muni kaupa
sér húsnæði þegar lán Húsnæðis-
stofnunar koma til útborgunar og
einnig benda menn á að þegar
íbúðir fyrir aldraða sem byggja á
við Víðilund verða tilbúnar muni
framboð á húsnæði í bænum enn
aukast. SS
Á göngu í góða veðrinu.
Mynd: TLV
Breytingar á bæjarskrifstofunni:
„Kostnaðurínn kom mér á óvart“
- segir bæjarstjóri - hönnun kostaði tæpa milljón
Nú er lokið breytingum á 2.
hæð á húsnæði bæjarskrifstofa
Akureyrar við Geislagötu.
Bæjarráðssalnum var breytt í
annað skrifstofuhúsnæði, en
bæjarráð mun eftirleiðis halda
fundi sína í bæjarstjórnarsaln-
um á 4. hæð hússins. Á 2. hæð
eru nú launadeild bæjarins,
skrifstofur bæjarstjóra, bæjar-
Teikningum að stórmarkaði KEA verði breytt:
„Aðgengi fatlaðra áfatt“
Samstarfsnefnd um ferlimál
fatlaðra hefur tekið til athug-
unar samþykktar teikningar að
stórmarkaði KEA við Glerár-
götu á Akureyri og komist að
þeirri niðurstöðu að aðgengi
fatlaðra sé áfátt í fyrirhugaðri
byggingu. Nefndin hefur sent
hönnuði byggingarinnar og
húsbyggjanda bréf þar sem
óskað er eftir úrbótum.
Helstu athugasemdir nefndar-
innar eru þær að samkvæmt
teikningum virðist sem hjólastól-
ar komist ekki á milli búðarkassa
og að fatlaður maður komist ekki
án aðstoðar á 2. hæð aðalbygg-
ingarinnar þar sem stjórnmiðstöð
og öll starfsmannaaðstaða á að
vera til húsa. Þá telur nefndin að
gera þurfi ráð fyrir a.m.k. einu
salerni á hverri hæð í eldri bygg-
ingunni sem sé aðgengilegt
fötluðum.
„Hafandi þessi atriði í huga
telur nefndin útséð að fatlaður
maður geti starfað í verslunar-
húsnæði þessu nema aö hugað
verði að úrbótum varðandi það
sem hér að framan er rakið,“ seg-
ir í áliti nefndarinnar. SS
lögmanns og starfsmanna-
stjóra ásamt biöstofu.
Að sögn Gunnars Eðvaldsson-
ar, umsjónarmanns húseigna
bæjarins, tók trésmíðavinnan
sjálf um þrjár vikur. Nýtt gólf-
teppi var sett á gólfin, skipt var
unt alla ofna og raflagnir endur-
nýjaðar.
Bæjarstjórinn á Akureyri, Sig-
fús Jónsson, var spurður um
kostnaðarhlið þessara fram-
kvæmda, en samkvæmt kostnað-
aráætlun átti verkið að kosta 3,6
milljónir króna. Sigfús sagði, að
kostnaður við þessar fram-
kvæmdir hefði farið fram úr áætl-
un og hefði það komið sér á
óvart. Hefði hann sent arkitekt-
inum, Svani Eiríkssyni, og húsa-
meistara bæjarins, Ágústi Berg,
bréf þar sem farið væri fram á
skýringar á kostnaðaraukanum,
en hönnunar- og teikni-
kostnaðurinn var tæp ein
milljón króna. Inni í þeirri tölu er
kostnaður við teikningu raflagna.
Bæjarstjóri skýrði frá því á
fundi bæjarráðs í síðustu viku að
þessi mál væru í athugun. Þegar
arkitektinum barst umrætt bréf
fór hann fram á að fá að skoða
bókhald yfir vinnu iðnaðar-
manna, efniskostnað o.s.frv. og
var honum heimilað það. Stend-
ur sú athugun nú yfir. EHB
D
Síðasta blað fyrir páska kemur
út á morgun. Skilafrestur aug-
lýsinga fyrir það blað er til
hádegis í dag. Fyrsta blað eftir
páska kemur út þriðjudaginn
5. apríl og vilji menn koma
auglýsingum þangað þurfa þær
að hafa borist fyrir hádegi á
morgun.
Mikill skortur á
leiguíbúðum